Morgunblaðið - 24.11.2014, Side 15

Morgunblaðið - 24.11.2014, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2014 Önnur þjónusta Dekk Púst Smurning Bremsur Fjöðrun Rafgeymar Jólin koma snemma í BJB Pústþjónustunni BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is | Opið: mánud. til fimmtudaga kl. 8:00 - 18.00, föstudaga kl. 8:00 - 16:30 Fellum niður vörugjöld af dekkjum og gott betur á meðan birgðir endast. Við bjóðum allt að 40% afsláttaf völdum stærðumsjá bjb.is BJB bíður úrval góðara dekkja á góðu verði fyrir veturinn frá Vredesein, Apollo og Federal öll þjónusta á staðnum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Harðir bardagar geisa nú á milli vígamanna samtaka ISIS, Ríkis ísl- ams og íraska hersins í miðborg Ra- madi, höfuðborg Anbar-héraðs í Írak. Hersveitir njóta liðsinnis vopn- aðra manna úr röðum ættbálka hér- aðsins. Greint er frá því á fréttavef CNN að einkum sé nú barist í grennd við stjórnsýslubyggingar borgarinnar. Átökin hófust síðastliðinn föstu- dag þegar hópar vígamanna hófu samtímis nokkrar árásir víðsvegar í borginni. Að sögn Faleh al-Issawi, háttsetts embættismanns þar í borg, er nú barist um 300 metra frá þeirri stjórnsýslubyggingu sem m.a. hýsir höfuðstöðvar öryggissveita. „Ef við missum yfirráð yfir byggingunni missum við um leið stjórn á hér- aðinu,“ segir al-Issawi í samtali við fréttamenn CNN. Tölur yfir mannfall eru nokkuð á reiki en að sögn al-Issawis er búið að finna jarðneskar leifar 35 manna, þar af 12 vígamanna. Lögreglustjór- inn í al-Habaniya, sem er skammt frá borginni Ramadi, og þrír lífverðir hans eru á meðal þeirra sem létust við upphaf átakanna. Franskar herþotur gegn ISIS Að undanförnu hafa Bandaríkin og bandamenn þeirra gert fjölmarg- ar loftárásir á skotmörk sem tengj- ast liðsmönnum Ríkis íslams í Írak og gerðu orrustuflugvélar Banda- ríkjahers m.a. tvær loftárásir nærri Ramadi síðastliðinn föstudag. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, tilkynnti í gær að sex orrustuþotur, af gerðinni Mirage 2000D, yrðu sendar til Jórdaníu á næstu dögum. Munu þoturnar taka þátt í loftárásum á liðsmenn Ríkis íslams, en Frakkar eru nú þegar með níu orrustuþotur staðsettar í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um. „Alla daga, alls staðar í heim- inum, sýnir her okkar getu sína í þágu Frakklands,“ sagði Valls í ávarpi sem hann flutti í Niamey, höf- uðborg Níger, en hann sótti borgina heim til að sýna stuðning sinn við baráttuna gegn hryðjuverkum. Berjast við ISIS af hörku  Frakkar senda sex Mirage-þotur Barist gegn ISIS » Í september sl. hóf franski herinn loftárásir á liðsmenn Ríkis íslams í Írak. » Frakkar voru fyrstir þjóða til að taka þátt í baráttu Banda- ríkjamanna gegn samtökunum með loftárásum. » Sex Mirage-orrustuþotur munu á næstunni aðstoða níu Rafael-þotur við loftárásir á vígamenn Ríkis íslams. Brak malasísku farþegaþotunnar MH17 hefur verið fjarlægt þaðan sem vélin brotlenti í júlí síðastliðnum eftir að hafa verið skotin niður yfir Úkra- ínu. Fréttaveita AFP greinir frá því að nú sé verið að flytja brakið til borg- arinnar Kharkiv, en því næst verður það flutt til Hollands til rannsóknar. Alls voru 298 manns um borð í farþegaþotunni þegar henni var grandað. AFP Brak vélarinnar fjarlægt Hans-George Maassen, yfir- maður þýsku leyniþjónust- unnar, segir að um 60 þýskir rík- isborgarar, sem barist hafa með liðsmönnum Rík- is íslams í Írak og Sýrlandi að und- anförnu, hafi fallið í átökum. Af þessum 60 frömdu níu sjálfsmorðsárásir. Fréttaveita AFP hefur það eftir Maassen að þátttaka þessara manna sé dapurlegur vitnisburður um þann árangur sem Ríki íslams hefur náð í áróðursstríði sínu. Talið er að um 550 Þjóðverjar hafi geng- ið til liðs við samtökin. ÞÝSKALAND 60 Þjóðverjar fallið fyrir Ríki íslams Vesturlandabúar berjast með ISIS. Minnst fjörutíu létust þegar sjálfsvígs- sprengjumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp á fjölmennu blak- móti í austur- hluta Afganist- ans í gær. Fréttaveita AFP greinir frá því að árásarmaðurinn hafi látið til skarar skríða þar sem hann var staddur á meðal fólks sem hugðist fylgjast með mótinu. Talið er að um 50 til viðbótar hafi særst í ódæðinu. AFGANISTAN Blakmót skotmark sprengjumanns Lögreglumaður á verði í Kabúl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.