Morgunblaðið - 10.10.2014, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.10.2014, Qupperneq 34
34 | MORGUNBLAÐIÐ HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar B ílasýningin í París er við- burður sem ber upp á annað hvert ár og dregur til sín fleiri gesti en nokk- ur önnur bílasýning í Evr- ópu. Aðeins stóru sýningarnar í Bandaríkjunum ná meiri aðsókn- artölum. Eins og alltaf er mikið um nýjungar á Parísarsýningunni en einn flokkur bíla var þar þó meira áberandi en aðrir, en það var flokkur jepplinga. Fjöldi slíkra var frum- sýndur, bæði í nýjum útfærslum, andlitslyftingum, nú eða sem til- raunabílar. Nægir þar að nefna Honda HR-V, Land Rover Disco- very Sport, Suzuki Vitara, Volvo XC90, Fiat 500X og Kia Sorento sem alveg nýja jeppa og jepplinga sem frumsýndir voru á sýningunni. Einn- ig bar talsvert á tilraunaútgáfum bíla í þessum flokki eins og Ssan- gYong XIV-Air, Toyota C-HR og Peugeot Quartz, og nokkrir í viðbót fengu veglega andlitslyftingu, eins og Porsche Cayenne, Mitsubishi Outlander PHEV og BMW X6. Honda HR-V með töfrasæti Honda HR-V var kynntur sem frumgerð en sem slíkur er hann ansi nálægt endanlegri gerð bílsins. Reyndar verður um tvær útgáfur hans að ræða, aðra fyrir Ameríku- markað og hina fyrir Evrópu og þar með talið Ísland. Í Evrópu verður hann boðinn með tveimur gerðum véla, 1,5 lítra bensínvél og 1,6 lítra dísilvél. Báðar vélar fást með sex gíra beinskiptingu til að byrja með. Hann verður með sama sætabúnaði og Honda Jazz en aftursætið kallast Magic Seat og má leggja á ýmsa vegu. Honda HR-V kemur á markað í Evrópu næsta sumar svo að vænta má að hann komi til Íslands haustið 2015. Discovery Sport Evrópufrumsýndur Land Rover frumkynnti nýjan Discovery Sport í Mexíkó nýlega en Evrópufrumsýning hans var að sjálfsögðu í París. Þessi sjö sæta jepplingur leysir Freelander af Forsmekkurinn Peugeot Quartz er tilraunabíll sem gefur forsmekkinn af nýrri kynslóð Peugeot 3008. Frumsýning Volvo XC90 vakti mikla athygli, ekki síst annarra bílaframleiðenda. Ítalinn Fiat 500X jepplingurinn er byggður á sömu botnplötu og Jeep Renegade og verður í boði með fjölda véla og skiptinga. Minnir talsvert á litla bróður! Rennilegur Nýr Honda HR-V er ansi nálægt endanlegri gerð bílsins og er væntanlegur á markað næsta sumar. Uppruninn Línurnar frá iV-4 tilraunabílnum skína hér rækilega í gegnum en nýr Suzuki Vitara er hærri, breiðari en samt styttri en nýr S-Cross. Jeppar og jepp- lingar í fyrirrúmi Bílasýningin í París 2014 Stóru bílasýningarnar teljast hafa nokkuð for- spárgildi um markaðinn. Einn flokkur bíla var áber- andi í París, en það var flokkur jepplinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.