Morgunblaðið - 25.11.2014, Qupperneq 11
Hlustendur Stefán Hilmarsson og Birgir Steinn leggja vel við hlustir rétt eins og góðra tónlistarmanna er háttur.
ég sel plötuna beint frá býli. Fólk
fær hana senda heim að dyrum árit-
aða, en auk þess fæst hún í versl-
unum,“ segir Stefán. Hefðbundnum
plötum segir hann hafa fækkað mik-
ið. Netið sé helsti kynningarvett-
vangur vorra tíma. Það bjóði upp á
mikla möguleika, þó það hafi líka
sína meinbugi. Hafi orðið til þess að
plötuútgáfa eins og við þekkjum
hana, er smátt og smátt að fjara út.
„Titlum fækkar, nokkuð sem
er ekki fögur framtíðarsýn. Þó virð-
ast margir enn bera taugar til plöt-
unnar og skynja það að ef lítið sem
ekkert er greitt fyrir músíkina, þá
leiðir það til þess að útgáfum fækk-
ar. Svo er aðeins meiri sjarmi yfir
því að gefa plötu en inneign í sms-
formi.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
Gólfþvottavélar
Háþrýstidælur
fyrir heimilið
Ryksugur
Vatnsdælur
Þegar gerðar eru hámarkskröfur
Sópar
Háþrýstidælur
Gufudælur
Jólaverslun PopUp hef-
ur verið vinsæl síðustu
ár og er markaðurinn
einstakt tækifæri fyrir
fagurkera á öllum aldri
til að koma og kynna
sér nýjungar í íslenskri
hönnun og gera góð
kaup fyrir jólin. PopUp
er farandverslun sem
stofnuð var sem vett-
vangur fyrir hönnuði til
að selja og kynna vörur
sínar. Verslunin leggur
ríka áheyrslu á að sýna
það besta frá öllum
sviðum hönnunar. Sam-
eiginlegur ávinningur
af velgengni hönnuða
er drifkraftur PopUp.
PopUp-verslunin býr
sér til nýtt heimili á
nýjum stað í markaðs-
formi í hvert sinn sem
hún opnar dyr sínar,
með nýrri samsetningu
hönnuða og vöru-
merkja. Verslunin er því
aldrei með sama sniði
og mótar sig að hverj-
um stað, hverju sinni.
Ferskustu hönnuðir
landsins taka þátt í
markaðinum þetta árið og ætla að
bjóða upp á gæðavörur milliliða-
laust beint til neytenda. Samsetn-
ing hönnuða er fjölbreytt að vanda
og ættu allir að finna eitthvað ís-
lenskt og einstakt í jólapakkann. Í
ár munu ný vörumerki kynna vöru
sína í fyrsta skipti og verður meðal
annars boðið upp á tískuvöru,
skartgripi, heimilisvöru, leikföng,
barnaföt, jólapappír & kort, hús-
gögn, heilsuvörur, leðurvörur, spil
og margt fleira. PopUp-verslun
heldur sína árlegu jólamarkaði í
Porti Hafnarhússins, Listasafni
Reykjavíkur, helgina 6.-7. og 20.-21.
desember. Opið verður frá 11 til 17
báðar helgar.
Enn er opið fyrir umsóknir til
þátttöku í markaðnum og hægt að
senda póst á netfangið:
popup.verzlun@gmail.com
Aldrei með sama sniði og mótar sig að hverjum stað
Enn er opið fyrir umsóknir fyrir
hönnuði á PopUp-jólamarkað
Á plötunni Í desember syngur son-
ur Stefáns Hilmarssonar, Birgir
Steinn, eitt lag. Í öðru syngja þeir
saman, Stefán og stirnið Jón Jóns-
son. Einnig syngja Ragnheiður
Gröndal og Eivör Pálsdóttir dúetta
með Stefáni. Þetta er í fyrsta sinn
sem Birgir Steinn syngur með föð-
ur sínum, en þeir munu einnig
koma saman í Salnum.
„Mér fannst frábært að Birgir
væri til í þetta,“ segir Stefán um
soninn, sem hefur lengi spilað á
trommur og hljómborð. „Hann er
einnig liðtækur upptöku- og tölvu-
maður og ofan í kaupið efnilegur
söngvari,“ bætir Stefán við.
„Tónlistaráhugi hans er sjálf-
sprottinn, það var síður en svo að
maður héldi tónlist að honum eða
þrýsti á um það á nokkurn hátt að
hann fetaði þessa braut. Það var
þveröfugt ef eitthvað var,“ segir
Stefán.
Birgir efnilegur ofan í kaupið
FEÐGARNIR SYNGJA SAMAN Á PLÖTUNNI NÝJU