Morgunblaðið - 24.11.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.11.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. www.n1.is facebook.com/enneinn Hluti af hádeginu Gríptu með þér eitthvað gott Frjálsíþróttasamband Íslands efndi í gær til spretthlaupskeppni, Kringluspretts, þar sem helstu spretthlauparar landsins í bland við fræga einstaklinga öttu kappi. Um er að ræða fjáröflun á vegum sambandsins og voru af því til- efni lagðar tvær sextíu metra hlaupabrautir í Kringlunni. Samhliða gátu gestir og gangandi fengið að hlaupa gegn vægu gjaldi. vidar@mbl.is Frægir og fráir á fullri ferð í Kringlunni Morgunblaðið/Golli Frjálsíþróttasamband Íslands efndi til spretthlaupskeppni í verslunarmiðstöð Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Við höfum setið töluvert eftir frá því að hrunið varð og miðað við stöðuna eins og hún er í dag er- um við ekki samkeppnisfær um laun,“ segir Finn- björn A. Hermannsson, for- maður Byggiðnar og fyrrverandi formaður Samiðn- ar, um stöðuna í byggingar- greinum hér á landi. Hann bæt- ir þó við að miðað við verkefnastöðuna sé von á bjart- ari tímum í byggingargreinum hér á landi. Finnbjörn vekur jafnframt athygli á því að þeir byggingarmenn sem flutt hafa til Noregs á síðustu árum hafi enn sem komið er ekki skilað sér heim. „Þá skiptir máli hvaða laun eru greidd og hvað íslensk fyrirtæki gera. Það skiptir máli hvort þau leiti til erlends vinnuafls sem hægt er að fá á ódýr- ari launum, þrátt fyrir að vitað sé að það sé ekki í öllum tilfellum með full réttindi, eða hvort menn hækki launin almennilega og fái íslenska iðnaðar- menn til baka,“ segir hann. Finnbjörn kveðst þó ekki ætla að nefna neinar tölur varðandi það hversu mikið launin þurfi að hækka. „Við erum markaðslaunafólk og hækkunin er bara eitthvað sem markaðurinn þarf að finna út úr. Það þarf þó að gefa í varðandi þessi launamál. Þá er maður aðallega að hugsa um launataxtana. Sem betur fer erum við töluvert fyrir ofan launa- taxta en launataxtar þurfa að fylgja raunlaunum og launataxtarnir bjóða upp á að það sé verið að bjóða lakari laun en við kærum okkur um. Þá er ég að tala um erlenda vinnuaflið,“ segir hann jafn- framt. Kjarasamningar eftir áramót „Þetta eru bara hugleiðingar varðandi komandi kjarasamninga. Það verður væntanlega ekki farið í þá fyrr en eftir áramót, samningar renna nátt- úrlega ekki út fyrr en í febrúar. Ég hugsa að menn fari ekki að tala um launatölur fyrr en þá,“ segir Finnbjörn að lokum. Ekki samkeppnisfær um laun  Byggingarmenn sem flutt hafa til Noregs á síðustu árum hafa ekki skilað sér heim  Formaður Byggiðnar segir launataxtana bjóða upp á of lág laun Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir Formaður Byggiðnar á von á bjartari tímum í byggingargreinum. Finnbjörn A. Hermannsson Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þetta segir okkur að kvikukerfið undir Bárðarbungu er sennilega flóknara en menn héldu fyrst,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur, en bráðabirgðanið- urstöður nýrra jarðskjálftamælinga í Bárðarbungu benda til þess að kvika sé nær yfirborðinu en talið hef- ur verið til þessa. Virðast skjálftarn- ir vera á um eins til þriggja kíló- metra dýpi í stað fimm til átta. Magnús Tumi segir niðurstöður bergfræðiathugana á þeirri kviku sem upp kemur í Holuhrauni benda til þess að kvikan sé komin af veru- legu dýpi, eða minnst níu kílómetr- um. Þá benda rannsóknir einnig til þess að botninn á öskju Bárðar- bungu, sem sigið hefur að undan- förnu, sé fremur þunnur. „Það eru vísbendingar um það að kvikukerfið sé býsna þykkt og sam- tengt. Og sú kvika sem nú flæðir fram í Holuhrauni sé ekki kvikan sem liggur efst í hólfinu undir Bárð- arbungu heldur úr neðri hluta þess,“ segir Magnús Tumi. Stærsta eldgos í 200 ár Þegar upp er staðið segir Magnús Tumi atburðarás þessa koma til með að varpa skýrara ljósi á ýmis álita- mál. „Við erum að sjá öskjusig í fyrsta skipti síðan mælitæki komu til sögunnar, hvernig stór megineldstöð tengist meiriháttar gliðnunarhrinu í gosbelti á Íslandi og hvernig stór flæðigos verða til, en þetta [Holu- hraun] er stærsta gos sem komið hefur á Íslandi í 200 ár.“ Kvikukerfi Bárðarbungu er flóknara en talið var Morgunblaðið/RAX Eldsumbrot Enn heldur áfram að gjósa við eldstöðina í Holuhrauni.  Kvika liggur nær yfirborðinu Verkfallsaðgerðir lækna halda áfram í dag þegar störf verða lögð niður á aðgerða- sviði og flæðisviði Landspítalans. Á aðgerðasviði eru t.a.m. svæf- ingalæknar og það mun hafa áhrif á skurð- lækningar, sem ekki verður hægt að framkvæma. Á flæðisviði er bráða- móttakan í Fossvogi og munu að- gerðirnar setja svip á starfsemina þótt eftir sem áður verði haldið uppi neyðarþjónustu á bráðadeildinni. „Þessar aðgerðir munu að sjálf- sögðu lengja biðlista. Fólk mun væntanlega fá hægari afgreiðslu á bráðamóttöku og svo verður skert þjónusta á göngudeildum á borð við öldrunardeild og endurhæfingar- deild,“ segir Þorbjörn Jónsson, for- maður Læknafélags Íslands. Hann segir að ekkert hafi þokast í samningaviðræðum. Síðasti fundur var á föstudag en stefnt er á næsta samningafund á morgun. „Þetta er fast í sama hjólfarinu. Það hafa verið rædd tæknileg atriði en ekkert til- boð komið fram,“ segir Þorbjörn. Hann segir engan bilbug á læknum og samstaða hafi ekkert látið á sjá þennan mánuð sem liðinn er frá því verkfallsaðgerðir hófust. „Við þekkj- um það að utan sem og frá öðrum vinnudeilum hér á landi að ef kemur til verkalls þá á það til að vera lang- varandi. Við vitum það og höfum all- an tímann verið búin undir að svo gæti farið,“ segir Þorbjörn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti í vikunni að til stæði að auka framlög til heil- brigðismála. Þorbjörn fagnar því. „Það er bæði gott og nauðsynlegt og við fögnum framtaki ríkisstjórn- arinnar. En við þurfum að sjá ná- kvæmara innihald á því í hvað þessi auknu framlög fara,“ segir hann. Enginn bilbugur á læknum Þorbjörn Jónsson  Aukin framlög fagnaðarefni Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.