Morgunblaðið - 24.10.2014, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Hágæða flísar frá Ítalíu
60 x 60 cm
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Bankaútibúum á Íslandi hefur fækk-
að úr 170 þegar þau voru hvað flest í
undir 90 nú. Af þeim eru útibú Lands-
bankans, Íslandsbanka og Arion
banka 73 í heildina, Sparisjóðirnir
bætast svo þar við. Frá árinu 2008
hafa yfir 2.000 starfsmenn viðskipta-
banka og sparisjóða misst vinnuna. Á
árunum 2008 til
2009 var um 1.200
manns sagt upp
og frá þeim tíma
hafa um 800 misst
vinnuna til viðbót-
ar. Þegar mest
var störfuðu um
5.300 manns í við-
skiptabönkum og
sparisjóðum en
eru um 3.300 nú,
þar af er nokkur
hópur sem er að vinna í uppgjöri
gömlu bankanna og hluti af þeim er
ráðinn tímabundið.
Árið 2007 voru félagsmenn Sam-
taka starfsmanna fjármálafyrirtækja
tæplega 6.000 talsins en inni í þeirri
tölu eru starfsmenn Seðlabankans,
Reiknistofu bankanna, Valitors og
annarra slíkra fyrirtækja. „Núna eru
félagsmenn okkar 4.100 og þá eru
þeir taldir með sem vinna við gömlu
bankana og í dótturfyrirtækjum,“
segir Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka starfsmanna
fjármálafyrirtækja, SSF.
Hann býst við að starfsmönnum í
þessum geira fækki enn frekar á
næstu árum. „Miðað við það sem
sjálfir stjórnendurnir segja verður
þessi hagræðing áfram, en þeir segj-
ast reyna að láta hana koma sem mest
fram í því að ráða ekki í staðinn fyrir
þá sem hætta m.a. vegna aldurs.“
Landsbankinn, Íslandsbanki og
Arion banki hafa verið stórtækir í að
loka útibúum um allt land síðustu ár.
Nú síðast ætlar Arion banki að loka
útibúi sínu á Hólmavík og er við-
skiptavinum bankans þar bent á
næsta útibú sem er í Borgarnesi, í 160
km fjarlægð. Landsbankinn ákvað
nýverið að loka útibúi í Sandgerði
sem er um 2.000 manna þjónustu-
svæði og var viðskiptavinum þess
beint til Keflavíkur sem er þó ekki
nema í 15 km fjarlægð.
Þá bendir Friðbert á að bankarnir
hafi líka dregið verulega úr umsvifum
sínum á höfuðborgarsvæðinu og nú sé
Landsbankinn eingöngu með níu
útibú þar. „Það er t.d. enginn banki í
Grafarvogi sem er 20 þúsund manna
hverfi. Það er alltaf stanslaust að gera
í þeim útibúum sem eru eftir í
Reykjavík,“ segir Friðbert. Hann er
sannfærður um að bankarnir hafi
misskilið þörfina fyrir þessa þjónustu.
Vilja mannleg samskipti
„Ég er sannfærður um að þeir séu
búnir að ganga of langt og þessi nið-
urskurður sé farinn að koma niður á
viðskiptavinunum. Það eru ekki allir
sem geta notað sér rafræna þjónustu.
Það er fullt af fullorðnu fólki sem er
ekki með netið heima hjá sér. Það vill
fara í bankann sinn einu sinni til tvisv-
ar í mánuði og þrátt fyrir að fólk noti
heimabanka þá þarf það oft að leita í
banka til að ganga frá sínum viðskipt-
um. Svo er líka allur þessi ferða-
mannafjöldi sem þarf þjónustu í
banka.“
Friðberti finnst að hin mikla trú á
tækni hvað varðar póst- og banka-
þjónustu og fleira sé komin út í algjör-
ar öfgar. „Ég tel að mjög mörg okkar
vilji eiga mannleg samskipti og
treysti þeim best.“
Hann segir ljóst að lokun útibúa sé
mikil afturför og misskilningur á
þjónustuhlutverkinu.
Útibúum fækkað úr 170 í 90
Um 2.000 bankastarfsmönnum hefur verið sagt upp frá hruni Bankarnir búnir að ganga of langt í
lokun útibúa að mati framkvæmdastjóra SSF Starfsmönnum fækkað úr 5.300 í um 3.300 í dag
Morgunblaðið/Sigurgeir S
Beðið í bankanum Bankaútibúum hefur fækkað verulega síðustu ár. Fólk notar meira þjónustu heimabanka. Friðbert
Traustason
Íslandsbanki rekur 18 útibú í dag,
þar af 9 á höfuðborgarsvæðinu, og
hefur þeim fækkað um 12 frá árinu
2000 þegar þau voru 30. Átta útibú-
um hefur verið lokað á síðustu tíu
árum. Flest voru útibú Íslands-
banka árið 1990, eða 37, þegar
bankinn varð til við sameiningu
Iðnaðarbankans, Útvegsbankans,
Verslunarbankans og Alþýðubank-
ans, eftir þessa sameiningu tók við
mikið hagræðingarferli.
Þegar Íslandsbanki og Byr sam-
einuðust 2011 voru 6 útibú Byrs
sameinuð öðrum útibúum.
Síðasta útibú sem var lokað var í
Kringlunni en því var breytt í sum-
ar í sjálfsafgreiðslustöð. Á næsta
ári verða útibúin í Lækjargötu og á
Eiðistorgi sameinuð í eitt útibú sem
verður úti á Granda.
Íslandsbanki
Arion banki starfrækir 23 útibú
víða um land. Frá árinu 2009 hefur
16 útibúum verið lokað, þar með
talin eru útibú SPRON og SPM.
Fyrirrennarar Arion banka lok-
uðu 7 útibúum á árunum 2004-2008.
Síðast lokaði Arion banki útibúum
sínum við Austurstræti og Hlemm í
Reykjavík og sameinaði starfsemi
þeirra í nýju útibúi í Borgartúni.
Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um frekari lokanir útibúa,
samkvæmt upplýsingum frá Arion
banka en líklegt þykir að þróunin í
framtíðinni verði í þá átt að útibú-
um fækki frekar en fjölgi. Ástæða
fyrir lokun útibúa er m.a. sú að við-
skiptavinum standa til boða fjöl-
margar þjónustuleiðir, til viðbótar
við útibú, sem njóta vinsælda og
draga að hluta til úr ásókn í útibú.
Arion banki
Frá árinu 1998 hefur útibúum og af-
greiðslustöðum Landsbankans
fækkað úr 64 í 32. Þau voru flest
tæplega 70 á tíunda áratugnum.
Nýjasta lokunin var 11. október sl.
þegar afgreiðslu í Sandgerði var
lokað. Landsbankinn tók yfir 11
útibú við samrunna við Spkef árið
2011. Þar með urðu þau 45. Frá
þeim tíma hefur útibúum og af-
greiðslum verið lokað á:
Flateyri, Súðavík, Bíldudal,
Króksfjarðarnesi, Grundarfirði,
Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Sandgerði,
Garði, Njarðvík, Bæjarhrauni Hafn-
arfirði og í Reykjavík hefur útibúum
í Árbæ, Holtagörðum og Laugavegi
77 verið lokað.
Ekki er á stefnuskránni að loka
fleiri útibúum á næstunni samkvæmt
upplýsingum frá Landsbankanum.
Landsbankinn
„Virkni eldgossins í Holuhrauni er
svipuð og hefur verið en það dreg-
ur hægt og rólega úr gosinu,“ segir
Ármann Höskuldsson eldfjallafræð-
ingur um stöðuna á gosinu.
Bætir hann við að kraftur gossins
sé með engum hætti sambærilegur
við það sem var í byrjun. Flatarmál
hraunsins er nú orðið um 60 km² og
segir hann það vera eðlilegt í ljósi
þess hve stórt og langvinnt gosið
hafi verið. Hrauntjörnin rennur nú
aðallega til austurs úr Baugsgíg og
gígnum norður af honum en hefur
einnig runnið til suðurs og á sand-
ana til norðurs.
Skjálftavirkni síðastliðinn sólar-
hring hefur verði nokkur, eða um
70 jarðskjálftar þar sem sá stærsti
mældist um 4,8 stig. laufey@mbl.is
Ljósmynd/USGS-NASA
Bárðarbunga Gervihnattarmynd af eldgosinu þar sem virknin fer dvínandi.
Kraftur gossins minnkar
með hverjum deginum
„Það gerðist
raunverulega
ekki neitt. Það
verður þá vænt-
anlega verkfall á
mánudag, en það
hefur enginn
samningafundur
verið boðaður
fyrr en klukkan
16 á mánudag, en
þá er einn verk-
fallsdagur búinn þannig séð,“ sagði
Þorbjörn Jónsson, formaður Lækna-
félags Íslands, eftir árangurslausan
fund með samninganefnd ríkisins í
Karphúsinu í gær. Eins og hann
nefnir stefnir allt í að boðað verkfall
lækna hefjist aðfaranótt mánudags.
„Það þokaðist ekkert í þessum
málum sem við teljum vera mikil-
væg. Það eru ákveðin skilaboð í því
ef sáttasemjari telur ekki ástæðu til
að funda fyrr en á mánudaginn, þeg-
ar verkfallið er hafið,“ sagði Þor-
björn við mbl.is í gær.
Hann sagði það vonbrigði að ekki
hefði tekist að nýta tímann betur til
viðræðna undanfarnar vikur. Boðað
verkfall hefði legið lengi fyrir en
læknar hefðu setið tvo fundi í vik-
unni í húsi ríkissáttasemjara og tvo í
síðustu viku.
Komi til verkfalls lækna verður
það í fyrsta sinn hér á landi hjá þess-
ari starfsstétt, sem fékk takmark-
aðan verkfallsrétt fyrir tæpum 30
árum. jonpetur@mbl.is
Allt stefnir
í verkfall
lækna
Þorbjörn
Jónsson
Árangurslaus
fundur í gær
Eimskip hefur kært til lögreglu leka
á upplýsingum til fréttaþáttarins
Kastljóss er tengjast rannsókn Sam-
keppniseftirlitsins á félaginu. Segir í
tilkynningu frá Eimskip að Kauphöll
Íslands hafi athugunarmerkt hluta-
bréf Eimskipafélags Íslands vegna
leka á gögnum til Kastljóss er tengj-
ast rannsókn Samkeppniseftirlitsins.
Eimskip segir í tilkynningu að lek-
inn hafi skaðað ímynd félagsins.
Þá hafnar Eimskip ásökunum um
að hafa gerst brotlegt gegn ákvæð-
um samkeppnislaga. Fram kemur að
það sé von félagsins að rannsókn á
því hvernig áðurnefnd trún-
aðargögn komust í hendur óviðkom-
andi upplýsist sem fyrst.
Eimskip kærir leka til lögreglunnar
Morgunblaðið/Ómar