Morgunblaðið - 24.10.2014, Side 10

Morgunblaðið - 24.10.2014, Side 10
Í fjárhúsinu Eyþór (fyrir miðju) á góðri þuklstund með Sigurði Halldórs- syni frá Gullberastöðum. Bjarkar Snorrason þreifar á bakvöðva lambhrúts. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Rúningskeppnin sem viðhéldum hér á Kexinu í vorlukkaðist svo vel, að viðákváðum að halda áfram á þessari braut og blása til hrútaþukls- keppni núna,“ segir Böðvar E. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Kex- lands á KEX hosteli í Reykjavík, um Kexþukl sem haldið verður þar á morgun, laugardag, en þar verða hrútar þuklaðir. „Við viljum með þessu færa sveitina í borgina, fyrir þá sem ekki komast í sveitina. Við er- um að kynna borgarbörnunum ræt- urnar, leyfa þeim að fá smá nasaþef og kynnast svona fyrirbærum land- búnaðar eins og hrútaþukli. Við etj- um saman vönum þuklurum og alls óvönum, þeir óvönu sem taka þátt í þuklinu eru vinir okkar hér úr Vita- hverfinu, Guðmundur Jörundsson fatahönnuður, Bjarni Snæðingur og hjónin Magni og Hugrún í KronK- ron. Okkur fannst vel við hæfi að þetta fatafólk tæki þátt í að þukla skepnurnar. Það verður skemmtilegt að fá átta hrúta í heimsókn hér á Kexið, þeir eru frá Hraðastöðum í Mosfellsdal, sama bóndabæ og við fengum kindur frá í rúningskeppn- ina. Við ætlum ekkert að skemma hrútana hér í borg óttans, það verður farið strax með þá aftur í sveitina að keppni lokinni. Þeir verða eflaust al- veg guðs lifandi fegnir að komast aft- ur heim til sín úr borgarskarkal- anum.“ Hefur alræðisvald Eyþór Einarsson, bóndi og ráðunautur, sem býr með sauðfé í Sólheimagerði norður í Skagafirði, Hrútar verða þukl- aðir í borg óttans Nú er sú árstíð sem sauðfé er þuklað hvað mest í landinu, enda haustin tími hrútasýninga og þá velja bændur líka líflömbin. Í þuklinu er leitað eftir því eftir- sóknarverðasta, miklum vöðvum, hóflegri fitu og þéttvöxnum og löngum skrokk. Á morgun gefst borgarbúum tækifæri til að fá nasaþefinn af þuklinu því nokkrir hrútar mæta til leiks á KEX-þukl sem haldið verður í porti í 101 Reykjavík. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Sauðfjársetrið í félagsheimilinu Sæ- vangi við Steingrímsfjörð á Strönd- um er ekki aðeins frábært að heim- sækja, heldur er vefsíða setursins full af hverskonar fróðleik og sögum um sauðfé. Þar er sagt frá smala- mennskum, sláturtíð, heyskap og öðru sem viðkemur sauðfé. Í fróð- leikskistu Sauðfjársetursins er að finna gnægð af fróðleiksmolum um sauðfé og sauðfjárrækt. Einnig er þar hlekkur sem heitir frægar kindur og er þar sagt frá hinni landskunnu Her- dísarvíkur-Surtlu, sem var í eigu Hlín- ar Johnson frá Herdísarvík á Reykja- nesi, en Surtla hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða. Einnig er sagt frá Sníkju frá Kjörseyri í Hrútafirði sem var einstaklega trygg- lynd kind og Þoku frá Smyrlabjörgum sem var ofurfrjósöm og dreifðust genin hennar um allt land með af- komendum hennar. Vefsíðan www.strandir.is/saudfjarsetur Morgunblaðið/Golli Forvitin Ekki er þetta hún Sníkja, en þó er hún eitthvað að sníkja gott úr lófa. Sníkja var trygglynd kind Lestur er ómissandi í lífinu og aldr- ei gerir fólk nóg af því að gleðja sig með lestri góðra bóka. Það getur ekki síður verið gaman að láta lesa fyrir sig og nú er lag, því í tilefni af Lestrarhátíð í október ætlar Gutt- ormur Þorsteinsson, bókavörður í Kringlusafni, að leiða bókmennta- göngu um Kringluna á morgun laug- ardag kl. 14. Lagt verður upp frá Kringlusafni og rölt um Kringluna þar sem stoppað verður á vel völdum stöð- um og lesið upp úr skáldsögum, ör- sögum og ljóðum sem tengjast verslunarmiðstöðinni. Allir eru vel- komnir og enginn aðgangseyrir. Gaman, gaman! Endilega … … farið í bókagöngu í Kringlunni Morgunblaðið/Heiddi Lestur Bæði gefandi og nærandi. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ávísum stað í bókinni stóru,Biblíunni, er sagt að sann-leikurinn muni gera mennfrjálsa. Svo skemmtilega vill til að undanfarið hef ég einmitt velt sannleikanum fyrir mér og hvernig upplifun eins á hinu sanna getur verið leirburður í eyrum ann- ars. Getur upplifun verið ósönn? Þeg- ar ég velti þessu fyrir mér kom upp í kollinn minning, ófölsk minning, um heimsókn mína til augnlæknis fyrir nokkrum árum. Sú heimsókn átti fátt skylt við augnlækningar þar sem hún snerist fyrst og fremst um sannleika og upplifun hvers og eins. Hér með vottast að þessi læknisheimsókn var öll sú furðulegasta. „Sérðu efstu lín- una?“ spurði augnlæknirinn. Ég taldi mig gera það og hóf upptalninguna: „Átta, sex, B, níu …“ þuldi ég upp en augnlæknirinn greip fram í fyrir mér. „Einmitt það, já. Sérðu einhverja fleiri tölustafi þarna?“ spurði hann og fín- gerðar krullurnar dúuðu á kollinum þegar hann byrsti sig. „Jájá,“ svaraði ég og hélt áfram. „Næst eru tveir og svo koma fjórir,“ sagði ég en komst ekki lengra því í sömu andrá slökkti sá krullhærði á tækinu sem varpaði sjónprófinu upp á vegg. Augnlæknir- inn settist fyrir framan mig með krosslagða hand- leggi og fnæsti af bræði. „Það eru engir tölustafir þarna, bara bókstafir, svo þú getur hætt þessari vitleysu!“ Í það minnsta var alveg ljóst að ekki gat ég haldið áfram þar sem hann hafði slökkt á sjónarspilinu. „Hvernig er himinninn á litinn?“ spurði hann mig. Það var vandlega dregið fyrir svo ég fór ekki út í smáatriði en sagði að stundum væri hann blár. „Það er bara þín upp- lifun. Kannski sé ég hann allt öðru- vísi. Ég gæti til dæmis sagt þér að hann væri grænn, ha? Hvað myndir þú segja þá?“ spurði doktorinn sem mér sýndist ekki í skapi fyrir neitt grín svo ég svaraði því til að það væri upplifun hans á því sem fyrir augu hans bæri og ekki mitt að draga upplifun hans í efa. „Einmitt. Og ef þú trúir því að þú sjá- ir tölustafi þegar þú horfir á bókstafi þá ætla ég ekki að draga það í efa en bið þig að fara núna,“ sagði augn- læknirinn sem kannski var bókstafstrúar en ég ákvað að fara ekki til hans aft- ur. Þarf frekari sannana við að maður sjái illa? Það er nú það. »„Það eru engir tölu-stafir þarna, bara bókstafir, svo þú getur hætt þessari vitleysu!“ Heimur Malínar Malín Brand malin@mbl.is Þið eruð verð verðlækkunar strax! Sældarlíf með Siemens Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Eins og alþjóð veit er afar líklegt að vörugjöld af heimilistækjum verði felld niður um áramót. Til að kæta ykkur ætlum við samt strax að lækka vöruverð um 20% til áramóta af þeim tækjum, sem nú bera vörugjöld; ofnum, helluborðum, eldavélum, uppþvottavélum, kæliskápum, þvottavélum og þurrkurum. 20% Morgunblaðið/Jim Smart Höfðingjar Hrútar eru skemmtilegir og hafa oft yfir sér mikla reisn. Stundum vilja þeir berjast sín á milli, eins og sjá má á hrútnum lengst t.v.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.