Morgunblaðið - 24.10.2014, Side 35

Morgunblaðið - 24.10.2014, Side 35
kona um árabil hefur Ragnheiður verið fatahönnuður og starfaði með ömmu sinni, Margréti Árnadóttur, sem hefur starfrækt fyrirtækið M- Design um árabil. Hún hefur auk þess verið fyrirsæta frá tólf ára aldri, er förðunarfræðingur og leikkona og hefur sinnt ýmsum öðrum störfum, var t.d. kaffibar- þjónn á Te og kaffi á síðustu tveimur árum. Helstu áhugamál Ragnheiðar eru heilsa og hreyfing, ferðalög um heiminn, kvikmyndir og leiklist og að sjálfsögðu góður tími með fjöl- skyldu og vinum. Hefur ekki gleymt sundinu En hefur Ragnheiður skipt sundi endanlega út fyrir leik- listina? „Nei, ég er nú ekki alveg reiðubúin að viðurkenna það. Ég held ég eigi eftir að keppa aftur í sundi og hef enn áhuga á því. Hér í garðinum hjá mér í Los Angeles er 16 metra sundlaug og ég syndi því töluvert á hverjum degi. Nú er ég hins vegar með allan hugann við leiklistarnámið sem er afskaplega skemmtileg og spenn- andi. Þetta er að verulegu leyti verklegt nám, m.a. hjá leikurum sem maður hefur séð bregða fyrir í kvikmyndum og þáttaröðum. Auk þess er ég að sinna ýmsum verk- efnum hér sem lúta að kvikmynd- um sem og fyrirsætustörfum. Ég hef því nóg að gera, er alsæl með námið. Fyrir mér eru þetta því af- skaplega spennandi og lærdóms- ríkir tímar.“ Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar er Atli Bjarnason, f. 10.9. 1984, stofnandi Nóbel-námsbúða. Hann er sonur Bjarna Th. Bjarnasonar, sveitar- stjóra Dalvíkur, og Þorbjargar Birgisdóttur, hjúkrunarfræðings á Akureyri. Börn: Sunna Lind Atladóttir, f. 22.7. 2005 (stjúpdóttir Ragnheið- ar), og Breki Atlason, f. 3.2. 2013. Systkini Ragnheiðar eru Mar- grét Ragnarsdóttir, f. 10.6. 1983, lögfræðingur, búsett í Garðabæ, og Guðjón Ragnarsson, f. 19.5. 1992, listamaður og starfsmaður við Bláa lónið, búsettur í Garðabæ. Foreldrar Ragnheiðar eru Sig- ríður Anna Guðjónsdóttir, f. 2.2. 1959, skólastjóri Ísaksskóla, og Björn Ragnar Marteinsson, f. 20.3. 1957, framkvæmdastjóri Netsam- bands. Þau eru búsett í Garðabæ. Úr frændgarði Ragnheiðar Ragnarsdóttur Ragnheiður Ragnarsdóttir Guðrún Þorvarðardóttir húsfr. á Háeyri Árni Vilhjálmsson útvegsb. á Háeyri við Seyðisfjörð Margrét Árnadóttir athafnakona og hönnuður í Kópavogi Guðjón Valgeirsson lögfræðingur í Rvík Sigríður Anna Guðjónsdóttir skólastjóri Ísaksskóla Sigríður Sveinsdóttir húsfr. í Rvík Valgeir Guðjónsson múrari í Rvík Vilhjálmur Einarsson Norðurlandamethafi og silfurhafi í þrístökki á Ólympíuleikunum 1956 og fyrrv. skólameistari Árni Vilhjálmsson hrl. hjá Logos Vilhjálmur Árnason hrl. Sigríður Vilhjálmsdóttir húsfr. á Hafranesi og á Egilsstöðum Eiríkur Tómasson hrl. hæstaréttardómari Einar Vilhjálmsson Norðurlandamethafi í spjótkasti Tómas Árnason hrl. og fyrrv. ráðherra og seðlabankastjóri Guðrún Arna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur Vala Valgeirsdóttir nemi og tónlistarkona Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður Guðrún Marteinsdóttir hjúkrunarfræðingur Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur Sigurður Marteinsson píanóleikari og tónlistarkennari Guðbjörg Bjarman Björnsd. húsfr. á Akureyri Sveinn Bjarman Árnason aðalbókari KEA á Akureyri Ragnheiður Bjarman húsfr. og launafulltr. á Sauðárkróki Marteinn Friðriksson forstjóri FISK á Sauðárkróki Ragnar Marteinsson framkvæmdastj. Netsambands Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Hofsósi Friðrik Jónsson útvegsb. á Hofsósi Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona Helgi Páll framkvæmdastjóri Tívolí í Kaupmannahöfn Edda Pétursdóttir módel og félagsfræðingur Bjarni Þór Pétursson listamaður ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 2014 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - 90 ára Andrés Þorsteinsson Jóna Jóhannesdóttir 85 ára Anna María Þórisdóttir Guðmundur Ólafsson 80 ára Guðlaugur Ketilsson Jón Valberg Árnason Pálmi Guðmundsson 75 ára Áslaug Ólafsdóttir Guðlaug Sæmundsdóttir Poul Erling Pedersen Rafn Thorarensen Sigríður Sigurbjörnsdóttir Viðar Garðarsson 70 ára Ágúst Guðröðarson Elías B Jónsson Guðmundur Bergsveinsson Þorgeir Guðmundsson 60 ára Anna Gréta Gunnarsdóttir Bogdan Kielczewski Friðþjófur Bragason Garðar Benediktsson Halldóra Kristbergsdóttir Karl Smári Hreinsson Kristrún Helga Arnarsdóttir Kristrún Sigurðardóttir María Jakobsdóttir Rafn Finnbogason Rósa Þ. Þorsteinsdóttir Sigríður Rafnsdóttir Sigrún Sigurðardóttir 50 ára Árni Hannesson Bergþóra Aradóttir Bylgja Hafþórsdóttir Elín Helgadóttir Eyþór Fannberg Gillian Haworth Guðfríður A. Jóhannsdóttir Helena Helgadóttir Hrönn Hafþórsdóttir Jóhannes B. Sigmarsson Kolbrún Kristleifsdóttir Svava Tryggvadóttir Tinna Rut Njálsdóttir 40 ára Anna Karen Friðfinnsdóttir Anna Maria Burstedt Berglind Jónsdóttir Guðmundur Elías Pálsson Inga Maren Sveinbjörnsd. Steinþóra Sævarsdóttir Þorgerður B. Þórðardóttir 30 ára Bryndís Steinþórsdóttir Guðlaugur F. Br. Agnarsson Gunnar Már Gunnarsson Harald Björnsson Haraldur B. Kristjánsson Helga Dögg Flosadóttir Hreinn Logi Gunnarsson Íris Jóhanna Ólafsdóttir Jocelyn Cabaluna Adlawan Jónína Rakel Sigurðardóttir Margrét J. Þórarinsdóttir María G. Guðmundsdóttir Ragnheiður Ragnarsdóttir Sebastian Marian Bruzi Silja Ósk Georgsdóttir Steinar Davíð Ásgeirsson Styrmir Magnússon Sunna Elín Sigurðardóttir Til hamingju með daginn 30 ára María ólst upp á Skagaströnd, býr í Geira- koti í Fróðárhreppi, lauk prófi sem hársnyrtir frá Iðnskólanum og starfar við Apótek Ólafsvíkur. Maki: Gísli Bjarnason, f. 1981, sjómaður á togar- anum Iliviliq. Foreldrar: Dagbjört Bær- ingsdóttir, f. 1964, starfar við umönnun í Sjúkrahúsi Stykkishólms, og Guð- mundur Gunnlaugsson, f. 1959, sjómaður. María Guðrún Guðmundsdóttir 30 ára Sunna lærði fata- tækni við Tækniháskól- ann og London College of Fashion og er verslunar- stjóri í Smáralind. Maki: Guðmundur Ólafs- son, f. 1983, vinnur hjá Ís- landshótelum. Börn: Vala Marie, f. 2003, Ester Gyða, f. 2009, og Ólafur Nökkvi, f. 2014. Foreldrar: Sigurður Á. Friðþjófsson, f. 1951, og Gyða Gunnarsdóttir, f. 1952. Sunna Elín Sigurðardóttir 30 ára Hreinn ólst upp á Akureyri, býr í Reykjavík, lauk sveinsprófi í húsa- smíði frá VMA og starfar hjá BJ Uppsetningum ehf. Maki: Dagný Elísa Hall- dórsdóttir, f. 1988, há- skólanemi. Foreldrar: Gunnar Rúnar Guðnason, f. 1959, húsa- smíðameistari og smíða- kennari við Hrafnagils- skóla, og Anna Júlíanna Þórólfsdóttir, f. 1966, þroskaþjálfi á Akureyri. Hreinn Logi Gunnarsson Snjólaug Ólafsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Örlög loftborins brennisteinsvetnis í nágrenni tveggja jarðvarmavirkjana (e. Near Field Fate of Atmospheric Hydro- gen Sulfide from two Geothermal Po- wer Plants). Þekking á dreifingu efna í andrúms- loftinu og samspil þeirra við umhverfið er grundvallaratriði við mat á umhverf- isáhrifum þeirra. Þetta felur í sér grein- ingu á þeim umhverfisþáttum sem hafa áhrif á styrk efnanna í andrúmsloftinu, dreifingu þeirra og eyðingu, til að geta metið hvort þörf sé á mótvæg- isaðgerðum. Þegar jarðhitasvæði eru virkjuð eykst yfirleitt losun brenni- steinsvetnis (H2S). Gasið er eitrað í miklum styrk en lykt þess getur þó valdið óþægindum við lágan styrk. Inn- an við 30 km frá höfuðborgarsvæðinu, eru tvær jarðvarmavirkjanir þ.e. Nesja- valla- og Hellisheiðarvirkjun. Orkuframleiðsla á Hengilssvæðinu hefur aukist á síðastliðnum árum og hafa kvartanir vegna lyktaróþæginda aukist síðan Hellisheiðarvirkjun tók til starfa árið 2006. Árið 2010 setti um- hverfisráðuneytið reglugerð um há- marksstyrk brennisteinsvetnis í and- rúmslofti, heilsuverndarmörk voru sett fyrir 24 stunda hlaupandi með- altal, 50 μg/ m3.Markmið rann- sóknarinnar var að meta dreifingu og heildarörlög brennisteinsvetnis allt að 35 km frá virkjununum. Niðurstöðurnar sýndu að H2S styrk- ur á höfuðborgarsvæðinu eykst með stöðugra lofti, hægari vindi (1,5 - 4 m/ s) og lækkandi hitastigi (< 3 °C). Mæl- ingar sýndu að strókar brennisteins- vetnis fylgja landslagi í fjalllendi og endurtekin mynstur sáust í dreifingu þeirra. Strókarnir voru grennri yfir sléttara landslagi s.s. yfir stöðuvatni. Sýnt var fram á áhrif staðbundins breytileika í vindi þegar strókarnir tveir sköruðust og þegar strókar mældust beygja af upphaflegri leið yfir fjallendi. Stærsti svelgur H2S á svæðinu reyndist vera oxun, næststærstur var upptaka í Þingvallavatni. Útskolun með úrkomu reyndist vera minnsti svelgurinn þar sem H2S er óhvarfgjarnt við lágt pH eins og í úrkomu. Áætluð eyðing H2S voru nokkur hundruð tonn á ári en það er þó óverulegt magn í samanburði við heildarlosun frá virkjununum. Snjólaug Ólafsdóttir er fædd árið 1981. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2001, lauk BS-prófi í efnafræði frá raunvísindadeild Háskóla Ís- lands 2005 og MS-prófi í umhverfisverkfræði frá umhverfis- og byggingarverk- fræðideild HÍ árið 2007. Foreldrar Snjólaugar eru Ólafur Örn Björnsson og Lilja Gunnarsdóttir. Sambýlismaður Snjólaugar er Hrannar Jónasson. Doktorar Doktor í umhverfisverkfræði Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.