Morgunblaðið - 25.11.2014, Side 30

Morgunblaðið - 25.11.2014, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014 Það gladdi mig mikið aðheyra að JazzklúbburHafnarfjarðar stæði fyrirtónleikum með dönsku djasssveitinni UDU og er klúbb- urinn hluti Menningar- og lista- félags Hafnafjarðar þar sem Kiddi í Hljómalind ræður ríkjum. Það er gaman að djassklúbbur sé starf- andi í Hafnafirði, en þar var Jazz- vakning stofnuð fyrir nærri 40 ár- um. Tónleikarnir á föstudagskvöld voru listviðburður, en því miður heldur illa kynntir og aðsókn í samræmi við það. Danski bassa- leikarinn Richard Andersson, sem hér hefur búið um tíma, leikið með ýmsum djasssveitum og staðið fyr- ir djammsessjónum á Hressó, var hér mættur með kvartett sinn UDU, sem auk hans skipa þrír úr hópi helstu djassleikara Dana: Jesper Zauthen altisti og Kasper Tranberg trompetleikari, sem hér léku á RúRek djasshátíðinni 1997 í boði Jazzvakningar með Frum- skógasveit Pierre Dørge og trommarinn Peter Bruun, sem lék í Parkertríói breska píanistans Django Bates á Jazzhátíð Reykja- víkur 2010. Tónleikarnir voru tvískiptir án hlés og var fyrri hlutinn verk af skífu kvartettsins, öll eftir Rich- ard, römmuð inn í hið fyrsta „This is not an elevator“ sem var með hljómi frá Austurlöndum nær, og hið síðasta „Fest i elvehøj“ þar sem grúf Richards og Peters var sterkt undir samstiga blæstri Ka- spers og Jespers. Þar á milli brá fyrir laglínum af ætt Ornette Co- lemans, balkanskotnum línum og sálmastefjum, en fyrst og fremst ríkti hinn sterki spuni Jespers Zauten öðru ofar. Hann er töfra- maður á hljóðfæri sitt og tónn hans afar persónulegur þó að hann leiti fanga víða. Kaper er einnig sterkur blásari með þrótt- mikinn tón, málmkenndan og breiðan. Hann leitar á mið ýmissa forvera sinna en tekst að bræða þau áhrif í sinn eigin stíl, sem er heitur og expressjónískur. Rich- ard er einnig sterkur sólisti hvort sem hann pikkar línurnar eða bregður fyrir sig hljómum og Pet- er Bruun – þar er heil hrynsveit í gangi bak við trommusettið. Seinni hluti tónleikanna sam- anstóð af nýjum lögum, sem vænt- anlega verða hljóðrituð innan skamms. „Baby Blues“ var fyrst á dagskrá, enda Richard nýbúinn að eignast sitt þriðja barn. Klass- ískur blús í klassískum frjálsdjass- stíl. Verður það betra? Kannski var þó bragurinn um bassastól Richards, sem brotnaði nýlega, eftirminnilegastur: „To the bridge“. Þar fannst mér ég stadd- ur í neworleanískri jarðarför og tónn Jespers magnaður. Titurmik- ill, voldugur og urrandi eins og hjá Sidney Bechet. Svo lauk þessu á stuttum ópus Jespers „Wo bist du?“ Ljósmynd/Zuzia Prusinska UDU Richard Andersson, Kasper Tranberg, Jesper Zauthen og Peter Bruun. Frá New Orleans til frjálsspuna Bæjarbíó í Hafnafirði UDUbbbbm Richard Andersson, bassa, höfundur tónlistar og hljómsveitastjóri, Kasper Tranberg trompet, Jesper Zauthen altó- saxófón og Peter Bruun, trommur. Föstudagskvöldið 21. nóvember 2014 kl. 21.00. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, mun halda fyrirlestur um íslenska silfursmiði í hádegisfyrirlestri Þjóðminjasafnsins í dag, þriðjudag, og hefst hann kl. 12.05. Á 150 ára afmælisári Þjóðminjasafnsins í fyrra gaf safnið út ritið Íslenzk silfursmíð í tveimur bindum. Verkið er afrakstur áratuga rannsókna Þórs um silfursmíð og silfursmiði hér á landi í gegnum aldirnar. Í bókinni fjallar hann meðal annars um aðferðir við gull- og silf- ursmíði og íslenska hagleiksmenn sem margir voru sjálflærðir. Í öðru bindi bókarinnar er gullsmiðatal þar sem gerð er grein fyrir ís- lenskum gullsmiðum allt frá miðöldum til 20. aldar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þór að því miður væru ekki varðveittri gripir frá mið- öldum sem hægt væri að eigna íslenskum smið- um en á síðari öldum fjölgar mikið heimildum um smiði. „Það er einkennilegt hve margir fóru að læra gullsmíði, því sjálfsagt var meiri þörf fyrir tré-, járn- og bátasmiði,“ sagði hann. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Þór fjallar um íslenska silfursmíði Morgunblaðið/Einar Falur Fræðimaðurinn Þór Magn- ússon virðir fyrir sér kaleika í Þjóðminjasafninu. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta eru ekki jólatónleikar, enda er aðventan ekki enn gengin í garð. Sjálf er ég hlynnt því að allt eigi sinn tíma og við flytjum jólatónlist- ina þegar nær dregur jólum,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir sem stjórn- ar Hamrahlíðarkórnum á tónleikum í Háteigskirkju í kvöld kl. 20. Á efn- isskránni, sem ber yfirskriftina Stuttir eru morgnar, er eingöngu íslensk tónlist. „Aðgangur er ókeypis, því okkur finnst mikilvægt að allir hafi tæki- færi til að mæta og kynnast þessum yndislegu verkum og sterka ís- lenska skáldskap,“ segir Þorgerður. Á tónleikunum verða frumflutt tvö ný verk, annars vegar Rímna- stælingar fyrir kór og 3 klarinetta eftir Atla Heimi Sveinsson og hins vegar Kaprísa fyrir fiðlu og kór eft- ir Örnólf Eldon Þórsson auk þess sem frumflutt verður endurskoðuð raddsetning Hafliða Hallgríms- sonar á þjóðlögunum Móðir mín í kví kví og Bí, bí og blaka. Afburða klarínettuleikarar „Rímnastælingar Atla Heimis er skemmtiverk byggt á einu af Jón- asarlögum hans, Buxur, vesti, brók og skó við texta Jónasar Hallgríms- sonar. Atli Heimir samdi verkið á liðnu vori, en það hittist svo skemmtilega á að það eru þrír ung- ir afburða klarínettuleikarar í námi sem syngja með kórnum um þessar mundir,“ segir Þorgerður, en ein- leikarar verksins eru þau Hilma Kristín Sveinsdóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir og Símon Karl Sigurð- arson Melsteð. „Örnólfur Eldon, sem fæddur er 1992, er í námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands en staddur í skiptinámi í Tallinn í Eistlandi um þessar mundir. Hlutverk fiðlunnar er mjög stórt í þessu verki,“ segir Þorgerður, en einleikari er Sólveig Vaka Eyþórsdóttir. „Á efnisskránni eru einnig verk eftir fleiri af stórmeisturum okkar,“ segir Þorgerður og nefnir í því samhengi verkið Stuttir eru morgn- ar í Möðrudal eftir Jón Nordal. „Þetta er fyrsta kórverk Jóns, en hann samdi þetta ungur maður árið 1955 fyrir karlakór. Fyrir hálfu öðru ári umskrifaði hann tvo þætti úr verkinu fyrir blandaðan kór með okkur í huga. Þessi útgáfa hefur ekki fengið opinbera kynningu þó að við höfum flutt þetta einu sinni áður. Mér finnst afskaplega mikils virði að koma því á framfæri, þarna er á ferðinni frábært tónverk.“ Af öðrum verkum nefnir Þor- gerður Klukku Íslands eftir Huga Guðmundsson við ljóð Þorsteins Valdimarssonar sem tileinkað er Halldóri Laxness. „Við frumfluttum verkið í Þýskalandi en það hefur aldrei verið flutt hérlendis áður,“ segir Þorgerður og bendir á að verkið sé fyrir kór, tvo crotales diska og litlar bjöllur, en um einleik á crotales eða málmdiska sér Sölvi Rögnvaldsson. „Önnur verk á efnisskránni eru verk sem hafa ef til vill ekki fengið mikla kynningu en sem okkur lang- ar til að koma á framfæri, því margt af því sem samið hefur verið fyrir okkur í áranna rás hefur orðið almenningseign,“ segir Þorgerður. Af öðrum tónskáldum sem verk eiga á tónleikum kvöldsins eru Þor- kell Sigurbjörnsson, Kolbeinn Bjarnason og Snorri Sigfús Birg- isson auk þess sem flutt verður út- setning eftir Ríkarð Örn Pálsson við Vera mátt góður, en einleikari í því verki er Hildur Elísa Jónsdóttir á klarinett og aðrir hljóðfæraleik- arar eru Steinar Logi Helgason á klukkuspil, Sylvía Spilliaert á bassa sem og Ólafur Sverrir Stephensen og Þorgrímur Þorsteinsson á slag- verk. Stöðug endurnýjun Aðspurð segir Þorgerður alls 53 ungmenni í Hamrahlíðarkórnum, en þau eru á aldrinum 18 til 25 ára. „Það er allnokkur áskorun að reyna að halda sama hljómnum, því söng- hópurinn er í stöðugri endurnýjun og nánast alltaf einhverjar manna- breytingar milli tónleika enda þessi tími í lífi ungs fólks tími mikilla breytinga,“ segir Þorgerður og bendir á að ellefu ungmenni séu í kvöld að syngja sína fyrstu tónleika með kórnum. „En þessar öru breyt- ingar halda starfinu lifandi og fersku,“ segir Þorgerður að lokum. „Frábært tónverk“  Hamrahlíðarkórinn syngur í Háteigskirkju í kvöld kl. 20 Morgunblaðið/Golli Hæfileikarík Þorgerður Ingólfsdóttir ásamt Hamrahlíðarkórnum á æfingu. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.