Morgunblaðið - 10.10.2014, Qupperneq 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Smiðjuvegur 2, 200 Kópavogur
www.bifreidaverkstaedi.is
s. 587 1350
TOYOTA ÞJÓNUSTA
ALLAR ALMENNAR
BÍLAVIÐGERÐIR
Nýtt á
Bifreiðaverkstæði
Kópavogs,
HJÓLASTILLINGAR
L
eifur er fæddur 1928 og
lærði bifvélavirkjun hjá
Hrafni Jónssyni sem var
með verkstæði í Braut-
arholti og nokkuð fyr-
irferðarmikill í bransanum á sínum
tíma. Hann kom svo til starfa í
Kistufelli stuttu eftir stofnun þess
árið 1952 og hefur verið þar allar
götur síðan.
Hann er víkingur til verka og
vinnur hvern einasta dag. Rennir
sveifarása og borar út blokkir frá
morgni til miðaftans. Verk sem
krefjast ekki bara nákvæmni heldur
og þolinmæði manns sem unir sér
ekki nema hafa næg verkefni á
sinni könnu.
Leifur hefur á langri starfsævi
upplifað miklar breytingar í fagi
sínu og verkstæðisumhverfi. Í hon-
um kristallast saga bifvélavirkjunar
í nær sjötíu ár. Þótt það geti verið
lýjandi vinna kveinkar Leifur sér
ekki og er einstaklega ern. Og var
eiginlega fyrri til er blaðamaður
hugðist bera upp erindið og falast
eftir samtali. „Hvað ertu að spek-
úlera?“ spurði maðurinn sem spek-
úlerað hefur líklega meira í míkró-
millimetrum en flestir núlifandi
Íslendingar.
Margt breyst á langri ævi
„Það eru 68 ár síðan ég byrjaði að
læra,“ segir hann og tekur til orða
eins og hann sé enn að læra. „Ég
byrjaði 18 ára gamall, árið 1946 og
tók sveinspróf 1950 hjá Hrafni
Jónssyni,“ bætir hann við.
– Bifvélavirkjun nú til dags er
ólík því sem áður var?
„Það hafa orðið svakalega miklar
breytingar, já. Núna eru til vara-
hlutir í allt, litlir sem stórir á lager
og menn skipta bara um ef svo ber
undir. Áður þurfti maður að gera
við þetta allt saman á alla kanta, en
nú er bara skipt um stykkin. Við
urðum oft að smíða helling. Maður
þurfti að passa hverja einustu ró og
hvern einasta bolta. Það mátti engu
týna því þeir voru ekki til á lager,
allt var í höftum og háð innflutn-
ingstakmörkunum.
Bolta sem maður tók úr varð
maður að passa sem sjáaldur augna
sinna, það mátti helst slípa þá. Já,
það var vont að fá bolta og ýmislegt
smálegt í vélar og bíla. Nú er öldin
önnur, varahlutir á hverju strái og
viðgerðir því ekki tafsamar eins og
áður; núna rennur allt liðlega í
gegn.
Aðstæður eru allt aðrar nú til
dags, það er engu líkt. Vinnuað-
staðan er til dæmis allt önnur. Nú
liggur enginn undir bíl lengur, það
er alveg úrelt fyrirbæri, heldur
standa menn undir þeim í lyftum.
Og viðgerðir snúast meira um að
setja nýjan varahlut í stað bilaðs í
stað þess að gera við.
Hvergi nærri hættur
– Starfsdagur þinn hjá vélaverk-
stæðinu Kistufelli er orðinn langur?
„Ég er búinn að vinna í rúmlega
62 ár í Kistufelli. Það er dágóður
tími, já já, en það er gott að vinna
meðan menn hafa kost á því eða
hafa heilsu til.“
– En þú ert ekkert að slá af?
„Nei, nei, það er ekki kominn ald-
ur á mig, ég er bara 86 ára,“ svarar
hann sposkur.
– Og hvenær kemur þú á ald-
urinn? er spurt og grínaktugt svar-
ið kom í einni svipan:
„Hann er ekki fastákveðinn. Eig-
um við ekki bara segja að ég hætti
hundrað ára!“
Leifur kveðst aðallega hafa verið
í því að bora blokkir og slípa sveif-
arása. Svo segist hann setja eitt-
hvað saman af vélum gefist tími til.
Hann vinnur þjóðþrifaverk því
fremur láta menn Leif slípa fyrir
sig sveifarás fyrir 40-50 þúsund
krónur og fá hann jafngóðan og
nýjan, sem innfluttur kostar um
hálfa milljón.
Eins og nærri má geta hefur
Leifur Eiríksson á starfstíma sínum
útskrifað margan meistarann í bif-
vélavirkjun. Og samferðamenn hafa
komið og farið á árunum 62 því nú-
verandi stjórnendur fyrirtækisins
eru af þriðju kynslóð eigenda þess.
Og fulltrúi þeirrar fjórðu birtist í
fyrirtækinu sl. sumar.
„Það er örugglega afar óvenju-
legt að menn starfi með fjórðu kyn-
slóð eigenda fyrirtækis en Leifur
afrekaði það í sumar þegar dóttir
mín vann á verkstæðinu,“ segir
Guðmundur Ingi Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Kistufells.
„Hann stendur fyrir sínu, er afar
samviskusamur og lætur ekkert
drabbast. Tvær vélanna þriggja
sem hann vinnur á eru til dæmis 40-
50 ára og væru ekki í svo fínu
standi nema vegna þess hversu vel
hann hirðir um þær,“ segir Guð-
mundur Ingi.
„Hann er ótrúlega frískur af 86
ára manni að vera og eldist hægt.
Vandvirknin með eindæmum og ná-
kvæmnin líka. Allt gengur upp hjá
honum. Ég er eiginlega mjög hissa
hvað hann skilar góðu verki kominn
á þennan aldur. Hann á mörg góð
ár eftir hjá fyrirtækinu, það vona
ég. Hann hefur það til siðs að
spyrja mig á haustin hvort ég muni
þola hann eitt ár í viðbót. Því er
fljótsvarað, alltaf.“ agas@mbl.is
Í nákvæmnisvinnu á níræðisaldri
Hann heitir því flotta nafni Leifur Eiríksson og er fæddur 1928. Hann hefur lengi staðið vaktina á verkstæðisgólfi vélaverkstæðisins Kistu-
fells og telur tíma ekki vera á sig kominn þótt 86 ára sé. Þar vinnur hann alla daga verk sem krefjast einstakrar nákvæmni þar sem ekki
má skeika einum hundraðasta úr millimetra. Og það fer hann létt með, að sögn Guðmundar Inga Skúlasonar framkvæmdastjóra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tímarnir Það hafa orðið svakalega miklar breytingar, já. Núna eru til varahlutir í allt, litlir sem stórir á lager og menn skipta bara um ef svo ber undir. Áður þurfti maður
að gera við þetta allt saman á alla kanta, en nú er bara skipt um stykkin. Við urðum oft að smíða helling,“ segir Leifur Eiríksson bifvélavirki hjá Kistufelli.
Vandvirkni Leifur vinnur þjóðþrifaverk því fremur láta menn Leif slípa fyrir sig
sveifarás fyrir 40-50 þúsund krónur, sem innfluttur kostar um hálfa milljón.
„Það eru 68 ár síðan ég
byrjaði að læra,“ segir
hann og tekur til orða eins
og hann sé enn að læra.