Morgunblaðið - 10.10.2014, Side 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
T
vö ár eru síðan Hyundai-
umboðið opnaði veglega
bílaverslun í Kauptúni.
Heiðar Sveinsson fram-
kvæmdastjóri segir versl-
unina vera smám saman að skjóta
rótum og neytendur að uppgötva
þetta nýja bílasölusvæði höfuðborg-
arsvæðisins. Nýtur Hyundai-merkið
töluverðar hylli um þessar mundir
en fyrstu níu mánuði ársins er merk-
ið með 7% markaðshlutdeild borið
saman við 4,5% hlut í fyrra.
Segir Heiðar að þessi góði árang-
ur skrifist m.a. á vandaða smíði og
annáluð gæði Hyundai-bíla sem
hvað eftir annað verði hlutskarpastir
í mælingum J.D. Power, sem og á
hagstætt verð, fallega hönnun og
mjög rausnarlega fimm ára ábyrgð
sem fylgir öllum nýjum bílum.
Fimm ára ábyrgð Hyundai er, að
sögn Heiðars, ein sú yfirgripsmesta
sem þekkist á íslenska markaðinum
og enginn annar framleiðandi býður
viðskiptavinum sínum takmarka-
lausan akstur yfir ábyrgðartímann,
að undanskildum þeim sem nota bíl-
inn til atvinnureksturs.
Útlitið hannað fyrir Evrópu
Ef einhverjum kann að hafa þótt
Hyundai-bílarnir í lummulegri kant-
inum þá ætti nýjasta línan að fá þá
hina sömu til að skipta um skoðun en
þar eru á ferð rennilegir og snotrir
bílar með sportleg útlitseinkenni.
„Hyundai hefur undanfarið end-
urhannað flestar gerðir bíla sinna til
að mæta betur smekk Evrópubúa.
Fyrstu Hyundai-bílarnir sem seldir
voru hér á landi voru framleiddir
fyrir bandaríska og asíska neyt-
endur og endurspeglaði stíllinn það.
Í dag rekur Hyundai stórar bíla-
verksmiðjur í Tékklandi og Tyrk-
landi og framleiðir þar bíla á borð
við i10, i20, i30 og ix35 fyrst og
fremst með Evrópumarkað í huga.
Er um að ræða sköpunarverk evr-
ópskra bílahönnuða en hönnunar- og
þróunardeild Hyundai í Evrópu er í
Frankfurt.“
Heiðar segir söluna dreifast nokk-
uð vel yfir stærðarflokkana en áber-
andi er þó að salan er dræm í svo-
kölluðum D-flokki sem er flokkur
stærri fólksbíla. „Þegar Íslendingar
eru komnir í þennan stærðarflokk
virðast þeir velja að taka stökkið
upp í jepplingana sem eru næsti
flokkur fyrir ofan. Munar ekki miklu
í verði en fjölskyldan er þá komin á
bíl sem ræður betur við akstur í snjó
og hálku og hentar betur til útivistar
og ferðalaga, hvort sem stefnan er
sett á hálendið eða ætlunin að draga
hjólhýsi eða tjaldvagn umhverfis
landið.“
Sparneytni sjálfsagður hlutur
Strax eftir hrunið margumtalaða var
áberandi að landsmenn settu bensín-
eyðsluna á oddinn. Höfðu bílasalar
margir á orði að eldsneytisnotkunin
væri það fyrsta sem spurt væri um.
Heiðar segir eldsneytisnotkun vissu-
lega vera íslenskum neytendum of-
arlega í huga en í vaxandi mæli
Taka stökkið upp í jepplingana
Frekar en að kaupa bíla í
D-flokki, flokki stærri
fólksbíla, velja íslenskir
neytendur að kaupa sér
ögn dýrari jeppling með
meira notagildi. Eyðslu-
tölurnar hafa lækkað
mikið á síðustu árum og
hugað er að ýmsum
smáatriðum sem draga
úr bensínnotkuninni.
Hyundai hefur m.a. hannað
betri dempun fyrir bílana
og lagt áherslu á bætta
hljóðeinangrun til að gera
aksturinn enn þægilegri
fyrir alla um borð.
Bón Íbúar höfuðborg-
arsvæðisins hafa verið
að uppgötva nýju bíla-
búðina. Úr sýning-
arsalnum.
Íslendingar virðast vera farnir að
vera ögn hugrakkari í litavalinu á
bílinn. Segir Heiðar að kaupendur
láti margir eftir sér djarfari liti,
sér í lagi þegar smábilarnir eiga
hlut. „Konurnar virðast vera
áræðnari en karlarnir að þessu
leyti og láta eftir sér að velja lit
sem sker sig úr fjöldanum.“
Gráir tónar halda samt áfram
að vera vinsælastir. Hvíti liturinn
virðist ekki hafa slegið eins vel í
gegn á Íslandi og í öðrum löndum,
mögulega vegna slabbs og
slyddu. „Grái liturinn hentar okk-
ur vel enda sjást óhreinindin ekki
svo glatt. Hvíti liturinn og ljósir
litir verða mikið fyrir valinu hjá
bílaleigunum enda litir sem fela
betur dældir og bungur sem geta
verið fylgifiskur mikils aksturs á
malarvegum.“
Konur djarf-
ari í litavalinu