Morgunblaðið - 25.11.2014, Side 27

Morgunblaðið - 25.11.2014, Side 27
víslegar birtingarmyndir. Tónlistar- þroski ungra barna er mér líka hugleikinn. Að upplifa hvernig þau greina hljóðumhverfi sitt, marg- víslegar tilraunir þeirra við að fram- kalla hljóð og fyrstu söngsstefin. Fyr- ir mér er þetta alltaf ævintýri. Svo er það stóra spurningin hvern- ig kennari kemur til móts við þennan sköpunarkraft barnanna. Ég miðlaði reynslu minni í bók sem Forlagið gaf út árið 2010 og heitir Tónlist í leikskóla. Undirtitill bók- arinnar er Það verður hverjum list sem hann leikur. Þennan gamla máls- hátt túlka ég á minn hátt, hef hann sem einkunnarorð fyrir fjölbreytt, þroskandi tónlistaruppeldi sem sé að- gengilegt öllum börnum. Sem stendur vinn ég ásamt Mar- gréti dóttur minni við að þýða úr ensku og staðfæra námsefni í fiðlu- leik fyrir ung börn. Það er mjög ánægjulegt verkefni og tilhlökkunar- efni að koma því í gagnið. Þá liggur á borðshorninu efni sem ég fékk fyrir margt löngu frá Árna- stofnun. Ég vann úr því og birti tvær greinar um barnagælur og þululög. Þarna hef ég hug á að halda áfram. En það bíður enn um sinn.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar er Kristján Sæmundsson, f. 9.3. 1936, jarðfræð- ingur. Hann er sonur Sæmundar Einarssonar kennara, og k.h., Guð- borgar Sturlaugsdóttur húsfreyju. Börn Sigríðar og Kristjáns eru Trausti, f. 17.4. 1964, tölvunarfræð- ingur, kvæntur Sherri Kristjánsson Pilatesþjálfara og eiga þau eitt barn; Margrét, f. 4.8.1967, fiðluleikari, gift Karli Roth tölvunarfræðingi og eiga þau tvö börn; Þorbjörg, f. 14.8.1968, kennari gift Sigfinni Val Viggóssyni tölvunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Systkini Sigríðar: Sigurhjörtur, f. 29.1. 1926, d. 28.4. 2001, bygg- ingaverkfræðingur; Jósef Pálmar, f. 18.11. 1927, d.15.2. 1938; Anna, f. 2.12. 1928, d. 4.11. 2001, var fulltrúi hjá Námsgagnastofnun; Haukur, f. 7.2. 1930, rafmagnsverkfræðingur; Hreinn, f. 26.11. 1931, d. 12.6. 2001, var fulltrúi í Landbúnaðarráðuneyt- inu; Auður f. 21.8. 1933, d. 22.2. 1934; Friðrik, f. 16.4. 1935, fyrrv. sérfræð- ingur við Rannsóknastofnun land- búnaðarins. Foreldrar Sigríðar: Pálmi Einars- son, f. 22.8. 1897, d. 19.9. 1985, land- námsstjóri, og k.h., Soffía Sigurhelga Sigurhjartardóttir, f. 23.4. 1899, d. 19.8. 1990, húsfreyja. Úr frændgarði Sigríðar Pálmadóttur Sigríður Pálmadóttir Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Draflastöðum Sigurður Þorsteinsson b. á Draflastöðum í Fnjóskadal Friðrika Sigríður Sigurðardóttir húsfr. á Urðum Sigurhjörtur Jóhannesson b. og símavörður á Urðum í Svarfaðardal Soffía S. Sigurhjartardóttir húsfr. í Rvk Anna Guðlaugsdóttir húsfr. á Urðum Jóhannes Halldórsson b. á Urðum í Svarfaðardal Sigfús Sigurhjartarson ritstj. og alþm. í Rvk Þorbjörg Sigurhjartard. ljósmóðir á Dalvík Anna Sigurhjartard. húsfr. á Hofi Svarfaðardal Elín Sigurhjartard. húsfr. á Dalvík Sigrún Sigurhjartard. húsfr. á Tjörn í Svarfaðardal Þórunn Sigurhjartardóttir húsfr. á Brúnastöðum Pálmi Pétursson kennari í Rvík Kristján Eldjárn forseti Íslands Marta Ármannsdóttir talsímakona í Rvík Gísli Jónsson menntaskólakennari á Akureyri Ólafur Einarsson læknir í Hafnarfirði Kristján Einarsson rafvirkjam. í Rvík Anna Bjarnadóttir húsfr. á Svalbarða Pálmi Ólafsson b. á Svalbarða í Miðdölum Sigríður Pálmadóttir húsfr. á Svalbarða Einar Guðmundsson b. á Svalbarða í Miðdölum Pálmi Einarsson landnámsstjóri í Rvk Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfr. að Giljalandi Guðmundur Bjarnason b. á Giljalandi í Hörgárdal Sigríður Ólafsdóttir fulltrúi í Rvík Hilmar Ólafsson forstöðum. Þróunarstofnunar Reykjavíkurb. Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og allsherjargoði Einar B. Kristjánsson þýðandi í Rvík Edda Kristjánsdóttir fulltrúi hjá RÚV Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur í Rvík Hulda Heiður Sigfúsdóttir bókasafnsfr. í Rvík Sigrún Eldjárn myndlistarmaður Þórarinn Eldjárn rithöfundur Ari Eldjárn uppistandari ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014 Monika Helgadóttir á Merki-gili fæddist á Ánastöðum íLýtingsstaðahreppi í Skagafirði, 25.11. 1901. Foreldrar hennar voru Helgi Björnsson frá Syðri-Mælifellsá í Skagafirði og Mar- grét Sigurðardóttir frá Ásmúla í Holtum. Monika varð ráðskona á Merkigili 1924 og tveimur árum síðar giftist hún Jóhannesi Bjarnasyni sem þá hafði nýlega fest kaup á hálfri jörð- inni ásamt foreldrum sínum. Merkigil var nyrsti bærinn í aust- anverðum Austurdal í Skagafirði sem er grösugur og þótti um margt vel til búsetu fallinn en er afar afskekktur. Austurhluti dalsins er umkringdur hrikalegum gljúfrum á þrjá vegu, en að baki taka við fjöll og óbyggðir. Að- drættir voru því mjög erfiðir og helsti ókostur búsetu þar. Fyrr á árum voru tuttugu bæir í byggð í Austurdal en er Monika settist þar að voru þar fjórir bæir í byggð. Kirkjustaðurinn Ábær er um 9 km framar í dalnum, en við hann er Ábæjarskotta kennd, magnaður draugur á sinni tíð. Jóhannes og Monika voru samhent dugnaðarhjón. Hann lést fyrir aldur fram, 47 ára að aldri, frá einum syni og sjö dætrum og var sú yngsta 16 daga gömul, skírð við kistu föður síns. Monika hélt síðan áfram rausn- arbúskap á Merkigili, byggði þar reisulegt steinsteypt íbúðarhús 1949 en allt byggingarefnið var flutt þang- að inn eftir á hestum. Monika varð þjóðkunn fyrir dugn- að sinn og sálarstyrk þegar Guð- mundur G. Hagalín skrifaði um hana bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö, árið 1954. Hún barðist lengi fyrir því að fá brú á Austari-Jökulsá yfir í Merkigil. Brúin kom um síðir og er yfirleitt nefnd Monikubrú. Þegar börnin voru uppkomin og flutt að heiman seldi Monika Helga Jónssyni jörðina 1972 og var hann síðasti bóndi á Merkigili. Monika var hannyrðakona og saumaði út stóra mynd af Ólafi lilju- rós og álfkonunni sem er nú á lofti Áshússins við Glaumbæ. Monika lést 10.6. 1988. Merkir Íslendingar Monika á Merkigili 85 ára Guðbjörg Jónsdóttir Magnús H. Sveinbjörnsson Sigmundur Vigfússon 80 ára Erna Kristinsdóttir Hilmar Bjartmarz Magnús Guðlaugur Lórenzson Ólafur Heiðar Jónsson Rúnar Guðbjartsson Þórey S. Guðmundsdóttir 75 ára Björn Ó. Helgason Brynja Sigurðardóttir Edda Aðalsteinsdóttir Málfríður Ögmundsdóttir Rakel Kristjánsdóttir Rannveig Kjærnested Ögmundur Guðmundsson 70 ára Atli Ólafsson Ásdís Jóhannesdóttir Brynja Halldórsdóttir Gunnar Hannes Reynarsson Hinrik Haraldsson Jón Sigurðsson Kristján Pétursson Ólöf Guðrún Magnúsdóttir Rögnvaldur Bergur Ólafsson Sverrir Karlsson 60 ára Ágústa Harðardóttir Ásbjörn Blöndal Benedikt Bjarki Jónsson Guðrún Sigurbjörnsdóttir Haukur Þórðarson Karitas B. Kristjánsdóttir María S. Kristjánsdóttir Ólöf Björgvinsdóttir Sesselja Jónsdóttir Sigurgeir Steindórsson Þorsteinn Ragnarsson 50 ára Catalina Cavan Tangolamos Díana Lanthom Huiphimai Eggert Kjartansson Helga Lára Helgadóttir Kaj Skúli Hansen Kjartan Guðnason Ólöf Ósk Þórhallsdóttir Páll Sveinn Guðmundsson Sigrún Einarsdóttir Sóley Ólafsdóttir 40 ára Björn Helgi Guðmundsson Búi Vilhjálmur Guðjónsson Hildur Arnars Ólafsdóttir Jóhanna Ýr Jónsdóttir Lule Bakiqi Marek Boniecki Margrét Ólafsdóttir Nökkvi Fannar Sigrúnarson 30 ára Björg Þórsdóttir Byron Lee Nichelson Edda Fanný Ágústsdóttir Kroknes Hugo Fernandez Otero Ingibjörg Hanna Björnsdóttir Katarzyna Joanna Skotnicka Til hamingju með daginn 30 ára Hafsteinn ólst upp á Húsavík, býr þar, lauk sveinsprófi í rafvirkjun og er rekstrarstjóri Húsa- smiðjunnar á Húsavík. Maki: Daria Rich- ardsdóttir, f. 1981, starfs- maður við kjötvinnslu. Dóttir: Sandra, f. 2004. Foreldrar: Friðbjörn Ósk- arsson, f. 1961, bílstjóri, og Ingibjörg Karlsdóttir, f. 1962, starfsmaður við dvalarheimilið Hvamm á Húsavík.. Hafsteinn Friðbjarnarson 40 ára Sigfús lauk sveinsprófi í stálsmíði, stundar nám í iðnfræði við HR og er þjón- ustumaður hjá 3X Technology. Maki: Ólöf Hildur Gísla- dóttir, f. 1978, nemi. Dætur: Maríanna Guð- björg, f. 2002, og Rós- anna Ísleif, f. 2011. Foreldrar: Sigfús Jón Árnason, f. 1938, og Jó- hanna Sigríður Sigurð- ardóttir, f. 1942. Sigfús Róbert Sigfússon 30 ára Erla ólst upp í Eyj- um, býr í Garðinum, lauk prófum frá Keili, er með próf í sölu- og markaðs- fræði, með diplomu í förðun og er kokkur hjá Laugaási í Reykjavík. Systkini: Friðrik Elís, f. 1975; María Höbbý, f. 1977; Ása Hrönn, f. 1982, og Magnús Karl, f. 1991. Foreldrar: Ásmundur Friðriksson, f. 1956, og Sigríður Magnúsdóttir, f. 1958. Erla Ásmundsdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Fæst í helstu apótekum brokkoli.is 15. stk. freyðitöflur í stauk – skellt út í vatnsglas – þegar þér hentar C VÍTAMÍN/1000 mg + BROKKOLÍ + GRÆNT TE + BIOFLAVONOIDS + ZINK Drekktu í þig hollustuna! Bragðgóður og frískandi heilsudrykkur – fyrir alla daga ! Jarðaberjabragð Grape og sítrónubragð C-VITA + STYRKIR ÓNÆMISKERFIÐ Fjölþætt viðurkennd innihaldsefni fyrir heilsubætandi áhrif. Fæst í Fjarðakaup, Melabúðinni og helstu apótekum brokkoli.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.