Morgunblaðið - 25.11.2014, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
✝ Ragna IðunnBjörnsdóttir
fæddist 21. desem-
ber 1928 á Syðra-
Laugalandi í Eyja-
firði. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Hlíð laugardaginn
15. nóvember síðast-
liðinn.
Ragna var dóttir
Björns Jóhanns-
sonar og Elínar Elí-
asdóttur. Systkini Rögnu eru:
lífi, og barnabörnin eru átta. 2)
Sigurlína, f. 23. maí 1951, gift
Magnúsi Oddssyni. Þeirra börn
eru sex og barnabörnin ellefu. 3)
Sigfús, f. 11. júní 1957, giftur
Fanneyju Harðardóttur. Þau eiga
tvö börn og eitt barnabarn. 4)
Frosti, f. 6. júní 1962. Hann á þrjú
börn og eitt barnabarn. 5) Hreið-
ar, f. 12. desember 1965. Eig-
inkona hans er Heiða Hrönn
Theodórsdóttir. Þau eiga þrjú
börn og eitt barnabarn. 6) Bára,
fædd 23. júní 1967, sambýlis-
maður hennar er John Miller.
Ragna og Hreiðar hófu búskap
á Ytra-Hóli árið 1966 og bjuggu
þar þar til þau fluttu á Dval-
arheimilið Hlíð sumarið 2014.
Ragna var jörðuð í kyrþey 22.
nóvember 2014.
Þóra, Hjördís, Óttar,
Heiðbjört, Brynja,
Jóhannes (d. 2009),
Broddi (d. 2008),
Björn og Gunnvör.
Ragna giftist
Hreiðari Kristni Sig-
fússyni 13. nóv-
ember 1951. Þeirra
börn eru: 1) Hrefna,
f. 3. ágúst 1948, hún
er gift Ólafi H.
Theodórssyni.
Þeirra börn eru sex, þar af fimm á
Í dag kveð ég ástkæra tengda-
móður mína hana Rögnu. Okkur
Helga Steinari syni mínum var tek-
ið opnum örmum á Ytra-Hóli þegar
ég kynntist syni þeirra Hreiðari
fyrir 25 árum. Ég var heppin að
kynnast honum meðan Ragna og
Hreiðar tengdafaðir minn voru enn
við búskap. Við fengum að kynnast
sveitalífinu, lærðum að mjólka kýr,
gefa kindunum og heyja, sem var
ótrúlega gefandi fyrir okkur.
Í minningunni var Ragna meira
og minna í eldhúsinu, bakandi
gómsætar kökur eða að elda fyrir
allt fólkið en á Ytra-Hóli var það
stærsta eldhús sem ég hafði séð á
þeim tíma og það var ævinlega bið-
röð við eldhúsborðið eftir mat.
Ragna sá um að drífa fólkið áfram
og þá dugði ekkert slór því allir
þurftu að komast að. Seinna þegar
róaðist um var eldhúsborðið nýtt í
spjall og spil en lengi vel var margt
um manninn.
Eins yndisleg og Ragna var
hafði ég aldrei heyrt fullorðna konu
blóta eins mikið fyrr en ég kynntist
henni og það eitt að hlusta á hana
horfa á sjónvarpið fékk mann til að
hlæja. Hún setti út á allar sjón-
varpspersónurnar sem ekki höfð-
uðu til hennar en það sem kom upp
úr henni er varla prenthæft. Börn-
in okkar Hreiðars, þau Fríða Krist-
ín og Hreiðar Kristinn, sátu gjarna
með ömmu sinni yfir sjónvarpinu
og lærðu þessa ósiði af henni og átti
ég oft fullt í fangi með að kenna
börnunum hvað var rétt og rangt í
þessum efnum. Þetta eru þó með
skemmtilegri minningunum um
Rögnu og við eigum svo sannarlega
oft eftir að rifja þær upp og skelli-
hlæja þegar fram líða stundir.
Börnin mín minnast ömmu sinn-
ar með hlýju. Hún var ekki mikið
að sýna væntumþykju með faðm-
lögum og kossum en gerði það á
sinn einstaka hátt með því að rétta
börnunum pening og segja þeim að
kaupa sér gotterí. Einnig var alltaf
til kex eða kökur í búrinu sem
gladdi börnin. Ragna hafði mikinn
áhuga á að vita hvað væri að gerast
í lífi barnanna og spurði alltaf
frétta.
Ragna var algjört hörkutól, hún
kvartaði aldrei þó svo að lífið væri
ekki alltaf dans á rósum. Þegar hún
var spurð um líðan var svarið
gjarnan „ég er bara eins“ og ef átti
að hjálpa henni „til hvers?“ Svona
voru svörin fram á síðasta dag,
aldrei kvart eða kvein um nokkurn
hlut. Já hún var kletturinn og við
eigum svo sannarlega eftir að
sakna hennar.
Elsku Hreiðar tengdapabbi og
þið Ytra-Hóls-systkini, minningin
um góða konu mun lifa.
Ragna mín, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Þín tengdadóttir,
Heiða Hrönn.
Amma fæddist á Syðra-Lauga-
landi og ólst þar upp í stórum
systkinahópi. Afa kynntist hún
þegar hann kom þangað til vinnu-
mennsku. Þau hófu sjálf búskap á
Ytra-Hóli II árið 1966. Þau stýrðu
mannmörgu heimili þar sem marg-
ir ættliðir bjuggu með þeim að
ógleymdum vinnumönnum. Menn
skiptu með sér verkum og lögðust
á eitt þegar þurfti að taka tarnir
eins og að koma heyi í hús eða
skiptast á vöktum í sauðburði.
Amma gekk ekkert síður til úti-
verka en inni og naut þess þar að
hafa móður sína, Elínu, á heimilinu.
Til dægrastyttingar var farið í
útreiðartúra og á yngri árum jafn-
vel skotist á dansleiki. Seinni árin
þótti ömmu þó þægilegt að njóta
rólegheitanna þegar fækkaði á
heimilinu, geta horft á sjónvarpið í
ró og næði og skotist í stutt ferða-
lög á meðan heilsan leyfði. Hún
gladdist mjög yfir þeim sem gáfu
sér tíma til að kíkja í kaffi hjá þeim
hjónum ekki síst eftir að hún var
orðin bundin súrefnisvélinni.
Það eru daglegu hlutirnir sem
standa upp úr hjá mér þegar ég
minnist ömmu. Ég sé hana fyrir
mér með kíkinn að fylgjast með
fuglunum sem hún gaf í kringum
húsið, spjallandi um hegðun þeirra
og atferli. Ég mun ávallt hugsa til
hennar þegar ég sé fallegan hest og
velta því fyrir mér hvað hún hefði
sagt um þetta tiltekna dýr, útlit
þess og limaburð.
Hvernig hún hafði þann
„skemmtilega“ ávana að hjálpa til
þegar einhver á heimilinu lagði
kapal. Þegar ég heyri fólk tala
gagnorða íslensku get ég ekki ann-
að en hugsað til ömmu sem gat
með sinni kjarnyrtu orðanotkun oft
gert mann orðlausan, enda mörg
tilsvör hennar orðin að sögnum
innan fjölskyldunnar. Velflestir af-
komendur hennar munu hugsa til
hennar þegar þeir viðhalda arf-
leifðinni og svara sjónvarpinu full-
um hálsi eins og hún átti svo oft til
að gera. Enda gat oft verið gaman
að ræða við hana um þjóðmál þó við
værum fjarri því alltaf sammála.
Væntumþykja hennar í garð af-
komendanna var greinileg þó hún
væri með harða skel og ætti ekki
alltaf auðvelt með að tjá hana í orði.
Oft hvarf hún inn í herbergi rétt áð-
ur en maður kvaddi og laumaði
seðli í lófa, sendi gjöf, nestaði mann
almennilega þegar ferðinni var
heitið til dæmis á útihátíð eða sló á
þráðinn rétt til að vita að allt væri í
góðum gír. Ákveðnar súkkulaðiteg-
undir tel ég að öll börn sem komu á
Ytri-Hól muni ávallt tengja minn-
ingu hennar enda máttum við alltaf
borða súkkulaði eins og við gátum í
okkur látið hjá henni.
Krafturinn og seiglan í þessari
litlu konu, sem gaf sig ekki svo
glatt ef hún var á annað borð búin
að taka ákvörðun, var aðdáunar-
verð. Ömmu var ekki hægt að lýsa
sem veikbyggðu blómi. Eitt lang-
ömmubarnið sagði að hún hefði
frekar verið svona eins og tré. Hún
stóð teinrétt á meðan stætt var,
harður stofn en breiddi um leið
laufgreinar sínar yfir þá sem henni
þótti vænt um og reyndi að vera
þeim stoð. Hún vildi enga mærð en
mig langaði að kveðja og þakka
ömmu allt og allt. Ég veit að hún er
hvíldinni fegin en finn nú samt til
söknuðar eftir ömmu töffara.
Rannveig Karlsdóttir.
Nú er hún Ragna föðursystir
mín búin að kveðja og blessuð sé
minning hennar. Þegar ég fékk
fréttirnar um andlát hennar sá ég
hana strax fyrir mér fyrir handan
með bros á vör í faðmi stórfjöl-
skyldunnar og ættingja. Í mínum
huga er og verður Ragna alltaf
Ragna á Ytra-Hóli og þegar ég læt
hugann reika koma upp margar
minningar sem tengjast henni. Á
uppvaxtarárum mínum var iðulega
farið að Ytra-Hóli í sunnudags-
rúntinum og þar nutum við alls
þess sem sveitin hafði upp á að
bjóða og ekki síst gestrisni Rögnu
og frábærra veitinga. Við eldhús-
borðið sem svignaði iðulega undan
allskonar bakkelsi sátu oftast
fimmtán til tuttugu manns og mik-
ið var skrafað og hlegið og að sjálf-
sögðu vorum við börnin með. Önn-
ur minning er mér einnig mjög
hugleikin en hún er frá fullorðins-
árunum. Ég bjó þá á Akureyri
ásamt fjölskyldu minni og vinafólk
okkar hjóna var í heimsókn hjá okk-
ur frá Reykjavík. Börnin langaði af-
ar mikið til að fara í sveitina og sjá
dýrin. Þá datt mér í huga að hringja
í Rögnu frænku og athuga hvort við
mættum koma í heimsókn. Að sjálf-
sögðu var það auðsótt mál. Heim-
sóknin var mjög skemmtileg og eftir
að allir höfðu skemmt sér við að
skoða dýrin á bænum og við ætl-
uðum að kveðja vildi Ragna ekki
heyra á annað minnst en við kíktum
inn. Við létum til leiðast og sett-
umst, samtals tíu manns, við eldhús-
borðið og að sjálfsögðu bar Ragna
bakkelsi á borðið eins og henni einni
var lagið og börnin fengu ís. Þessi
heimsókn var ómetanleg í huga
borgarbarnanna og ekki er langt
síðan vinkona mín var að tala um
þessa frábæru konu sem tók svo vel
á móti okkur um árið í sveitinni fyrir
norðan. Í mínum huga er þetta svo
lýsandi fyrir Rögnu á Ytra-Hóli –
alltaf full af gestrisni og bakkelsið
sem hún bauð upp á, það gleymist
seint, alla vega ekki hafrakexið, kan-
elsnúðarnir og vínarbrauðið svo fátt
eitt sé nefnt.
Ég sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til Hreiðars, eftirlifandi
eiginmanns Rögnu og barna þeirra
hjóna og fjölskyldna.
Með kærri kveðju og hvíl í friði,
Ragna mín,
Dagný.
Ragna Iðunn Björnsdóttir var
föðursystir mín. Ein af 10 systkin-
um. Ragna var ári eldri en pabbi.
Þau fylgdust að í gegnum lífið. Bæði
gerðu landbúnað að ævistarfi sínu.
Systkinahópurinn er núna sjö. Áður
voru Broddi og Jóhannes farnir.
Þegar ég las um Steinvöru Sig-
hvatsdóttur í Sturlungu þá sá ég
Rögnu frænku mína ljóslifandi.
Ragna var höfðingi. Sat við eldhús-
borðsendann og stjórnaði, bauð
kaffi, sígarettur eða súkkulaði. Allir
sem komu á hennar fund áttu að
þiggja góðgerðir. Bölvaði stundum
þegar henni var misboðið. Henni
var illa við hræsnara. Hafði senni-
lega látið falla miður falleg orð um
suma þingmenn. Það var gott að
vera í hennar liði. Trygglyndi, hjálp-
semi, kærleikur eru allt orð sem
eiga við hana blessaða. Það var
sama hvort Ragna útbjó mat eða fór
með sitt fólk á þorrablót, allt var al-
vöru. Rausnarskapur. Á þorra-
blótinu var nóg til. Brennivín, matur
og bland fyrir alla sem settust við
borðið. Sígarettur fyrir þá sem það
vildu. Á Ytra-Hóli bjuggu lengi
þrjár kynslóðir og stundum fjórar.
Margt um manninn. Börnin hennar
og Hreiðars eru sex. Vinir barnanna
þeirra komu í heimsókn og allir
fengu veitingar. Ef eitthvað vantaði
á Garðsá var vaninn að renna niður í
Ytri-Hól til Rögnu og Hreiðars og fá
það lánað. Fyrstu minningar mínar
um Ytri-Hól eru tengdar eldhús-
borðinu og þar var talað hátt og
margir töluðu í einu. Stundum súrn-
aði í augum því á þessum árum
reyktu allir. Síðustu árin sagði
Ragna æ oftar „Það er hundleiðin-
legt að vera orðin svona gamall og
geta ekki gert gagn.“ Mælikvarði
sem ég hef oft hugsað um. Að vinna
var að bjarga lífi sínu og annarra.
Dugnaður var einasta trygging fyr-
ir að lifa af.
Það var arfur genginna kynslóða.
Góð speki. Ragna hafi mjög gaman
af að horfa á framhaldsþætti og lifði
sig inn í þá. Stundum þegar þau
hjón sátu og horfðu á sjónvarpið fór
Ragna að segja fólkinu til sem á
skjánum var. Hreiðar maður Rögnu
er húmoristi og sagði stundum á
sinn hægláta hátt: „Það er merki-
legt hvað þeir taka lítið mark á þér,
Ragna mín.“ Ragna var tilbúin fyrir
síðasta ferðalagið. Óttaðist ekki.
Hafði sína barnatrú sem dugði
henni.
Sat keik þegar aðrir grétu. Bar
ekki tilfinningar sínar á torg. Já,
Ragna, besta frænka, þakka þér
fyrir allt. Hvíldin er þreyttum kær
og sorgin er gömul gleði. Hreiðari
og öllum aðstandendum sendi ég
hlýja kveðju.
Logi Óttarsson frá Garðsá.
Ragna Iðunn
Björnsdóttir
✝ Lúlley EstherLúthersdóttir
fæddist á Vatns-
leysu í Fnjóskadal
24. febrúar 1922.
Hún lést á Dval-
arheimilinu Hlíð
10. nóvember
2014.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Þórunn Pálsdóttir,
f. 24. apríl 1892, d.
6. janúar 1978, og Lúther Ol-
geirsson, f. 17. ágúst 1889, d.
14. maí 1922. Systkini Lúlleyjar
eru í aldursröð Jón Geir, f.
1914, d. 1997, Olgeir, f. 1915,
d. 1996, og Margrét, f. 1917.
Hálfbróðir Lúlleyjar, sonur
Þórunnar og seinni manns
hennar Ingimars Kristjáns-
sonar, er Ingi Þór, f. 1925, d.
2011.
Lúlley giftist 8. júní 1949
Halli Jónassyni, f. 16. júlí 1927,
hann er sonur hjónanna El-
ínborgar Aðalsteinsdóttur, f.
1893. d. 1991, og Jónasar Jóns-
sonar, f. 1894, d. 1973, frá
Hrauni í Öxnadal. Börn Lúl-
leyjar eru: 1) Brynja Heiðdal, f.
12. mars 1942, hennar maður
er Stefán Aðalbjörn Jónasson,
f. 9. febrúar 1938,
þeirra börn eru a)
Hallur Jónas, f.
1961, kvæntur
Laufeyju Petreu
Magnúsdóttur, f.
1962, þau eiga tvö
börn og eitt barna-
barn, b) Bjarnveig
Elva, f. 1962, í
sambúð með Stef-
áni Finnbogasyni,
f. 1961, hún á þrjú
börn og tvö barnabörn, c) Stef-
án Heiðar, f. 1967, kvæntur
Noree H. Stefánsdóttur, f.
1975, þau eiga tvö börn. 2)
Grétar Berg Hallsson, f. 26.
mars 1947, kona hans er Val-
borg Aðalgeirsdóttir, f. 3. sept-
ember 1947, börn þeirra eru a)
Arnar Berg, f. 1966, kvæntur
Victoriu Olegouna, hann á þrjú
börn og tvö barnabörn, b) Að-
algeir Berg, f. 1967, í sambúð
með Ragnheiði Eiríksdóttur,
hann á þrjú börn og eitt barna-
barn, c) Esther Berg, f. 1977.
Útför Lúlleyjar Estherar fer
fram frá Akureyrarkirkju í
dag, 25. nóvember 2014, og
hefst athöfnin kl. 10.30. Jarð-
sett verður á Hálsi í Fnjóska-
dal.
Nú hefur amma Lúlley kvatt
þetta jarðlíf og haldið för sinni
áfram til Sumarlandsins. Þar
vonum við að bíði hennar kærir
endurfundir við alla þá ástvini
sem á undan eru gengnir. Amma
var einstaklega hjartahlý, um-
hyggjusöm og gjafmild og lét
sér afar annt um okkur barna-
börnin svo og börnin okkar og
barnabörn. Það er okkur öllum
dýrmætt að hafa fengið að deila
ótal gleðistundum og tímamót-
um í lífi okkar með þeim ömmu
og afa. Að leiðarlokum viljum
við þakka ömmu allt það sem
hún var okkur og kveðja hana
með ljóðinu sem séra Pétur Þór-
arinsson orti við lag hennar
Kveðja til Fnjóskadals:
Er árin yfir færast
og aldur sígur hátt,
þú hugann lætur líða
svo ljúft í austurátt.
Þar óx þitt innra frelsi,
þinn andi rótum skaut.
Þar lágu spor þín víða,
þau vísa bernskubraut.
Hún elur margar myndir,
þín minning dalnum frá,
er sveipast svipnum hlýja
sem sveitin bestan á.
Þó stundum stormar hafi
hvert stráið skekið hart.
Þá lifir ljós sú minning,
um lognið sólskins bjart.
(Pétur Þórarinsson)
Guð blessi minningu Lúlleyj-
ar ömmu og megi hún hvíla í
friði.
Barnabörnin,
Hallur, Bjarnveig, Stefán,
Arnar, Aðalgeir og Esther.
Lúlley Esther
Lúthersdóttir
Útfararþjónusta
Hafnarfjarðar
Sími: 565-9775
www.uth.is. uth@simnet.is.
Við sjáum um alla þætti útfararinnar.
Seljum kistur,krossa og duftker hvert
á land sem er.
Persónuleg þjónusta.
Stapahrauni 5 Hafnarfirði.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓNÍNA ÁSBJARNARDÓTTIR
frá Flateyri,
Hæðargarði 33,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
14. nóvember, verður jarðsungin frá Flateyrarkirkju
laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00.
Minningarathöfn fer fram í Bústaðarkirkju fimmtudaginn 27.
nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörg og
Maríusjóð á Flateyri.
Björgvin Þórðarson
og fjölskylda.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GÍSLI MÁR MARINÓSSON,
Sólvallagötu 12,
Keflavík,
lést sunnudaginn 16. nóvember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
föstudaginn 28. nóvember kl. 13.00.
Erla Ásgrímsdóttir,
Óskar Ingi Gíslason,
Svanfríður Þóra Gísladóttir,
Þórhalla Gísladóttir,
Karl Hólm Gíslason,
Helgi Már Gíslason, Ingibjörg Erla Þórsdóttir,
Hrafnhildur Gísladóttir,
Hildigunnur Gísladóttir, Páll Sólberg Eggertsson
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
JÓN GUÐJÓNSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
mánudaginn 10. nóvember.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13.00.
Viktor Jacobsen
Guðjón Jónsson, Þuríður Erlendsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir, Hörður Jónsson,
Anna María Jónsdóttir,
barnabörn, barnbarnabörn og barnabarnabarnabarn.