Morgunblaðið - 25.11.2014, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Kjartan Örn Gylfason tannlæknir er uppalinn Árbæingur oger mikill Fylkismaður. „Ég er búinn að sjá nánast alla meist-araflokksleiki í fótbolta með Fylkisliðinu síðan 1970. For-
eldrar mínir, Gylfi Felixson tannlæknir og Jóhanna Oddgeirsdóttir,
voru frumbyggjar í Árbæjarhverfinu og pabbi tók mikinn þátt í
starfi Fylkis og var formaður félagsins um skeið, en hann er nú lát-
inn.“ Sjálfur spilaði Kjartan alla yngri flokkana með Fylki og er for-
maður handknattleiksdeildar Fylkis. Hann spilaði einnig með Eyja-
liðinu Framherjum í þriðju deild þegar hann var tannlæknir í
Vestmannaeyjum sex fyrstu starfsárin sín. Hann opnaði síðan stofu í
Grafarvogi árið 1998 og þar hefur hann starfað síðan. Kjartan hefur
setið í ýmsum ráðum og stjórnum Fylkis. „Ég var líka um tíma í und-
irbúningsnefnd herrakvölds Fylkis sem er landsfrægt og það
stærsta á landinu. Ég er svo enn að sprikla í fótbolta með old boys
liði Fylkis. Einnig stunda ég mikið skíði og snjóbretti. „Sjáið gamla
kallinn á snjóbrettinu,“ var sagt um mig þegar ég byrjaði á því fyrir
fjórtán árum. Þá voru ekki margir fullvaxta menn á snjóbrettum en
það hefur aukist.“ Kjartan býst við að hafa eitthvert „húllumhæ“ í
tilefni afmælisins um næstu helgi í heimahúsi.
Eiginkona Kjartans er Anna Guðbjartsdóttir en þau voru skóla-
systkini í grunnskóla. Hún er lærður grunnskólakennari en er núna
í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Börn þeirra eru Hilmir Þór tann-
læknanemi á lokaári, Pétur Kári, tannlæknanemi á fyrsta ári, og
Rannveig Sif menntaskólanemi.
Kjartan Örn Gylfason er fimmtugur í dag
Á Ítalíu Kjartan og Anna stödd í Maremma-héraði í Toskana síðast-
liðið sumar en þau fóru í golfferð þangað í tilefni af afmæli Önnu.
Harður Fylkismaður
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Þessar góðu vin-
konur héldu tom-
bólu fyrir utan
Bónus í Mos-
fellsbæ. Söfnuðu
þær alls 2.859
krónum sem
renna til hjálp-
arstarfs Rauða
krossins. Stelp-
urnar heita
Hrafnhildur
Tinna Elvars-
dóttir og Lára
Björg Þórisdóttir.
Hlutavelta
Akranesi Aron Emil Gíslason fæddist
9. september 2014. Hann vó 3.862 g
og var 50 cm langur. Foreldrar hans
eru Sóley Guðmundsdóttir og Gísli
Björn Rúnarsson.
Nýir borgarar
S
igríður Pálmadóttir fædd-
ist í Reykjavík 25.11. 1939
og ólst þar upp. Hún var í
Laugarnesskóla og MR
og lauk þaðan stúdents-
prófi 1959.
Haustið 1959 hóf Sigríður nám við
Tónlistarháskólann í Köln í Þýska-
landi. Um var að ræða námsbraut
sem menntaði nemendur til kennslu-
starfa í svokölluðum „Jugendmusik“-
skólum, tónlistarskólum fyrir börn og
unglinga. Í skólum þessum var auk
hefðbundins hljóðfæranáms lögð
áhersla á hópkennslu þar sem söng-
ur, hreyfing, hljóðfæraleikur og
hlustun fléttaðist saman á ýmsa vegu.
Að loknu kennaraprófi 1963 var
Sigríður ráðin við Barnamúsíkskól-
ann í Reykjavík, seinna Tónmennta-
skóla Reykjavíkur, og starfaði þar til
1987. Þá tók við kennsla í Fóstur-
skóla Íslands, á leikskólabraut KHÍ
og loks á menntavísindasviði HÍ til
starfsloka 2010.
Skólaárið 1993-94 var Sigríður við
tónlistarnám í Lyon, Frakklandi þar
sem hún lauk prófi í kennslufræðum
tónlistar sem kennd eru við belgíska
tónlistar- og fræðimanninn Edgar
Willems: „Ég fékk snemma áhuga á
að skoða tónlistina sem samskipta-
form. Sem slík á hún sér marg-
Sigríður Pálmadóttir, fyrrv. lektor í tónmennt – 75 ára
Fjölskyldan Sigríður og Kristján ásamt börnunum, tengdabörnum og barnabörnum. Myndin var tekin í sumar.
Það verður hverjum
list sem hann leikur
Heima í stofu Sigríður á heimili sínu. Hér situr hún við sembalinn sinn.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
25ÁRA
1988-2013 Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst
X05 hátalararnir eru tilvaldir hvar
sem þú vilt njóta tónlistar í gegnum snjallsímann
eða spjaldtölvuna. Rafhlaðan endist allt að 8
tíma. Sérlega vandaðir hátalarar sem eru búnir
til úr burstuðu áli, fáanlegir í rauðum, svörtum
og silfurlit.
ÞRÁÐLAUSIR
HÁTALARAR
- BLUETOOTH
Gervihnattadiskar
með meira en hundrað
fríum sjónvarpsrásum
Verð áður17.900
Verð nú14.320
Farðu inn á Facebook
síðu Öreindar, líkaðu
við hana og þú átt
möguleika á að vinna
bluetooth hátalara.
Taktu þátt í
skemmtilegum
facebook leik
Verð á
ður
34.800
Verð n
ú
27.840
20%verðlækkun
AFNEMUMVÖRUGJÖLD