Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 8

Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Reykjavíkurborg hefur birtuppgjör sitt fyrir fyrstu níu mánuði ársins og þar kemur í ljós að reksturinn gengur verr en ætlað var. Við fyrstu sýn er hann að vísu betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, en það stafar af óreglulegum lið- um. Að þeim frá- töldum var rekstr- arniðurstaða borgarinnar í heild fyrir fjármagnsliði 288 milljónum króna lakari en áætlun gerði ráð fyrir.    Þegar horft er til borgarsjóðssérstaklega, þ.e. þeirrar starfsemi sem fjármögnuð er með skatttekjum, kemur í ljós 272 milljóna króna halli af rekstr- inum en áætlað hafði verið að af- gangur yrði upp á 416 milljónir króna.    Rekstrarafkoman var sem sagt688 milljónum króna verri en áætlað hafði verið á fyrstu níu mánuðum ársins.    Þessi niðurstaða endurspeglarþann skort á aðhaldi sem ríkt hefur við stjórn borgarinnar.    Eitt dæmi um þessa lausung ífjármálastjórn borgarinnar birtist í „fræðsluferð“ sem menn- ingar- og ferðamálaráð borgar- innar fór í á dögunum.    Í miðjum hallarekstrinum sendiborgin átta borgarfulltrúa og jafnmarga embættismenn borgar- innar til Hollands til að kynna sér ferða- og menningarmál.    Samtals sextán ferðalangar ogmátti ekki minna vera til að skoða söfn í Amsterdam. Dagur B. Eggertsson Rekstrarleg óvissuferð STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.11., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 6 alskýjað Nuuk -7 léttskýjað Þórshöfn 9 þoka Ósló 0 alskýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 6 heiðskírt Brussel 8 heiðskírt Dublin 11 skýjað Glasgow 10 alskýjað London 12 heiðskírt París 12 heiðskírt Amsterdam 7 heiðskírt Hamborg 2 alskýjað Berlín 1 skýjað Vín 1 þoka Moskva -7 skýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 skýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 12 alskýjað Winnipeg -15 snjókoma Montreal -3 skýjað New York 1 léttskýjað Chicago -4 alskýjað Orlando 10 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:41 15:53 ÍSAFJÖRÐUR 11:14 15:29 SIGLUFJÖRÐUR 10:58 15:11 DJÚPIVOGUR 10:17 15:15 „Ég gat sem betur fer staðið við það sem ég lofaði mér í upphafi að ég skyldi beita allri minni einbeitingu og viljastyrk til þess að halda mér uppi og reyna að hafa gaman í kringum mig. Ég er sannfærð um að það hafi haft verulega mikil áhrif á það hvernig þetta gekk. Afstaðan til þessarar áskorunar.“ Þetta segir Ólöf Nordal, fyrrver- andi alþingismaður, en hún greind- ist með illkynja krabbameinsæxli í sumar og var með skömmum fyrir- vara skorin upp við því. Við tók margra mánaða lyfjameðferð sem lauk á fimmtudaginn með góðum árangri. Ólöf ákvað strax að takast á við þessa áskorun með jákvæðni að vopni og einbeita kröftum sínum alfarið að því að ná bata. Afstaðan skiptir miklu „Ég er sannfærð um að það hafi haft áhrif. Ég kom til að mynda syngjandi út úr lyfjameðferðinni í gær [á fimmtudaginn]. Ég held að það geti haft áhrif á líkamann að beita hugarorkunni þannig á hann. Þegar maður einbeitir sér að því að gera það sem maður ætlar sér að gera og heldur áfram að brosa framan í fólk,“ segir hún. Framundan er að ná aftur fullum kröftum og fara að sinna aftur þeim verkefnum sem hún tók sér leyfi frá til að takast á við veikindin. „Nú vil ég fara að komast aftur út í þjóðfé- lagið og huga aftur að því sem fram- tíðin ber í skauti sínu og setja mér lengri áætlanir en bara þrjár vikur fram í tímann. Ég hef undanfarna mánuði bara horft fram til næstu lyfjadælingar,“ segir hún og hlær. Nánar er rætt við Ólöfu á mbl.is. hjortur@mbl.is Áskorun með jákvæðni að vopni Morgunblaðið/Kristinn Ólöf Nordal „Nú vil ég fara að kom- ast aftur út í þjóðfélagið.“ Ert þú að rannsaka orku og umhverfi? Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir námsmenn og rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Ísland er ríkt af endurnýjanlegum orkuauðlindum. Þess vegna felast mikil verðmæti í því að nýta íslenskt hugvit til þess að auka þekkingu á orku og umhverfismálum. Til úthlutunar úr Orkurannsóknasjóði árið 2015 eru 54 milljónir króna. Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orku- mála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur eru á landsvirkjun.is/orkurannsoknasjodur. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2015.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.