Morgunblaðið - 25.11.2014, Síða 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Sýndu öðrum þolinmæði þótt þér
finnist þeir ekki hafa mikið vit á því sem
þeir eru að segja. Ræktaðu þinn innri
mann.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert uppfinningasamur og ert með
þroskaða hugmynd sem er tilbúin fyrir
heiminn. Nú eru svo margir kostir í boði að
það er óráð að rasa um ráð fram.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þér finnst þú vera utangátta en
þorir ekki að láta til þín taka. En málin eru
þar með ekki úr sögunni því þeirra tími
kemur bara síðar. Einn góðan veðurdag eru
það þau sem ráða úrslitum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú gleðst yfir því smáa í sam-
skiptum. Með þessum hætti getur þú hugs-
að hlutina til enda. Láttu þá ekki slá þig út
af laginu, þeir munu tapa.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er kraftur í þér í dag og þú vilt
skipuleggja þig betur. Fyrri aðferðin er erfið
og krefst snilligáfu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert nú fullur orku til að takast á
við alla hluti. Vinsemd er smitandi og bros
eru fljót að breiðast út.
23. sept. - 22. okt.
Vog Merktu við daginn í dag í dagbókinni
þinni. Njóttu þess að hafa haft betur og
gerðu þér dagamun með þínum nánustu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vertu áheyrandi og skemmti-
kraftur til skiptis. Að minnsta kosti er fjör,
ánægja og skemmtanir í spilunum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Væri það ekki frábært ef ást-
fangið fólk væri alltaf jafn tillitssamt? En
þannig er það bara ekki. Hún lýsir yfir stríði
og semur frið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér finnast þetta vera erfiðir
tímar og þú átt bágt með að einbeita þér
að því sem þú þarft að gera. Vinnan verður
léttari ef fleiri leggja hönd á plóginn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Reyndu að hressa upp á
hugsanaganginn sem er þarft en ekki létt
verk. Aðeins þannig getur þú reiknað með
því að félagar þínir séu samstarfsfúsir.
Bráðræði verður þér bara til bölvunar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ástin er full gleði þegar allt gengur
að óskum og full af lexíum þegar á bjátar,
það er að segja ef þú ert til í að læra í stað
þess að ásaka. Ekki taka neinar afdrifaríkar
ákvarðanir.
Jólin eru að nálgast. Á sunnudag-inn skrifaði Davíð Hjálmar
Haraldsson í Leirinn:
„Í dag verður laufabrauðsgerð,
tími samt til að semja limru.
Hrafngerður Hreiðars frá Kverk
var hraustleg og fádæma sterk.
Hún var ekki mjög feit
en ef í eigin barm leit
var það upp undir hálftíma verk.“
Það er mikið líf í kveðskapnum
sem von er. Forsætisráðherra hélt
ræðu á Höfn og Fía á Sandi gróf í
Leirinn: „Lítum í eigin barm,“ sagði
Sigmundur. „Þar er vafalaust
margt að finna svo ei ber að dæma
aðra.“
Innra með mér á ég harm
illskan býr í leynum.
Ætla að líta í eigin barm
og ekki kasta steinum.“
Ármann Þorgrímsson greindi
stöðuna þannig:
Mundi ekki meinti þig
margir þó að telji svo.
Talaði við sjálfan sig
samviskuna vildi þvo.
Ólafur Stefánsson bætti við:
Sýnast þeir sífellt fleiri
sem svipum smella og keyri
á óvinafjöld,
(sem enn hefur völd)
og halda sig menn að meiri.
Kristján Gaukur Kristjánsson leit
þannig á málin:
Við skulum lúffa og láta
ljúft við þá undirsáta
sem ljúga að þjóð
(það list er víst góð)
svo greyin ei fari að gráta.
Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-
aði í Leirinn fyrir viku að eftir nýj-
ustu fréttum að dæma hefði Sig-
rúnu (Haraldsdóttur) lítið orðið
ágengt á LSH með eiturvopn gegn
maurahernum:
Fátt er til í vopnabúri af verjum,
varnir skortir því á LSH
gegn tangarsókn hjá trylltum
mauraherjum
með tölvuvírus sem þeir kunna á.
Hjálmar Freysteinsson segir á
Boðnarmiði frá því sem hann
heyrði í Strætó:
Við ljótan jeppa losna má;
laumast í’ann,
keyra hann á kaf í á
og kaupa nýjan.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Laufabrauð, samviskuna
og fleira ber á góma
Í klípu
„TIL AÐ FÁ SVAR Á ÍSLENSKU, ÝTTU Á
EINN. TIL ÞESS AÐ FÁ SVAR Á FRÖNSKU,
ÝTTU Á TVO. Á SPÆNSKU, ÝTTU Á ÞRJÁ.
EF ÞÚ HEFUR GLEYMT SPURNINGUNNI,
ÝTTU Á FJÓRA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„SJÁÐU, ÞÚ SKILUR LEIKFÖNGIN ÞÍN
EFTIR Á GÓLFINU, OG NÚ GETUR MAMMA
EKKI HORFT Á UPPÁHALDSÞÁTTINN SINN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... einhver sem vill sinna
þér.
SKILAÐU ÞESSUM
KALKÚN!
ÉG VAR
BARA
AÐ
VIÐRA
HANN
ÍÍÍ! TAKK FYRIR INDÆLAR
MÓTTÖKUR, HELGA... EN VIÐ
ÞURFUM AÐ FARA! ÍÍÍ!
ÞÚ ERT SÁ EINI SEM ÉG
ÞEKKI SEM Á GÆLUMÚS!!
Víkverji telur sig vera nokkuð velbúinn undir áföll og hörmungar,
svona andlega séð. Víkverji er einnig
orðinn nokkuð vanur því að verða
fyrir vonbrigðum, eftir að hafa borið
miklar væntingar í brjósti mánuðum
og árum saman. Jafnframt er Vík-
verji reynslubolti í reiðiköstum og
gæti vel tekið að sér kennslu á nám-
skeiði í reiðistjórnun. Þá eru fáir
betri í því að hafa skoðun á því sem
aðrir segja og hugsa.
x x x
Almennt er Víkverji eftir allt sam-an í andlega góðu jafnvægi og til
í hvað sem er, hefur upplifað bæði
sorgir og sigra á langri ævi. Nú er
kannski einhver farinn að hugsa
hvort Víkverji sé jafn andlega heill
og hann telur sig vera. Slíkar áhyggj-
ur eru með öllu óþarfar, Víkverji er
bara ósköp venjulegur stuðnings-
maður Liverpool í enska boltanum og
það eitt ætti vonandi að duga til út-
skýringar á inngangsorðunum. Það
mætti meira að segja bæta því við að
Víkverji styður Fram, sem hefur
einnig reynt á taugarnar. Þó skal
tekið sérstaklega fram að Víkverji er
ekki framsóknarmaður.
x x x
Undanfarin ár hefur það ekki veriðtekið út með sældinni að vera
stuðningsmaður Rauða hersins á An-
field. En Víkverji er að upplagi bjart-
sýn og jákvæð persóna sem reynir að
sjá hið góða í öllu illu. Þess vegna
finnur hann til þessa góða andlega
jafnvægis sem fyrr var nefnt. Þetta
er ekki öllum gefið, nema þeim helst
sem gengið hafa í gegnum miklar
raunir.
x x x
Nú þegar illa gengur í Bítlaborg-inni er um að gera að halda ró
sinni og bíða betri tíma. Þeir munu
koma. Víkverji er þess fullviss. Eig-
andi liðsins er klókur og mun gefa
framkvæmdastjóra og leikmönnum
tilfinningalegt svigrúm til að bæta
ráð sitt.
Hið eina sem veldur Víkverja
áhyggjum er hvort hann verði ofan
eða neðan torfu þegar gullald-
arskeiðið rennur upp að nýju.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Þess vegna getur hann og til fulls frels-
að þá sem hann leiðir fram fyrir Guð
þar sem hann ávallt lifir til að biðja
fyrir þeim. (Hebreabréfið 7:25)
SkorEHF
HEILDVERSLUN
Leikföng í úrvali
fyrir fyrirtæki og verslanir
Hvaleyrarbraut 33 • 220 Hafnarfirði • Sími 564 1925 • skorehf.is • Skor ehf - Heildverslun