Morgunblaðið - 25.11.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Sigurður Bogi Sævarson
sbs@mbl.is
L
ögin á plötunni eiga það
sameiginlegt að mig
langaði að syngja þau
og ég skynjaði í þeim
einhvern hátíðartón,“
segir Stefán Hilmarsson söngvari.
Hann sendi frá sér í fyrri viku plöt-
una Í desember. Upphaf útgáfunnar
nú má rekja til þess að haustið 2008
sendi Stefán frá sér fyrri jólaplötu
sína, Ein handa þér.
„Ég gekk með þá plötu í mag-
anum alllengi. Hafði smátt og smátt
sankað að mér lögum úr ýmsum átt-
um sem mér þóttu góð og langaði að
túlka. Ég heyrði í þeim aðventu-
hljóm, ef ég get orðað það svo. Sú
plata lagðist mjög vel í mína áhang-
endur sem biðu þess lengi að heyra
lögin á sérstökum jólatónleikum,“
segir Stefán.
Löngun að heyra lögin lifandi
En jólatónleikahald sat á hak-
anum og það var fyrst í fyrra sem
hann hélt eigin jólatónleika sem þóttu
takast vel. Segir Stefán að sér hafi
þótt eðlilegt að endurtaka leikinn í ár
og verða tónleikarnir rétt eins og á
síðasta ári, í Salnum í Kópavogi, hinn
5., 6., 11. og 12. desember.
„Það hefur alltaf verið fjölbreytt
tónleikaúrval í aðdraganda jólanna,
þó að flestir hafi þeir verið haldnir á
smærri stöðum. Úrvalið hefur aukist
til muna hin seinni ár og það er bar-
átta í þessum bransa.
En það gerist nánast af sjálfu
sér að halda þarf tónleika þegar plata
kemur út. Fólk hefur löngun til að
heyra lögin flutt lifandi. Þannig leiðir
eitt af öðru. Og auðvitað hefur maður
sjálfur ánægju af því að syngja lögin
fyrir áhugasama tónleikagesti,“ segir
Stefán.
Skynjaði einhvern hátíðartón
Öll lögin á hljómplötunni Í des-
ember eru erlend að uppruna og
koma úr ýmsum áttum. Sjálfur samdi
Stefán texta flestra þeirra, en fleiri
komu einnig að því verki.
„Vissulega er alltaf eftirspurn
eftir nýjum lögum og langflest þeirra
laga sem ég hef sungið inn á plötur í
gegnum árin hafa verið frumsmíðar
mínar og samstarfsfólks míns hverju
sinni. En ég lít fyrst og fremst á mig
sem söngvara og þetta eru lög sem
mig langaði að syngja og skynjaði í
einhvern hátíðartón. Inn á milli eru
þó lög sem fólk þekkir og tengir þess-
ari tíð, til dæmis Hin gömlu kynni.
Ég hygg að í eyrum langflestra muni
þessi lög hljóma sem ný lög. Vorkvöld
í Reykjavík, Bjössi á mjólkurbílnum
og fjölmörg önnur sönglög – til dæm-
is mörg jólalaga Björgvins – eru í
huga flestra samgróin íslenskri
menningu, þótt þau hafi erlent fæð-
ingarvottorð,“ segir Stefán og heldur
áfram:
„Þegar kemur að útsetningum
gæti ég þess að ofhlaða jólalögin ekki
með englahári eða sleðabjöllum. Þau
halda flest sínum karakter, þótt text-
arnir skírskoti til aðventunnar og
stemningar sem hér ríkir á þessum
árstíma. Reyndar hef ég heyrt að
sumir aðdáendur fyrri jólaplötunnar
eigi erfitt með að bíða aðventunnar
með að hlýða á hana og dragi hana
jafnvel fram þegar hausta tekur.“
Heimilisiðnaður beint frá býli
Söngvarinn gefur plötuna út
sjálfur og kynnir hana og selur á vef-
setri sínu stefanhilmarsson.is. „Þetta
er því öðrum þræði heimilisiðnaður,
Jólalögin ekki of-
hlaðin með englahári
Stefán Hilmarsson sendir nú frá sér jólaplötu. Lögin koma úr ýmsum áttum en
textana hefur hann sjálfur samið. Ég heyrði í þeim aðventuhljóm, segir söngvarinn
góðkunni. Plötunni sem hann gefur út sjálfur fylgir hann eftir með tónleikum sem
verða í Salnum. Þar kemur einnig fram sonur hans, nýstirnið Birgir Steinn.
Morgunblaðið/Þórður
Sonurinn Birgir Steinn fetar í fótspor föður síns sem fantafínn söngvari.
Í Hannesarholti við Grundarstíg í
Reykjavík er alltaf eitthvað áhuga-
vert um að vera og hægt er að
skoða dagskrána á heimasíðunni
hannesarholt.is. Í kvöld kl. 20.15
býður Stefán Jón Hafstein til kvöld-
vöku í Hannesarholti þar sem hann
mun segja frá Afríku í tengslum við
nýútkomna bók sína, Afríku – ást
við aðra sýn. Hann ætlar að varpa
upp ljósmyndum og myndböndum og
segja frá áhugaverðu fólki, nátt-
úruundrum og fleiru því sem kemur
við sögu í bókinni.
,,Spjallið verður í klukkustund, ég
bæti við alls konar lifandi myndum
af vettvangi og bý þetta í rabb-
fundaform í anda kvöldvöku í bað-
stofustíl. Það kostar ekkert inn og
bókin verður til sölu á góðu verði
fyrir þá sem vilja grípa eintak. Þetta
er ekki flókið og allir velkomnir,“
segir Stefán Jón.
Vefsíðan www.hannesarholt.is
Ljósmynd/Úr bókinni Afríka – ást við aðra sýn.
Afríka Stefán hefur búið á nokkrum stöðum í þeirri heimsálfu og tekið myndir.
Kvöldvaka um Afríku
Nú er lag að sýna samstöðu gegn
kynbundnu ofbeldi og mæta á
Klambratún í dag kl. 17.15 og upplifa
ógleymanlega stund með því að taka
þátt í einstökum viðburði. Loka-
athöfn átaksins „Örugg borg“ verður
verkið Skínalda, eftir listamanninn
Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur þar sem
samspil ljóss, tóna og fólks verður í
aðalhlutverki. Í krafti fjöldans verður
búinn til ljósaspírall þar sem fólk
sendir frá sér skilaboð út í sam-
félagið og heim allan um að breyt-
ingar séu mögulegar. Kórar syngja og
fólk er hvatt til að koma með ljós-
gjafa, t.d. vasaljós, snjallsíma eða
kerti svo ljósið verði sem skærast.
Kakó í boði að loknum viðburði.
„Með samstöðu kveikjum við birtu
í hugum og hjörtum því saman getum
við gert svo margt.“
Endilega...
...mætið með
ljós og sendið
út í heim
Morgunblaðið/Golli
Ljós Fólk á öllum aldri er velkomið.
Fyrsti fræðslufundur Vistræktar-
félags Íslands verður í kvöld kl. 20 í
Síðumúla 1 í Reykjavík (í húsnæði
Garðyrkjufélags Íslands). Þar verður
m.a fjallað um það hvernig hægt er
að berjast gegn eyðileggingu manns-
ins i heiminum. Dr. Kristín Vala Ragn-
arsdóttir fjallar um og útskýrir hug-
takið vistmorð (e. ecocide) og segir
frá hvað er á döfinni í baráttunni
gegn því.
Samtökin Eradicating Ecocide (Út-
rýmum vistmorðum) vinna að því að
vistmorð verði skilgreint sem fimmti
alþjóðlegi glæpurinn gegn friði í
Rómarsamþykktinni.
Eftir kaffipásu ætlar Luiza Klaudia
Lárusdóttir að leiðbeina við gerð
drykkjar sem er góður gegn kvefpest-
um vetrarins. Þátttakendur geta
blandað eigin drykk og þurfa að hafa
með sér krukku, eina sítrónu, einn
hvítlauk og hunang. Luiza kynnir
ræktun pólska hvítlauksins sem er
stærri en sá sem við eigum að venj-
ast. Ef sending nær til landsins í tíma
verður hann til sölu við þetta tæki-
færi. Kynning Luizu fer fram á ensku.
Fyrsti fræðslufundur Vistræktarfélags Íslands
Kynnið ykkur vistmorð og
lærið að búa til flensubana
Morgunblaðið/Ómar
Náttúran Umgengni mannskepnunnar við náttúruna veldur víða skaða.
DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ
A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is
Tæki til
vetrarþjónustu
Stofnað 1957
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.