Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Vonast er til að gengið verði frá sam- komulagi um útleigu á efstu tveimur efstu hæðum húss Ríkisút- varpsins við Efstaleiti á næstu dög- um. Þetta hefur Morgunblaðið eftir öruggum heimildum og er búist við því að tilkynnt verði um leigusamn- inginn og hver leigutakinn er fljótlega eftir helgi. Ráðist var í talsvert viðamiklar breytingar á húsnæði Ríkisútvarps- ins þegar ákvörðun var tekin um að þjappa starfsemi Ríkisútvarpsins saman á neðstu hæðunum. Þær breytingar hafa kostað félagið um 43 milljónir króna, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Skilar betri vinnustað Magnús Geir Þórðarson útvarps- stjóri, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að vissulega hefðu þær breyt- ingar sem ráðist var í kostað sitt en þær hefðu verið nauðsynlegar til þess að efstu tvær hæðirnar gætu farið í útleigu. „Nú styttist væntanlega í að það gerist,“ sagði Magnús Geir en vildi að svo stöddu ekki ræða húsa- leigumál Ríkisútvarpsins frekar. Hann sagði að 43 milljónirnar sem blaðamaður nefndi í kostnað væru ugglaust nærri lagi en ýtrustu hag- kvæmni hefði verið gætt við flutn- ingana eins og í allri annarri starfsemi RÚV. „Til að ná þeim ávinningi sem breytingarnar fela í sér þurfti að færa til starfsstöðvar flestra starfsmanna í húsinu, brjóta niður veggi og þess háttar. Þetta skilar okkur betri vinnu- stað og hagræðingu í starfseminni sjálfri, fyrir utan þann ávinning sem verður af væntanlegum leigutekjum og þar af leiðandi lækkuðum rekstr- arkostnaði fyrir Ríkisútvarpið. Áherslur nýrrar yfirstjórnar hafa all- ar miðað að því að hagræða eins og frekast er unnt í starfseminni, ekki síst í umgjörð til að tryggja að sem mest af fjármunum fari beint í dag- skrá,“ sagði Magnús. Hagræðing í rekstri Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að forráðamenn Ríkisútvarps-ins séu afar bjartsýnir á það leigusam- starf sem nú er í pípunum og að vænt- anlegur leigutaki geti fallið vel að starfseminni í húsinu. Með útleigu á efstu tveimur hæðunum til langs tíma, muni nást fram umtalsverð hag- ræðing í rekstrinum, rekstrarkostn- aður verði til muna minni og kostn- aður við breytingar muni borga sig á skömmum tíma. Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., segir að vissulega hafi breytingar á húsnæði RÚV verið kostnaðarsamar, en sá kostnaður hafi verið óhjákvæmilegur, því breyta hafi þurft efstu hæðunum, svo hægt væri að leigja þær út. „Þeg- ar búið verður að landa leigjendum er borðleggjandi að útlagður kostnaður við breytingarnar kemur fljótt aftur til baka og verður síðan hluti af mik- ilvægri hagræðingaraðgerð,“ sagði Ingvi Hrafn. Efstu hæðir RÚV í útleigu  Framkvæmdir og breytingar á húsnæðinu til þess að þjappa starfsemi Ríkisútvarpsins saman á neðstu hæðunum og breyta þeim efstu til að gera þær útleiguhæfar hafa kostað um 43 milljónir króna Magnús Geir Þórðarson Ingvi Hrafn Óskarsson Morgunblaðið/Ómar Útvarpshúsið Tvær efstu hæðir Útvarpshússins við Efstaleiti á leið í útleigu. „Þessi nóvembermánuður verður með hlýjustu nóvembermánuðum sem við vitum um. Trúlega sá næsthlýjasti í Reykjavík og á suð- vesturhorninu en Norðurland er eitthvað neðar á listanum. Úti við ströndina á Norðurlandi, við Gríms- ey og annars staðar, var líka mjög hlýtt og trúlega er þetta einn hlýj- asti nóvember frá upphafi mælinga þar,“ segir Trausti Jónsson veð- urfræðingur, en þó að enn sé einn dagur eftir af nóvember getur Trausti slegið þessu föstu. Hann segir að það hafi nokkrir kaldir dagar komið á Norðurlandi sem slái hitann niður. Meðalhiti ársins, sem Trausti tók saman í síðustu viku, var 6,67 gráður í Reykjavík og hefur aðeins einu sinni verið hærri. Meðalhiti nóv- ember síðustu tíu árin hefur verið um 2,2 gráður. Trausti bendir á að hiti hafi alltaf lækkað á tímabilinu frá 22. nóv- ember til áramóta. Veðrið á landinu þennan nóvem- bermánuð hefur verið allsérstakt en fyrir utan hlýindin sunnanlands þá hefur rignt gríðarlega á Austur- landi. „Það er ekki met en það hefur rignt á Seyðisfirði og í Neskaupstað rúmlega 700 millimetra. Ársúrkoma í Reykjavík er 800 millimetrar.“ Heitur og blautur nóvember  Veðrið um landið allt allsér- stakt í nóvember Morgunblaðið/Eggert Stillt veður Veðrið í höfuðborginni hefur verið einstakt. Einn sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Hér er kvöldsólin að setjast í miðjum mánuði við sléttan sjó. JÓLATILBOÐ Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 FULLT VERÐ 8.990 5.990 Pizzasteinn Spaði og skeri fylgja 15” Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í frumvarpi iðnaðar- og við- skiptaráðherra um gjaldtöku í ferðaþjónustu er lagt til að tekið verði 1.500 króna gjald fyrir nátt- úrupassa sem allir, Íslendingar sem útlendingar, yfir 18 ára aldri greiði, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Verður gjaldið tekið til þriggja ára og stefnt er að því að gjaldtakan hefjist 1. september árið 2015. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, kynnti frumvarpið á ríkisstjórnarfundi síð- degis í gær þar sem samþykkt var að senda það til þingflokka stjórn- arflokkanna. Þar fékk það sam- þykki hjá Sjálfstæðisflokknum. Frumvarpið var hins vegar rætt á þingflokksfundi Framsóknarflokks- ins en ekki afgreitt. ,,Við viljum bara skoða málið betur og velta þessu aðeins betur fyrir okkur,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, varafor- maður þingflokksins, í samtali við mbl.is í gær. Fullur skilningur á að Framsókn þurfi tíma Ragnheiður Elín segir það eðli- legt að framsóknarmenn vilji skoða frumvarpið betur. „Á þessu máli eru skiptar skoðanir og ég ber mikla virðingu fyrir því. Allir hafa eitthvað til síns máls. Það sem mér er mjög umhugað um er að koma fram með þessar tillögur þannig að hægt sé að taka umræðuna um þessa leið sem ég er að leggja til út frá rökum og að allir hafi sömu upp- lýsingarnar,“ segir hún. Ragnheiður Elín bendir á að umræðan hafi farið víða og sumt eigi ekki við rök að styðjast. „Ég hef fullan skilning á því ef Framsókn þarf lengri tíma og vona að við fáum tækifæri til að leggja þetta fyrir þingið þannig að hægt verði að meta þetta eftir bestu aðferðum,“ segir Ragnheiður Elín. Náttúrugjaldið 1.500 krónur  Allir yfir 18 ára aldri greiða gjaldið í þrjú ár  Ríkisstjórnin samþykkti frum- varpið  Þingflokkur Framóknarflokks þarf lengri tíma til afgreiðslu Morgunblaðið/Kristinn Geysir Stefnt er að því að taka upp gjald fyrir náttúrupassa 1. sept. 2015. Ársreikningur Ríkisútvarpsins ohf. fyrir rekstrarárið 2013-2014 var birtur í Kauphöll Íslands í gær- kvöldi. Fram kemur að tap á rekstr- arárinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014 var 271 milljón kr. eftir skatta. Tapið fyrir tekjuskatt var 339 millj. kr. Þar af var tap á fyrri hluta rekstrarársins 274 milljónir fyrir tekjuskatt, en tap á síðari hluta rekstrarársins var um 65 milljónir kr. Fram kemur að rekstrarárið hafi einkennst af miklum sviptingum. Fallið hafi verið frá því að RÚV fengi útvarpsgjaldið óskert og það hafi leitt til umtalsverðrar lækkunar á væntum þjónustutekjum ársins 2014. Í niðurlagi segir að unnið sé að nýjum samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. „Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert og fallið verði frá hugmyndum um að lækka útvarpsgjaldið frá því sem nú er,“ segir í tilkynningunni. Til stendur að lækka gjaldið úr 19.400 kr. í 17.800 krónur á næsta ári. vidar@mbl.is 271 milljónar tap á rekstri RÚV á síðasta rekstrarári „Fyrir nefndinni kom það sjón- armið fram að skatta- og gjalda- lækkanir skili sér oft illa út í verð- lag á meðan hækkanir skili sér fljótt. Ef ákvarðanataka um skattabreytingar væri látin stjórn- ast af þessu sjónarmiði yrðu skatt- ar sjaldan lækkaðir,“ segir í nefndaráliti meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, sem af- greiddi breytingartillögur við frumvarpið um breytingar á virð- isaukaskatti úr nefndinni í gær. Hvetur meirihlutinn stjórnvöld, aðila vinnumarkaðar og hags- munasamtök til þess að taka sam- an höndum og tryggja að skatta- og gjaldalækkanir frumvarpsins skili sér að fullu. Leggur meirihlutinn til eins og fram hefur komið að skatthlutfall neðra þrepsins hækki í 11% í stað 12%. Segjast þingmennirnir hafa skilning á áhyggjum bókaútgef- enda, rithöfunda o.fl. af áhrifum hækkunar neðra þrepsins. „Meðal nefndarmanna kom fram almenn- ur vilji til að leita frekari leiða til að bæta stöðu framantalinna greina.“ Taki höndum saman til að tryggja að lækkanir skili sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.