Morgunblaðið - 25.11.2014, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Af sex flokksleiðtogum sem taka
þátt í þingkosningunum á Græn-
landi fór aðeins einn fyrir flokki
sínum í síðustu kosningum. Það er
Nikku Olsen, sem stofnaði Inúíta-
flokkinn, Partii Inuit, skömmu fyrir
kosningarnar í mars á síðasta ári.
Kim Kielsen, 48 ára fyrrver-
andi lögreglumaður, fer nú
fyrir Siumut-flokknum, eftir
að Aleqa Hammond lét af
störfum sem leiðtogi
flokksins og formaður landstjórn-
arinnar. Sara Olsvig, 36 ára mann-
fræðingur, varð formaður Inuit
Ataqatigiit (IA) fyrr á árinu og er
nú líkleg til að verða næsti for-
maður landstjórnarinnar. Hans
Enoksen, fyrrverandi formaður
landstjórnarinnar, fer fyrir nýjum
flokki sem gæti komist í odda-
stöðu og ráðið úrslitum um hvort
Olsvig eða Kielsen myndi næstu
stjórn.
Fimm nýir flokksleiðtogar
MÖRG NÝ ANDLIT Í KOSNINGABARÁTTUNNI
komnir niður á jörðina. Við þeim blas-
ir sá veruleiki að engin náma er í
notkun á Grænlandi. Þeirri síðustu,
gullnámu í sunnanverðu landinu, var
lokað á síðasta ári og um 80 manns
misstu þá atvinnuna. Engin af arð-
vænlegustu námuvinnsluáformunum
hafa orðið að veruleika, þeim hefur
annaðhvort verið slegið á frest eða
hætt hefur verið við þau.
Úranvinnsla bönnuð aftur?
Jafnaðarmannaflokkurinn Si-
umut vann mikinn sigur í síð-
ustu kosningum undir forystu
Alequ Hammond sem hét
því að erlend fyrirtæki
yrðu látin greiða háa
skatta þegar í stað fyrir
nýtingarrétt á námum.
Hammond beitti sér einnig fyrir því
að þingið samþykkti að afnema 25 ára
algert bann við vinnslu á úrani, geisla-
virku frumefni sem er aðallega notað í
kjarnaofna og kjarnavopn. Þegar
bannið var í gildi var ekki hægt að
heimila vinnslu á öðrum málmum félli
úran til sem aukaafurð.
Stjórnin undirritaði einnig samn-
ing við námafélagið London Mining
A/S, sem er fjármagnað af Kínverj-
um, um að það fengi einkaleyfi til að
nýta járngrýti við Isukasa, um 150
km norðaustur af höfuðstaðnum
Nuuk. Námufélagið fékk greiðslu-
stöðvun í október vegna erfiðleika í
námurekstri þess í Vestur-Afríku.
Afnám bannsins við vinnslu úrans
hefur verið mjög umdeilt á Grænlandi
og vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit
(IA), stærsti stjórnarandstöðu-
flokkurinn, vill efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um hvort heimila eigi
vinnslu á úrani sem aukaafurð. Sam-
kvæmt nýlegri skoðanakönnun er IA
með um 37% fylgi og flokkurinn er
líklegur til að mynda næstu land-
stjórn eftir kosningarnar.
Politiken birti viðtal við Söru Ols-
vig, formann IA, um helgina þar sem
haft er eftir henni að hún ætli að
leggjast gegn námugrefti á Kuan-
nersuit (Kvanefjalli), þar sem úran er
í jörðu, jafnvel þótt Grænlendingar
samþykki í atkvæðagreiðslunni að
leyfa vinnslu á úrani sem aukaafurð.
Komnir aftur niður á jörðina
Stjórnmálamenn á Grænlandi bundu miklar vonir við nýtingu náttúruauðlinda í síðustu kosningum
en fátt bendir til þess að draumurinn um olíuævintýri og stórgróða af námugrefti rætist á næstu árum
Morgunblaðið/RAX
Nýtt þing kosið Frá Upernavik, bæ með tæplega 1.200 íbúa á norðvesturströnd Grænlands. Þingkosningar fara
fram á Grænlandi á föstudaginn kemur og rúm 40.000 af 56.000 íbúum landsins hafa þá rétt til að greiða atkvæði.
Færri ferðamenn
» Atvinnuleysið í Grænlandi er
nú um 9-10% og horfurnar eru
ekki góðar í atvinnumálum.
» Vel hefur árað í sjávarútvegi,
einkum vegna þess að fiskverð
er hátt, en ferðamönnum hefur
fækkað. Farþegum skemmti-
ferðaskipa, sem koma til
Grænlands, hefur fækkað um
30% frá 2010 og flugfarþegum
hefur einnig fækkað.
Sara Olsvig
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Þegar Grænlendingar gengu til þing-
kosninga í mars á síðasta ári var nýt-
ing náttúruauðlinda helsta kosninga-
málið og meðal annars var deilt um
hvernig bregðast ætti við yfirvofandi
innrás þúsunda kínverskra námu-
verkamanna. Nú, tæpum tveimur ár-
um síðar, sjást engir kínverskir
verkamenn, engin náma hefur verið
tekin í notkun og ekkert bendir til
þess að draumur Grænlendinga um
olíuævintýri rætist á næstunni.
„Í kosningabaráttunni fyrir tveim-
ur árum töluðu stjórnmálamennirnir
eins og að leggja ætti göturnar gulli
og þúsundir námumanna kæmu til
Grænlands. Núna er öllum ljóst að
veruleikinn er annar,“ sagði græn-
lenski jarðfræðiprófessorinn Minik
Rosing í viðtali við TV2 í Danmörku.
„Það leikur enginn vafi á því að
bundnar voru alltof miklar vonir við
það að námugröftur myndi bjarga
efnahag Grænlands. Stjórnmála-
mennirnir tóku einfaldlega bjartsýn-
ustu spárnar og trúðu því að þær
myndu rætast, án þess taka tillit til
þess að hér vantar enn bæði innviðina
og sérþekkinguna sem þarf. Þótt
möguleikarnir séu miklir er stað-
reyndin samt sú að það tekur áratugi
að hefja námugröft og olíuvinnslu á
Grænlandi.“
Auk olíuævintýrisins, sem virtist á
næsta leiti, var talað um að nýta ætti
verðmæt jarðefni á borð við gull, járn,
blý, sink, demanta og aðra gimsteina,
platínu, tantalít, úran, nikkel, tungs-
ten, títan, silfur, marmara og kopar,
auk þess sem reisa átti álver. Græn-
lendingar sáu fram á að geta stofnað
sjálfstætt ríki á næstu árum og voru
sagðir eiga möguleika á því að verða
ein ríkasta þjóð í heimi héldu þeir vel
á spöðunum.
Hvað sem síðar verður eru vænt-
ingarnar minni nú fyrir þingkosning-
ar á Grænlandi á föstudaginn kemur
og stjórnmálamennirnir eru aftur
Samningamönnum Írans og
ríkjanna fimm sem eiga fastafull-
trúa í öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna, auk Þýskalands, tókst ekki að
ná langtímasamkomulagi í deilunni
um kjarnorkuáætlun írönsku
klerkastjórnarinnar. Ákveðið var
að framlengja skammtíma-
samkomulag, sem undirritað var í
janúar síðastliðnum, um sjö mán-
uði. Gert er ráð fyrir því að samið
verði um megindrætti langtíma-
samkomulagsins fyrir 1. mars og öll
tæknileg atriði hans ekki síðar en 1.
júlí.
Viðræðurnar stóðu í marga mán-
uði en samningamönnununum tókst
ekki að leysa helstu deilumálin.
Einkum var deilt um úranauðgun
Írana og afléttingu refsiaðgerða.
Bráðabirgðasamkomulagið fól
meðal annars í sér að hluta refsiað-
gerða gegn Íran var aflétt, gegn því
að Íranar heimiluðu eftirlit Al-
þjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar á stöðum þar sem kjarn-
orkutengd starfsemi fer fram.
Utanríkisráðherrar Bandaríkj-
anna, Bretlands, Frakklands, Írans,
Kína, Rússlands og Þýskalands
tóku þátt í samningaviðræðum sem
fóru fram í Vínarborg í gær.
DEILAN UM KJARNORKUÁÆTLUN ÍRANS
Frestur til að ná langtímasamkomulagi
við Írana framlengdur um sjö mánuði
Jose Socrates, fyrrverandi for-
sætisráðherra Portúgals, kom fyr-
ir dómara í Lissabon í gær vegna
ásakana um að hann hefði gerst
sekur um fjársvik, mútuþægni og
peningaþvætti. Lögreglan handtók
Socrates á flugvelli í höfuðborg-
inni á föstudaginn var vegna rann-
sóknar málsins og hann var
dæmdur í gæsluvarðhald um
helgina.
Socrates er 57 ára og fór fyrir
ríkisstjórn vinstri- og miðflokka
frá 2005 til 2011. Handtaka hans
olli miklu uppnámi í portúgölskum
stjórnmálum og fjölmiðlar sögðu
að hafnar hefðu verið rannsóknir
á fleiri
spillingarmálum.
Áður hafði kom-
ið upp spilling-
armál sem varð
til þess að Migu-
el Macedo,
innanríkis-
ráðherra í stjórn
hægri- og mið-
flokka, sagði af
sér.
Ríkissaksóknari Portúgals segir
að um 70 lögreglu- og skattrann-
sóknamenn hafi tekið þátt í húsleit
á nokkrum stöðum áður en menn-
irnir voru handteknir.
PORTÚGAL
Fyrrverandi forsætisráðherra handtekinn
Socrates er sak-
aður um spillingu.