Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 2 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  280. tölublað  102. árgangur  FEGURÐ Á KOSTNAÐ REGNSKÓGA? HEF EKKERT TIL AÐ VERA BITUR YFIR SINDRI ELDON 62PÁLMAOLÍA 10 Vífilsstaðir og Smárinn » Fjárfestar sýna því nú áhuga að byggja upp heilsutengda starfsemi við Skógarlind í Kópavogi og við Vífilsstaði. » Umrædd verkefni myndu kosta milljarða í framkvæmd. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjöldi fjárfesta og verktaka hefur sýnt áhuga á að taka þátt í mikilli uppbyggingu í Garðabæ næstu ár. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir í undirbúningi að tvöfalda íbúafjöldann, úr ríflega 14 þúsundum í um 30 þúsund árið 2030. Það kalli á byggingu 5 þúsund íbúða fyrir 175 milljarða. Því til við- bótar komi skólar og aðrir innviðir sem slík íbúafjölgun kallar á. Gunnar segir mikla uppbyggingu í undirbúningi og veltir hann því fyrir sér hvort eftirspurn verði eftir öllum þeim íbúðum sem ráðgerðar eru. „Nú er rosalega mikið í pípunum og spurning hvort eftirspurn sé eftir þessu öllu. Verktakar eru ekki að tala saman. Þeir eru hver á sínum báti. Það er eins með sveitarfélögin,“ segir Gunnar sem kallar eftir sam- vinnu sveitarfélaga um hönnun um- ferðarmannvirkja. Þá staðfestir Gunnar að fleiri en einn hópur fjárfesta hafi sýnt áhuga á að reisa skurðstofur og hótel fyrir heilsutengda starfsemi við Vífils- staði. MStefnt að tvöföldun »12 175 milljarða uppbygging  Bæjarstjórn Garðabæjar undirbýr tvöföldun íbúafjöldans í 30 þúsund íbúa  Byggja þarf 5 þúsund íbúðir  Fjárfestar vilja reisa skurðstofur á Vífilsstöðum Stækkun flugstjórnarmiðstöðvar Isavia er hafin en gert er ráð fyrir að opna 2.800 fermetra viðbyggingu seint á næsta ári. Umsvifin fara vaxandi ár frá ári en gert er ráð fyrir að 15% fleiri flugvélar fljúgi um ís- lenska flugstjórnunarsvæðið í ár. Þeir voru reffilegir, verktakarnir sem settu byggingarkrana saman og tóku þar með fyrsta skrefið í ört stækkandi starfsumhverfi Isavia. benedikt@mbl.is Krani settur upp vegna stækkunar Morgunblaðið/Golli  Ríkisútvarpið er nálægt því að ganga frá leigusamningi til langs tíma, þar sem tvær efstu hæðir Út- varpshússins verða leigðar út. Þetta hefur Morgunblaðið fengið staðfest. Búist er við að hægt verði að kynna samninginn og hver leigutakinn er í næstu viku. Í ársreikningi Ríkisútvarpsins sem birtur var í gær kemur fram að tap á rekstrinum var 271 milljón kr. eftir skatta á síðasta rekstrarári. Í nið- urlagi hans kemur fram ósk frá stjórn RÚV um að útvarpsgjald verði ekki lækkað eins og til stendur og að það renni allt til stofnunarinnar. »4 Leigja út tvær hæðir Fyrir stuttu birtist frétt á mbl.is þess eðlis að lögreglan á Suður- nesjum hefði stöðvað unga drengi við að leika sér að því að hanga framan á húddi bíls á ferð, sem hefði getað endað illa. Guðjón Jónasson lék sama leik fyrir áratug, þá aðeins 17 ára gam- all, en munurinn á ungu drengj- unum í Keflavík og honum er sá að Guðjón lenti undir bílnum, á 90 km hraða. Guðjón segir sögu sína í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Maður var ekkert að pæla í því að maður gæti dottið af. Þetta var skemmtilegur leikur og maður fékk mikið adrenalín út úr þessu. Við vorum ungir og vitlausir og ekki datt mér í hug að eitthvað svona gæti komið fyrir mig,“ segir Guð- jón í viðtali. Læknar töldu það kraftaverk að Guðjón skyldi lifa slysið af. Næst- efsti hryggjarliðurinn brotnaði, sjö rifbein brotnuðu, lungun féllu sam- an og annað herðablaðið brákaðist. Auk þess fékk hann gat á höfuðið. „Ég var í góðu formi, í góðum skóla, æfði handbolta af kappi og það gekk allt ótrúlega vel hjá mér. Svo var það bara allt farið á svip- stundu.“ Hékk á húddi og missti takið  Slysið dró dilk á eftir sér út í lífið Morgunblaðið/Golli Uppgjör Guðjón Jónasson segir frá hræðilegri lífsreynslu.  „Við erum sátt, náðum að koma hestinum vel á framfæri og fengum jákvæð viðbrögð,“ segir Ólafur Ólafsson, en fyrirtæki hans og Ingibjargar Kristjánsdóttur hefur staðið fyrir kynningu á ís- lenska hestinum í Frakklandi und- anfarna 18 mánuði. Þess vegna hafa m.a fleiri Frakkar komið til Ís- lands og sumir í hestaferðir. »29 Heiðurshestur á Parísarsýningu Landhelgisgæslan hefur gengið frá kaupum á nýrri gerð harðbotna slöngubáts sem smíðaður verður hjá Rafnari í Kópavogi. Báturinn verður afhentur um mitt næsta sumar. „Það er búið að sanna fyrir okkur að þessi tegund hentar afar vel við okkar störf í sjónum hér við land,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri LHG, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að báturinn muni nýtast við leit og björgun, löggæslu og fiskveiðieftirlit á grunnslóð. Landhelgisgæslan hefur haft til- raunaútgáfu af bátnum til prófunar um nokkurt skeið og siglt honum þrjú þúsund sjómílur í öllum veðr- um. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi,“ sagði Björn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Rafnars. Fyrirtækið hyggst hefja sölu- og markaðssókn erlendis á næsta ári. Það hefur í nokkur ár unnið að framleiðslu óhefðbundins bátsskrokks sem hef- ur mikinn stöðugleika og mýkri hreyfingar en hefðbundnir skrokk- ar. Á hann að gera bátunum kleift að ráða betur við válynd veður. Rafnar hefur nýlega fært út kví- arnar með kaupum á skipa- smíðastöð í Noregi. »22 Nýtist við leit og björgun  Landhelgisgæslan kaupir nýja gerð slöngubáts Í smíðum Teikning af hinum nýju slöngubáti Landhelgisgæslunnar. FORTE blanda meltingargerla MÚLTIDOPHILUS þarmaflóran hitaþolin www.gulimidinn.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gjöf sem lifnar við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.