Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.10.2014, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 Mig langar að lýsa yfir mikilli forundran á því að einhverjum geti þótt það gáfulegt að koma í veg fyrir að fólk eldra en 25 ára geti lagt stund á framhaldsskólanám og staðið jafnfætis þeim sem yngri eru. Þeir háttvirtu ráðherrar og nefndarmenn sem komu að þeirri ákvörðun við gerð fjárlaga hafa auðsjáanlega notið þess að ganga hina stöðluðu um það bil 20 ára skóla- göngu sem hefst með fyrsta bekk grunnskóla. Hins vegar passa ekki allir inn í þann kassa. Allt það nám sem undirritaður, 32 ára, hefur lagt stund á og hefur skilað haldbærum niðurstöðum hefur farið fram eftir 25 ára aldur. Með þessari ákvörðun er hins vegar fótum kippt undan hugmyndum hans um áframhaldandi nám, sem fela í sér að ljúka fullgildu stúdentsprófi frá mála- braut, en það er ekki áhersluatriði í frumgreinadeildum háskólanna. „Ég mun ekki hvetja til hugsunar utan kassans, séu engin merki um hugs- un innan hans.“ (Terry Pratchett) Hjalti Stefán Kristjánsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Framhaldsnám innan kassans Stúdentshúfur Eldri nemendur í framhaldsskóla eru nú tæplega 4.000. Góð beinheilsa er ekki sjálfgefin, hún fellur ekki af himnum ofan. Margt hefur áhrif á beinþéttnina s.s. aldur, erfðir og sjúkdómar. Hins veg- ar höfum við sterk vopn í hendi gegn beinþynningu, sem eru gott mataræði og hreyfing. Með þessum vopnum má viðhalda vöðvastyrk og beinþéttni og minnka líkur á bylt- um og beinbrotum. Gætum sér- staklega að því að fá nægilegt kalk og D-vítamín ásamt daglegri hreyf- ingu, og verum þess minnug að hvert skref skiptir máli. Gott er t.d. að nota stigann en ekki lyftuna ef kostur er, leggjum bílnum þannig að við þurfum að ganga aðeins til þess að komast á áfangastað og notum ganglimina í allar styttri ferðir. Það er á ábyrgð foreldra að huga að beinheilsu barnanna og eldra fólk gæti þurft aðstoð við að viðhalda beinheilsu sinni. Ráðin eru sem fyrr: Kalk, D-vítamín og hreyf- ing. En hvers vegna þurfum við að huga svona vel að beinunum? Bein- þynning er sjúkdómur í beinum sem veldur því að beinmassinn minnkar og misröðun verður í innri byggingu beinsins sem leiðir til aukinnar hættu á beinbrotum. Beinþynning á sér stað þegar bein- magnið minnkar hraðar en líkaminn endurnýjar það. Flest brot af völd- um beinþynningar verða á fram- handlegg, hryggjarliðum, rifjum og mjöðm og valda þau verkjum, veru- legri hreyfi- og færniskerðingu. Al- varlegustu beinbrotin, þ.e. mjaðm- abrotin og stóru samfallsbrotin leiða ekki eingöngu til langrar sjúkrahúsvistar heldur minnka einnig lífslíkur. Á heimsvísu er talið að beinbrot af völdum beinþynn- ingar verði á þriggja sekúndna fresti. Hér á landi verða á milli 1.400 og 1.500 beinbrot vegna beinþynningar á ári eða um þrjú til fjögur beinbrot á dag, þar af eru um 250 mjaðmabrot, eða alla virka daga ársins. Við miðjan aldur mun ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum brotna af völdum bein- þynningar síðar á ævinni en áhætt- an eykst með auknum aldri. Beinvernd, félag áhugafólks um beinþynningu, leggur sitt af mörk- um til að fræða landsmenn um mik- ilvægi heilbrigðara beina. Starfsemi félagsins felst fyrst og fremst í fræðslustarfi og nú fer í hönd metn- aðarfullt vetrarstarf. Beinvernd heldur úti vefsíðu www.beinvernd.is og Facebook síðu https://www.fa- cebook.com/beinvernd og er mikinn fróðleik að finna á þessum síðum. Félagið gefur út fréttabréf og nú er svo komið að þau eru rafræn og hægt er að skrá sig sem félaga í Beinvernd á vefsíðu félagsins og fá fréttabréfin send með tölvupósti fé- lagsmönnum að kostnaðarlausu. Síðastliðið haust gáfu íslenskir kúa- bændur Beinvernd nýjan, færan- legan beinþéttnimæli (ómtæki) að gjöf. Þessi mælir er hentugur til að mæla beinþéttni og kanna hvort ástæða sé til nánari greiningar sem gerð er með stærri og nákvæmari beinþéttnimæli, svokölluðum DXA- mæli. Slíkir mælar eru til á Land- spítalanum, Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri og hjá Hjartavernd. Nú á haustdögum fer fyrirhugað verkefni með nýja ómmælinum í gang í sam- starfi við heilsugæsluna í landinu. Beinvernd lánar mælinn í ákveðinn tíma og heilsugæslan getur boðið upp á beinþéttnimælingar og fræðslu um beinþynningu og for- varnir. Það er von félagsins að þessi nýi beinþéttnimælir nái að fara hringferð um landið á næstu misserum. Einnig verður tækið not- að í vísindarannsóknum á beinþynn- ingu hér á landi. Þessi gjöf mun efla til muna forvarnarstarf gegn beinþynningu á landsvísu því mik- ilvægt er að greina sjúkdóminn í tíma, áður en fyrst brot verður. Hinn 20. október ár hvert halda beinverndarfélög innan alþjóða beinverndarsamtakanna, Int- ernational Osteoporosis Foundation IOF, upp á alþjóðlegan beinvernd- ardag til að vekja fólk til vitundar um að beinþynning er heilsufars- vandamál sem ber að taka alvar- lega. Beinvernd er eitt af þessum beinverndarfélögum. Að þessu sinni verður athyglinni beint að körlum og beinþynningu. Beinheilsu karla hefur ekki verið sinnt sem skyldi og margir telja að beinþynning sé ein- ungis sjúkdómur eldri kvenna, en svo er ekki. Allir geta fengið bein- þynningu, einnig karlar. Eins og fram hefur komið mun fimmti hver karl eftir fimmtugt brotna af völd- um beinþynningar og 1/3 af öllum mjaðmarbrotum í heiminum verður hjá körlum. Líkt og hjá konum þurfa karlar að gæta að því að fá nóg af kalki og D-vítamín auk þess að hreyfa sig a.m.k. 30 mínútur á dag, reykja ekki og gæta hófs í neyslu áfengis. Þekking er besta og sterkasta vopnið til að stuðla að breytingum. Með þekkingu á sjúkdómnum bein- þynningu, forvörnum, greiningu og meðferð getum við stuðlað að því að draga úr ótímabærum beinbrotum sem skerða lífsgæði þeirra er fyrir þeim verða. Hefur þú innri styrk? Eftir Halldóru Björnsdóttur » Góð beinheilsa er ekki sjálfgefin. Margt hefur áhrif á beinþéttnina s.s. aldur, erfðir og sjúkdómar. Gott mataræði og hreyfing skipta þar miklu máli. Halldóra Björnsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Beinverndar. Aukablað alla þriðjudaga Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn VINNINGASKRÁ 25. útdráttur 23. október 2014 326 11742 20335 29686 37218 47895 60735 70610 910 12746 20660 29740 37701 48042 60838 70879 1431 12838 20748 29777 37721 48237 60998 70995 1648 13581 20793 29799 37787 48802 61184 71154 2249 13594 20801 29876 37791 48898 61471 71476 2357 13849 20867 30075 37966 48955 61983 71817 2667 13858 20905 30253 37996 49434 62044 72406 2803 13957 20987 30884 38130 50838 62129 73141 3077 14301 21461 30936 38703 51135 62355 73255 3393 15262 21899 31190 38825 52532 62810 73989 4823 15371 22786 31386 40065 52558 62928 74684 6411 15699 22881 31517 40086 52819 63639 74827 6720 15930 22900 31728 40779 53005 63900 74876 6821 16066 23220 31744 40787 53904 64039 75449 7008 16097 24364 32053 41033 54691 65000 75583 7461 16526 24397 32064 42085 55500 65048 75941 7566 16735 24540 32132 42260 55558 65188 76360 8201 16756 24701 32311 42308 55586 65314 76403 8437 16864 25112 33243 42798 55959 65471 76473 8483 17186 25116 33639 42972 56131 65707 76742 8787 17294 25237 34280 43047 56261 66104 76843 9595 17796 25287 34522 43598 56526 66110 77157 9798 17841 25595 34676 44062 58351 66313 77634 9922 17903 26649 35130 44303 58776 66756 78521 10212 18120 26795 35579 44482 58882 67211 79179 10503 18996 27455 35843 45340 58933 67861 79678 10567 19003 27587 35917 45799 59059 68565 10616 19211 27754 36145 45814 59114 68657 10804 19558 28028 36380 45995 60314 68659 10989 19920 28211 36944 46357 60492 69323 11462 19937 29072 37035 46939 60563 70050 11682 20265 29150 37050 47788 60605 70366 661 7171 21080 27018 40937 54817 63139 74403 859 8098 21216 27289 41876 55412 64857 75295 1110 10864 21366 27880 41926 56925 65452 76312 1317 11179 21417 29827 42024 58006 66435 76841 1624 11636 21717 34388 43881 58411 67843 76962 2330 11966 22233 34626 45126 58712 68123 77271 2700 12592 22518 35961 47562 59089 68519 78651 2844 12779 23149 36872 47680 60472 68758 78810 4180 14845 23620 38279 49419 60681 70283 79889 4296 16199 24061 38556 50333 60694 73080 4361 16675 24213 39663 51062 61892 73692 5232 17696 25385 40090 51223 62239 73946 6070 21004 25573 40194 54165 62834 74331 Næsti útdráttur fer fram 30. október 2014 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 158 4728 50920 68808 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4377 13795 19187 27859 43314 65978 7434 13889 20535 30502 43847 68793 8057 14074 23071 33980 46678 75792 10485 17245 25025 40207 55842 78401 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 5 6 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.