Morgunblaðið - 25.11.2014, Side 6
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Veltan af framleiðslu kvikmynda,
sjónvarpsþátta og myndbanda á
fyrstu átta mánuðum ársins var
meiri en nokkru sinni, eða 10,5
milljarðar króna. Þróun veltunnar
frá árinu 2008 er sýnd hér fyrir
neðan og eru tölurnar á verðlagi
hvers árs.
Snorri Þórisson, eigandi Pegasus,
segir veltuna í íslenskri kvikmynda-
gerð sveiflast mikið milli ára. Hann
segir aðspurður að uppgjör vegna
stórra kvikmynda sem voru teknar
upp í fyrra eða hittifyrra geti átt
þátt í veltutölum á fyrri hluta árs-
ins. Tvö stór verkefni eiga mikinn
þátt í veltu Pegasusar það sem af er
ári.
„Það hefur verið mikið í gangi hjá
okkur í ár. Þar ber hæst fram-
leiðslu á 12 sjónvarpsþáttum í
Fortitude-seríunni og á kvikmynd-
inni Sepia, sem var framleidd fyrir
fyrirtæki í eigu Ridleys Scott,“ seg-
ir Snorri og vísar til eins þekktasta
leikstjórans í bandarískri kvik-
myndagerð.
Hundraða manna starfslið
„Fortitude er mun stærra verk-
efni. Sýningar á þáttunum hefjast
hjá Sky Entertainment eftir áramót
og í kjölfarið hjá RÚV. Það störf-
uðu að jafnaði um 150 manns í ís-
lenska starfsliðinu vegna þáttanna,
sem voru teknir upp á Reyðarfirði.
Þeir sköpuðu líka fjölmörg afleidd
störf. Við keyptum byggingarefni
og ýmsa þjónustu hjá undir-
verktökum á svæðinu. Einnig má
nefna að ekki voru til nógu mörg
hótelrými og því þurftum við að
leigja herbergi og íbúðir hér og þar
á Austfjörðum. Samtals koma því
nokkur hundruð manns að slíku
verkefni.“
Spurður um næstu verkefni segir
Snorri að það geti munað mikið um
það ef næsta Fortitude-sería verður
tekin upp á Íslandi.
„Það einkennir okkar grein að við
sjáum yfirleitt aldrei mjög langt
fram í tímann. Það er hins vegar
góður möguleiki á að Fortitude-
serían verði áfram tekin upp á Ís-
landi. Það kemur ekki í ljós fyrr en
í mars á næsta ári. Þá verður tekin
endanleg ákvörðun um það. Það er
nokkur stór biti. Við vorum hálft ár
í þessu verkefni. Við erum tilbúin í
það áfram og miðast viðbúnaður
okkar við það. Við erum með hús-
næði á leigu fyrir austan þar sem
við geymum mikið af búnaði. Kvik-
myndirnar taka hins vegar jafnan
styttri tíma en sjónvarpsverkefnin.“
Spurður hvort einhver hætta sé á
því að vinsældir Íslands sem töku-
staðar muni dvína á næstunni segist
Snorri ekki telja það.
„Í kringum aldamótin 2000 var
stór hluti bílaauglýsinga í heiminum
tekinn upp á Íslandi. Það varð viss
mettun í því. Menn vildu ekki alltaf
hafa sama bakgrunninn og nú er
framleiðsla erlendra bílaauglýsinga
á Íslandi aftur komin í eðlilegt
horf.“
Verðlagið á þátt í áhuganum
„Varðandi þær myndir sem hér
hafa verið teknar upp er það bak-
grunnurinn og landslagið sem sóst
er eftir. Ég sé ekki að það muni
breytast að gerðar verði myndir
sem þurfa á slíkum bakgrunni að
halda. Verðlagið og endurgreiðsla á
hluta kostnaðar vegna kvikmynda-
gerðar skapa aðlaðandi og sam-
keppnishæft umhverfi. Krónan er
mun hagstæðari en fyrir hrun. Það
er því áhugaverðara að koma hing-
að. Við vorum í raun og veru alltof
dýr fyrir hrun,“ segir Snorri og
nefnir að Íslendingar eigi orðið
mjög gott sjálfstætt starfandi fólk í
kvikmyndagerð.
Metvelta í íslenskri kvikmyndagerð
Greinin velti um 10,5 milljörðum á fyrstu átta mánuðum ársins Nær 5 milljörðum meira en 2013
Framleiðsla sjónvarpsþáttanna Fortitude skilaði miklum tekjum Næsta sería e.t.v. tekin upp hér
Ljósmynd/Pegasus
Tekið upp á Reyðarfirði Leikararnir Stanley Tucci (til vinstri), Sofie Gråbøl og Christopher Eccleston fara með
aðalhlutverk í Fortitude-seríunni. Góðar líkur eru á því að næsta sería verði einnig tekin upp á Íslandi.
2008 20112009 20122010 2013 2014
*Bráðabirgðatölur fyrir árið 2014.
11.000
10.000
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
Heimild: Hagstofa Íslands
2.684
6.034
10.468
Framleiðsla á kvikmyndum,
myndböndum og sjónvarpsefni
Velta í milljónum kr. skv. vsk-skýrslum frá 1. jan. til 31. ágúst 2008 til 2014*
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 2014
mögulega náð.Hann sagði að til
þessa hefðu menn unnið út frá
flóðalíkani sem Landsvirkjun lét
gera á sínum tíma vegna mögulegs
stíflurofs í Sigöldu. Núverandi rým-
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Unnið er að gerð hermilíkans sem
sýnir mögulega útbreiðslu flóða
komi til þess að vatn frá eldgosi í
norðanverðum Vatnajökli hlaupi í
farveg Þjórsár. Hluti vatnsins gæti
mögulega leitað í farvegi Ytri-
Rangár og Hvítár. Reiknað er með
að líkanið verði tilbúið í næsta mán-
uði.
Verkfræðistofa vinnur að gerð
líkansins að beiðni almannavarna-
deildar ríkislögreglustjóra og í sam-
vinnu við lögreglustjóraembættin á
Selfossi og Hvolsvelli. Rögnvaldur
Ólafsson, verkefnastjóri hjá al-
mannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra, sagði að ákveðið hefði verið
að gera flóðaherminn svo betur
væri hægt að átta sig á mögulegum
flóðalínum. Mikilvægt er að þekkja
þær með tilliti til mögulegra rým-
inga. Til er eldra efni en nú liggja
fyrir betri hæðarlínur sem gefa kost
á gerð betri líkana. Rögnvaldur
sagði að almannavarnir hefðu nú
þegar fengið hluta af nýju kortun-
um. Hann kvaðst eiga von á að
vinnunni lyki í næsta mánuði.
Mjög flóknir útreikningar
Oddur Árnason, yfirlögreglu-
þjónn á Selfossi, sagði að ef kæmi
upp eldgos undir jökli í eða við
Bárðarbungu væru langmestar lík-
ur á að hlaupvatnið færi til norðurs
eftir farvegi Jökulsár á Fjöllum eða
farvegi Skjálfandafljóts. Einnig
gæti hlaup farið til Grímsvatna.
Yrði eldgos undir þeim hluta Vatna-
jökuls sem er á vatnasviði Köldu-
kvíslar myndi vatnið fara í Há-
göngulón og áfram niður Þjórsá.
Oddur benti á að ekki væri líklegt
að þetta gerðist. Hefði hamfaraflóð
áður farið þessa leið væru þúsundir
ára síðan það gerðist. Engu að síður
vildu menn vera viðbúnir ef svo
ólíklega vildi til að þetta gerðist.
„Farvegur Þjórsár getur væntan-
lega ekki tekið við þessu öllu,“ sagði
Oddur. Unnið er að því að reikna út
hvað svona flóð gæti orðið stórt. Við
ákveðnar aðstæður gæti vatn flætt
milli Búrfells og Heklu yfir í Rang-
árbotna og í Ytri-Rangá. Eins gæti
mögulega flætt úr Þjórsá neðan við
Brautarholt á Skeiðum og í Hvítá.
Oddur sagði niðurstöður þessara
útreikninga vera grundvöll að flóða-
hermi sem sýndi hvert flóð gæti
ingaráætlanir miðuðust við þetta
gamla flóðalíkan. Rýmingaráætlan-
irnar yrðu endurskoðaðar í ljósi
nýja hermilíkansins.
„Við viljum geta stuðst við fræði-
leg gögn. Þess vegna bíðum við eftir
þessu flóðalíkani,“ sagði Oddur.
Hann sagði verkefnið mjög yfir-
gripsmikið og flókið. Ekki eru til
nákvæm hæðalínukort nema af
hluta svæðisins og það kallar á
mikla vinnu. Oddur sagði að á köfl-
um væru einungis til kort þar sem
munur á hæðarlínum er 25 metrar
sem er mikið þegar spáð er í mögu-
leg flóð.
Kjartan Þorkelsson, sýslumaður
og formaður almannavarnanefndar
Rangárvallasýslu og Vestur-Skafta-
fellssýslu, sagði að til væri áætlun
um rýmingar í Rangárvallasýslu ef
hlaupvatn færi niður farveg Þjórsár
og eins farveg Ytri-Rangár. Ná-
kvæmari kort myndu bæta áætlan-
irnar. Á sínum tíma voru gerð ná-
kvæm kort um möguleg jökulhlaup
frá Kötlu og Eyjafjallajökli og rým-
ingar og lágu þau gögn fyrir löngu
fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli 2010.
Morgunblaðið/RAX
Flóð Miklar leysingar og úrkoma hafa valdið flóðum á Suðurlandi líkt og
fyrir jól 2006. Nú er verið að skoða möguleg áhrif flóðs vegna jökulhlaups.
Smíða hermilíkan fyrir hlaup í Þjórsá
Mestar líkur á að hlaup frá Vatnajökli fari til norðurs Hlaupið gæti leitað í Ytri-Rangá eða Hvítá
Spurð hvort íslensk kvikmynda-
gerð standi nú í miklum blóma
segir Hrafnhildur Gunnars-
dóttir, formaður Félags kvik-
myndagerðarmanna, að at-
vinnuleysi í greininni hafi
minnkað. Hins vegar sé nú erf-
itt að fjármagna innlend kvik-
myndaverkefni, þótt tölur Hag-
stofu Íslands virðist við fyrstu
sýn segja aðra sögu.
„Ég hef ekki orðið vör við
þessa aukningu í ár í greininni.
Ég hef hins vegar orðið vör við
að fyrirtæki og einstaklingar
hafa átt erfitt með að tryggja
fjármögnun. Það er erfitt að
koma verkefnum af stað. Það
kann að vera að nokkur stór er-
lend kvikmyndaverkefni á síð-
ustu misserum skýri aukna
veltu.“
Hrafnhildur segir kvikmynda-
gerð á Íslandi hafa slitið barns-
skónum og að íslenskir kvik-
myndagerðarmenn séu nú í
aðstöðu til að gera meiri kröfur
um laun og aðbúnað.
„Við eigum í vandræðum með
launakjör. Félagar mínir í stjórn
Félags kvikmyndagerðarmanna
hafa bent á að Íslendingar fái
mun lægri laun en erlendir
starfsfélagar þeirra.
Ég hef heyrt þess dæmi að í
nokkrum verkefnum sem hafa
fengið endurgreiðslu hérlendis
hafi bandarískir starfsmenn
kvikmyndarinnar fengið meira í
dagssektir fyrir að fara fram yf-
ir tilsettan matmálstíma en
sem nemur daglaunum ís-
lenskra starfsmanna sem starfa
við hliðina á þeim bandarísku.“
Að sögn Hrafnhildar á slíkur
munur í starfskjörum þátt í að
Félag kvikmyndagerðarmanna
stofnaði stéttarfélag í apríl sl.
Félagið á í viðræðum við Raf-
iðnaðarsambandið og önnur
stærri stéttarfélög um inn-
göngu.
Atvinnuleysið
á undanhaldi
ÍSLENSK KVIKMYNDAGERÐ