Morgunblaðið - 25.11.2014, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
Í sýningarými Nýlistasafnsins, sem
nú er flutt að Völvufelli 13-21 í
Breiðholti, hefur verið opnuð sýn-
ing sænsku listarkonunnar Vildu
Kvist, „We Need Better Endings“.
Kvist er fædd í Gautaborg árið
1979 en býr og starfar í Stokk-
hólmi. Í myndlist sinni fæst hún,
samkvæmt tilkynningu „með
ákveðinni óvirðingu og umhyggju,
við allt á milli valdaskiptingar, hat-
urs í garð samkynhneigðra og
sögufölsunar til þess sem hún elsk-
ar líkt og sólsetra, fagurfræði,
vandræðalegrar tónlistar og þess
að nafngreina hetjur sínar“.
Í sýningunni veltir Kvist fyrir sér
kvikmyndaverksmiðjunni Holly-
wood og áhrifum hennar á frásagn-
arformið, þögguðum röddum og
þeim sem hafa verið ranglega sett-
ar fram. Listakonan segir skáld-
skap vera ákveðna útgáfu af raun-
veruleikanum. „Sagður og
endursagður sem skemmtun í
gegnum fjölmiðla. Hvað kennir
falskur fullkomleiki Hollywood
okkur? Hverjir mega missa sín úr
glamúrmyndunum og við hverja er
hægt að miða? Hvaða ímyndum er
þrýst upp á okkur í gegnum mis-
túlkun? Steríótýpur Hollywood eru
endursköpun á því hvernig ham-
ingja ætti að líta út og hverjir það
eru sem fá að vera hetjur og aðal-
persónur stórsagnanna,“ segir hún.
Á sýningunni gefur að líta fjögur
verk eftir Vildu Kvist. Vídeóverk,
hljóðverk og skúlptúr, og leifar
hreinsunargjörnings þar sem Kvist
brenndi eftirlíkingu HOLLY-
WOOD-skiltisins.
Sýningastjóri er Kolbrún Ýr Ein-
arsdóttir, framkvæmdastjóri Nýló.
Falskur fullkomleiki? Kvist veltir fyrir sér hvaða ímyndum er þröngvað
upp á áhorfendur gegnum mistúlkun. Hér er Hollywood-skiltið í nærmynd.
Verk Kvist fjalla
um Hollywood
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Þetta eru fyrstu tónleikarnir í fimm
tónleika röð þar sem við munum
flytja allar sónötur Beethovens fyrir
fiðlu og píanó. Sónöturnar eru alls
tíu, þannig að við munum flytja tvær
sónötur á hverjum tónleikum sem
ramma inn frumflutning á einleiks-
verki fyrir fiðlu eftir íslensk tón-
skáld,“ segir Sif Margrét Tulinius
fiðluleikari sem ásamt Önnu Guð-
nýju Guðmundsdóttur píanóleikara
kemur fram á tónleikum í Salnum í
kvöld kl. 19.30. Á efnisskránni eru
sónata nr. 1 op. 12 í D-dúr og sónata
nr. 7 op. 30 í c-moll eftir Ludwig van
Beethoven og einleiksverkið Idio-
click eftir Atla Ingólfsson. Tónleik-
arnir hefjast á tónleikaspjalli þar
sem Árni Heimir Ingólfsson ræðir
við Atla um tilurð Idioclick auk þess
að deila með áheyrendum hugleið-
ingum sínum um Beethoven-
sónöturnar.
Út fyrir mörk tónmálsins
„Verkið er að nokkru leyti tækni-
lega erfitt, en samt hef ég samið erf-
iðari verk. Það er leikrænt erfitt.
Það setur fiðluleikarann í stellingar
leikarans vegna þess að til að flutn-
ingurinn virki þarf fiðluleikarinn að
búa yfir mörgum sömu eiginleikum
og leikarinn. Þannig eru staðir þar
sem skiptir meira máli að nálgast
nóturnar rétt heldur en að nákvæm-
lega réttar nótur séu leiknar,“ segir
Atli um verk sitt Idioclick.
„Síðustu tíu ár hef ég í verkum
mínum farið meðvitað út fyrir mörk
tónmálsins og reynt að nálgast ann-
an veruleika handan þess. Margir
líta á tónmálið í klassískri tónlist
sem ákveðið tungumál, en á 20. öld
hefur rutt sér til rúms sjónarhorn
sem segir að tónlistin sé ekki tungu-
mál heldur fremur ástand eða
hljóð,“ segir Atli og tekur fram að
það sé grundvallarmunur á þessum
tveimur nálgunarleiðum.
Aðspurður segist Atli í verkinu
vera að skoða samband fiðluleik-
arans og hljóðfærisins. „Þannig veit
maður ekki alltaf hvor er að tala, þ.e.
fiðlan eða hljóðfæraleikarinn. Og
maður veit ekki heldur hvort þau
eru ánægð eða að kvarta.“ Spurður
um titil verksins bendir Atli á að
hann vísi m.a. í orðin „idiom“ sem
vísi í sjálfið og „click track“ sem sé
taktmælir í heyrnartól. „Ég vil ekki
útskýra titlana mína of mikið því ég
vil að þeir opni verkið og veki spurn-
ingar. Ég vil því ekki slá neinu föstu,
en gróft á litið má segja að Idioclick
þýði einhvers konar taktmælir
sjálfsins, hvort sem hann er rétt
stilltur eða ekki.“
„Taktmælir sjálfsins“
Idioclick eftir Atla Ingólfsson frumflutt í Salnum í kvöld
Morgunblaðið/Kristinn
Dúó Sif Margrét Tulinius og Anna Guðný Guðmunsdóttir leika meðal ann-
ars nýtt verk eftir Atla Ingólfsson á tónleikum í Salnum í kvöld.
Hljómsveitin Nýdönsk fagnar ví-
nilútgáfu nýjustu breiðskífu sinn-
ar, Diskó Berlín, með útgáfuhátíð
og tónleikum á skemmtistaðnum
Húrra í kvöld og hefst gleðin kl.
20. Sérstakir gestir Nýdanskra
verða hljómsveitin Ylja og Teitur
Magnússon úr Ojbarasta sem er
einnig að gefa út plötur fyrir jólin.
Aðgangur er ókeypis að teitinni í
kvöld og hleypt inn á meðan hús-
rúm leyfir.
Nýdanskir fagna
vínil á Húrra
Súsanna Svavarsdóttir stýrir höf-
undakvöldi Bókasafns Seltjarn-
arness sem hefst kl. 20 í kvöld. Á
því koma fram fjórir höfundar sem
senda frá sér bækur fyrir jólin, þau
Einar Kárason, Gerður Kristný
Guðjónsdóttir, Guðrún Eva Mín-
ervudóttir og Stefán Máni Sigþórs-
son. Dagskránni lýkur kl. 22 og
verður boðið upp á kaffi og smá-
kökur. Aðgangur er ókeypis.
Stýrir Súsanna Svavarsdóttir.
Fjórir höfundar,
kaffi og smákökur
Listmálarinn
Stefán Boulter
heldur fyrirlest-
urinn „Handverk
er hugmynd“ í
Ketilhúsinu á
Akureyri í dag
kl. 17. Stefán
mun fjalla um
eigin verk og
vekja áleitnar
spurningar um
listsköpun, eins og segir í tilkynn-
ingu. Þar segir að Stefán hafi verið
ötull talsmaður þess að sameina aft-
ur handverk og hugmynd í list-
sköpun, flokki verk sín sem
„kitsch“ en til að lýsa þeim á auð-
skiljanlegri hátt kalli hann þau
einnig „ljóðrænt raunsæi“. Stefán
nam myndlist í Bandaríkjunum,
Ítalíu og Noregi og hefur tekið þátt
í fjölda myndlistarsýninga hér á
landi sem og erlendis.
Handverk er hug-
mynd í Ketilhúsi
Stefán Boulter
listmálari
Enski tónlist-
armaðurinn
Sting mun taka
að sér hlutverk í
söngleiknum The
Last Ship sem
sýndur er á
Broadway í New
York. Fyrsta
sýningin með
Sting verður 9.
desember og
mun hann leika og syngja til 10.
janúar. Upphaflega stóð til að Sting
hæfi leik á næsta ári en þar sem að-
sókn að söngleiknum er miklu
minni en búist var við ákvað hann
að stíga fyrr á svið. Sting er höf-
undur tónlistar söngleiksins sem er
byggður að hluta til á ævi hans.
Kostnaður við uppfærslu söngleiks-
ins var 14 milljónir dollara, um 1,7
milljarðar króna og hafa gagnrýn-
endur ekki verið hrifnir.
Reynir að bjarga
sökkvandi skipi
Gordon Sumner,
nefndur Sting
TILBOÐSDAGUR
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR
ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR
–BARA LÚXUS
www.laugarasbio.is
7
BRÁÐSKEMMTILEG
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Ísl. tal 12
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16Þr
iðjudagstilboð Þriðjudagstilboð
Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð
L
MOCKINGJAY PART 1 Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30
DUMB & DUMBER TO Sýnd kl. 5:40 - 8 - 10:30
NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10:20
KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar