Morgunblaðið - 10.10.2014, Page 18

Morgunblaðið - 10.10.2014, Page 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Icetrack ehf. Sími 773 4334 netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. STZ MTZDEEGANATZp3 Stærðir 32” - 54” Dugguvogi 23, 104 Reykjavík • S: 581-4991 • rafstilling@rafstilling.is Alternatorar og startarar eru okkar mál Viðgerðarþjónusta og sala Þ að var harðskeytt teymi hönnuða og verkfræðinga hjá skothylkjaframleið- andanum Magpul í Colo- rado-fylki Bandaríkjanna sem stukku til þegar Buell var sent í glatkistuna af Harley-Davidson árið 2009. Þeir keyptu 47 af mögnuðustu hjólunum sem Buell framleiddi, 1125 línuna, og hófu framleiðslu byggða á hjólunum sem átti eftir að skila af sér mögnuðum gripum í afskaplega takmörkuðu upplagi. Vélin fékk að halda sér – enda ekkert slor – en ytra byrðið var lag- að til að ljá Ronin-hjólunum sér- stæðan svip sinn. Óhætt mun að segja að þessi hjól verði ekki tekin í misgripum fyrir nein önnur mót- orhjól. Eins og sjá má á meðfylgj- andi myndum er svipurinn einstakur að kalla, ekki síst gaffallinn. Nafnið er dregið af frægri jap- anskri þjóðsögu um 47 vígamenn úr röðum samúræja, sem allir hefndu meistara síns um síðir. Vel má ímynda sér að sneið sé auk þess falin þar til Harley-Davidson, fyrir að ætla sér að senda hjólin inn í eilífð- ina. jonagnar@mbl.is Hjólið sem sneri aftur Þegar Harley-Davidson- samsteypan ákvað að leggja Buell, eitt af smærri merkjunum í eigu risans, ákváðu nokkrir að við svo búið mætti ekki una. Úr varð verkefni sem kallast Ronin 47 – og jafnmörg lygilega flott mótorhjól. Einstakt Það er í hæsta máta ólíklegt að einhver taki eitt Ronin mótorhjólanna 47 í misgripum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.