Morgunblaðið - 25.11.2014, Side 21
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
✝ SigurðurHauksson
fæddist á bænum
Arnarstöðum í
Helgafellssveit 16.
september 1933.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 7. nóvember
2014.
Foreldrar hans
voru hjónin Petrína
Guðríður Halldórs-
dóttir húsfreyja, f. 24.9. 1897, d.
17.5. 1987, og Haukur Sigurðs-
son hreppstjóri, f. 22.12. 1897, d.
13.9. 1982. Systkini Sigurðar
sammæðra voru Fjóla Jóns-
dóttir, f. 1921, d. 2000, Ólafur
Jónsson, f. 1924, d. 1988, og Vil-
borg Guðríður Jónsdóttir, f.
1924. Alsystkini eru Kristín, f.
1928, Þorleif Kristín, f. 1930,
Sigríður, f. 1931, Ragnheiður, f.
1932, d. 2006, Auður, f. 1934,
Daníel, f. 1935, Hólmfríður, f.
1938, Haukur, f. 1940, og Ingi-
Ísak Már Símonarson, f. 28.9.
1988 b) Sylvía Ösp Sím-
onardóttir, f. 8.5. 1993, c) upp-
eldisdóttir Íris Björg Sím-
onardóttir, f. 30.11. 1980, 4)
Ingibjörg, f. 17.12. 1964. Sonur
a) Aron Örn Ólafsson, f. 14.11.
1984, maki Magdalena Watras,
f. 24.8. 1987, dóttir þeirra Lilli-
an Líf, f. 14.2. 2013. 5) Haukur
Arnar, f. 6.4. 1967. 6) Hugrún, f.
5.4. 1969, maki Þór Breiðfjörð
Kristinsson, f. 20.6. 1971. Sonur
a) Kristinn Breiðfjörð, f. 28.3.
1998. 7) Petrína Berglind, f.
18.8. 1972. Dætur a) Tanya Líf
Tómasdóttir, f. 1.11. 2008, b)
Tinna Líf Tómasdóttir, f. 17.6.
2009.
Sigurður ólst upp á Arn-
arstöðum í Helgafellssveit sem
var hans annað heimili og var
honum afar kært. Mat hann
mikils þær ófáu stundir sem
hann átti þar. Á sínum yngri ár-
um vann Sigurður hjá Símanum.
Mestallan sinn starfsaldur starf-
aði hann sem vörubílstjóri í
Stykkishólmi og átti það starf
vel við hann, en einnig starfaði
hann við pípulagnir.
Útför Sigurðar fór fram 17.
nóvember 2014 í Fossvogskap-
ellu.
björg, f. 1941.
Sigurður kvænt-
ist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Lilli-
an Kristjánsdóttur,
f. 11.6. 1937, hinn
31. desember 1965
og áttu þau sinn bú-
skap í Stykk-
ishólmi. Foreldrar
hennar voru hjónin
Kristján Pétur
Andrésson, f. 20.4.
1908, d. 28.7. 1965 og Guðlaug
Vigfúsdóttir, f. 27.2. 1920, d.
18.7. 2004. Börn þeirra Sigurðar
og Lillian eru: 1) Sandra Svein-
björnsdóttir, f. 15.1. 1958. Börn
a) Rakel María Magnúsdóttir, f.
3.4. 1977, b) Þráinn Kolbeinsson,
f. 14.10. 1988, c) Jökull Kol-
beinsson, f. 27.9. 1994, d. 27.9.
1994. 2) Sólrún, f. 9.12. 1962,
maki Petter Øverås, f. 31.3.
1950. Sonur a) Sigurður Andri
Valdimarsson, f. 16.3. 1993, 3)
Kristín, f. 20.12. 1963. Börn a)
Hann pabbi var okkur meira
en ástkær faðir, hann var sú fyr-
irmynd sem hvert barn gæti
óskað sér.
Ætíð svo hógvær, afskaplega
ljúfur og boðinn og búinn að
rétta þeim hjálparhönd er til
hans leituðu. Pabbi var alltaf til
staðar, sama á hverju gekk í
stórum barnahóp. Bjargvættur-
inn okkar. Yfir Kerlingarskarðið
lá oft leiðin vestur í Hólm í hríð-
arbyl og ætíð var það pabbi sem
kom akandi á móti okkur. Okkur
var borgið.
Pabbi var handlaginn maður,
svokallaður þúsundþjalasmiður
þegar kom að því að redda hlut-
unum, vandvirkur var hann og
ósérhlífinn til vinnu. Hann vann
alla tíð hörðum höndum við að
færa björg í bú. Æskuminningar
eigum við systkinin af ferðum
okkar með pabba á vörubílnum.
Pallurinn þá ýmist drekkhlaðinn
af fiski, hlaðinn stórgrýti, eða af
heyi eftir heyskap á Arnarstöð-
um.
Pabbi var ekki mikið fyrir
sviðsljósið og lifði fyrir fjöl-
skyldu sína.
Móður okkar unni hann til
hinsta dags, enda áttu þau langt
og farsælt hjónaband. Við vor-
um alin upp í heiðarleika og já-
kvæðum viðhorfum til lífsins og
aldrei féll styggðarorð af munni
pabba. Fyrstu fimmtán hjúskap-
arárin bjuggu foreldrar okkar í
hjarta bæjarins með börnin sín
sjö á Aðalgötunni. Góðar æsku-
minningar eigum við þaðan.
Stórfjölskyldan sitjandi við eld-
húsborðið drekkhlaðið af ilm-
andi pönnukökum, kleinum eða
brúntertum hjá mömmu, pabbi
hoppandi út úr stórum vörubíln-
um, pabbi að mála húsið í iðandi
sólskini eða að slá blettinn.
Hann smíðaði líka vegasölt og
sandkassa fyrir börnin sín í bak-
garðinum. Pabbi byggði síðan
það hús á Víkurflötinni þar sem
börnin og barnabörnin hvert á
fætur öðru slitu barnskónum og
fögnuðu þar jólum og öðrum
tyllidögum í 24 ár. Pabbi var ein-
staklega barngóður maður, gull-
molunum sínum, barnabörnun-
um unni hann heitt og stoltið
leyndi sér ekki þegar hann tók
þau í fangið og umvafði með
sterkum og opnum örmum.
Hann gaf þeim gott veganesti og
lífsviðhorf sem þau munu ávallt
búa að.
Pabbi var mikið náttúrubarn
og unni landinu. Hann ferðaðist
mikið um landið og var marg-
fróður um landshætti þess. Hon-
um gafst ekki tækifæri til að
ganga menntaveginn, en hans
viskubrunnur var ótæmandi
þegar talið barst að náttúru
landsins, örnefnum þess og
fuglalífi. Áhugaljósmyndari var
hann og tók mikið af fallegum
náttúruljósmyndum. Úr stofu-
glugganum heima blasti við
Drápuhlíðarfjallið sem hann
dásamaði á stundum fyrir litrík
blæbrigði.
Veikindum sínum mætti hann
af æðruleysi og yfirvegun. Það
var ekki í hans eðli að láta bug-
ast. Hann var viljasterkur og lét
hverjum degi nægja sína þján-
ingu. Minningin um góðan dreng
situr eftir í hjarta þeirra er eftir
lifa. Við börnin erum stolt af því
að hafa átt Sigga Hauks fyrir
pabba. Guð varðveiti þig, elsku
pabbi.
Sandra, Sólrún, Kristín,
Ingibjörg, Haukur Arnar,
Hugrún og Berglind.
Stundin líður, tíminn tekur
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Rakel María, Aron Örn,
Þráinn, Ísak Már, Sylvía
Ösp, Sigurður Andri, Krist-
inn, Tanýa Líf og Tinna Líf.
Kveðja til elsku góða bróður
míns, Sigurðar Haukssonar.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Elsku mágkona, börn, makar,
barnabörn, langafabarn, aðrir
ættingjar og vinir, ég votta ykk-
ur samúð og bið ykkur Guðs
blessunar á ókomnum árum.
Sigríður Hauksdóttir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku hjartans góði og elsku-
legi móðurbróðir minn, Sigurður
Hauksson, er genginn. Að leið-
arlokum langar mig nú til að
minnast hans og þakka honum
fyrir þær góðu og skemmtilegu
stundir sem ég átti með honum
þegar hann kom til foreldra á
heimilið sitt á Arnarstöðum í
Helgafellssveit. Þegar ég var
stödd í eldhúsinu þar og heyrði
vörubíl koma keyrandi hljóp ég
alltaf út til að heilsa honum.
Eins góður og hann var alltaf og
stutt í grínið við mig, skrúfaði
hann alltaf niður rúðuna til að
heilsa mér með fallega brosinu
sínu áður en hann kom út úr
bílnum til að tala við mig þar
sem ég náði nú varla upp á hálfa
hurðina. Þó að hann væri að
flýta sér gaf hann sér alltaf tíma
til að tala við mig. Hann spurði
mig sömu spurningar í hvert
skipti, „hvað hljópstu marga nið-
ur núna?“ og þegar ég svaraði að
enginn hefði verið fyrir mér hló
hann og sagði að enginn þyrði
það og skellihló. Ég saknaði þess
að Siggi minn kæmi ekki í hvert
skipti sem ég kom á Arnarstaði,
en eins og amma mín sagði við
mig þegar ég spurði af hverju
kæmi Siggi ekki, að hann væri
að vinna og mætti ekki vera að
því. Það var erfitt að skilja það
þegar barnið í mér beið eftir að
heyra hljóðið í bílnum.
Tilveran er oft skrítin. Faðir
minn hefði orðið 84 ára hinn 7.
nóvember, sama dag og ég fékk
skilaboð um að Siggi minn ætti
ekki langt eftir. Og ég sat allt
kvöldið við kertaljós og hugsaði
hvort elsku Siggi væri kominn
til föður míns. 8 nóvember fékk
ég skilaboðin frá bróður mínum,
Benedikt, að það yrði tekið vel á
móti Sigga, hann hefði farið
beint í afmælisveislu. Ég hugs-
aði að ennþá fækkaði í einstak-
lega góðum og elskulegum
systkinahópi. Siggi er sá fjórði
sem kveður systkinin. Ég hef
óskað mér síðan ég eignaðist
syni mína að það yrði jafn gott
samband á milli þeirra og þeir
yrðu jafn góðir hver við annan
og móðir mín og systkinin eru og
hafa alltaf verið hvert við annað.
Elskulegri eiginkonu, börn-
um, mökum, barnabörnum,
langafabarni, systkinum og fjöl-
skyldum þeirra, öðrum ættingj-
um og vinum, vottum við okkar
dýpstu samúð.
Hólmfríður K. Benedikts-
dóttir og fjölskylda.
Sigurður
Hauksson
Elsku vinkona. Þessi bardagi
var frekar ójafn strax frá byrjun.
Við vissum að þetta yrði erfiður
róður enda stutt síðan þú klár-
aðir síðustu krabbameinsmeð-
ferð. En þetta var alls ekki það
sem við ætluðum.
Þegar ég hugsa til baka þá
finnst mér að við höfum alltaf
þekkst enda skipti engu máli
hvort það liðu fimm mínútur eða
10 dagar, það var alltaf eins og
við hefðum heyrt hvor í annarri
rétt áðan. Við ræddum drengina
okkar sem eru og verða alltaf
strákarnir okkar, sama hversu
gamlir þeir verða. Við ræddum
um lífið og tilveruna og hversu
fallvölt hún stundum er. Og svo
kom Jón, svo mikil hamingja,
nýja húsið, golfið, gleði og sorg.
Þegar mamma mín lést fyrir
nokkru töluðum við saman enda-
laust, þú hughreystir mig, athug-
aðir hvernig ég væri þegar ég
snérist orðið í hringi í stressi og
kvíða. Þú hittir mömmu aldrei en
þú hélst í höndina á mér eins og
ég væri dóttir þín. Þegar þú
greindist með krabbamein rétt
eftir að mamma dó þá fór lífið
mitt á hlið, þú kláraðir meðferð-
ina og fékkst góða skoðun. Það
var því mikið áfall þegar þú
Kristín Sæunn
Ragnheiður
Guðmundsdóttir
✝ Kristín SæunnRagnheiður
Guðmundsdóttir
fæddist 11. október
1952 í Reykjavík.
Hún lést 2. nóv-
ember 2014 á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi.
Útför Kristínar
fór fram frá Digra-
neskirkju 13. nóv-
ember 2014.
veiktist í sumar. Ég
skal viðurkenna að
það var að hluta til
mín eigingirni sem
lokaði á þann
möguleika að þetta
gæti gerst, ég var
ekki tilbúin að fara
aftur í gegnum
þessa lífsreynslu.
Þú varst miklu
veikari en margir
gerðu sér grein fyr-
ir og þegar ég var farin að upp-
lifa sömu hluti hjá þér og ég
gekk í gegnum með mömmu fyr-
ir svo stuttu þá reyndi ég að telja
mér trú um að þetta væri ekki
svona, þetta mátti ekki vera
svona.
Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt
sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt
hverju orði fylgir þögn
og þögnin hverfur alltof fljótt.
En þó að augnablikið aldrei fylli stund
skaltu eiga við það mikilvægan fund
því að tár sem þerrað burt
aldrei nær að græða grund.
Líttu sérhvert sólarlag
sem þitt hinsta væri það.
Því morgni eftir orðinn dag
enginn gengur vísum að.
Þú veist að tímans köldu fjötra enginn
flýr
enginn frá hans löngu glímu aftur
snýr.
Því skaltu fanga þessa stund
því fegurðin í henni býr.
(Bragi Valdimar Skúlason)
Kristín mín, takk fyrir sam-
ferðina. Elsku Jón, Guðmundur
og Kristján og fjölskylda, missir
ykkar er mikill, ég votta ykkur
mína dýpstu samúð.
Helga.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝
Ástkær bróðir okkar, mágur og fósturfaðir,
ÞÓR HRÓBJARTSSON,
frá Lambafelli,
Sléttuvegi 3,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 18. nóvember.
Útför fer fram frá Grensáskirkju
fimmtudaginn 27. nóvember kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna
er bent á að láta húsnæðisfélag Sem njóta þess, 0323-26-96
kt. 570190-2889.
Kristín Hróbjartsdóttir,
Guðsteinn Pétur Hróbjartsson,
Einar Jón Hróbjartsson, Ólafía Oddsdóttir,
Unnur Hróbjartsdóttir,
Ólafur Hróbjartsson, Kristín Guðrún Geirsdóttir,
Sigurður Kristinn Hjartarson.
✝
Eiginmaður minn og bróðir okkar,
GUÐBRANDUR ÁRMANNSSON,
lést föstudaginn 21. nóvember í Danmörku.
Útför hans fer fram frá Birkerödkirkju
laugardaginn 29. nóvember.
Marianne Jul Rasmussen
og fjölskylda,
Halldór Ármannsson,
Steinunn Ármannsdóttir,
Áslaug Ármannsdóttir,
Halldís Ármannsdóttir.
✝
Okkar ástkæru foreldrar, tengdaforeldrar, afi, langafi, amma
og langamma,
RÓSINKRANS KRISTJÁNSSON
Rósi,
leigubílstjóri
lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 7. nóvember.
SIGURLÍN ESTER MAGNÚSDÓTTIR
Edda,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 23. nóvember.
Útför þeirra fer fram frá Fíladelfíukirkju
fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13.00.
Sérstakar þakkir til starfsfólk Grundar V3, fyrir alla ástúð og
frábæra umönnun.
Örn Sævar Rósinkransson, Helga Gunnarsdóttir,
Unnur Rut Rósinkransdóttir, Hörður Finnbogason,
Kristján Rósinkransson, Birgitta Þórey Pétursdóttir,
Linda Rósinkransdóttir, Nikulás Þorvarðarson,
Magnús Sverrisson, Ásta Ragnarsdóttir,
Jóhann Magni Sverrisson, Leidy Karen Steinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GEIR GUÐMUNDSSON,
fv. launafulltrúi hjá Reykjavíkurborg,
áður til heimilis að Laugarásvegi 51,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
sunnudaginn 23. nóvember.
Margrét Geirsdóttir, Gestur Jónsson,
Árni Jón Geirsson, Sigríður Þ. Valtýsdóttir,
Guðrún Geirsdóttir, Jón Friðrik Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.