Morgunblaðið - 24.10.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 24.10.2014, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Hjólað við Geldinganes Fyrsti vetrardagur er á morgun en þrátt fyrir það er enn hægt að hjóla á auðum götum borgarinnar. Kristinn Ríkisútvarpið (RÚV) hefur stundum verið nefnt vagga íslenskrar menningar. Það er sannarlega um- svifamesta menning- arstofnun þjóðarinnar, ber ríkar skyldur og gegnir hlutverki sem enginn annar fjölmiðill gegnir með sama hætti. RÚV sinnir skráningu og varðveislu menning- arsögu okkar, fræðir, axlar sam- félagslega ábyrgð, starfar utan hefð- bundinna markaðslögmála og ber að sinna almannahagsmunum, þ.m.t. al- mannavörnum ef þörf krefur. Síharðnandi samkeppni ríkir nú um tíma fólks og athygli, á æ hávaða- samari akri fjölmiðlunar, netsins og óteljandi afþreyingar- og upplif- unarkosta. Reyndar hefur sá hávaði allur í bland við skjóta snjall- símavæðingu leitt af sér nýtt og við- varandi ástand meðal þjóða, þeirrar íslensku þar með: almennan athygl- isbrest og óróleika. Ástandið lýsir sér helst í að fólk á öllum aldri er á sí- felldum þeytingi milli smáskilaboða, Facebook-statusa og Youtube-rása að ekki sé minnst á óteljandi útvarps- og sjónvarpsrásir, innlendar sem er- lendar. Tímabært væri nú, í þessu samhengi öllu, að skerpa á gildum á borð við almenna mannasiði, t.a.m. á matmálstímum, mikilvægi þess að öðlast og viðhalda almennu læsi og skapa sér reglubundinn sálufrið í dagsins óðu önn – utan áreitis af völdum alls þessa. Samkeppni á fjöl- miðlamarkaði er um þessar mundir harðari en oftast áður og óvíst um framtíð bæði hefð- bundinna prentmiðla og ljósvakamiðla, einkum vegna þess hve um- gengni um höfund- arvarið efni hefur hrak- að í skjóli netsins. Þá hefur áskriftum höf- undarvarins efnis verið sagt upp í vaxandi mæli, hér sem annars staðar. Mikilvægt er að tryggja frjálsum fjölmiðlum svigrúm á auglýsinga- markaði við aðstæður sem þessar svo að þeir fái þrifist og veiti ríkisfjöl- miðlinum nauðsynlega og eðlilega samkeppni. Jafnframt er það mikilvægara nú en nokkru sinni að tryggja Ríkis- útvarpinu starfsgrundvöll og svig- rúm til metnaðarfullrar íslenskrar dagskrárgerðar, sem ekki er undan- tekningarlaust háð kapphlaupi um markaðshlutdeild en leitast þess í stað við að færa okkur í senn á dýpri mið og æðri svið. Styrkir þannig sjálfsmynd okkar og sjálfstraust sem þjóð meðal þjóða. Hvers vegna? Ríkisútvarpi hverrar þjóðar mætti líkja við spegil sem horfast þarf í augu við. Spegil, sem þegar best læt- ur speglar blómlega menningu og metnað en getur, ef ekki er vel að hlúð, valdið þjóð sinni óþægindum, jafnvel blygðun. Íslendingar hafa öldum saman ver- ið þekktastir af hugverkum sínum og sköpunargleði. Svo er enn. Frá verk- um rithöfundanna Snorra og Lax- ness að blómgandi hljómprúðum Björkum og SigurRósum þessa lands. Stétt hryntónlistarfólks er í dag æði fjölmenn og framtakssöm; blés til hvorki meira né minna en 1.600 tónleika á erlendri grund á sl. ári. Nýgild íslensk hryntónlist er um þessar mundir „gúgluð“ margfalt á við Ísland sjálft, þrátt fyrir að stoð- kerfi hins opinbera hafi áratugum saman virt hana algjörlega að vettugi – að einni stofnun undanskilinni: RÚV. Ríkissjónvarpið hefur árum saman sýnt íslenskri hryntónlist verðugan áhuga, Rás 1 sömuleiðis en fyrst og fremst þó Rás 2 sem hefur ræktað ís- lenska hryntónlistargarðinn öllum öðrum fremur og sýnt það í verki á undanförnum árum með yfir 50% hlutdeild íslenskrar hryntónlistar í dagskrárgerð sinni. Hefur að auki um árabil hljóðritað og útvarpað um heimsbyggð alla þeirri íslensku tón- list sem nú er orðin jafnástsæl og raun ber vitni. Geri aðrir betur! Vanhugsaður dónaskapur Það er því rakinn dónaskapur í garð þeirrar stéttar sem svo vel hef- ur staðið sig á skreipum alþjóða- mörkuðum, afskipt af öðrum rík- isstuðningi en stuðningi RÚV og Rásar 2, að viðhalda málflutningi um að selja beri Rás 2, ef ekki Ríkis- útvarpið í heild sinni! Rökin eru helst þau að ríkið hafi ekkert með hryn- tónlistarstöð að gera! Sú vanvirða er þó að líkindum vanhugsuð því stað- reyndin er sú að Rás 2 aflar stærsta hluta auglýsingatekna útvarpssviðs- ins en hefur alla tíð fengið aðeins brot af þeim tekjum til eigin dag- skrárgerðar. Lætur nærri að Rás 2 hafi aflað 75% auglýsingatekna út- varpssviðs en fengið 35% dagskrár- fjár sviðsins. Stefgjöld myndu ekki minnka við brotthvarf Rásar 2 heldur sæti Rás 1 uppi ein með þann gjalda- lið sökum þess að RÚV greiðir til- tekna prósentu af heildartekjum sín- um til STEF óháð fjölda rása. Um fjárhagsvanda RÚV er iðulega rætt án þess að setja í samhengi við þá staðreynd að árið 1996 ákváðu stjórnmálamenn að demba á RÚV líf- eyrissjóðsskuldbindingum sem hafa vaxið og stökkbreyst eftir hrun í heila sex milljarða. Auk þessa hefur átt sér stað stöðugur niðurskurður á ráðstöfunarfé stofnunarinnar og til að bíta höfuðið af skömminni má stofnunin sæta því að fá ekki einu sinni það útvarpsgjald sem sérstak- lega er á lagt og innheimt til að treysta stoðir Ríkisútvarps allra landsmanna. Hvort tveggja er í senn fullkom- lega óeðlilegt og ólíðandi. Nýr útvarpsstjóri, sem mikil sátt ríkir um, hefur tekið til starfa hjá RÚV eftir afar blómlega forystu ann- arra menningarstofnana. Hann hefur í samstarfi við stjórn og aðra nýja stjórnendur RÚV af skörungsskap dregið upp heildstæða mynd af fjár- hagsstöðu RÚV á þeim tímapunkti sem skipt var um framkvæmdastjórn í félaginu í vor. Þar opinberast margra ára uppsafnaður vandi – en þegar er farið að bera á því að menn vilji skjóta sendiboðann fyrir að benda á brestina í aðstöðu RÚV. Nauðsynlegt er að nýjum stjórn- endum séu skapaðar raunhæfar að- stæður til að reka þessa mikil- vægustu menningarstofnun þjóðarinnar. Ríkisstjórn Íslands á að sjá sóma sinn í því að taka á fjárhagsvanda RÚV í eitt skipti fyrir öll – og tryggja stofnuninni traustan grundvöll – hreint borð og hreinan spegil sem við getum horfst í augu við án kinnroða eða væls um steinsteypu eða lífeyr- issjóði. Nýr útvarpsstjóri er á hárréttri braut er hann leitar samstarfs við Reykjavíkurborg um frekari nýtingu Efstaleitislóðarinnar og losar um helming RÚV-hússins í hagræðing- arskyni. Réttast væri að ríkið keypti húsið og leigði RÚV á sanngjörnu verði svo að takmarkað ráðstöfunarfé stofnunarinnar brenni ekki lengur ótæpilega á vaxta- og afborganabáli. Þannig getum við ætlast til auk- inna dáða af RÚV og treyst stoðir þessarar mikilvægu vöggu menning- ar og skapandi greina á Íslandi. Eftir Jakob Frí- mann Magnússon »Ríkisútvarpi hverrar þjóðar mætti líkja við spegil sem horfast þarf í augu við. Jakob Frímann Magnússon Höfundur er tónlistarmaður. Hlúa ber að vöggu íslenskrar menningar Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, ritar pistil á Eyjuna þar sem hann gerir að umtalsefni grein sem Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallar- vina, ritar í Morgunblaðið um ólögmætar lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar. Niður- staða Sveinbjargar Birnu er afdráttarlaus: Lög um Kristnisjóð (l. nr. 35/1970) skylda ekki sveitarfélög til að úthluta ókeypis lóðum til ann- arra en þjóðkirkjunnar. Máli sínu til stuðnings vísar Svein- björg Birna í dóma Hæsta- réttar og Mannréttinda- dómstóls Evrópu auk þess sem hún vitnar til skrifa fyrr- verandi dómara Íslands við síðarnefnda dómstólinn. Hall- dór Auðar viðurkennir að röksemdafærsla Svein- bjargar Birnu sé „nokkuð málefnaleg og lagalegs eðlis“, en lýsir sig ósammála henni. Hið allra minnsta sé ólögmætið „ekki nærri því jafn klippt og skorið“ og haldið sé fram. Halldór Auðar kýs að ræða þetta ekki frekar enda erfitt að færa rök fyrir því að „kirkja“ sé „moska“. Píratinn misskilur hlutverk sitt Það sem eftir er pistilsins beinir Halldór Auðar spjót- um sínum að Sveinbjörgu Birnu fyrir „að mælast [ekki] til þess að úr þessum lögum [um Kristnisjóð] sé greitt með einhverjum hætti“. Hér skilur á milli Sveinbjargar Birnu og Halldórs Auðar. Framsóknarkonan vill að Reykjavíkurborg fylgi lögunum en píratinn vill breyta þeim eða eins og hann segir sjálfur: „Það tel ég mun eðlilegri lausn [að trúfélög sitji við sama borð] en að verja með kjafti og klóm núgildandi löggjöf og túlkun á henni sem kveður á um mismunun“. Þarna misskilur pí- ratinn hlutverk sitt. Hann var kosinn sem borgarfulltrúi og á sem slíkur að framfylgja lögum. Hann var ekki kos- inn (á þing) til þess að hafa skoðun á lögunum um Kristnisjóð. Halldór Auðar kveðst sjálfur telja að málið snúist um þá „siðferðilegu spurningu“ hvort fólk telji lögin í lagi? Halldór Auðar svarar því neitandi. Pírati með rifið segl Eftir Gústaf Níelsson Gústaf Níelsson »Halldór Auðar kýs að ræða þetta ekki frekar enda erfitt að færa rök fyrir því að „kirkja“ sé „moska“. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.