Morgunblaðið - 10.10.2014, Blaðsíða 39
gáfu, tengiltvinnbíll, með bensínvél
og rafmagnsmótorum. Þær eru
hreint ótrúlegar eyðslutölurnar sem
honum fylgja. Það er verið að tala
um að eyðslan í plug-in bílnum fari
alveg niður í 2,5 lítra á hundraðið,
sem er einstök sparneytni fyrir svo
stóran jeppa,“ segir Egill.
Nýi Volvojeppinn er sagður verða
með mestu lúxusinnréttingu Volvo
til þessa. Í mælaborðinu verður 9,3
tommu snertiskjár er leysir alla
takka þar af hólmi. Nái áætlanir
Volvo fram að ganga verður XC90
einn öruggasti bíllinn á vegunum.
Hann mun bjóða upp á „yfirgrips-
mesta og tæknilega fullkomnasta ör-
yggisbúnað sem völ er á í bílafram-
leiðslu sem staðalbúnað,“ sagði í
tilkynningu frá Volvo í sumar.
Tæknibúnaði bílsins er ætlað að
gera þá sýn Volvo að veruleika, að
enginn bíði bana eða slasist alvar-
lega í Volvobíl frá og með árinu 2020.
Þar á meðal er búnaður til að vernda
ferðalanga fyrir útafakstri og sjálf-
virk gatnamótabremsa sem afstýrir
eða dregur mjög úr tjóni í árekstri á
gatnamótum; hvort tveggja nýj-
ungar í bílsmíði.
Þriðja umboðið sem Brimborg fer
með er fyrir japanska bílsmiðinn
Mazda sem verið hefur að senda frá
sér velheppnaða bíla er hlotið hafa
góða dóma. „Hjá Mazda er líka fullt
af nýjungum. Fyrst nefni ég spenn-
andi lítinn sportbíl, Mazda MX-5,
þótt ekki sé stór markaður á Íslandi
fyrir slíka. Þetta er frægur sportbíll,
mest seldi sportbíll í heiminum.
Annar bíll úr þessari átt sem líka
sest vel er smábíllinn Mazda 2. Hann
hefur hæfileikana til að eiga eftir að
njóta ekki síðri vinsælda og Mazda
CX-5, Mazda 6 og Mazda 3. Hann
kemur líka alveg nýr frá grunni á
næsta ári, og verður meðal annars
búinn hinni skilvirku SkyActiv spa-
raksturstækni. Hann verður fáan-
legur með splunkunýrri lítilli dís-
ilvél, SkyActiv-D 1.5, eða
mismunandi útgáfum af SkyActiv-G
1.5 bensínvélinni,“ segir Egill..
Frá því fyrsta kynslóð Mazda 2
leit dagsins ljós árið 1996 hefur hann
selst í um 2,5 milljónum eintaka.
Bíllinn hefur verið lofaður fyrir end-
ingartraust og akstursánægju, af-
köst, sparneytni og öryggi.
„Síðan er það Ford, sem er okkar
stærsta bílamerki, og þar er rosa-
lega mikið af nýjungum á ferðinni.
Nýr Ford Focus, nýr Ford Mondeo
– massasölubílarnir frá Ford – en
þeir koma til okkar á fyrsta fjórð-
ungi á næsta ári. Síðan er það Ford
Edge, nýr jeppi í stærri kantinum en
þó aðeins minni en Explorer. Hann
er væntanlegur á götuna snemma á
næsta ári en með honum stefnir
Ford inn í lúxusgeira jeppamark-
aðarins. Verður hann með marg-
víslegan tæknibúnað, þ. á m. 10
tommu snertiskjá fyrir upplýs-
ingakerfin, rúmgott fólksrými og allt
að 1.788 lítra farangursrými. Edge
verður fáanlegur bæði sem dísil- og
bensínbíll.
Síðast en ekki síst skal nefna nýja
Mustanginn sem beðið hefur verið
eftir með óþreyju, en hann kemur til
okkar næsta vor. Af allri þessari
upptalningu sést, að það eru tíð-
indasöm misseri framundan hjá okk-
ur með hverri frumsýningunni á fæt-
ur annarri. Við verðum með öflugt
og spennandi bílaval,“ segir Egill Jó-
hannsson að lokum.
agas@mbl.is
Brimborgar
AFP
Athygliverður Nýr Ford Mondeo sér hér kynntur á bílasýningunni í París.
Sívinsæll Ford Focus af 2015-árgerðinni er fulltrúi nýrrar og verulega uppfærðrar
kynslóðar bílsins. Þá má vel greina hér bergmál af laglegum framendanum.
Snaggaralegur Borgarbíllinn Mazda 2 er að koma á götuna í Japan og kemur til
Íslands og Brimborgar snemma næsta árs. Mazda-fólk getur byrjað að telja niður.
MORGUNBLAÐIÐ | 39
Vega- og framkvæmda-
merkingar
Síðumúla 28
108 Reykjavík
Sími 510 5100
www.ismar.is Við mælum með því besta
Bílskúrshurðir
fyrir íslenskar aðstæður
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is
Héðinshurðir eru glæsilegar og endingargóðar bílskúrshurðir sem hafa
sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Gerðar úr galvanhúðuðu stáli
með þykkri einangrun, þola mikið vindálag og kulda.
Fyrsta flokks viðhalds- og varahlutaþjónusta.
Ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu fylgja.
satínáferð og rekur uppruna sinn til
Hondu XL.
Hjólið fæst sérpantað og í framhald-
inu sérsmíðað – og hver ætlar að halda
því fram að það sé ekki þess virði? Hvað
sem það kostar? jonagnar@mbl.is