Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Margar verslanir hér á landi buðu
varning sinn á tilboðsverði á „Black
Friday“ eða svörtum föstudegi í
gær. Í fyrra reið Húsgagnahöllin á
vaðið og bauð upp á afslátt á svört-
um föstudegi. Nú fylgdu fleiri í kjöl-
farið. Mikið var að gera í þeim versl-
unum sem Morgunblaðið hafði
samband við. Mikil ánægja var með-
al viðskiptavina, að sögn verslunar-
stjóra búðanna og munu þær því
flestar bjóða upp á svartan föstudag
að ári.
Nokkrar verslanir hér voru með-
sértilboð á svörtum föstudegi sem
ná þó einnig til annarra daga, t.d. á
fimmtudagsins á undan og/eða
standa yfir helgina.
Nokkuð var um að fólk biði í bið-
röð við verslanir hér í gærmorgun.
Þá voru þær fljótar að fyllast um
leið og opnað var.
Biðröð og nóg að gera
„Það var biðröð af fólki þegar ég
opnaði búðina í morgun og það hefur
verið mikið að gera í allan dag,“ seg-
ir Ívar Jóhann Halldórsson, versl-
unarstjóri Rúmfatalagersins á
Smáratorgi.
Ívar segir mjög líklegt að versl-
unin muni endurtaka leikinn að ári.
„Viðskiptavinir eru ánægðir með
þetta. Það er gott ef við getum
hjálpað þeim að gera góð kaup. Þá
eru allir sáttir. Svo virðist Íslend-
ingum líka vel við þennan ameríska
sið.“
Spurður hver ástæðan sé fyrir því
að Rúmfatalagerinn sé með svartan
föstudag, nefnir hann aðrar versl-
anir sem fordæmi.
Nettó matvöruverslun bauð einn-
ig í fyrsta skipti upp á tilboðsverð á
svörtum föstudegi. Þau tilboð ná þó
frá fimmtudegi til sunnudags.
„Þetta hefur gengið mjög vel. Það
var mjög mikið að gera í gær
[fimmtudag]. Verðið er þannig að
fólk stekkur á tilboðin. Ég held að
við séum fyrsta matvörubúðin sem
er með tilboð á svörtum föstudegi,“
segir Hallur Heiðarsson rekstrar-
stjóri Nettó. Hann segir að bæði
hafi verið mikið að gera í Reykjavík
og á Akureyri. Þar sem þetta hafi
mælst vel fyrir segir hann að það
verði skoðað með opnum huga að
endurtaka leikinn að ári.
Heiðar segir að það hafi ekki ver-
ið samantekin ráð Nettó og annarra
fyrirtækja að bjóða upp á svartan
föstudag. Heldur algjörlega sjálf-
sprottið.
„Ég held að þetta sé komið til að
vera. Neyslumynstrið er að breytast
og fólk eltir afslættina meira,“ segir
Jón Woodard, verslunarstjóri Betra
baks. Spurður hvort það sé vegna
þess að tilboðsdagar séu algengari
en áður, segir hann það líklegt. Þó
ekki hafi verið biðröð fyrir utan
verslunina um leið og opnað var hafi
hún orðið „kjaftfull“ fljótlega. Jón
segir gaman að geta veitt
góðan afslátt og hann sé
meiri en á útsölum. Margir
hafi keypt jólagjafir.
Toys R’us-keðjan á öllum
Norðurlöndum bauð upp á
afslátt á svörtum föstu-
degi í gær. Verslanir
hér á landi voru því
engin undantekn-
ing frá því en
þetta var í fyrsta
skipti sem versl-
anir hér tóku
þátt í þessu.
Morgunblaðið/Ómar
Verslun Mörgum finnst gaman að fara saman að versla fyrir jólin og eflaust á það við um þessar vinkonur.
Svartur föstudagur að festast í sessi?
Flestar verslanir munu eflaust bjóða aftur upp á svartan föstudag að ári Ánægðir viðskiptavinir
Tilboðin ekki endilega bundin við föstudaginn Biðröð og nóg að gera í verslunum
„Á síðustu 100 árum hafa
þessir dagar eins og valen-
tínusardagurinn, svarti föstu-
dagurinn og fleiri, verið búnir
til af auglýsendum og kaup-
mönnum,“ segir Árni Björns-
son þjóðháttafræðingur.
Hann segir enga gamla ís-
lenska hefð tengjast þessum
degi, ekki nema ef vera skyldi
að föstudagurinn sjálfur hefur
alltaf verið talinn frekar
heppilegur dagur samkvæmt
gamalli hefð, samanber orða-
tiltækið föstudagur til fjár. Í
þessu samhengi bendir hann
á að föstudagurinn 13. sem
eigi að vera óheilladagur sé
einnig tilbúningur af Holly-
wood, tengdur tiltekinni
mynd.
Fyrirmyndin er sótt til
Bandaríkjanna en þar hafa
verslanir boðið upp á mikinn
afslátt af vörum sínum á
þessum tiltekna föstudegi eft-
ir þakkargjörðarhátíðina. Oft-
ar en ekki hefur orðið mikill
handagangur í öskjunni þegar
verslanir eru opnaðar á
föstudagsmorgun er-
lendis, svo mikill að í
sumum tilfellum þarf
að kalla til lögreglu.
Dagurinn er mesti
verslunardagur árs-
ins í Bandaríkjunum.
Búinn til af
kaupmönnum
SVARTI FÖSTUDAGURINN
Árni Björnsson
Þrír sitja í gæsluvarðhaldi í
tengslum við hnífstunguárás á
Hverfisgötu á sunnudagskvöldið.
Rannsókn málsins er í fullum gangi
en skammt á veg komin.
Talið er að ráðist hafi verið á
karlmann sem varð fyrir stung-
unum í heimahúsi á Hverfisgötu á
sunnudagskvöldið.
Fjórir menn voru handteknir í
kjölfar árásarinnar. Tveimur
þeirra hefur verið sleppt en tveir
þeirra sæta nú gæsluvarðhaldi til 8.
desember. Sá þriðji, maður sem
lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
leitaði að eftir árásina, er nú einnig
í gæsluvarðhaldi í tengslum við
rannsókn málsins.
Sá sem fyrir árásinni varð er enn
á sjúkrahúsi en hann var í lífshættu
fyrstu dagana eftir árásina og hald-
ið sofandi í öndunarvél.
Í gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarOf Icelandic Nobles
& Idiot Savants
Translated by
Hallberg Hallmundsson and
Julian Meldon D’Arcy
An Anthology of theWritings of the Novelist, Essayist,
and Humorist
Thórbergur Thórdarson
The funniest chapters from
the writings of Mr. Thórdar-
son, along with the most
daring, as for example
his letter to a Nazi from
the year 1933.
The books are available in all of the bigger bookshops
The Poetry of Egill Skallagrímsson, Hallgrímur Pétursson,
Jónas Hallgrímsson, Stephan G. Stephansson, Einar
Benediksson, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson,
Jón Dan, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Einar Bragi,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir,
Ísak Harðarson, Jónas Þorbjarnarson and many more.
Of Icelandic Nobles is 217 pages and Potpourri is 243 pages.
Distributed by Forlagið – JPV.
Also published by BRÚ:
A Potpourri of Icelandic Poetry
Through Eleven Hundred Years
Translations and biographies by
Hallberg Hallmundsson
From the writings
of an Icelandic humourist
THÓRBERGUR THÓRDARSON
Translated by
HALLBERG HALLMUNDSSON andJULIAN MELDON D’ARCY
“Long esteemed as a leading stylist andhumorist, Thórdarson is a peculiarmixture of paradoxical traits: a clear andkeen intellect and a singularly gulliblenature. He was an avowed Communistbut inasmuch as he accepted the conceptof life after death, he denied materialismAbove all, he was a firm believer inghosts, which he ‘felt’ everywhere aroundhim. For a time, he became a theosophistpracticed yoga, and even wrote a bookon the subject. In addition, he remainedone of the most ardent Esperantists inIceland. Through all his diverse interestcould be seen a man who was, basicallyan honest seeker after truth, althoughpolitically, he seemed to have found ionce and for all.
Thórdarson wrote essays, biographiespoetry and autobiographical works. Hieccentricity, crowned with a brillianstyle and an ever present humor, whichhe frequently pointed at himself, resultedin some of the most original and uniqueworks of modern Icelandic literature.”
HALLBERG HALLMUNDSSONFROM AN ANTHOLOGY OF
SCANDINAVIAN LITERATURE
ISBN 978-9935-9118-2-7
9 789935 911827
,
.
,
s
,
,
t
,
s
t
An Anthology of the Writings of the Novelist, Essayist, and HumoristThórbergur Thórdarson
Translated by HALLBERG HALLMUNDSSONand JULIAN MELDON D’ARCY
Of Icelandic Nobles
& Idiot Savants
Reykjavík 2014
O
f
Icelandic
N
obles
&
Idiot
Savants
Translated
by:H
.H
allm
undsson
and
Julian
M
.D
’A
rcy
2014
Minningarsjóður Hjálmars R.
Bárðarsonar og Else S. Bárðarson
Minningarsjóður Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson
auglýsir rannsóknastyrki í landgræðslu og skógrækt, með sér-
stakri áherslu á vistfræði lúpínu og landgræðsluskógrækt með
lúpínu.
Til úthlutunar verða um fjórar milljónir króna.
Umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. janúar 2015.
Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðum Landgræðslu
ríkisins (land.is), Skógræktar ríkisins (skogur.is) og Skógræktar-
félags Íslands (skog.is). Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í
einu pappírseintaki og á tölvutæku formi (á geisladiski sem rtf,
pdf eða word skjal). Ófullgerðum umsóknum verður vísað frá.
Umsóknum skal skila til: Landgræðslusjóðs, Skúlatúni 6,
105 Reykjavík. Skrifa skal skýrt á umslag: „Minningarsjóður
Hjálmars R. Bárðarsonar og Else S. Bárðarson“.