Morgunblaðið - 25.11.2014, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ásíðasta kjör-tímabilivoru gerðar
afkáralegar til-
raunir með að koll-
varpa íslensku
stjórnarskránni.
Einhverjir töldu
augljóst að íslensku bankarnir
hefðu farið um koll þar sem ís-
lensku stjórnarskránni hefði
ekki verið breytt nægjanlega
oft. Ekki var heil brú í þeirri
hugsun.
Haldinn var þjóðfundur í
eina dagstund, þar sem þúsund
manns sátu við hundrað borð
með handlangara sem tók niður
stikkorð um hverju þyrfti að
breyta í stjórnarskránni. Þetta
var auðvitað grátleg vitleysa
allt saman.
Svo var settur niður hópur
sem komið hafði út úr kosningu
sem Hæstiréttur Íslands hafði
dæmt ólögmæta. Ríkisstjórnin
og hópurinn, utan einn fulltrúi,
taldi óþarft að taka mark á nið-
urstöðu Hæstaréttar, og var því
tæplega hæfur til að setja öðr-
um stjórnarskrá. Afurðin sem
kom svo frá hópnum var þannig
að stuðningsmenn vinstri-
stjórnarinnar treystu sér ekki
til að gera neitt með hana.
Stjórnlagaráðshópurinn
kenndi íslensku stjórnar-
skránni að einhverju leyti um
fall íslensku bankanna þegar
bankar féllu unnvörpum um
hinn vestræna heim og öðrum
var naumlega bjargað með því
að gera skattborgarana ábyrga
fyrir fjármálalegum ævintýrum
þeirra. Það var ekkert skrýtið
þótt þessi hópur tryði því að
hægt væri að tryggja gleði og
velferð með því að fylla stjórn-
arskrána af frómum óskum. En
þingheimur stundi vandræða-
lega þegar hann sendinguna sá.
Það er einkennilegt þegar
þeir sem virðast setja allt sitt
traust á breytta stjórnarskrá til
áttar við óskalista flokka fyrir
kosningar gera sjálfir ekkert
með ákvæði hennar. Hvergi eru
efasemdir um að íslenska
stjórnarskráin heimilar ekki
óbreytt inngöngu Íslands í
ESB. Nauðsynlegt framsal full-
veldis stangast á við ákvæði
stjórnarskrár. Um þetta er
enginn fræðilegur ágreiningur.
Þó var ákveðið að leita eftir að-
ild að ESB! Það er boðleg
stjórnmálaleg skoðun að telja
að íslenskri þjóð sé best borgið
innan ESB og jafnvel að trúa
því, eins og Samfylkingin, að
þjóðin fái ekki þrifist utan þess.
En ekki er hægt að leggja slíkt
til á meðan það stangast í veiga-
miklum atriðum á við sjálfa
stjórnarskrána.
Standi þingvilji við ein-
hverjar aðstæður til þess að
ganga í ESB, sem hefur enn
ekki gerst á Íslandi, þá ber hon-
um að leggja til breytingar á
stjórnarskránni sem heimila
slíkt. Þing er þá rofið og kosn-
ingar fara fram.
Þar með yrði
stjórnarskránni
sýnd full virðing og
lögboðin um-
gengni.
Getgátur eru
uppi um að nefnd á
vegum núverandi ríkisstjórnar
reyni að smygla inn ákvæðum í
stjórnarskrá sem vilhallir lög-
spekingar gætu síðar túlkað
sem nægjanleg til að ganga í
ESB. Það hljómar ekki líklega.
En núverandi ríkisstjórn hefur
gert nokkra óskiljanlega hluti,
sem fáir hefðu búist við, svo
kannski er ekki hægt að útloka
neitt.
Þegar EES-samningurinn
var gerður var það forsenda
hans, að hann stæðist stjórn-
arskrá. Aldrei var orðað eða
hugsað að ella yrði stjórnar-
skránni einfaldlega breytt.
Samningsaðilanum var ljóst að
íslenska stjórnarskráin mark-
aði þanþol EES-samningsins
gagnvart Íslandi. Hann gat
ekki og getur því ekki gert
kröfur um að Ísland innleiði
eitthvað sem stangast á við
þessi mörk.
Þegar Jóhanna, Steingrímur
og Össur stóðu í þeirri bjarg-
föstu trú að EFTA-dómstóllinn
hlyti að komast að þeirri niður-
stöðu að Icesave væri kvöð sem
á Íslendingum hvíldi var látið
eins og málsmeðferðin þar væri
„dómstólaleiðin“ sem rædd
hafði verið. Það var auðvitað
rangfærsla. Væri það svo væri
EES-samningurinn fallinn um
stjórnarskrána. EFTA-
dómstóllinn hefur verið mjög
lipur við ESB, svo ekki sé meira
sagt, og því kom niðurstaða
hans á óvart. Jóhönnu, Stein-
grími og Össuri óþægilega á
óvart. Það breytir ekki því, að
„dómstólaleiðin“ er enn opin
fyrir Breta og Hollendinga.
Nú hefur EFTA-dómstóllinn
upplýst um þá skoðun sína að
við kynningu á verðtryggðum
lánum á Íslandi síðustu áratug-
ina hefði verið rétt að benda Ís-
lendingum á að verðtryggð lán
væru verðtryggð. Setja hefði
átt verðbólguspár inn í forskrift
reiknivéla lánastofnana. Verð-
bólguspár Þjóðhagsstofnunar-
innar gömlu voru frægar fyrir
óskhyggju. Verðbólguspár
Seðlabankans byggjast jafnan á
því að í lok tveggja ára tímabils
verði verðbólgan innan vik-
marka. Það er eðlileg aðferð
fremur en spá.
Nú er þessi hugleiðing
EFTA-dómstólsins ekki tíðindi
miðað við þá niðurstöðu hans að
verðtrygging hafi verið heimil á
Íslandi. Það er í raunni svo
margdæmt á Íslandi að álit
EFTA-dómstólsins sem gengið
hefði í aðra átt hefði ekki haft
áhrif hér. En vera má að íslensk
stjórnvöld hefðu í framhaldinu
leitast við að koma slíku áliti í
lög, þótt ekki væri það skylt.
Umræða í sumum
fjölmiðlum um
EFTA-dóm um verð-
tryggingu hefur
verið óframbærileg}
Valda ekki umræðunni
H
erðubreið, glæsiþota Icelandair,
lenti á Keflavíkurflugvelli kl.
16.05. Við gengum inn í flug-
stöðina þar sem allt gekk greið-
lega fyrir sig. Venjunni sam-
kvæmt greip ég með mér vænt hlass af
Toblerone, töskurnar komu á rúllandi færi-
bandinu og tollarar voru hvergi sjáanlegir.
Flugrútan beið fyrir framan Leifsstöð og
Keflavíkurvegurinn var fljótfarinn. Leigubíll
tiltækur við Umferðarmiðstöðina og til míns
heima í úthverfi Reykjavíkur var ég kominn
hálfri annarri klukkustund eftir lendingu, sem
er býsna vel sloppið. Þetta hefur fengið mig til
að hugsa hluti alveg upp á nýtt, það er hvort
bollaleggingar um að útgerð innanlandsflugs-
ins verði frá Keflavík séu jafn fráleitar og ég
hef ætlað til þessa. Þótt hugmyndir um fínim-
annahverfi í Vatnsmýrinni séu ofarlega á baugi um þessar
mundir, getur hver maður sagt sér að flugvöllurinn víkur
ekki fyrir byggð á allra næstu árum. Enda engin þörf á
því, hugmyndir um þéttingu byggðar í borginni mæta lík-
lega þörfinni fyrir byggingalóðir til næstu áratuga. En
þegar og að því kemur, að brjóta þarf ný lönd undir íbúða-
byggð, hlýtur að mega skoða hvort Reykjavíkurflugvöllur
víki.
Margir nefna að svo langt sé milli Miðnesheiðar og
Reykjavíkur að innanlandsflugið leggist af verði það flutt
suður eftir. Þau sjónarmið eiga fullan rétt á sér, en velta
má fyrir sér hvort ekki megi leggja viðbótarrein við
Reykjanesbraut, sérmerkta flugrútu sem gæti
siglt þessa leið hraðbyri. Sú lausn er mun
raunhæfari en sú útópíska draumsýn að sett
verði upp járnbrautarlest; sem er talin fjár-
festing upp á 100 milljarða króna. Aðrar lausn-
ir, svo sem expressrútan, eru raunhæfari.
Rétt eins og ég hef til þessa verið flugvall-
arsinni þá hef ég líka stutt nýtingu orkuauð-
linda. Kemur þar til að mér finnst gaman að
sjá snjalllega hönnuð mannvirki, það er hvern-
ig ofurkraftar eru beislaðir með verkfræðilegri
þekkingu. Í sunnudagsbíltúr í haustblíðunni á
dögunum horfði ég af Vatnsendahæð til gufu-
bólstra frá virkjunarsvæðum Orkuveitu
Reykjavíkur sem stigu hátt til himins á aust-
urhimni. Gufunni fylgir mengun með þekktum
afleiðingum og Hvergerðingar töldu á sínum
tíma að aðgerðir við orkuöflun á Hellisheiði
kynnu að vera orsök jarðtitrings þar í bæ. Já, ég er tilbú-
inn að endurskoða afstöðu mína til virkjunarmála.
Áfram get ég nefnt mál, þar sem samtöl og kynnisferðir
hafa fengið mig til að skipta skoðun. Eftir leiðangra um
Asíulönd hef ég sannfærst um mikilvægi tilleggs Íslend-
inga til þróunarhjálpar og að við látum hærra til okkar
heyrast á alþjóðlegum vettvangi. En Asía sýndi mér líka
hve vel heppnuð þjóðfélagsgerð Norðurlandanna er. Hér
er öllum tryggð bærileg velferð og hér megum við líka
skipta um skoðun án eftirmála, enda er samfélagið um-
burðarlynt og fólkið almennt vel menntað og upplýst.
sbs@mbl.is
Sigurður Bogi
Sævarsson
Pistill
Skipt um skoðun án eftirmála
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Íslensk erfðagreining efnir nútil opinna fræðslufunda í húsa-kynnum sínum til að kynna al-menningi starfið sem unnið er
hjá fyrirtækinu, í gær var umfjöll-
unarefnið erfðir brjóstakrabbameins.
Um 165 þúsund manns hafa verið
þátttakendur í rannsóknum ÍE, að
sögn Kára Stefánssonar forstjóra og
á síðustu 10 árum hafa starfsmenn-
irnir birt yfir 400 vísindagreinar. Á
fyrsta fundinum var fjallað um Alz-
heimer-sjúkdóminn og mættu hátt í
500 manns.
Auk Kára, sem er læknir og
erfðafræðingur, fluttu þau Kristján
Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlækn-
ir, Þórunn Rafnar líffræðingur og
Laufey Tryggvadóttir, fram-
kvæmdastjóri Krabbameinsskrár,
erindi í gær.
„Við vitum mjög mikið um erfðir
brjóstakrabbameins en það sem
menn hafa deilt dálítið um er það
hvernig eigi að nota þær nið-
urstöður,“ segir Kári. „Ef við tökum
genið sem nefnist BRCA2 þá er ein
stökkbreyting sem ræður ríkjum í
því geni á Íslandi. Tæplega 1% Ís-
lendinga er með þessa stökkbreyt-
ingu. Konur sem hafa hana lifa 12 ár-
um skemur en þær sem ekki hafa
hana. Það er alveg gífurlegt tap í lífs-
líkum. Þær eru þrisvar sinnum lík-
legri til að deyja fyrir sjötugt. Það
eru 80% líkur á að þær fái krabba-
mein og ef þær fá það og það greinist
ekki alveg á byrjunarstigi deyja þær
af því. Þessari stökkbreytingu fylgir
því bráð lífshætta.“
Ef karlmenn hafa þessa stökk-
breytingu í geninu lifa þeir sjö árum
skemur en ella, eru þrisvar og hálfu
sinni líklegri til að fá krabbamein í
blöðruhálskirtli og sjö sinnum lík-
legri til að deyja af slíku krabba-
meini.
Geti brugðist við
Kári segist vera þeirrar skoð-
unar að hafa eigi samband við alla
arfberana, þ.e. þá sem líklegir eru til
að vera með þessa stökkbreytingu.
Þetta sé núna hægt og þá geti arfber-
arnir brugðist við þegar þeir fá þess-
ar upplýsingar.
„Konur geta þá farið í brjósta-
nám og þeirra hætta á að fá brjósta-
krabbamein minnkar úr 80% í aðeins
5%,“ segir Kári. Að meðaltali eru
hins vegar 12% líkur á að íslensk
kona fái brjóstakrabbamein.
Sumir lífsiðfræðingar segi að
ekki beri að hafa samband við þessar
konur vegna þess að þá væri brotinn
á þeim „rétturinn til að vita ekki“. En
Kára finnst sá réttur lítilvægur borið
saman við réttinn til lífs. Hann segist
þess fullviss að sérhver kona á land-
inu sem nú sé að deyja úr brjósta-
krabbameini hefði viljað vita af þess-
ari hættu, því þá hefði verið
mögulegt að bregðast við hættunni í
tæka tíð.
Kári segir lífsiðfræðinga hafa á
síðari árum lagt fram jákvæðan skerf
til vísindanna að því leyti að vegna
áhrifa þeirra umgangist vísindamenn
nú fólk, reglur og aðferðir mun betur
en áður. En þegar um líf og dauða sé
að tefla, eins og varðandi fólk með
umrædda stökkbreytingu, teygi
siðfræðingar sig fulllangt
þegar þeir noti afstrakt
skoðanir með þeim hætti
að þær ógni heilsu okkar.
Angistin og þjáningin
sem fylgi því að deyja úr
brjóstakrabbameini séu hins
vegar ekki afstrakt heldur
raunverulegar. Honum
finnist það „býsna hart og
kalt“ að láta hugmynd um
rétt taka af okkur völdin
til að bjarga lífi.
Stökkbreyting sem
veldur lífsháska
Morgunblaðið/Golli
Á verði Ár hvert er vakin athygli á baráttu gegn brjóstakrabbameini með
því að varpa bleiku ljósi á þekkt mannvirki, hér er það Ráðhús Reykjavíkur.
Skimun til að finna brjósta-
krabbamein í konum hefur ver-
ið umdeild síðustu árin, sumir
efast um að árangurinn sé
nægilega mikill. Kári segir þá
spurningu vakna hve margar
þurfi að skima til að bjarga
einu lífi, hve margar greinist í
fyrstu ranglega í hættu fyrir
hverja sem raunverulega er í
hættu.
En ef skimað sé fyrir stökk-
breytingunni í BRCA2 gagnist
það í öllum tilfellum og engin
eigi að þurfa að greinast rang-
lega. Hægt sé að gera skim-
unina mjög árangursríka
með því að styðjast þann-
ig við erfðafræðina. Vissu-
lega myndi það kosta fé
en því megi ekki gleyma
að margra ára lækn-
ismeðferð sem oft endi
með dauða kosti
líka heilbrigð-
iskerfið mik-
ið fé.
Árangursrík
erfðafræði
BRJÓSTAKRABBAMEIN
Kári
Stefánsson