Morgunblaðið - 24.10.2014, Page 13

Morgunblaðið - 24.10.2014, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | WWW.VR.IS jafnlaunavottun.vr.is 22 fyrirtæki og stofnanir hafa hlotið Jafnlauna- vottun VR. Þar fá konur og karlar sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Við óskum starfsmönnum til hamingju með vinnustaðinn sinn. Þitt fyrirtæki getur verið framsækið fyrirtæki – leiðréttum launamun kynjanna! „Við erum miklu fleiri en okkur ór- aði fyrir,“ segir Hildur Sif Krist- borgardóttir, formaður Félags kvenna í sjávarútvegi og fram- kvæmdastjóri markaðs- og út- gáfufyrirtækisins Sjávarafls. Félag- ið var stofnað fyr- ir ári af tíu kon- um en hefur síðan eflst jafnt og þétt og nú eru 115 konur í því. Hildur segir að í félaginu séu konur sem teng- ist öllum greinum sjávarútvegs og afleiddum greinum. Hún nefnir út- gerð, vinnslu, fiskeldi, þjónustu, banka, markaðsmál, tækni og vís- indi. Á vegum félagsins hefur meðal annars verið farið í heimsóknir í nokkur fyrirtæki og stofnanir í Reykjavík og úti á landi. Tengslanet meðal kvenna „Við vildum búa til tengslanet meðal kvenna í sjávarútvegi og auka kynnin innbyrðis,“ segir Hildur. „Einnig að kynna sjávarútveg á já- kvæðan hátt fyrr ungum konum og innan háskólasamfélagsins svo dæmi séu tekin. Við höfum fengið mjög góðar móttökur og fáum tæki- færi til að kynna félagið á aðalfundi LÍÚ í næstu viku. Þá er á döfinni að gera skýrslu um stöðu kvenna í sjávarútvegi þar sem greinin hefur vaxið mikið und- anfarin ár og mikið af afleiddum störfum orðið til. Félagið er vett- vangur til að tengja þennan hóp saman,“ segir Hildur. aij@mbl.is „Fleiri en okkur ór- aði fyrir“ Ljósmyndari/Kristján Maack Úr mörgum áttum Konur í sjávarútvegi fræðast um starfsemi HB Granda. Í félaginu eru konur úr mörgum atvinnugreinum sem tengjast sjávarútvegi.  Fjölgar í Félagi kvenna í sjávarútvegi Hildur Sif Kristborgardóttir Laugardaginn 25. október, fyrsta vetrardag, verður venju samkvæmt boðið upp á íslenska kjötsúpu á Skólavörðustíg í Reykjavík. Er þetta tólfta árið í röð sem vetri er fagnað á þennan hátt. Það eru sauðfjárbændur, Íslenskt grænmeti og verslunar- og fyr- irtækjaeigendur á Skólavörðu- stígnum sem bjóða gestum og gang- andi að bragða á súpunni. Úlfar Eysteinsson mun að venju ausa á fyrstu diskana fyrir fanga Hegningarhússins á Skólavörðustíg en kl. 14 verður byrjað að gefa súpu á fimm stöðum í götunni. Dag- skráin stendur fram til kl. 16 eða á meðan birgðir endast. Kjötsúpa í boði á Skólavörðustíg Súpa Kjötsúpa verður í boði á laugardag. Stofnfundur landsnefndar Bláa skjaldarins verður haldinn í fyr- irlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag klukkan 10:30. Blái skjöldurinn var stofnaður ár- ið 1996 til að vinna að verndun menningararfs sem er í hættu vegna náttúruhamfara og stríðsátaka. Stofnendur Bláa skjaldarins eru alþjóðleg samtök bóka-, skjala- og menningarminjasafna. Íslands- deildir þessara samtaka hafa ákveð- ið að stofna landsnefnd Bláa skjald- arins á Íslandi og vilja með því hvetja til samstarfs stofnana sem bera ábyrgð á menningararfi. Landsnefnd Bláa skjaldarins stofnuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.