Morgunblaðið - 25.11.2014, Síða 8

Morgunblaðið - 25.11.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014 Ánægjulegt er aðsjá að afkoma ríkissjóðs er að þróast með jákvæð- um hætti og að svig- rúmið til góðra verka er meira en ætla mátti þegar fyrstu drög að fjárlögum næsta árs litu dagsins ljós. Boðað hefur verið að heilbrigðismálin muni njóta þess að ríkiskassinn er ekki eins tómleg- ur og útlit var fyrir. Þetta er já- kvætt, enda þörfin ærin.    Þá er ætlunin að menntamálin fáiað njóta batans og þar verður einnig auðvelt að koma auknum fjármunum í lóg. Víða er þar vel gert eins og annars staðar en einn- ig víða fjárskortur sem ástæða er til að bæta úr.    Þá hefur Landhelgisgæslan veriðnefnd til sögunnar ásamt öðr- um grunnstoðum, og má vænta þess að þar á meðal sé lögreglan, enda víða brýn fjárþörf þar sem löggæsl- an er annars vegar.    En þó að allt sé þetta þarft hefurþó eitt gleymst sem gjarnan mætti vera ofar á blaði, eins og oft áður.    Skattgreiðendur fundu mjög fyr-ir vinstristjórninni sem hrökkl- aðist frá völdum í fyrra, en hafa fundið minna fyrir breytingunni hjá þeirri sem tók við.    Sjálfsagt er að leyfa skattgreið-endum að njóta bættrar stöðu ríkissjóðs. Ekki síst vegna þess að bættri stöðu þeirra fylgja aukin umsvif í efnahagslífinu og þar með enn betri staða ríkissjóðs.    Lækkun skatta fylgir því tvöfald-ur ávinningur. Hvað með skattgreiðendur? STAKSTEINAR Veður víða um heim 24.11., kl. 18.00 Reykjavík 4 léttskýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 6 alskýjað Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 9 skúrir Ósló 3 skúrir Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 6 skúrir Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 7 skýjað Glasgow 7 léttskýjað London 7 heiðskírt París 10 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 8 skýjað Berlín 7 léttskýjað Vín 4 alskýjað Moskva -1 alskýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 17 heiðskírt Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 21 heiðskírt Róm 16 léttskýjað Aþena 11 skýjað Winnipeg -17 upplýsingar bárust ekki Montreal 11 alskýjað New York 18 alskýjað Chicago 3 skúrir Orlando 27 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:29 16:02 ÍSAFJÖRÐUR 10:59 15:41 SIGLUFJÖRÐUR 10:43 15:23 DJÚPIVOGUR 10:04 15:25 Stjórn Strætó bs. og Reynir Jóns- son framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum. Staða framkvæmdastjóra verður í framhaldinu auglýst laus til umsóknar. Stjórn Strætó sendi í gærmorgun tölvupóst til starfsmanna fyrirtæk- isins þar sem þetta kom fram. Þar sagði einnig, að það væri sameig- inlegt mat beggja aðila að ekki væri fyrir hendi það traust sem nauðsyn- legt sé á milli stjórnar og fram- kvæmdastjóra. Í bréfinu kom fram að stjórn Strætó bs. muni nú fara ítarlega yf- ir stjórnun fyrirtækisins og þær at- hugasemdir sem komið hafi fram á síðustu vikum. Markmið þeirrar vinnu sé að tryggja traust á fyr- irtækinu og að stjórnun þess verði hafin yfir allan vafa. Skiluðu jeppa Stjórn Strætó samþykkti sér- staka bókun á fundi í byrjun nóvember þar sem sagði, að ný- leg kaup framkvæmdastjóra á Mercedes Benz jeppa hefðu hvorki verið borin undir stjórn né stjórn- arformann. Stjórnin teldi fjárfest- inguna ekki samræmast megin- áherslum sem eigendur hefðu sammælst um í eigendastefnu Strætó bs. Rætt hefði verið við framkvæmdastjóra og ákveðið að skila bílnum. Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu, sem eru Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Hafn- arfjörður, Kópavogur og Garða- bær. Framkvæmdastjóri Strætó hættir Reynir Jónsson  Ekki ríkti lengur traust milli stjórnar fyrirtækisins og framkvæmdastjóra Karlmaður, sem lögreglan á Suð- urnesjum lýsti eftir og leitað var að með aðstoð björgunarsveita, fannst látinn á Miðnesheiði norð- ur af öryggisgirð- ingu sem afmark- ar haftasvæði Keflavík- urflugvallar í gær. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn, Arkadiusz Pawel Maciag, hafi verið 42 ára gamall og pólskur. Hann hafi verið í heimsókn hjá ættingjum og átt við andleg veikindi að stríða. Hann fór frá dvalarstað sínum í Reykjanesbæ um klukkan hálfsex í fyrradag og leit björgunarsveita hófst eftir að hann skilaði sér ekki klukkan ellefu sama kvöld. Maðurinn hringdi um eittleytið og sagðist vera orðinn blautur og kaldur en vissi ekki hvar hann var staddur. Um klukkan tvö var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og kom hún til leitar. Björgunarsveitarmenn fundu síðan manninn í gær og var hann úr- skurðaður látinn á vettvangi. Ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti en málið er í rann- sókn hjá lögreglu. Fannst látinn eftir víðtæka leit Arkadiusz Pawel Maciag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.