Morgunblaðið - 25.11.2014, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
www.gildi.is
Aukaársfundur
3. desember 2014
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Aukaársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn
3. desember nk. kl. 17.00 á Grand Hótel, Reykjavík
Dagskrá fundarins:
1.Samrunasamningur Gildis-lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs
Vestfirðinga lagður fram til afgreiðslu.
2.Tillögur til breytinga á samþykktum Gildis-lífeyrissjóðs.
Tillögurnar má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á
heimasíðunni
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og
tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúm
stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum
standa, fer með atkvæði á fundinum.
Reykjavík, 20. nóvember 2014,
Sigurður Hallmarsson,
fyrrverandi kennari,
skólastjóri og fræðslu-
stjóri, lést á Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga,
Húsavík, sunnudaginn
23. nóvember síðastlið-
inn, nær 85 ára að aldri.
Sigurður fæddist á
Húsavík 24. nóvember
1929. Foreldrar hans
voru Jónína Katrín Sig-
urðardóttir húsmóðir
og Hallmar Helgason
sjómaður. Sigurður
lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla
Húsavíkur 1947 og kennaraprófi frá
Kennaraskóla Íslands 1951. Hann
nam við Leiklistarskóla Lárusar
Pálssonar 1948 til 1951 og útskrif-
aðist sem myndmenntakennari frá
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1968. Hann stundaði einkanám í
myndlist hjá Pétri Friðrik listmál-
ara og sótti ýmis námskeið.
Sigurður var kennari lengst af, frá
1947 til 1972, meðal annars í Flatey
á Skjálfanda, á Akureyri og Húsa-
vík. Hann var skólastjóri Barna-
skóla Húsavíkur 1972-
1987, fræðslustjóri
Norðurlands eystra
1987-1989 og sinnti
kennsluráðgjöf í list-
greinum frá 1991.
Hann var fram-
kvæmdastjóri Sjúkra-
húss Húsavíkur 1961-
1966, í stjórn Leik-
félags Húsavíkur
1954-1970 og formaður
um árabil. Hann var
mikill félagsmaður og
sat í ýmsum ráðum og
nefndum. Hann leik-
stýrði mörgum verk-
um, var stjórnandi Lúðrasveitar
Húsavíkur um árabil og hélt margar
málverkasýningar. Hin síðari ár
stjórnaði hann Sólseturkórnum á
Húsavík, allt til vors 2014. Hann
fékk listamannalaun 1989 og hlaut
Hina íslensku fálkaorðu.
Herdís Kristín Birgisdóttir, eig-
inkona Sigurðar, fæddist 15. júlí
1926. Hún andaðist 16. október síð-
ast liðinn. Þau eiga þrjú börn, níu
barnabörn og fjögur barna-
barnabörn.
Andlát
Sigurður Hallmarsson
komast ungarnir á legg – en núna
drepast þeir áður en þeir verða
fleygir og það er hægt að rekja það
til sílaskorts.
Freydís Vigfúsdóttir rannsakaði
þetta og mældi vaxtarhraða
kríuunga og hún sá að ungarnir
þurftu að vaxa með ákveðnum
hraða og þyngjast um ákveðin
grömm á hverjum degi. Ef sá vaxt-
arhraði náðist ekki drápust ungarn-
ir.“
Jón segir að ástandið á Vestur-
landi sé í sama takti og annars stað-
ar. „Það er sama saga hér á Vest-
urlandi og víða annarsstaðar þó
bresturinn sé búinn að hafa meiri
aðdraganda þar. Ástæðan er sú að
sandsílið hvarf hér fyrr en annars-
staðar á landinu. Ástandið var
skárra fyrir norðan í einhvern tíma
en það virðist benda í sömu átt.“
Talning við Langanes sýnir
fram á mikla fækkun
Myndin sem fylgir þessari frétt
er frá Skoruvíkurbjargi á Langa-
nesi. Náttúrustofa Norðausturlands
hefur fylgst með ástandi sjófugla-
stofna á Norðausturlandi og birti
nýlega frétt um niðurstöður vökt-
unarrannsókna sumarið 2014.
Benda þær til 42% fækkunar
stuttnefju frá síðasta ári. Hefur
stuttnefju nú fækkað um 82% í
Skoruvíkurbjargi á tímabilinu frá
1986 fram til ársins 2014 og haldi
þessi þróun áfram bendir Náttúru-
stofa Norðausturlands á að stutt-
nefjur hverfi úr Skoruvíkurbjargi
eftir u.þ.b. fimm ár.
Niðurstöður talninga í sumar
sýna einnig að langvíu hafi fækkað
um 29% við bjargið og 21% í Gríms-
ey. Fjöldi ritu í Skoruvíkurbjargi
var sá minnsti frá upphafi talninga
og reyndist vera rétt um 16% af því
þegar mest var um ritu, árið 1994.
Það er því ekki ofsögum sagt að
þeir fuglar sem lifa á sandsíli séu í
vanda og sá vandi er alvarlegur.
Alvarlegt ástand sjófugla
Sjófuglar eiga undir högg að sækja Sandsílinu um að kenna Ástandið er slæmt á landsvísu
Aldrei færri ritur við Skoruvíkurbjarg á Langanesi Líklegt að stuttnefja hverfi á næstu fimm árum
Ljósmyndir/Arnþór Garðarsson og Aðalsteinn Ö. Snæþórsson
Fækkun Mynd tekin með 20 ára millibili af einu talningarsniði í Skoruvíkurbjargi. Ljósmynd vinstra megin tekin sum-
arið 1994 og myndin hægra megin 30. júní 2014. Í bjarginu hefur svartfuglum fækkað um rúm 70% og ritu um 81%.
Skortur á sandsíli
» Ýmsar fuglategundir mata
unga sína á síli, svo sem kría
og lundi, og getur afkoma
þeirra ráðist af magni síla í
hafinu hverju sinni. Svo
er sílið mikilvæg fæða fyrir
ýmsar tegundir þorskfiska, svo
sem þorsk, ýsu og ufsa
» Staðan er mjög slæm hjá
þeim fuglategundum sem lifa
af sandsíli.
» Líffræðingar sem stunda
fuglarannsóknir standa ráð-
þrota gagnvart ástandinu.
FRÉTTASKÝRING
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Það er mikilvægt að halda um-
ræðunni í gangi því þetta er ekkert
tískufyrirbrigði. Ástand sjófugla-
stofna við Vesturland er afar slæmt
eftir nær linnulausan ætisskort sem
hefur verið viðvarandi frá aldamót-
um. Það er veitt lítið fjármagn til
rannsókna og lítið fjármagn til að
gera eitthvað og mér finnst að þess-
ar fréttir fljúgi undir radarinn,“ seg-
ir Jón Einar Jónsson, dýravistfræð-
ingur og
forstöðumaður
Rannsóknaseturs
Háskóla Íslands á
Snæfellsnesi.
Á Vesturlandi
er staðan því orð-
in þannig að haldi
þessi þróun áfram
er líklegt að fugl-
arnir hverfi með
öllu – innan fárra
áratuga, með til-
heyrandi tjóni fyrir lífríki og náttúru
Vesturlands.
„Það er klárt mál að það er þörf á
viðsnúningi, fyrr frekar en síðar.
Það er hinsvegar ákaflega lítið sem
við getum gert – ef þetta er vegna
loftslagsbreytinga. Það er talað fyrir
daufum eyrum hjá mörgum voldug-
um ríkjum í þeim málum,“ segir Jón
Einar. Hann bendir á að hugmyndir
hafi komið upp að stöðva veiðar á
meðan ástandið sé svona en það hafi
ekki verið ákveðið. „Það er eitthvað
sem við getum ákveðið sjálf.“
Jón segir að ástand sjófugla við
Íslandsstrendur sé ákaflega slæmt.
Krían kom ekki upp ungum
Ástandið sé verst hjá svartfugl-
unum álku, langvíu, teistu, stuttn-
efju og lundanum sem og kríunni
sem er ekki sjófugl þó hún lifi á
sandsílinu. Krían kom ekki upp
neinum ungum í ár á Vesturlandi
frekar en fyrri ár en varp þeirra
fugla sem lifa á sandsíli hefur gengið
illa undanfarin áratug. Kríuvarpi
lauk í júlí og þó margir ungar hafi
skriðið úr eggi þá drápust þeir flest-
ir vegna ætisskorts áður en þeir
urðu fleygir. „Það sem gerist hjá
kríunni á eðlilegum tíma er að þá
Jón Einar
Jónsson