Morgunblaðið - 24.10.2014, Side 27

Morgunblaðið - 24.10.2014, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 ✝ Jón Guðmunds-son fæddist í Keflavík 10. janúar 1973. Hann lést í Noregi 9. október 2014. Foreldrar hans eru Guðmundur Jónsson vélvirki, fæddur 10. febrúar 1947 og Ólína G. Melsted verkakona, fædd 11. apríl 1946. Systkini Jóns eru: 1) Þorvarður, fæddur 28. febrúar 1966, giftur Ingunni Pedersen og eiga þau 3 syni. 2) Unnur, fædd 20. október 1967, gift Ásgeiri Þórðarsyni og eiga þau 2 börn og tvö barna- börn. 3) Gunnar, fæddur 25. mars 1969, í sambúð með Tinnu Magnúsdóttur og á hann 3 dæt- eignuðust Jón og Fríða Kötlu Rut, fædda 26. júní 2006 og Tinnu Rut, fædda 23. júní 2009. Jón útskrifaðist húsasmiður frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og starfaði við það í u.þ.b. ára- tug, lengst af hjá Hjalta Guð- mundssyni og sonum í Keflavík. Einnig starfaði hann við tamn- ingar og þjálfun hesta í Skaga- firði og Húnavatnssýslu. Jón hóf nám í byggingartæknifræði í Horsens í Danmörku árið 1998 en fluttist svo heim og útskrif- aðist frá Tækniskóla Íslands ár- ið 2002. Hann starfaði sem tæknifræðingur, aðallega við verkefnastjórnun hjá Atafli og Landsbankanum þar til hann fluttist til Noregs árið 2010. Þar starfaði hann við verk- efnastjórn hjá Waldegruppen og Vestafjell. Útför Jóns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 24. október 2014, kl. 13. ur og 3 stjúpbörn. Jón giftist Erlu Ölversdóttur árið 1997. Þau slitu samvistum. Jón hóf sambúð með Fríðu Rögnu Ingvars- dóttur árið 2001 og gengu þau í hjóna- band 18. ágúst 2007. Foreldrar Fríðu eru Hanna Björk Baldvins- dóttir verslunarmaður, fædd 14. október 1938 og Ingvar Ragn- arsson verkamaður, fæddur 24. maí 1930. Eldri systir Fríðu Rögnu er Sigrún Elfa, fædd 27. desember 1961, gift Árna Har- aldi Jóhannssyni. Fríða átti fyr- ir dótturina Elfu Rut Klein, fædda 6. nóvember 1997. Saman Í dag kveðjum við elskulegan son okkar sem fór allt of fljótt frá okkur. Við munum ætíð minnast hans og vera vakin og sofin yfir velferð fjölskyldu hans. Elsku Nonni, hafðu þakkir fyrir hversu góður og umhyggjusamur sonur þú varst. Með þér var lífið svo ljúft og hreint og ljómi yfir hverjum degi. Í sál þinni gátum við sigur greint, sonurinn elskulegi. Þú varst okkur bæði ljóst og leynt ljósberi á alla vegi. (Guðrún Jóhannsdóttir) Hvíldu í friði, kæri vinur. Mamma og pabbi. Hér ég sit með hryggan hug og reyni að setja á blað minningar um yngri bróður minn Jón eða Nonna eins og hann var næstum alltaf kallaður, en hann er yngst- ur okkar systkina. Nonni lést 9. október síðastliðinn og kom frétt- in um andlát hans sem reiðarslag og það þyrmdi yfir mig hugsun- um um allt sem mig hefði langað að segja honum, sem dæmi þakka honum fyrir alla greiðana sem hann gerði mér, allar stundirnar sem við áttum saman í æsku, sama hvort það var í tónlistar- skólanum eða allra helst í hest- húsinu, allar góðu stundirnar á útreiðum og svo margt fleira svo sem kaldhæðnisleg grínið þitt og endalausu stríðnina sem öll börn í fjölskyldunni minnast með gleði. Þegar dagarnir líða frá andláti hans og maður lítur yfir farinn veg verður mér fyrst í alvöru ljóst hverskyns gæðadrengur hann var, fram úr hófi greiðvik- inn, dásamlegur faðir og vinur barna sinna og eiginkonu og ekki síst vinur vina sinna. Marga kosti bar hann svo sem að eiga mjög gott með að eiga við erfið hross og laða fram kosti þeirra. Honum þótti smá rimma við þau nú ekki leiðinleg en flest urðu þau nú vin- ir hans fyrir rest. Eftir að Nonni flutti til Noregs með fjölskyldu sína minnkuðu samskipti okkar töluvert en eins og hjá mörgum urðu samskiptin í stuttum skilaboðum eða fallegum ummælum um myndir af börnum okkar á fésbókinni. Allt virtist svo fallegt og gott í lífi hans, ein- stakar dætur þrjár og góð einlæg eiginkona sem studdi hann í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. En því miður sitja þær í sárri sorg eftir, en eiga ákaflega fal- legar minningar um frábæran föður og eiginmann Kæri bróðir, ég saknaði þín oft en aldrei eins og nú, en í hjarta mínu átt þú og fjölskyldan þín alltaf stað. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Gunnar bróðir og fjölskylda. Ein af mínum sterkustu æsku- minningum er síðan ég var sex ára gömul og Nonni litli bróðir minn fæddist. Fyrst var ég svekkt yfir að eignast þriðja bróðurinn í stað þess að fá systur en það breyttist fljótt þegar þessi yndislegi drengur með dökka hárið og dökku, fallegu augun kom fyrir sjónir mínar. Minning- arnar um hann í uppvextinum eru margar og af ýmsum toga, m.a. frá því hann var smápjakkur að reyna að klifra upp í efri koj- una til mín og áhyggjurnar sem ég hafði af honum þegar hann þurfti að leggjast inn á sjúkra- húsið í kirtlatöku. En flestar minningarnar tengjast þó hesta- mennskunni á einhvern hátt. Í hesthúsinu naut Nonni sín best og þar vildi hann helst öllum stundum eyða sem barn og ung- lingur. Fyrst kemur upp í huga minn Nonni, u.þ.b. tólf ára á Vini, þeim rauðblesótta sem alltaf prjónaði með hann og svo seinna Nonni á Spóa sínum og þeir tveir voru alltaf á fleygiferð. Nonni var mikið ljúfmenni, hann vildi alltaf hafa nóg fyrir stafni og var einstaklega bóngóð- ur. Hann var röskur til allra verka og hlífði sér ekki. Hann var líka vel liðinn hvar sem hann starfaði. Mesta gæfa Nonna í lífinu var að kynnast henni Fríðu sinni. Saman mynduðu þau og stelp- urnar þeirra einstaklega fallega og samhenta fjölskyldu sem við söknuðum mikið eftir að þau fluttust til Noregs. Nonni var af- skaplega góður pabbi, sinnti stelpunum sínum af mikilli ástúð og tók fullan þátt í öllu þeirra lífi og starfi. Það var alltaf yndislegt að koma til þeirra, bæði hér heima á meðan þau bjuggu í Hafnarfirði og ekki síður á heim- ili þeirra í Knarvik í Noregi. Nonni eldaði þá veislumat og var duglegur að sýna okkur alla þá fallegu staði sem voru allt í kring um þau þar. Mér finnst það ótrúlega óraun- verulegt og eiginlega óhugsandi að ég muni ekki oftar heyra sterku og glaðlegu röddina og finna þétta og góða faðmlagið sem ég fékk í hvert skipti sem við hittumst. Stórt skarð er höggvið í hópinn okkar en við hin verðum að halda áfram. Mamma og pabbi, Þorri og Gunni, við verðum að hjálpast að við að takast á við þessa miklu raun. Elsku Fríða, Elfa, Katla og Tinna, ykkar er missirinn mestur og megi góður Guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina og lífið framundan. Elsku bróðir, hvíldu í friði. Minningin um góð- an dreng lifir í hjörtum okkar. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. (Hugrún) Unnur. Það er eitthvað svo óraunveru- legt og ósanngjarnt við það að setjast niður og skrifa hugsanir sínar og minningar um litla bróð- ur sinn. Aldrei hefði mér komið til hugar að lífið myndi taka svona krappa U-beygju eins og það gerði 9. október sl. þegar ég fékk símtalið frá Fríðu mágkonu um að Nonni hefði kvatt þessa jarðvist þá um morguninn. Ég hef þekkt Nonna frá fæð- ingu og hann hefur alltaf verið mér sérstaklega kær. Ég er elst- ur systkinanna og því fékk ég oft það hlutverk að passa hann. Nonni stundaði íþróttir og spilaði í Lúðrasveit Tónlistar- skóla Keflavíkur þangað til hann smitaðist alvarlega af hestabakt- eríunni. Hann dvaldi þá langdvöl- um í hesthúsunum, tók að sér tamningar, járningar og þjálfaði sína hesta af miklum móð. Eins og í öðru þá tók hann þetta alla leið. Vildi helst ríða erfiðustu hestunum og minningin um Vin, prjónandi með hann pínulítinn á baki er mér minnisstæð. Hann keppti í hestamennsku og varð Íslandsmeistari í þolreið á honum Spóa sínum. Þeim þótti nefnilega báðum gaman að fara hratt. Nonni var grannvaxinn og léttur og því átti þessi keppni einstak- lega vel við hann. Nonni var lífsglaður, hress, hló hátt, fylginn sér, góður bróðir, fé- lagi og vinur. Ég syrgi ekki að- eins bróður minn heldur var ég svo lánsamur að eiga Nonna að vin. Traustari og ábyrgðarfyllri einstaklingur er vandfundinn. Hann var trúr sínum og vildi hag þeirra alltaf sem mestan. Hann samgladdist öðrum jafnvel yfir agnarsmáum áföngum og sýndi samlíðan og hughreysti þegar á móti blés. Strákarnir mínir minn- ast hans sem fjörkálfs, stríðins frænda með kitluputta og góðs manns. Mesta gæfa Nonna var að hitta hana Fríðu sína, sætu stelpuna sína, eins og hann sagði svo oft. Þau voru alveg einstaklega fal- legt par, samhent og sköpuðu sér alltaf fallegt heimili hvar sem þau bjuggu. Það var okkur fjölskyld- unni happafengur að fá bæði Fríðu og Elfu Rut í okkar fjöl- skyldu þar sem þær hafa alltaf átt sinn sess og verið okkur mik- ils virði á allan hátt. Nonni var Elfu Rut góður fósturfaðir og stóð með henni í hverju því sem hún tók þátt í. Það sama átti við með yngri dæturnar tvær sem hann fylgdi eftir og hvatti áfram og var þeim öllum einstaklega góður faðir, faðir sem tók þátt í lífi barnanna sinna og var um- fram allt mjög stoltur af þeim. Það mun alltaf vanta hlekk í fjölskylduna okkar núna þegar Nonni hefur kvatt okkur. Við sem eftir lifum munum allt það góða sem Nonni var okkur og þær minningar sem hann skildi eftir í hjarta okkar lýsa okkur í sorginni og gefa okkur von. Það sannaðist enn einu sinni að það á enginn morgundaginn vísan og því er ég þakklátur fyrir að hafa alltaf átt jákvæð, innihaldsrík og góð sam- skipti við litla bróður minn. Ég er líka þakklátur fyrir að við Ingunn heimsóttum þau í Knarvik í sum- arfríinu í september sl. og áttum þar yndislega daga og sem skilja eftir sig fullt af góðum minning- um. Þær minningar ylja mér í sorginni. Elsku Fríða, Elfa Rut, Katla Rut og Tinna Rut enn og aftur votta ég ykkur mína innilegustu samúð. Ykkar er sorgin sárust og söknuðurinn mestur en minning- arnar um góðan dreng lifa í ykk- ur og hjarta okkar sem elskuðum hann. Elsku Nonni, farðu í friði, frið- ur Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þorvarður Guðmundsson (Þorri). Sorgin knúði harkalega að dyrum hinn 9. október sl. þegar hjartkær mágur minn hann Jón eða Nonni eins og hann var nær alltaf kallaður lést. Maður er minntur á þá staðreynd að gær- dagurinn er liðinn, dagurinn í dag er núna og ekki er víst með morgundaginn. Ég var búin að þekkja Nonna í 13 ár en þá kom hann í fjölskyld- una þegar hann kynntist Fríðu systur minni. Mér leist strax vel á þennan dökkhærða Keflvíking sem hafði heillað systur mína upp úr skónum. Ég veit að hann hefði ekki kært sig um að ég færi að telja upp alla hans kosti, en ég verð að fá að nefna hversu góður hann var við Elfu Rut, stjúpdótt- ur sína, og við dæturnar Kötlu Rut og Tinnu Rut. Hann var líka ótrúlega bóngóður og var alltaf boðinn og búinn að hjálpa til hvort sem það var við smíðar eða ef einhverjir vinir og ættingjar voru að flytja. Við áttum margar virkilegar góðar stundir saman og ég tala ekki um eftir að fjöl- skyldan flutti öll til Noregs. Ég og Árni maðurinn minn heim- sóttum þau um hverja hvíta- sunnu eftir að þau fluttu út og vorum komin með fasta áskrift eins og við sögðum. Þétta og góða faðmlagið hans sem og hressi hláturinn sýndi okkur hvað við vorum velkomin þegar hann tók á móti okkur á flugvell- inum í Bergen. Nonni var alltaf búinn að setja upp og skipu- leggja dagskrá með áhugaverð- um stöðum fyrir okkur að skoða og einnig var búið að setja upp matseðillinn. Okkur leið í þessum heimsóknum eins og við værum á lúxushóteli, vorum bara leidd áfram og þurftum ekki að hugsa fyrir neinu nema bara að njóta. Ég er svo óendanlega þakklát í dag fyrir þessar ómetanlegu samverustundir sem við áttum saman. Elsku hjartans Nonni minn ég bið algóðan Guð að geyma þig og eins og Katla þín sagði við mig „nú er pabbi orðinn stór karla- engill“. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín mágkona, Sigrún Elfa. Nonni var 13 ára þegar ég fór að venja komur mínar á Kirkju- teiginn með Þorra, stóra bróður hans. Við mér blasti lífsglaður strákur, alltaf brosandi með létta lund og glettni í augum sem dvaldi langtímum saman í hest- húsinu á Mánagrund. Seinna þegar strákarnir okkar komu til ömmu og afa á Kirkjuteig þar sem hann bjó tók hann á móti þeim stríddi og kitlaði en sýndi þeim líka alltaf góðmennsku og hlýju. Nonni bað ekki um margt en eitt sinn bað hann okkur um að skutla sér til „vinar“ síns í Reykjavík. Það var sama hvað ég reyndi að pumpa upp úr honum upplýsingum um hver „vinurinn“ væri þá varð hann bara sposkur á svip og vildi ekkert segja. Þegar hann svo, nokkru síðar, kynnti Fríðu og Elfu Rut dóttur hennar fyrir okkur sagði hann mér að hún væri vinurinn sem við hefð- um skutlað honum til. Þarna var kominn lífsförunautur hans og ég eignaðist í henni góða vinkonu sem mér þykir afar vænt um. Það er ekki sjálfsagt að fólk nái saman eins og við gerðum. Það voru ekki bara bræður og mág- konur að hittast heldur vinir, enda var alltaf glatt á hjalla, mik- ið spjallað og hlegið þegar við hittumst. Það voru góðir dagar sem við áttum saman í september þegar við vorum í Knarvik hjá Nonna, Fríðu og stelpunum en ekki hvarflaði það að mér að þetta yrði í síðasta sinn sem ég kveddi þennan yndislega mann sem Nonni var. Síðasta minning mín af honum er þar sem hann stóð brosandi hjá gullmolunum sínum fjórum og vinkaði til okkar þegar við héldum af stað okkar leið um Noreg. Stuttu seinna kom svo sms til okkar þar sem hann vildi fá að fylgjast með hvernig okkur gengi. Svona var einmitt Nonni. Hann lét sér annt um sitt fólk. Lífið getur stundum verið ósanngjarnt og hverfult og við sem eftir lifum vitum ekki alltaf svörin en höldum áfram samt. Á sorgarstundum kemur í ljós sam- heldni og kærleikur og í fjöl- skyldum Nonna er nóg til af hvoru tveggja. Það er sárt að kveðja og það er sárt að sakna en sem betur fer eigum við öll okkar góðu minn- ingar sem ylja okkur á sorgar- stundum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Nonna. Hann var heiðarlegur og kom til dyranna eins og hann var klædd- ur. Elsku Fríða, Elfa Rut, Katla Rut og Tinna Rut, hugur minn og bænir hafa beinst til ykkar síð- ustu daga og faðmur minn og heimili munu alltaf standa ykkur opin. Megi englar Guðs geyma þig, elsku Nonni minn. Ingunn. Með söknuð í hjarta kveðjum við nú kæran frænda og vin. Við fjölskyldan vorum svo heppin að Jón og fjölskylda fluttu á svipaðar slóðir og við í Noregi. Upp frá því myndaðist vinátta sem við erum afar þakk- lát fyrir að hafa notið. Frá upp- hafi var mikill samgangur og við erum þrjár fjölskyldur sem höf- um verið mikið saman. Við vor- um til staðar hvert fyrir annað, en síðast en ekki síst vorum við lítill fjölskylduhópur og áttum saman margar yndislegar stund- ir. Andlát hans skilur eftir stórt skarð í hópnum og hans verður sárt saknað. Jón var sérlega bóngóður og við stöndum í mikilli þakkarskuld við hann frá því við fluttum í gam- alt hús sem þarfnaðist aðhlynn- ingar. Hann fór eins og storm- sveipur um húsið og hjálpaði okkur að gera það íbúðarhæft. Við vonum bara að hann viti hversu þakklát við erum fyrir alla hjálpina. Eftir standa Fríða og stelp- urnar ykkar þrjár sem okkur þykir afar vænt um. Við munum gera allt sem við getum til að hjálpa þeim á þessum erfiðu tím- um. Takk fyrir allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem við höf- um átt á síðustu árum. Þú skilur eftir margar góðar minningar sem við munum varðveita. Elsku Fríða, Elfa, Katla og Tinna, megi guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar, Ollýj- ar, Munda, systkina og fjöl- skyldna. Fyrir hönd fölskyldunnar í Davanger, Hjálmar og Berglind. Það er með miklum trega og söknuði sem við kveðjum góðan vin í dag. Við kynntumst Jóni, Fríðu og dætrunum þegar við fluttum til Bergen árið 2010. Á þessum fjórum árum urðu þau heiðurshjón einir af okkar bestu vinum. Mikill samgangur hefur verið okkar á milli og eigum við margar góðar minningar sem gott er að rifja upp á þessum erf- iðu tímum. Jón var alltaf léttur og kátur og gott að vera í návist hans. Honum var margt til lista lagt og eigum við Jóni margt að þakka. Ekki síst þá ómetanlegu vinnu og handbragð sem hann lagði í húsið okkar. Jón var mikill fjölskyldu- maður og það var greinilegt að Fríða og dæturnar voru sólar- geislarnir í lífi hans. Með ljóði þessu langar okkur að kveðja góðan vin: En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Jón, þú varst einstakur vinur og þín er sárt saknað. Hugur okkar er hjá Fríðu, dætrunum, foreldrum og systkinum á þess- um erfiðu tímum. Minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Hvíl í friði kæri vinur. Árni og Bettý. Jón Guðmundsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.