Morgunblaðið - 25.11.2014, Page 19

Morgunblaðið - 25.11.2014, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014 Veðurblíða Einmuna veðurblíða hefur verið á landinu undanfarið. Margir hafa nýtt dagana vel til útivistar í Grafarvogi líkt og annars staðar því engu er líkara en vorið sé á næsta leiti. Golli Jón Steinar Gunn- laugsson ritaði grein í Mbl. 22. þessa mán- aðar, um nýfallinn dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli sem höfðað var til ógild- ingar ummælanna „Fuck you rapist bastard“. Telur hann að í þeim felist stað- hæfing um að áfrýj- andi málsins sé nauðgari, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið sak- felldur fyrir slíkt brot. Ég er Jóni Steinari sammála um að staðhæfing um að nafngreindur maður hafi framið refsiverða hátt- semi sé að öllu jöfnu refsiverð og að hana beri að ómerkja. Málið hefur hins vegar á sér sér- staka hlið. Stefndi í málinu fullyrti aldrei að áfrýj- andi hefði nauðgað. Hann lýsti hins vegar á afdráttarlausan hátt skoðun sinni á áfrýj- anda sem hefur í gegnum árin gengið fram af fólki og kallað eftir viðbrögðum. Áfrýjandi hefur marg- sinnis gert lítið úr kynferðisofbeldi gegn konum á opinberum vett- vangi. Og eins og fram kemur í dómi meirihluta Hæstaréttar má í sumum tilvikum skilja orð hans svo að hann hvetji beinlínis til kyn- ferðislegs ofbeldis gagnvart kon- um, bæði nafngreindum og ónafn- greindum. Ummæli áfrýjanda á opinberum vettvangi voru innlegg í þjóðfélagsumræðu um stöðu kynjanna og kynfrelsi kvenna og mátti hann búast við því að vera svarað af hörku og í sömu mynt. Stefndi ritaði hin umdeildu orð, ásamt fleiri fúkyrðum á rituðu og táknrænu formi, á forsíðumynd tímarits af áfrýjanda. Með því var stefndi ekki að miðla staðreynd eða staðhæfingu heldur að úthrópa áfrýjanda. Þrátt fyrir að hin afbak- aða mynd og ummælin sem henni fylgdu hafi vissulega verið ósmekkleg, eins og Hæstiréttur bendir á, hafi stefndi verið að tjá fúkyrði í garð áfrýjanda og að slík tjáning sé ekki takmörkuð í meið- yrðalöggjöf. Í stað þess að lesa hæstarétt- ardóminn yfirvegað kyrjar Jón Steinar gamalkunnugt stef þess efnis að dómurunum sem mynduðu meirihluta í málinu hafi gengið eitthvað annarlegt til með nið- urstöðu sinni, s.s. að hún hafi stjórnast af óvild í garð áfrýjanda eða vinskap við hinn málsaðilann eða einhvern sem tengist honum. Með öðrum orðum að þeir dómarar hafi ekki dæmt lögum samkvæmt. Eins og margoft áður virðist Jóni Steinari fyrirmunað að ætla öðrum að vera málefnalegir og lausir við utanaðkomandi áhrif eins og hann sjálfur telur sig ætíð vera. Það þarf hins vegar engan Sókrates til að sjá hvort sé sennilegra að nið- urstaða Hæstaréttar hafi ráðist af framkomu áfrýjanda sjálfs, frekar en af þeim annarlegu sjónarmiðum sem hæstaréttardómarinn fyrrver- andi, heldur fram. Jón Steinar segir í sjálfsævisögu sinni að hann sé fljótur að mynda sér skoðanir en líka tilbúinn að bakka sé honum vísað á réttan veg. Vonandi hefur umrædd grein verið skrifuð í einu slíku fljótfærn- iskasti. Eftir Valtý Sigurðsson » Stefndi ritaði hin umdeildu orð, ásamt fleiri fúkyrðum á rituðu og táknrænu formi, á forsíðumynd tímarits af áfrýjanda. Valtýr Sigurðsson Jóni Steinari svarað Höfundur er hæstaréttarlögmaður sem var lögmaður stefnda í Hæstarétti. Þriðjudaginn 18. nóvember síðastliðinn var haldinn borgarstjórnarfundur í Reykjavík, þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði fram til samþykktar sam- komulag sem und- irritað var 19. apríl 2013 af þeim Ögmundi Jónassyni, þáverandi innanríkisráðherra, og Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra. Sam- komulagið ber heitið „Samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir far- þega og þjónustuaðila á Reykjavík- urflugvelli“. Það sem er einkar at- hyglisvert er að samkomulagið var ekki lagt fyrir borgarráð til sam- þykkis á sínum tíma eins og gert er ráð fyrir, heldur var það gert núna 6. nóvember síðastliðinn, sem er rúm- um 18 mánuðum seinna. Þetta finnst okkur í Framsókn og flugvallar- vinum ekki ásættanleg vinnubrögð. Sér- staklega í ljósi þess að þáverandi innanrík- isráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur sjálfur nýverið skrifað grein þar sem hann segir að samkomulagið sé með öllu ómerkt þar sem bæði ríki og borg hafi ítrekað brotið gegn samkomulaginu. Ögmundur bendir ennfremur á að ef staðið hefði verið við samkomulagið þá væri staðan allt önnur þar sem meðal annars væri risin ný flugstöð á Reykjavík- urflugvelli og að öll aðstaða fyrir flug hefði þá batnað til muna, sem allir vita að er ekki raunin. Máli sínu til stuðnings lagði hátt- virtur borgarstjóri fram hinar ýmsu samþykktir, bókanir og úttektir sem undirrituð fór upp í ræðustól til þess að fara yfir og færa rök fyrir af hverju þær hefðu ekki gildi í um- ræðunni eða stöðunni eins og hún er í dag. Undirrituð hlaut samúð hátt- virts borgarstjóra fyrir og lét hann þau orð falla að þetta væri álit áhuga- manna á málinu. Ekki vissi und- irrituð að herra Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, sem undirritaði áðurnefnt samkomulag væri áhugamaður. Samúðarkveðj- unum til stuðnings kaus háttvirtur borgarstjóri að túlka orð mín sem svo að ég væri að ófrægja og ómerkja alla þá ágætu menn sem að sam- komulaginu hafa staðið en ekki að færa rök fyrir gildi þess sem að sjálf- sögðu var ekki mín ætlun né voru mín orð. Slíkan útúrsnúning telur undirrituð eingöngu til þess fallinn að sýna fram á hversu mikill og einlæg- ur vilji borgarstjórans er til þess að koma Reykjavíkurflugvelli úr Vatns- mýrinni. Eitt af stuðningsgögnunum sem háttvirtur borgarstjóri lagði fram máli sínu til stuðnings var „Sam- komulag um skipulag og uppbygg- ingu á landi ríkisins við Skerjafjörð“, dagsett 1. mars árið 2013, vegna fyr- irhugaðrar sölu ríkisins á svæði á suðvesturhluta flugvallarsvæðisins. Taldi undirrituð ekki að samkomu- lagið hefði gildi lengur og er ástæðan sú að Alþingi tók afgerandi afstöðu til málsins með því að taka alla heimild til sölu lands ríkisins undir flugvell- inum af fjárlögum í lok árs 2013. Hins vegar benti háttvirtur borgarstjóri á í umræðunni að samningurinn hefði verið undirritaður fyrir þann tíma sem að sjálfsögðu er alveg rétt og minntist hann einnig á að formaður fjárlaganefndar væri þeirrar skoð- unar að afsalsheimildir þyrftu að koma til. En það sem mestu máli skiptir er að Alþingi fer með fjárveit- ingarvaldið. Það er algengt að ráð- herrar undirriti samninga. Þingið verður samt alltaf að staðfesta slíka samninga með samþykki sínu ef um er að ræða fjárútlát eða sölu á eign- um ríkisins. Ef þingið gerir það ekki þá fellur samningurinn niður dauður. Svo einfalt er það. Að sögn formanns umhverfis- og samgöngunefndar, Höskulds Þórhallssonar, þarf heimild til sölunnar að vera inni í fjárlögum þar til skilyrði samningsins eru að fullu uppgerð og frágengin. Gerum bara samkomulag! Eftir Grétu Björgu Egilsdóttur Gréta Björg Egilsdóttir » Samúðarkveðjunum til stuðnings kaus háttvirtur borgarstjóri að túlka orð mín sem svo að ég væri að ófrægja og ómerkja alla þá ágætu menn sem að samkomulaginu hafa staðið. Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.