Morgunblaðið - 24.10.2014, Page 11

Morgunblaðið - 24.10.2014, Page 11
Þuklað Eyjólfur Kristinn Örnólfsson, Sigvaldi Jónsson og Snæbjörn Árnason, rólegir á meðan Sigfinnur Bjarkarsson frá Tóftum þuklar eistu og læri hrútanna. Ármann Bjarnason frá Kjalvararstöðum fylgist með. verður æðsti dómari í Kex-þuklinu og hann segist hlakka til samkom- unnar. „Það er mjög jákvætt að hafa svona samkomu í Reykjavík, ég lít á þetta sem fræðandi viðburð og skemmtun sem eflir tengslin milli borgar og sveitar. Mér skilst að ég hafi alræðisvald í dómarahlutverkinu í höfuðborginni á morgun, en fyr- irkomulagið verður þannig að sýndir verða fjórir til fimm hrútar sem fyrst verða dæmdir af þjálfuðum dóm- urum frá Ráðgjafarmiðstöð landbún- aðarins og þeim raðað eftir gæðum. Síðan munu nokkrir valinnkunnir einstaklingar keppa í því að raða þeim upp í sömu gæðaröð. Þar á eftir mun gestum og gangandi gefast tækifæri til þess að skoða gripina.“ Eyþór segir að bændur þukli lömb sín þegar þeir velja gripi til ásetn- ings. Sauðfjárráðunautar veita bændum þessa þjónustu og þeir geri það út frá kjötgæðaeiginleikum og heilbrigði. „Þuklið gengur út á að finna vöðvafyllingu á gripunum, við þukl- um allt lambið því það er verið að vinna í því að bæta alla parta skrokksins. Við metum háls og herðar, bringu og útlögur, bak, malir og læri. Við skoðum líka haus, fætur og eistu með tilliti til heilbrigðis og síðan metum við ullina. Okkur til halds og trausts notum við ómmæl- ingartæknina til að mæla vöðvaþykkt og fituþykkt á baki gripanna.“ Eyþór segir algengustu galla á haus vera bitgalla, yfirbit eða undirbit, en einn- ig er skoðað hvort þeir séu illa hyrnt- ir. „Við viljum ekki hafa hnýfla eða horn sem geta vaxið beint inn í haus. Hausinn er ekki dæmdur eftir fríð- leika, en það var tekið tillit til þess hér áður fyrr, til dæmis þótti það gott ef hrútur var þróttlegur á svip. Eistun eiga svo að vera eðlilega þroskuð, algengasti eistnagalli felst í að annað eða bæði eistu séu ekki komin niður eða séu of lítil; það er alltaf eitthvað um eineistinga.“ Eyþór segir að áherslur hafi breyst í gegnum tíðina í byggingu sauðfjár. „Nú er leitað eftir gripum sem eru vöðvamiklir en með hóflega fitu. Við viljum hafa lömbin þéttvaxin en jafnframt langvaxin, þannig að skrokkurinn sé vel holdfylltur, hæfi- lega feitur og lambið sé bráðþroska og heilbrigt.“ Strandabóndi færasti þuklari Í þuklinu skapar æfingin meist- arann og Eyþór segir að þar standi sumir öðrum framar. „Þukl er fyrst og fremst þjálfun og þar kemur ára- tugareynsla sér vel. Á undanförnum árum hefur verið nokkuð um keppni í þukli og sömu nöfnin tróna þar á toppnum og getur það vart talist til- viljun ein. Til dæmis hefur gamall bóndi norður í Árneshreppi á Strönd- um getið sér gott orð sem „þuklari“ en Kristján Albertsson á Melum hef- ur verið í verðlaunasæti í hrútaþukl- inu á Ströndum ár eftir ár.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Önnur þjónusta Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar á morgunn laugardag frá kl. 9-16 Fólksbílar að 17“ 3.500 kr. Jepplingar að 17“ 3.800 kr. Jeppar að 35“ 6.000 kr. Verðsprengja á umfelgun 50%afsláttur BJB bíður úrval góðara dekkja á góðu verði fyrir veturinn frá Vredesein, Apollo og Federal Kíktu við í kaffi og með því BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is | Opið: mánud. til fimmtudaga kl. 8:00 - 18.00, föstudaga kl. 8:00 - 16:30 Apollo Federal Það er alltaf gaman að kynna sér menningu, tungumál, mat og fleira sem tilheyrir öðr- um og fram- andi löndum. Á morgun, laug- ardag, kl. 14 verður taílensk tunga og menning í brennidepli í Café Lingua, sem að þessu sinni fer fram í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Meðal þess sem verður á boðstólum er taílenskur matur og uppskriftir, lit- ríkur dans og lifandi tónlist, sýning á þjóðbúningum og ávaxta- og græn- metisskurður. Viðburðurinn er í um- sjón félagsins Taílensk samvinna. Enginn aðgangseyrir og allir eru hjartanlega velkomnir. Taílensk tunga og menning Taíland Vandað er til grænmetisskurðar. Matur, dans og lifandi tónar Kexland og Landssamband sauðfjárbænda kynna með stolti KEXþukl sem fram fer á Kex Hosteli Skúlagötu 28 í Reykjavík, í dag kl. 16.15. KEXþukl er einstakur viðburður sem ekki hefur verið haldinn í Reykjavík svo vitað sé. Þar mætast landsbyggðin og hjarta Reykjavíkur í portinu fyrir aftan Kex Hostel. Um er að ræða samkomu þar sem hrútar eru þuklaðir í þeim tilgangi að finna hvernig þeir koma undan sumri. Þátttakendur í þuklinu eru annars vegar vanir þuklarar sem einbeita sér að atriðum eins og hryggbreidd, læradýpt og hins vegar fólk sem sjaldan eða aldrei hefur komið nálægt þukli á hrútum. Þau óvönu þukla sér til gamans og einnig til þess að kynnast þessari grein nánar. Boðið verður upp á KEX-kjötsúpa meðan á keppni stendur, til að gest- ir geti haldið á sér hita á fyrsta degi vetrar. Fólkinu á bak við Kexland þykir vænt um íslensku sauðkindina og vill veg hennar sem mestan. Þess vegna vill það fá íslensku sauðkindina í 101 Reykjavík, til að kynna ágæti hennar fyrir borgarbörnum. Dýralækn- ir verður á svæðinu til að tryggja að hrútarnir fái sæmandi meðferð. Þar mætast landsbyggðin og hjarta Reykjavíkur KEXÞUKL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.