Morgunblaðið - 25.11.2014, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Pawel er fundinn
2. Maðurinn fannst látinn
3. „Teljum að hann sé á lífi“
4. „Fullnaðarsigur íslenskra …“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónleikar verða haldnir í kvöld kl.
20.30 á stóra sviði Þjóðleikhússins
til styrktar Halldóri Snæ Bjarnasyni,
hljóðmeistara hússins, sem berst við
krabbamein. Á tónleikunum koma
m.a. fram Todmobile, Heimilistónar,
Moses Hightower, Hellvar, Dj flugvél
og geimskip, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Sigríður Thorlacius, Frímann Gunn-
arsson o.fl. Kynnir verður Þorsteinn
Guðmundsson, sem hér sést. Allur
ágóði af miðasölu og sölu veitinga á
tónleikunum rennur óskiptur í sjóð
fyrir Halldór Snæ og fjölskyldu hans.
Morgunblaðið/Golli
Tónleikar til styrktar
Halldóri og fjölskyldu
Gjörninga-
listamaðurinn
Ingvar Björn
framkvæmir viða-
mikinn listgjörn-
ing í Gamla bíói á
fimmtudags-
kvöldið með fjór-
um mennskum
penslum. Hljóm-
sveitin Vök og rapparinn Blaz Roca
eru ofin í gjörninginn.
Rapp og lifandi
penslar í listgjörningi
Lúðrasveit Reykjavíkur heldur
minningartónleika í Kaldalóni í
Hörpu í kvöld kl. 20 um fyrrverandi
liðsmenn sveitarinnar, básúnuleik-
arana Friðrik Theódórs-
son og Björn R.
Einarsson sem
létust á þessu ári.
Stjórnandi hljóm-
sveitarinnar, sem
hér sést, er Lárus
Halldór Grímsson.
Til minningar um
Björn og Friðrik
Á miðvikudag Suðlæg átt, 5-13 m/s og dálítil él eða skúrir, en
léttskýjað fyrir norðan og austan. Hægari seinnipartinn. Frost víða
0 til 5 stig en 0 til 5 stiga hiti við suðurströndina.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s og rigning. Sunnan-
og suðvestanátt og skúrir eða slydduél suðvestantil með morgn-
inum en lægir fyrir norðan og á Austurlandi. Hiti 1 til 8 stig.
VEÐUR
Sævar Ingi Sigurðarson er
16 ára Íslendingur sem hef-
ur verið búsettur í Noregi
undanfarin ár og er nú kom-
inn í fremstu röð meðal
ungra fimleikamanna þar í
landi. Hann stefnir að því að
komast á Ólympíuleikana
og keppa þar fyrir hönd Ís-
lands. „Ég myndi keppa fyr-
ir Ísland, ég held alla vega
að ég sé ennþá með íslensk-
an ríkisborgararétt,“ segir
Sævar. » 4
Ég myndi keppa
fyrir Ísland
KR-ingar unnu í gærkvöld sinn sjö-
unda sigur í jafnmörgum leikjum í
Dominos-deild karla í körfuknattleik
þegar þeir lögðu Hauka á sannfær-
andi hátt. Lið KR sýndi hve öfl-
ugt það er og ljóst má vera
hverjum sem fylgist
með að Vestur-
bæingarnir geta
hæglega farið í
gegnum deild-
ina án þess að
tapa leik. »2
Geta hæglega farið tap-
lausir í gegnum deildina
Það sem plagaði Víkinga helst á ann-
ars frábæru tímabili nýliða í Pepsi-
deildinni í knattspyrnu á síðustu leik-
tíð var skortur á markaskorurum. Lið-
ið skoraði aðeins 25 mörk í 22 leikjum.
Í vetur hefur liðið sankað að sér leik-
mönnum og er hvergi nærri hætt.
Þessir leikmenn eiga það margir hverj-
ir sameiginlegt að hafa skorað grimmt
fyrir sín lið, en í neðri deildum. »1
Víkingar safna
markaskorurum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Í haust ákvað Guðröður Hákonarson
að bjóða upp á svokallaðan mömmu-
mat kvöld eitt á Kaupfélagsbarnum á
Hildibrand-hóteli í Neskaupstað.
Framtakið mæltist vel fyrir og síðan
hefur hann haldið uppteknum hætti
öll miðvikudagskvöld og í hádeginu á
fimmtudögum.
Guðröður er frá Efri-Miðbæ í
Norðfirði og býr þar, var kúabóndi í
15 ár en hætti búrekstri 2006. „Ég hef
verið í sjálfstæðum atvinnurekstri síð-
an ég var 18 ára gamall,“ rifjar hann
upp. Segir að það hafi þótt gott á sín-
um tíma að vera með 36 kýr en það
hafi verið sjálfhætt. „Kúabúskapur
hvarf á nokkrum árum,“ áréttar hann
og vísar til þess að þegar hann hafi
byrjað hafi verið 10 innleggjendur í
sveitinni en þeir hafi aðeins verið tveir
2006. Þetta hafi verið þróunin, búum
hafi eðlilega fækkað þegar önnur hafi
stækkað.
Í gamla kaupfélaginu
Hildibrandur Guðröður Jónsson,
afi Guðröðar, reisti fjögurra hæða
kaupfélagshúsið í Neskaupstað 1948.
Húsið var tekið í gegn fyrir um átta
árum en eigendafélagið varð gjald-
þrota og húsið stóð autt í nokkur ár
þar til nýtt eignarhaldsfélag keypti
það og Guðröður hóf endurbætur á
því fyrir um ári. Þar rekur hann nú
hótel og matsölustað með syni sínum.
Tveimur árum áður en hópurinn
ákvað að breyta gamla kaupfélags-
húsinu í hótel og matsölustað hófu
feðgarnir Guðröður og Hákon end-
urbætur á gömlu mjólkurstöðinni og
breyttu henni í matvinnsluhús og
veislueldhús. „Við horfðum til ferða-
þjónustunnar og kaupfélagshúsið var
rétta húsið með mestu möguleikana,“
segir Guðröður um framhaldið. „Þetta
hús var byggt af miklum myndarskap
og mikilli framsýni og það skemmdi
ekki fyrir að afi minn var hér kaup-
félagsstjóri í um hálfa öld. Þetta var
„magasín austursins“, en 1948 voru
menn almennt ekki farnir að hugsa
þannig úti á landi. En einangrunin
hafði sitt að segja og kaupfélagið á
Norðfirði var sterkt á þessum tíma.“
Guðröður segir að með mömmu-
matnum á miðvikudagskvöldum sé
hann fyrst og fremst að höfða til fólks
eldra en 40 ára. „Það er fólk sem er
ekki alið upp á franskbrauði og áleggi
heldur venjulegum íslenskum góðum
heimilismat.“
Á morgun verður boðið upp á salt-
kjöt og baunir með kartöflumús, en af
öðrum vinsælum réttum má nefna
svið, hrísgrjónagraut með slátri,
ábrystir, kótilettur í raspi, steikt
lambalæri með grænum ORA-
baunum, brúnni sósu og rabarbara-
sultu og kjöt í karrísósu. „Ég ólst upp
við að fá fisk í hádeginu og kjöt á
kvöldin og þannig hefur það yfirleitt
verið til sveita,“ segir Guðröður.
„Þetta er sú fæða sem við Íslendingar
áttum og við byggjum á henni.“
Frá kúnum í matreiðsluna
Með mömmu-
mat í „magasíni
austursins“
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Heimilismatur Guðröður Hákonarson bauð síðast upp á kjöt í karríi og næst er það saltkjöt og baunir.
Kaupfélagsbarinn Innréttingar eru einfaldar og minna á gamla tíma.