Morgunblaðið - 25.11.2014, Page 2

Morgunblaðið - 25.11.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014 Þorbjörg Finnsdóttir Náttúruleg lausn við liðverkjum „Þessar dásamlegu perlur hafa bjargað mér og minni heilsu. Ég vakna án stirðleika á morgnana, er ekki með bjúg lengur og mig langar að dansa allan daginn!“ Kynntu þér málið á regenovex.is Fæst í apótekum Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Samninganefndir sveitarfélaganna og Félags tónlistarskólakennara sátu enn á maraþonfundi hjá ríkis- sáttasemjara þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi en fund- urinn hófst klukkan eitt eftir há- degi. Þótti þessi langi fundur vís- bending um að menn væru að reyna að ná samningum. Magnús Pét- ursson ríkissáttasemjari sagði á tólfta tímanum í gærkvöldi að fund- urinn gæti vel staðið fram á nótt. „Menn sitja hér enn að og þetta er orðið nokkuð langur fundur,“ sagði Magnús. Tónlistarkennarar eru orðnir langþreyttir á verkfallinu sem stað- ið hefur í tæpar fimm vikur. Af því tilefni fóru þeir í „sorgargöngu“ í miðborginni í gær. Gengið var frá Lýðveldisgarðinum að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fram fór stutt athöfn. Borin var líkkista og sorgarmars Chopins leikinn auk þess sem sálmar voru sungnir. Yfir- skrift göngunnar var: Ætlið þið að kviksetja tónlistarkennsluna á ykk- ar vakt, ráðamenn Reykjavíkur? vidar@mbl.is Maraþon- fundur í deilunni Tónlistarskólakennarar fluttu líkkistu að Ráðhúsinu og spiluðu sorgarmars Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarkennarar með gjörning Tónlistarkennarar fluttu líkkistu og léku sorgarmars Chopins í „sorgargöngu“ í miðborginni í gær. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Marktækur munur er á sölu nýrra bíla til einstaklinga fyrir og eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar voru kynntar mánudaginn 10. nóvember, fyrsta virka daginn í 46. viku ársins. Þetta er mat Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar, sem vísar til sölutalna máli sínu til stuðnings. Sala nýrra bíla í vikum 46 og 47 hafi þannig verið rúmlega 86% meiri en sömu vikur í fyrra. Til saman- burðar hafi sala nýrra bíla aukist um 18% frá ársbyrjun til og með viku 47. „Vöxtinn í sölu nýrra bíla til ein- staklinga undanfarnar 16 vikur má rekja til bætts efnahagsumhverfis, sterkari krónu, aukins kaupmáttar og meiri bjartsýni einstaklinga. Þá er almennt komin mikil þörf á endur- nýjun bílaflotans. Vöxturinn breytt- ist síðan í samdrátt vikurnar tvær fyrir leiðréttingu,“ segir Egill en eins og sjá má hér til hliðar varð tæp- lega 2% samdráttur í sölu nýrra bíla til einstaklinga í vikum 44 og 45. Snýst við í leiðréttingarvikunni „Þróunin snýst síðan alveg við í leiðréttingarvikunni og vikunni þar á eftir. Allar aðrar breytur, svo sem óvissa um efnahagsmál, deilur á launamarkaði og verkföll, virðast óbreyttar. Það sem hefur breyst er að endanleg niðurstaða er komin í leiðréttinguna,“ segir Egill. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bíla- búðar Benna, bendir aðspurður á að það taki tíma að afgreiða nýja bíla. Því beri að forðast að draga of miklar ályktanir af sölu nýrra bíla í vikum 46 og 47. Sala nýrra bíla til almenn- ings hafi aukist um tæp 20% í ár. „Það sem við finnum hins vegar er að það hefur skapast mikil þörf fyrir endurnýjun bíla. Auðvitað léttir leið- réttingin á fólki. Hún getur aukið ráðstöfunarfé fólks til að kaupa nýj- an bíl, sem t.d. eyðir minna og er í ábyrgð. Allir svona hlutir hafa sitt að segja. Sumir trúðu því ekki að það yrði af leiðréttingunni. Öll jákvæð merki í þjóðfélaginu hafa áhrif þegar fólk er að fjárfesta. Við höfum séð þetta gerast í gegnum árin. Það þarf oft ekki mikið til að ýta fólki af stað,“ segir Benedikt og bendir jafnframt á að lánafyrirtæki bjóði nú hagstæðari vexti af bílalán- um en áður. Það hafi líka áhrif. Leiðréttingin eykur bílasölu  Sala nýrra bíla til einstaklinga var ríflega 86% meiri í vikum 46 og 47 en í fyrra  Eigandi Bílabúðar Benna segir leiðréttinguna hafa örvandi áhrif í hagkerfinu Sala nýrra fólksbíla og pallbíla til einstaklinga Fjöldi seldra eintaka fyrir og eftir að leiðréttingin var kynnt í viku 46 2013 2014 Breyting Vikur 44 og 45 Vikur 46 og 47 Síðustu 16 vikur Síðustu 12 vikur Síðustu 8 vikur Síðustu 4 vikur 176 81 1.109 805 548 257 173 151 1.451 1.074 707 324 -1,7% 86,4% 30,8% 33,4% 29,0% 26,1% Heimild: Greining Brimborgar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar hafa samið sín á milli um skiptingu makrílkvóta á næsta ári. Þar er miðað við að heildaraflinn verði 1.054 þúsund tonn og skipta þjóðirnar á milli sín um 890 þúsund tonnum. Eftir eru skilin 15,6% eða 164.424 tonn fyrir aðra, þ.e. Íslendinga, Grænlendinga og Rússa, sem eru utan samkomulags um veiðarnar. Afli Íslendinga einna í ár var lítið eitt lægri en það sem skilið er eftir fyrir þjóðirnar þrjár á næsta ári. Væntanlega munu Íslendingar, Grænlendingar og Rússar hverjir fyrir sig tilkynna á næstu mánuðum um aflamark viðkomandi þjóða. Á þessu ári ákvað Sigurður Ingi Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra að miða við að hlutur Íslands yrði 16,6% af ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, ICES. Innan sjálfbærnimarka ICES lagði í haust til að afla- mark í makríl á næsta ári yrði 906 þúsund tonn og byggist sú ráðgjöf á gildandi aflareglu. Í frétt um samkomulagið segir hins vegar að veiðar á 1.054 þúsund tonnum séu innan sjálfbærnimarka og varúðar- sjónarmiða, að mati ICES. Á veg- um ráðsins er, að beiðni samnings- ríkjanna þriggja, unnið að endur- mati á nýtingarstefnu makríls til lengri tíma. Reiknað er með að þeirri vinnu ljúki í febrúar og verði rædd á fundi í marsmánuði. Á næsta ári koma 520 þúsund tonn í hlut Evrópusambandsins samkvæmt samningi þjóðanna þriggja, Noregur fær 237 þúsund tonn og aflamark Færeyinga verð- ur 133 þúsund tonn. Heildarmakríl- veiði þessa árs varð um 1.400 þús- und tonn, en eftir endurskoðun endaði ráðgjöf um veiðar í ár í rúm- lega milljón tonnum. Íslendingar veiddu rúmlega 153 þúsund tonn, afli Rússa varð um 116 þúsund tonn og í grænlenskri lögsögu veiddust 78 þúsund tonn af 100 þúsund tonna tilraunakvóta. Semja um makrílkvóta  ESB, Norðmenn og Færeyingar skipta 890 þúsund tonnum á milli sín  Aflamarkið hækkað frá fyrri ráðgjöf Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum leiddu verkfalls- aðgerðir á flæði- og aðgerðasviði til þess að fresta þurfti 35-40 skipulögðum aðgerðum í gær. Þar með lengist biðlistinn sem því nemur. Hins vegar voru gerðar 15-20 bráðaaðgerðir í gær. Líkt og fyrstu vikuna í nóv- ember munu verkfallsaðgerðir hafa áhrif á skurðstofurnar alla verkfallsdaga vikunnar. Verkfalls- aðgerðir í dag ná til flæðisviðs, en undir það falla bráðamóttaka, endurhæfingardeildir, öldrunar- deildir o.fl., sem og aðgerðasviðs. Undir það falla gjörgæsla, skurð- stofur, speglanir, svæfing, blóð- banki o.fl. Geðsvið og skurðlækningasvið munu hefja verkfallsaðgerðir á morgun en þeim lýkur á fimmtu- dag. Engar verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á föstudag eða í næstu viku. Enn fjölgar á biðlistum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.