Morgunblaðið - 24.11.2014, Side 11

Morgunblaðið - 24.11.2014, Side 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið/Árni Sæberg Við hafið Selma og Magnús utan við Retro á Granda þar sem gott er að horfa til hafs og fylgjast með bátum. sjálf beint af manni sem heitir Rafael Raoul. Okkur langaði líka að bjóða upp á gæðakaffi og spurðum hvort hann gæti reddað því. Hann hélt það nú, sagði að vinur sinn væri með besta kaffi í heimi, ítalskt kaffi sem heitir Bonomi. Þessi ágæti Móna- kóbúi fékk þennan vin sinn til að hringja í okkur og hann kom hingað til lands og heimsótti okkur og þetta steinlá. Þessi viðskipti voru sam- þykkt með handabandi og við höfum verið með umboð fyrir Bonomi kaffið allar götur síðan. Við heimsóttum fyrirtækið til Ítalíu á sínum tíma og fengum að sjá kaffibrennsluna og allt ferlið. Við seljum tíu tegundir bauna hér á Retro og salan í þeim hefur aukist mikið, margir gera sér sér- staka ferð utan af landi til okkar til að fá þessar baunir.“ Magnús er gallharður Rolling Stones-aðdáandi og fullyrðir hiklaust: „Þeir eru bestir, þannig er það bara. Ég rétt missti af því að sjá þá árið 1973 en ég sá þá í fyrsta skipti árið 1976 í London, þá kostaði miðinn ekki nema tvö pund. Þetta var sautján þúsund manna staður og þótti rosalega stórt þá. Ég hef séð þá fimm sinnum, síðast í Hollandi. Þeir eru ódauðlegir og geta ekki hætt. Þetta eru rosalegir listamenn, endurnýja sig alltaf og toppa sig í hvert sinn sem ég sé þá á tónleikum. Það verða einhverjir galdrar þegar þeir koma saman,“ segir Magnús og bætir við að hann langi til að stækka kaffihúsið til að geta boðið upp á lifandi tónlist, enda séu margir fastakúnnanna tónlistarmenn. Rolling Stones-aðdáandi GALDRAR Á SVIÐI Ódrepandi Á tónleikum í fyrra í Los Angeles, Það er alltaf gaman að fylgjast með ungu og upprennandi fólki og sjá hvað það er að gera. Æska þessa lands er stútfull af frumlegum hug- myndum og sköpunarkraftur henn- ar er mikill. Endilega kíkið á skúlp- túrsýningu í Gallerí Tukt í Pósthússtræti 3-5, þar sem nem- endur í skúlptúráfanga á listnáms- braut Fjölbrautaskólans í Breiðholti sýna afrakstur námsins. Þetta eru fimmtán krakkar sem hafa búið til gríðarlega fjölbreytt verk og efn- iðviðurinn er sannarlega marg- breytilegur. Sýningin stendur til 6. janúar og er opin á virkum dögum frá kl. 9-17 og á laugardögum frá kl. 1-17. Gallerí Tukt iðar af lífi Morgunblaðið/Ernir Gallerí Tukt Þar er alltaf líf og fjör, ungt fólk við opnun listasýningar 2010. Skúlptúrsýning nemenda Hugleiðsla er nokkuð sem stressaðir vestrænir nútímamenn ættu hik- laust að kynna sér og reyna að tileinka sér. Og nú er lag, því Bras- ilíumaðurinn Ashirvad Zaiantchick heldur ókeypis hugleiðslu- námskeið í kvöld í Sri Chinmoy-miðstöðinni, Ár- múla 22, kl. 19.30. Ashirvad, sem lærði hugleiðslu hjá andlega meistaranum Sri Chinmoy fyrir um 20 ár- um, hefur ferðast víða um heiminn til að kynna hugleiðslu og ávinning- inn af því að stunda hana. Sjálfur hefur As- hirvad reynslu af því hvernig hugleiðsluiðkun hans sjálfs gjörbreytti stemningunni á vinnu- stað hans til hins betra. Ashirvad mun kynna margar mismunandi aðferðir til að hugleiða; bæði í þögn og með tón- list og möntrum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ekki er nauðsynlegt að hafa kynnt sér hug- leiðslu fyrir námskeiðið. Eftir kynn- inguna í kvöld verður boðið upp á ókeypis framhaldsnámskeið með Ashirvad. Sri Chinmoy (1931-2007) heim- sótti Ísland sex sinnum og hélt m.a. tvenna friðartónleika í Háskólabíói. Hann tók aldrei gjald fyrir kennslu sína, tónleika eða fyrirlestra og er það hefð sem nemendur hans hafa viðhaldið. Skráning á námskeiðið er í hljóð- færaversluninni Sangitamiya, Grett- isgötu 7, s. 551-8080. Einnig er hægt að hafa samband við Torfa Leósson í s. 697-3974. Nánari upp- lýsingar um hugleiðslunámskeið Sri Chinmoy-miðstöðvarinnar er að finna á heimasíðunni hugleidsla.org. Sri Chinmoy-miðstöðin á Íslandi var stofnuð árið 1974 og hefur allar götur síðan boðið upp á ókeypis hugleiðslunámskeið, sem þúsundir Íslendinga hafa sótt. Vefsíðan www.hugleidsla.org Framandi Ashirvad við harmóníum, indverskt hljóðfæri sem hann ætlar að nota á námskeiðinu. Ókeypis hugleiðslunámskeið Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sveigjanleg starfslok og atvinnumál 60 ára og eldri RÁÐSTEFNA › Hótel Natura › þriðjudagur 25. nóv 2014 › kl 13:30-15:40 DAGSKRÁ 13:30 Setning: Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða 13:40 Ávarp: Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra 13:55 Má ég – Get ég – Vil ég? Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara 14:10 Kiknar vinnandi fólk undan ellibyrðinni? Miðað við áætlaða hlutfallslega breytingu úr 6:1 í 2:1 á 40 árum. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins 14:25 Er hægt að gera nýja kynslóðasátt? Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands 14:40 ,,Ég vona bara að ég verði ekki settur einhvers staðar í að skrúfa númeraplötur á bíla“. Rannsókn á því hvað hvetur miðaldra og eldra fólk í starfi og stuðlar að starfsánægju þess. Jóna Valborg Árnadóttir,MS í mannauðsstjórnun. 14:55 Hvernig gerum við eldra fólk samkeppnishæfara á vinnumarkaði? Jón H. Magnússon, lögfræðingur 15:10 Pallborðsumræður frummælenda 15:40 Ráðstefnuslit Fundarstjóri: Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands ALLIR VELKOMNIR - AÐGANGURÓKEYPIS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.