Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 11
myndast ekki transfitusýrur og það sama á við um kókosolíuna,“ segir hún. Landsvæði í Suðaustur-Asíu, Indónesíu og Malasíu hefur þótt ákjósanlegt undir olíupálmapl- antekrur og segir Rannveig að í raun hafi margir í þessum löndum selt sálu sína til að ná að selja pálmaolíuna ódýrt. Fyrir vikið rýrna regnskógarnir mun meira en áður þó svo að breyturnar séu að sjálf- sögðu fleiri en ein. „Það eru mín rök fyrir því að sneiða hjá pálmaolíunni. En maður þarf vissulega að passa sig því ef við stoppum þetta verður olían að koma einhvers staðar frá og ekki vill maður fara úr öskunni í eld- inn. Ég hef oftast varann á með kók- osolíuna líka þótt hún sé ekki vanda- mál á heimsmælikvarða eins og pálmaolían en ef framleiðsla pálma- olíunnar yrði stöðvuð gætu fram- leiðendur farið yfir í öðruvísi rækt- un því það er alltaf eftirspurn eftir olíu því hún er notuð í svo margt, bæði matvæli og snyrtivörur.“ Dýrkeypt fegurð Í bókinni Vakandi veröld eftir þær Rakel og Margréti segir að ár- leg eyðing regnskóganna svari til þess er nemur helmingi af flat- armáli Íslands. „Þó að minna sé rætt um eyðingu regnskóganna nú en áður er vandinn enn til staðar. Vandamálið hefur færst frá því að vera aðallega vegna fáatækra bænda sem eru að brenna regn- skógana til að búa til nýtt beitilendi og ræktarland til eigin nota. Þetta var mikið vandamál fyrir nokkrum árataugum og þessar aðferðir eru enn stundaðar. Í dag er vandamálið af svo stórum skala að hann er margfaldur miðað við þá,“ segir Rannveig en bendir á að ekki sé hægt að skella skuldinni alfarið á pálmaolíu eða snyrtivörur. Eftir sem áður er ágætt að líta í eigin barm í þeim tilgangi að skoða betur hvað hver og einn getur gert til að stuðla að heilbrigði jarðarinnar. Í bókinni má finna fjölda uppskrifta að snyrtivörum sem auðveldlega má búa til heima og þar með má losna við flóknar og illskiljanlegar inni- haldslýsingar á krukkunum úr búð- inni. Svitalyktareyðir, tannkrem, andlitsmaski, raksápa, sjampó og hárnæring eru dæmi um snyrtivör- ur sem búa má til heima. Þannig má líka endurnýta krukkur og plast- brúsa. Rétt eins og höfundar bók- arinnar hefur Rannveig búið til nokkuð af eigin snyrtivörum. „Ég bý gjarnan til andlitsmaska og það er alveg frábært. Manni líður svo vel með þetta því maður veit að það eru engin aukaefni. Það er líka mjög mikilvægt að hafa í huga að ef þú getur borðað snyrtivöruna eða maskann sem þú setur á líkamann þá er það gæðamerki. Annars reyni ég að velja mér þær vörur sem eru með hvað stysta innihaldslýsingu og reyni að forðast paraben og pálma- olíu,“ segir líffræðingurinn Rann- veig Magnúsdóttir sem vonast til að sjá innlenda framleiðendur ýmissa vara nota aðra olíu til framleiðsl- unnar en pálmaolíu og leggja með þeim hætti lóðin á vogarskálarnar í verndun og varðveislu regnskóg- anna. AFP Átök Nýverið var 1000 hektara plantekra olíupálma upprætt í Indónesíu. AFP Ruðningur Regnskógum er rutt burt til að unnt sé að vinna pálmaolíu. „Það er líka mjög mikilvægt að hafa í huga að ef þú getur borðað snyrtivöruna eða maskann sem þú setur á líkamann þá er það gæðamerki.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Stundum hefur reynst erfitt að finna góð borðspil fyrir þau allra yngstu, það er að segja fyrir þau börn sem ekki eru læs. Þess vegna er ánægju- legt að þetta stórskemmtilega og sniðuga spil, Sequence, sé fáanlegt því það er kjörið fyrir þann hóp barna. Þar fyrir utan geta allir haft gaman af leiknum, líka fullorðnir. Spilið er eðli máls samkvæmt ein- falt í alla staði en reynir nokkuð á út- sjónarsemi. Sequence gengur út á að ná að móta röð fjögurra spilapeninga í sama lit á spilaborði og sá sem fyrstur nær því vinnur. Borðið er alsett fer- hyrndum myndum af dýrum. Hver leik- maður fær einn lit af spilapeningum og í hverri umferð er leikmaður með þrjú spil á hendi. Á spilunum eru dýra- myndir sem samsvara reitum spila- borðsins. Leikmaður leggur spilapen- ing á myndina á borðinu og reynir að koma sínum lit fyrir í röð. Aðrir leik- menn geta komið í veg fyrir að það takist, séeu þeir nógu útsmognir. Þeg- ar spilapeningur hefur verið lagður á mynd á borðinu geta aðrir ekki fjar- lægt hann nema með Drekaspili. Það eru engin Einhyrningsspil eða Dreka- spil á leikborðinu en í spilastokknum eru 2 Drekaspil og 2 Einhyrningssspil. Með Einhyrningsspili má leggja pening á hvaða auða reit borðsins sem er. Aldur: 3-6 ára Fjöldi leikmanna: 2-4 Verð: Frá 2.699 kr. Sölustaðir: Hagkaup, Spilavinir og bókabúðir. Spil vikunnar: Sequence Frábært spil fyrir þau yngstu Café Lingua Borgarbókasafnsins verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi að þessu sinni. Um 120 Nepalar eru búsettir á Íslandi og búa flestir í Breiðholtinu. Þeir munu hafa umsjón með kaffinu í dag og hefst það kl. 14. Boðið verður upp á sýn- ingu og fræðslu um ýmsa muni sem tengjast landi og þjóð, en auk þess verður dansað og boðið upp á nep- alskan mat. Tungumálin sem verða í forgrunni eru íslenska, nepalska og enska. Allir eru velkomnir. Íslenska, nepalska og enska í Gerðubergi Menning 120 Nepalar búa á landinu. Boðið upp á nepalskan mat SÓSAN SEM SAMLOKUR ELSKA Nýja gómsæta samlokusósan frá E. Finnsson hentar mjög vel á bæði heitar og kaldar samlokur. Prófaðu og gerðu gott betra. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Dubai-skýjaborgin ísandinum Fararstjórar: Elín Guðmundsdóttir & Olga María Ólafsdóttir Í Dubai er að finna framúrstefnulega skýjakljúfa meðfram glitrandi strandlengju, í miðri Arabíueyðimörkinni. Borgin sameinar austur og vestur, gamla og hið nýja og myndar stórfenglega blöndu af hefðum og módernisma. Arabíunætur bíða okkar með eftirvæntingu. Kynningarfundur verður haldinn 2. desember kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör eh f.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.