Morgunblaðið - 24.10.2014, Síða 44

Morgunblaðið - 24.10.2014, Síða 44
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 297. DAGUR ÁRSINS 2014 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Sumar jólavörur þegar uppseldar 2. Alvarlegt bílslys í Skagafirðinum 3. Kauptækifæri í Breiðholti 4. Sigga Dögg og Valdimar selja … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ártún, nýjasta stuttmynd leikstjór- ans Guðmundar Arnars Guðmunds- sonar, hlaut í gær verðlaun fyrir bestu leiknu stuttmyndina, Gullna skjöldinn (e. Gold Plaque), á al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chi- cago. Fjöldi erlendra kvikmyndahá- tíða hefur boðist til að sýna myndina en hátíðin í Chicago er fyrsta keppn- ishátíðin sem hún er sýnd á. Önnur stuttmynd eftir Guðmund, Hval- fjörður, hlaut í fyrra dómnefnd- arverðlaun á hátíðinni í Chicago. Morgunblaðið/Golli Ártún valin besta leikna stuttmyndin  Tónlistarkonan Una Stefánsdóttir heldur útgáfu- tónleika á Kex hosteli í kvöld vegna breiðskífu sinnar Songbook sem kom út í maí á þessu ári. Ragn- heiður Gröndal hitar gesti upp kl. 21 en hún gaf út plötuna Svefnljóð fyrir skömmu. Útgáfutónleikar Unu  Sýning á málverkum Guðrúnar Ein- arsdóttur verður opnuð á Norður- bryggju í Kaupmannahöfn í dag kl. 16. Í tilkynningu segir að verk Guðrúnar megi kalla náttúrumálverk, þau séu í grundvallaratriðum byggð á tilraunum hennar með olíumálningu, bindi- og leysiefni og verði til út frá skil- yrðum náttúrunnar, þ.e. efnanna, fremur en út frá hefð- bundnum landslags- málverkum. Guðrún sýnir á Norðurbryggju Á laugardag Gengur í norðaustan 8-13 m/s með dálitlum éljum norðan- og austanlands en slyddu eða rigningu austast. Frost 0 til 5 stig en frostlaust með suður- og austurströndinni. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt og skúrir eða slydduél en rofar heldur til á Norður- og Austurlandi eftir hádegi. Hiti 0 til 5 stig en vægt frost í innsveitum fyrir norðan. VEÐUR Nýliðar Aftureldingar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu í handbolt- anum þegar botnlið HK kom í heimsókn í Mos- fellsbæinn og hirti bæði stigin. FH-ingar unnu sinn þriðja leik í röð og eru komnir í annað sætið. Geir Guðmundsson skor- aði 10 mörk fyrir Val og Stephan Nielsen var gömlu félögunum í Fram erfiður. »2-3 Óvænt úrslit í Mosfellsbæ Snorri Steinn Guðjónsson hefur farið á kostum með Sélestat í franska handboltanum þó hann skilji varla stakt orð í tungumálinu enn sem komið er. „Mér finnst þetta skref mitt hafa gefið mér nýtt líf í bolt- anum,“ segir Snorri sem er ómyrkur í máli hvað íslenska landsliðið varðar. „Nú verðum við að byrja að moka upp eftir okkur skítinn með landsliðinu frá því í vor,“ segir Snorri Steinn. »4 Fer á kostum þó hann skilji varla stakt orð Íslandsmeistarar KR sluppu svo sannarlega með skrekkinn gegn öfl- ugu liði nýliða Tindastóls í Vestur- bænum í gærkvöld í 3. umferð Dom- inos-deildar karla í körfuknattleik. KR vann í framlengdum leik og er með fullt hús stiga. Stjarnan rúllaði yfir Grindvíkinga sem höfðu allt á horn- um sér og misstu tvo menn af velli, og Njarðvík lagði botnlið ÍR. »2-3 Meistarar KR unnu nýliðana í framlengingu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hallgrímur Pétursson er kominn aftur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, þar sem hann var prestur á árum áð- ur. Þökk sé Dóru Guðbjörtu Jóns- dóttur, gullsmiði í Gullkistunni við Frakkastíg í Reykjavík, og stór- fjölskyldu hennar, sem gáfu í vik- unni Saurbæjarprestakalli um 100 ára gamla mynd af sálmaskáldinu, sem Samúel Eggertsson, móðurafi hennar, teiknaði. Dóra segir að póstkort með teikn- ingum Samúels hafi verið mjög vin- sæl og fólk komi enn í búðina hjá sér til að spyrjast fyrir um þau. „Það er ótrúlegt hvað fólk man eftir honum því hann dó 1949,“ segir Dóra. „Þegar ég hef spurst fyrir um póstkortin hjá antíksölum í Kola- portinu segja þeir að stöðugt sé spurt um kortin en þau komi sjaldan inn og fari jafnóðum.“ Dóra bætir við að hún hafi í sam- ráði við aðra afkomendur Samúels, látið endurútgefa nokkur kort eftir hann, meðal annars kort sem hann hafi teiknað í tilefni 100 ára afmælis Jóns Sigurðssonar 1911. Hann hafi líka teiknað mynd í tilefni 300 ára af- mælis Hallgríms Péturssonar. „Allir landsmenn þekkja þá mynd enda var hún til á nánast hverju einasta heim- ili hérna áður fyrr, en var lengi ekki fáanleg. Því lét ég gera póstkort eft- ir þessari gömlu teikningu og hafa þau meðal annars verið til sölu í Hallgrímskirkju á þessu ári.“ Gjöfin varð til fyrir tilviljun Dóra segir að hugmyndin um gjöf- ina hafi orðið til fyrir tilviljun. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, var ein- hvern tímann sagt,“ segir hún og rifjar upp að í vor hafi hún farið í ferð á vegum Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur upp í Borgarfjörð. Þá hafi meðal annars verið komið við í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og hún stigið inn í kirkjuna í fyrsta sinn. „Þá tók ég eftir því að þar var engin mynd af Hallgrími Péturssyni, spurði séra Kristin Jens Sigur- þórsson hvernig á því stæði og hvort ekki væri áhugi á að fá eina slíka. Svo reyndist vera og þá talaði ég við Þórleif Friðriksson hjá Guðjóni Ó., sem sagði það vera hið minnsta mál að stækka myndina. Þeir vildu líka taka þátt í gjöfinni og prentsmiðjan gaf okkur myndina.“ 400 ára afmælis Hallgríms Pét- urssonar hefur verið minnst með margvíslegum hætti í ár, einkum í Hallgrímskirkju í Reykjavík og í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Í því sambandi má nefna að sérstök af- mælishátíð stendur yfir frá í dag til 31. október í Hallgrímskirkju. Hallgrímur aftur í Saurbæ  Gáfu 100 ára gamla teikningu af sálmaskáldinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Gjöf Dóra Guðbjört Jónsdóttir, gullsmiður í Gullkistunni, með myndina af Hallgrími Péturssyni. Samúel Eggertsson fæddist 25. maí 1864 í Melanesi á Rauðasandi og voru foreldrar hans Eggert Jochumsson, bróðir Matthíasar, frá Skógum í Þorskafirði og fyrri kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir. Hann komst að í bændaskólanum í Ólafsdal og segir Dóra Guðbjört Jónsdóttir að hann virðist hafa drukkið í sig allt sem þar hafi verið kennt. Hann hafi lært allt um ræktun, landmælingar og fleira og fljótlega verið beðinn um að taka að sér ýmsar landmælingar. Hann hafi m.a. ferðast um landið og kortlagt öll þorp með fleiri en 300 íbúa. „Á árunum 1911-1941 teiknaði hann og gaf út 20 bréfspjöld, mest um sögu Íslands og landafræði,“ skrifaði Dóra í Morgunblaðið árið 2000. „Bréfspjöldin, eða póstkortin, voru gefin út í meira en 30 útgáfum, samtals ekki minna en 200 þús- und eintök.“ Yfir 200 þúsund eintök KORTAGERÐARMAÐURINN SAMÚEL EGGERTSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.