Morgunblaðið - 25.11.2014, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 4
Stofnað 1913 276. tölublað 102. árgangur
FEÐGAR SYNGJA
SAMAN Á NÝRRI
JÓLAPLÖTU
BÍLARNIR
SEM BÓNÓ
BÓNAR
HAMRAHLÍÐAR-
KÓRINN FRUM-
FLYTUR NÝ VERK
BÍLAR „FRÁBÆRT TÓNVERK“ 30BIRGIR STEFÁNSSON 10
Alls hafa nú
um 165 þúsund
manns verið
þátttakendur í
rannsóknum á
vegum Íslenskr-
ar erfðagrein-
ingar frá því að
fyrirtækið hóf
störf fyrir 18 ár-
um. Forstjóri
fyrirtækisins, dr.
Kári Stefánsson, segir að aðeins lít-
ill hluti af þessum þátttakendum
hafi bæst við eftir að lífsýnasöfnun
sem hófst sl. vor byrjaði. „Við vor-
um búin að safna um 125 þúsund
þátttakendum gegnum sjúkdóma-
verkefnin,“ segir Kári. Þessi teng-
ing við sjúkdóma veldur því að
nokkur brenglun verður í þýðinu,
hlutfallslega of mikið af miðaldra
og eldra fólki vegna þess að safnað
er sýnum úr fólki með sjúkdóma
sem byrja tiltölulega seint á ævinni.
Þess vegna hefði verið ákveðið að
fá inn meira af ungu fólki. »18
Kári
Stefánsson
Sýni tekin úr 165
þúsund manns
Auknar fjárveitingar
» Aukin framlög til heil-
brigðis- og menntamála.
» Landspítalinn talinn fá einn
milljarð í viðbót.
» Húsaleigubætur hækka.
» Neðra þrep vsk. verður 11%.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Framlög til Landspítalans munu
að líkindum hækka um einn millj-
arð króna við aðra umræðu fjár-
laga samkvæmt tillögu ríkisstjórn-
arinnar. Þetta er í samræmi við
boðskap Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar forsætisráðherra á
miðstjórnarfundi Framsóknar-
flokksins um helgina. Sigmundur
sagði að framlög til heilbrigðis- og
menntamála yrðu aukin. Einnig
yrði aukið fé sett í Landhelgis-
gæsluna og fleiri stofnanir og
verkefni ríkisins.
Í gær var upplýst að húsaleigu-
bætur yrðu hækkaðar og auknu fé
varið til að greiða niður lyf.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra hefur staðfest frétt
Morgunblaðsins í gær um að neðra
þrep virðisaukaskatts fari úr 7% í
11%, en ekki í 12 eins og áformað
var. Í tillögum fjármálaráðuneyt-
isins, sem sendar voru Alþingi í
gær, eru bæði efnislegar og tækni-
legar breytingar. Meðal efnis-
breytinga er að sjúkraflutningar
verða áfram undanþegnir skattin-
um. Þá eru einnig gerðar breyt-
ingar sem snúa að skilgreiningum
á söfnum og ferðaþjónustu.
MLandspítalinn fær mest »4
Milljarður í Landspítalann
Fyrirheit ríkisstjórnarinnar um aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála
kynnt í fjárlaganefnd í dag Staðfest að neðra þrep virðisaukaskatts verður 11%
Morgunblaðið/Ómar
Að hverfa Álka, langvía, stuttnefja
og lundi eiga undir högg að sækja.
Talning í Skoruvíkurbjargi á
Langanesi, sem Náttúrustofa
Norðausturlands framkvæmdi í
sumar, bendir til 42% fækkunar
stuttnefju frá síðasta ári.
Hefur stuttnefju nú fækkað um
82% í Skoruvíkurbjargi á tíma-
bilinu frá 1986 fram til ársins
2014. Haldi þessi þróun áfram
bendir Náttúrustofa Norðaust-
urlands á að stuttnefjur hverfi úr
Skoruvíkurbjargi eftir um það bil
fimm ár.
Á Vesturlandi er staðan orðin
þannig að haldi þessi þróun áfram
er líklegt að sjófuglarnir hverfi
með öllu innan fárra áratuga með
tilheyrandi tjóni fyrir lífríki og
náttúru Vesturlands.
Þótt krían sé ekki sjófugl lifir
hún á sandsíli og hún kom ekki
upp neinum ungum í ár á Vest-
urlandi frekar en fyrri ár en varp
þeirra fugla sem lifa á sandsíli
hefur gengið illa undanfarinn ára-
tug. Segja má að ástandið sé
slæmt um allt land.
Staðan er verst hjá kríunni,
ritu, álku, langvíu, teistu, stutt-
nefju og lunda. »12
Alvarlegt ástand sjófugla
Stuttnefjan gæti horfið eftir fimm ár
Jólaljósin hafa verið tendruð um borg og bý og
skartar Skólavörðustígurinn sínu fegursta um
þessar mundir. Það er alltaf gaman að ganga um
bæinn, dást að jólaljósunum af barnslegri kæti,
kíkja í búðarglugga og koma mögulega auga á
prýðilega jólagjöf fyrir ástvin. Margir eru ef-
laust farnir að huga að jólaundirbúningi og
komnir mislangt í þeim efnum eins og gengur.
Næstkomandi sunnudagur er sá fyrsti í aðventu
og hefst þá jólahaldið með formlegum hætti. Það
er eftir fimm daga og eru eflaust sumir farnir að
telja niður, að minnsta kosti yngsta kynslóðin.
Gengið um bæinn prýddan jólaljósum
Morgunblaðið/Ómar
Skólavörðustígur er kominn í jólabúning
Már Guð-
mundsson, seðla-
bankastjóri, seg-
ir umfang
verðtryggðra
neytendalána, að
undanskildum
fasteignaveð-
lánum og náms-
lánum, nema um
66 milljörðum
króna. EFTA-
dómstóllinn komst að þeirri nið-
urstöðu í gær, að tilgreining 0%
verðbólgu í lánaskilmálum verð-
tryggðra almennra neytendalána,
þar sem þekkt verðbólgustig á lán-
tökudegi er ekki 0%, væri andstæð
tilskipun ESB um neytendalán nr.
87/102. Tilskipunin undanskilur
fasteignaveðlán beinum orðum.
Dómstóllinn leggur það fyrir ís-
lenska dómstóla að meta, að teknu
tilliti til málsatvika, hvaða áhrif
röng upplýsingagjöf af þessum
toga hafi og hvaða úrræðum sé
hægt að beita vegna hennar. »16
Um 66 milljarðar
króna gætu legið
undir eftir EFTA-álit
Már
Guðmundsson
Samanlögð velta kvikmyndagerðar
og af upptöku sjónvarpsefnis og
myndbanda á fyrstu átta mánuðum
ársins sló met og var um 10,5 millj-
arðar króna. Íslensk kvikmyndagerð
er í sókn og hefur greinin velt tugum
milljarða króna á síðustu árum.
Hagstofa Íslands birtir þessar töl-
ur og eru þær sóttar í veltu sam-
kvæmt virðisaukaskattsskýrslum.
Tölur fyrir júlí og ágúst eru nýjar.
Kvikmyndafyrirtækið Pegasus
var einna umsvifamest á fyrstu átta
mánuðum þessa árs. Gerð sjón-
varpsseríunnar Fortitude á stóran
þátt í þeim umsvifum og er útlit fyrir
að framhald verði þar á.
Snorri Þórisson, eigandi Pegasus,
staðfestir þannig að góðar líkur séu
á að næsta sería af Fortitude verði
einnig tekin upp á Íslandi.
Mikil búbót fyrir Austfirðinga
Ákvörðun um það verður tekin í
mars á næsta ári. Ef af verður mun
það reynast mikil lyftistöng fyrir at-
vinnulíf á Austfjörðum, enda koma
hundruð manna beint og óbeint að
framleiðslu þáttanna sem verða
sýndir um heim allan. »6
Kvikmyndagerð
skilar tugum milljarða