Morgunblaðið - 10.10.2014, Page 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
V
ið gerum við og klæðum all-
ar gerðir af sætum fyrir
ökumenn. Bílsætum, mót-
orhjólasætum og vél-
sleðasætum svo eitthvað sé
nefnt, og höfum mikla og langa
reynslu af viðgerðum af þessu tagi,“
segir Hafsteinn Sigurbjarnason
bólstrari með meiru hjá H.S. Bólstr-
un að Hamraborg 5 í Kópavogi.
„Góður bílstjórastóll þarf að veita
þægilegan stuðning við mjóbakið og
vera formaður vel út til hliðanna. Þá
þarf helst að vera hægt að velta set-
unni svo hægt sé að breyta afstöð-
unni milli lærleggja og hryggjar til að
létta bæði á fótum og hrygg. Lélegt
og illa bælt bílsæti getur orsakað
mikla vanlíðan í baki, herðum og
mjöðmum. Og gæti hreinlega valdið
varanlegu tjóni á líkamanum. Góður
bílstjórastóll er jafn mikilvægur og
góð rúmdýna er fyrir skrokkinn,“
segir Hafsteinn.
Hann veit hvað hann syngur því
hann hefur starfað við bólstrun með
eigin rekstri frá því hann útskrifaðist
sem bólstrari árið 1974. Og eplið fell-
ur oftast stutt frá eikinni sem sést á
því, að sonur hans, Hafþór, starfar
með honum í fyrirtækinu, en hann út-
skrifaðist sem bólstrari frá Skive
Tekniske skole í Danmörku 2003,
tveimur árum eftir að systir hans,
Berglind, lauk þar námi líka en hún
fæst við bólstrun í fyrirtæki sínu á
Selfossi.
Og Hafsteinn formælir lélegum
bílsætum og leggur áherslu á nauð-
syn góðra sæta fyrir ökumenn. „Al-
gengt er að svampur sé settur beint á
grindina sem þá vill skerast upp í
svampinn, áklæðið fer að slakna og
brot í það að myndast. Brotið vill svo
rifna fljótt og því hraðar sem oftar er
farið inn og út úr bílnum. Algengt er
að við fáum aðeins tveggja til þriggja
ára gömul sæti til viðgerðar. Þá úr
mikið keyrðum bílum, í flestum til-
fellum atvinnubílum. Með því að
koma tímanlega í viðgerð, helst um
leið og efnið fer að slakna, er til-
tölulega lítið mál að laga og setjum
við þá sterkan dúk milli svamps og
grindar svo grindin skerist ekki upp í
svampinn.“
Hafsteinn segir H.S. Bólstrun hafa
mikla reynslu í viðgerðum á bílsæt-
um, snjósleðasætum og mót-
orhjólasætum. „Við höfum þjónað
mörgum atvinnubílstjóranum og
nokkrum bílaumboðum í um þrjá ára-
tugi. Við veitum atvinnubilstjórum al-
gjöran forgang, en panta þarf tíma
hjá okkur ef ökutækið má ekki
stoppa lengi. Þá förum við strax í við-
gerðina þegar það hentar viðkomandi
best að missa tækið úr vinnu.“
Til að útfæra þjónustu sína við bíl-
eigendur hefur H.S. Bólstrun hafið
samstarf við bandarískt fyrirtæki
sem sérhæfir sig í áklæði og tilsaum á
sæti fyrir fornbíla. „Þaðan getum við
líka útvegað upprunaleg hurðaspjöld
og toppa í alla bandaríska bíla sem
framleiddir voru á árunum 1940 til
1990,“ segir Hafsteinn Sig-
urbjarnason. agas@mbl.is
Reynsla Hafsteinn segir H.S. Bólstrun hafa mikla reynslu í viðgerðum á bílsætum, snjósleðasætum og mótorhjólasætum. „Við höfum þjónað mörgum atvinnubílstjóranum og nokkrum bílaumboðum í um þrjá
áratugi. Við veitum atvinnubilstjórum algjöran forgang, en panta þarf tíma hjá okkur ef ökutækið má ekki stoppa lengi. Þá förum við strax í viðgerðina þegar það hentar viðkomandi best að missa tækið úr vinnu.“
Líður vel í góðum bílstjórastól
Góður bílstjórastóll er
jafn mikilvægur og góð
rúmdýna er fyrir skrokk-
inn, segir Hafsteinn Sig-
urbjarnason bólstrari.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sæti „Góður bílstjórastóll þarf að veita þægilegan stuðning við mjóbakið og vera formaður vel út til hliðanna. Þá þarf helst
að vera hægt að velta setunni svo hægt sé að breyta afstöðunni milli lærleggja og hryggjar til að létta bæði á fótum og hrygg.
Algengt er að svampur sé settur beint á grindina sem þá vill skerast upp í svampinn
Við gerum við og klæðum
allar gerðir af sætum fyrir
ökumenn. Bílsætum, mót-
orhjólasætum og vél-
sleðasætum.
Algengt Svampur sé settur beint á
grindina sem þá vill skerast upp í.