Morgunblaðið - 25.11.2014, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Nú hefur verkfall
tónlistarkennara í
Félagi tónlistarskóla-
kennara (FT) staðið í
á fimmtu viku. Verk-
fall kennaranna okk-
ar. Kennaranna
minna. Engin tón-
heyrn, enginn nótna-
lestur, engin hljóm-
fræði, engin
tónlistarsaga og eng-
ir söng- eða hljóð-
færatímar í rúmar fjórar vikur. Ég
veit ekki hvort allir gera sér grein
fyrir því hvaða áhrif þetta hefur á
námið okkar.
Ég er nemandi í háskóladeild
Söngskólans í Reykjavík en í skól-
anum eru nemendur á öllum stig-
um tónlistarnáms. Stór hluti
þeirra er á framhalds- eða há-
skólastigi. Í síðustu viku var okkur
tilkynnt að engin próf yrðu þessa
önn. Það þýðir að framvinda náms-
ins frestast um hálft ár. Tvær
stelpur ætluðu að taka framhalds-
próf, próf sem jafngildir stúdents-
prófi í tónlist, en verða að fresta
því fram á næstu önn. Aðrir ætl-
uðu að taka burtfararpróf sem má
líkja við hálfa bachelor-gráðu og
algengast er að fólk haldi utan í
nám að því prófi loknu. Það frest-
ast þá einnig um hálft ár. Þetta er
virkilega slæmt þar sem mikil
samkeppni er í hinum stóra heimi
tónlistarinnar og spilar aldur þar
stórt hlutverk! Inn í flesta tónlist-
arháskóla er aldurstakmarkið í
kringum 25 ár fyrir bachelor og
því nær sem þú ert þeim aldri
þeim mun erfiðara er að komast
inn í skóla. Þar af leiðandi megum
við tónlistarnemar í raun engan
tíma missa við námið.
Fyrir verðandi tónlistarmenn ná
tónlistarskólarnir yfir grunnskóla-,
framhaldsskóla- og háskólastig
námsins og eru því veigamesti
þáttur skólagöngu okkar. Að það
sem við nemum þar skuli ekki
vera metið að verðleikum þykir
mér virkilega sorglegt. Það er
beinlínis lítillækkandi, þá sér-
staklega fyrir kennarana en einnig
fyrir okkur nemendur sem dreym-
ir um að geta gert tónlistina að
okkar lífsviðurværi.
Tónlistarnám er mjög ein-
staklingsbundið og persónulegt
nám. Nemendur bera yfirleitt
mikla virðingu fyrir kennurum sín-
um og sambandið verður mjög ná-
ið. Mín reynsla er sú að tónlistar-
kennarar beri ávallt hag nemenda
sinna fyrir brjósti og vilji allt gera
til þess að þeim vegni vel. Ég
ímynda mér því að það sé þeim
mjög erfitt að mega ekkert sam-
band hafa við nemendur sína, ekki
stíga fæti inn í skólana sína, þeirra
heimavöll og ekki miðla menntun
sinni og reynslu til okkar sem
þyrstir í að læra meira á hverjum
degi!
Að fara í verkfall var líklega það
eina í stöðunni eftir 11
mánuði af árangurs-
lausum samninga-
viðræðum við sveit-
arfélögin.
Tónlistarkennarar,
sem einu sinni gengu
samhliða grunn-
skólakennurum hvað
laun varðar, höfðu
dregist langt aftur úr
og launamismunur
orðinn mikill. Samn-
ingafundir samninga-
nefndar Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga (SNS) og
samninganefndar FT hafa ekki
verið tíðir þangað til síðastliðinn
mánudag. Síðan þá hefur verið
fundað á hverjum degi og taldi
maður það merki þess að eitthvað
væri að þokast í rétta átt í samn-
ingamálum. Í dag, laugardag, þeg-
ar þessi pistill er skrifaður, virðist
sem allt sé aftur komið í strand.
Síðast var fundað í gærmorgun og
samkvæmt fréttum stóð sá fundur
stutt og ekki þótti ástæða til að
funda fyrr en næsta mánudag.
Eftir mánuð af svona rugli er
þolinmæðin þrotin. Fundir, með
löngu millibili þar sem ekkert þok-
ast áfram og stétt tónlistarkenn-
ara er engin virðing sýnd, ganga
ekki upp. Nú er tími til kominn að
málin verði leyst og að þau verði
leyst þannig að útkoman verði
mannsæmandi fyrir tónlistarkenn-
ara. Ekki gengur að lítillækka
þessa stétt hvað eftir annað og
gefa tónlistinni engan gaum. Tón-
listarkennsla og -mennska er ekki
eitthvað sem þú velur þér að læra
að loknum menntaskóla og lærir í
4-10 ár. Þetta er ákvörðun sem
þarf að taka mjög snemma á lífs-
leiðinni og stunda af miklu kappi
alla ævi. Tónlistin er nám sem tek-
ur áratugi.
Við eigum framúrskarandi sin-
fóníuhljómsveit sem er virt og hef-
ur spilað um allan heim. Við eigum
framúrskarandi tónlistarmenn sem
ferðast og búa um allan heim. Við
eigum framúrskarandi tónskáld
sem eru virt og búa um allan
heim. Athugum hvaðan þetta fólk
kemur. Athugum hvað það hefur
gert fyrir land og þjóð. Athugum
hvort ekki er hægt að sýna þeim
þá virðingu sem þau sýna löndum
sínum og meta uppruna þeirra að
verðleikum.
Með þessum orðum ætla ég að
ljúka pistli mínum ásamt því að
biðja SNS um að lítilsvirða þennan
hóp kennara ekki frekar. Tónlist-
arkennarar, við nemendur stönd-
um með ykkur í einu og öllu!
Hugleiðingar
tónlistarnema
Eftir Sigríði Ástu
Olgeirsdóttur
Sigríður Ásta
Olgeirsdóttir
» Tónlistarnemi lýsir
hugrenningum sín-
um eftir mánaðar verk-
fall tónlistarkennara.
Höfundur er 20 ára söngnemi við
Söngskólann í Reykjavík.
Guðrún Bergmann skrifar pistla á Smartlandið og mér
finnst hún hitta naglann á höfuðið í þeim síðasta þar sem
hún segir: „Ég held ég hafi snemma verið í þessum ofur-
kvennahópi og því var útbruninn fyrir fimm árum bara
afleiðing af einhverju sem hófst fyrir langalöngu síðan.
Talandi af reynslu veit ég að það er einmitt í svona bil-
unarferli eins og í jólaundirbúningi ofurkonunnar, sem
konur geta brennt sig upp, ekki síst vegna innri
spennu.“ Hún hvetur konur til leggja minna upp úr því
hvernig gjöfunum er pakkað inn, baka færri sortir, nota
bara kjólinn frá í fyrra, sem veldur því að nætursvefninn
verður lengri og samverustundir með þeim sem skipta
okkur máli lengjast. Höfum þetta í huga.
Reykjavíkurmær.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Ofurkonur
Smákökur Það þarf ekki að baka 10 sortir fyrir jólin.
Lögfræðistofan vann
deildakeppnina
Deildakeppnin fór fram um sl.
helgi. Var spilað í tveimur deildum
og sigraði Lögfræðistofa Íslands
með litlum mun að þessu sinni en
sveitin sigraði einnig í þessari
keppni í fyrra.
Síðasti leikur sigurvegaranna í
mótinu var ekki góður en þá
mættu þeir sveit Garðsapóteks og
urðu að lúta í gras með rúmlega
einu stigi gegn tæplega 19.
Í sigursveitinni spiluðu Jón
Baldursson, Sigurbjörn Haralds-
son, Aðalsteinn Jörgensen, Steinar
Jónsson og Sverrir Ármannsson.
Lokastaðan:
Lögfræðistofa Íslands 90,26
Málning 88,83
Garðsapótek 82,01.
Tuttugu sveitir spiluðu í annarri
deild og kom áhuginn á mótinu
mjög á óvart og komust færri að
en vildu. Munu tvær sveitir hafa
setið heima sem óskuðu eftir að fá
að vera með.
Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar
sigraði með 106,36 stigum. Í sig-
ursveitinni spiluðu Ljósbrá Bald-
ursdóttir, Matthías Þorvaldsson,
Birkir Jón Jónsson og Anton Har-
aldsson. Sveit Þriggja frakka varð
önnur með 85,46 stig.
Keppnisstjóri var Vigfús Páls-
son.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Bílaverkstæði Jóa býður upp á alla almenna
þjónustu fyrir flestar gerðir bifreiða.
Er kominn tími á að
smyrja bílinn þinn
Opið: mánud. – fimmtud. 8-17 föstudögum 8-15
með allt fyrir bílinn
Dalvegi 16a - 201 Kópavogi | Sími: 564 5520 | bilajoa@bilajoa.is | www.bilajoa.is
Að smyrja bílinn
reglulega er hagkvæm og
ódýr leið til þess að tryggja betri og
lengri endingu vélarinnar.
564 5520
bilajoa.is