Morgunblaðið - 10.10.2014, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
EKKERT VESEN
AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu AVIS
Vetrarleiga er 8 mánuðir. Í vetrarleigu er bíllinn tekinn á leigu að hausti og skilað inn á vorin. Hún er sérstaklega
hentug fyrir vetrartengda starfsemi, skólafólk eða jafnvel þá sem einfaldlega kjósa heilsusamlegri lífsstíl á sumrin.
Vetrarleiga er einungis í boði í september og október á hverju ári og eru 1.650 km á mánuði innifaldir.
HÚSAVÍK
AKUREYRI
SAUÐÁRKRÓKUR
ÍSAFJÖRÐUR
REYKJAVÍKKEFLAVÍK HÖFN
EGILSSTAÐIR
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
VETRARLEIGA
VERÐ FRÁ
48.900 KR.
ÁMÁNUÐI
M
argir lesenda kannast ef-
laust við að hafa séð á
sínum yngri árum senur
úr bandarískum kvik-
myndum þar sem börn léku sér á
smábílum. Í kvikmyndunum voru
þetta iðulega börn auðmanna og bíl-
arnir sérsmíðuð og rándýr leiktæki
sem millistéttarbörn á Íslandi gátu
bara látið sig dreyma um.
En nú er öldin önnur og leik-
fangaframleiðendur dæla út á mark-
aðinn jafnt dýrum sem ódýrum
smábílum fyrir börnin.
Ferrari handa heimasætunni
Hvernig væri til dæmis að leyfa
drengnum eða stúlkunni á heimilinu
að eiga sinn eigin Ferrari? Þó að
pabbi og mamma hafi bara efni á að
taka strætó er ekkert sem segir að
megi ekki nurla saman fyrir raf-
magns-Ferrari í barnastærð. Log-
andi rauður Ferrari California eins
og sá sem sést hér til hliðar kostar
600 dali í netverslun Toys “R“ Us.
Sumum þætti þó líkast til meira
spennandi slökkvibíllinn á meðfylgj-
andi mynd. Þar er pláss fyrir tvö
börn og auðvelt að lifa sig inn í hlut-
verkaleikinn þegar sírenurnar og
blikkljósin fara af stað. Eins og með
aðra rafmagnsbíla fyrir börn er há-
markshraðanum stillt mjög í hóf og
geta litlir slökkviliðsmenn ekki
bjargað deginum hraðar en á 8 km/
klst.
Bíllinn kostar 480 dali hjá Toys
“R“ Us í Bandaríkjunum.
Fótadrifin fegurð
Ekki þurfa leikfangabílarnir að vera
með mótor til að vera skemmtilegir.
Þessi sérlega snotri fótadrifni bíll
frá Playsam hentar börnum frá eins
árs aldri og er góð leið til að leyfa
erfingjanum að spreyta sig ögn á
akstri. Hönnunin er mjög stílhrein
og nett og er hér á ferð eitt af þess-
um fágætu leikföngum sem bara
fegra stofuna ef krakkarnir van-
rækja að taka til eftir leikinn.
Falleg hönnunin kostar sitt og er
bíllinn verðlagður á 1.450 dali hjá
versluninni www.monpetitbijou-
.com.
Drossía með bensínvél
Ef barnið var síðan að erfa fúlgur
fjár frá fjarskyldum ættingja í Am-
eríku þá hreinlega verður að hafa
samband hið bráðasta við Pocket
Classics (www.pocketclassics.co.uk).
Þar eru enn þann dag í dag smíð-
aðar eftirmyndir í barnastærð af
þekktum bílum, með bensínmótor
og öllu tilheyrandi. Nostra bílasmið-
irnir við hvert smáatriði og eru bíl-
arnir t.d. með vandaða fjöðrun og
diskabremsur. Undir húddinu er
110 rúmsentimetra vél sem getur
skilað allt að 74 km hraða, svo varla
er hægt að tala um bílinn sem
barnaleikfang.
Er algengt verð á bílunum frá
Pocket Classics í kringum 12.000 til
15.000 pund, eða allt að 2,9 milljónir
króna. ai@mbl.is
Sjálfrennireiðar fyrir smáfólkið Ljósmynd / Wikipedia - Badgerracing (CC)
mbl.is
alltaf - allstaðar