Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 18

Morgunblaðið - 29.11.2014, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Heimilin nota um 28% raforkunnar, sé miðað við allt árið, sem er svipað hlutfall og iðnaðurinn á starfssvæð- inu notar.“ Ljós á 40 pera seríu kostar 40 krónur á sólarhring „Það er tiltölulega auðvelt að reikna út kostnaðinn við þessar serí- ur, ef fólk veit á annað borð hversu sterkar perurnar eru,“ segir Vignir. „Hjá okkur kostar hver kílóvatt- stund um 12 krónur, sem þýðir að rafmagnskostnaðurinn vegna al- gengrar tegundar af 40 pera útiseríu er um 40 krónur á sólarhring, ef kveikt er á perunum allan sólar- hringinn. Í þessum seríum eru per- urnar 3,5 vött. Ef við tökum hins vegar gömlu lituðu 25 vatta glóper- urnar, er kostnaðurinn 288 krónur á sólarhring. Mér sýnist að slíkar serí- ur séu á nokkuð hröðu undanhaldi. Nýjasta nýtt er svo LED-perur og það kostar aðeins nokkrar krónur að láta slíkar seríur loga allan sólar- hringinn. Það er með öðrum orðum hægt að stýra rafmagnskostn- aðinum, verðið fer alltaf eftir því hversu mikið rafmagn skreyting- arnar nota. Þótt ég hafi nú ekki gert vísindalega athugun á jólaseríum, sýnist mér samt sem áður að glóper- urnar séu á útleið og LED-perurnar koma í staðinn.“ Að mörgu er að hyggja Á liðnum árum hefur margoft orð- ið stórtjón af völdum bruna á þessum árstíma, sem rekja má til rafmagns. Stundum má rekja íkveikju til bil- unar, enn algengara er þó að gáleysi í umgengni við rafmagn sé um að kenna. „Við hvetjum fólk til að sýna fyllstu aðgát, þegar jólaseríur og skreytingar eru annars vegar,“ segir Vignir. „Allar seríur þurfa að vera af viðurkenndri gerð, úti sem inni og ekki má ofhlaða fjöltengin. Það er varasamt að breyta seríum, til dæm- is með því að stytta þær. Þar sem perurnar eru raðtengdar hækkar spennan á þeim perum sem eftir eru í seríunni. Þær ofhitna eða springa sem getur valdið slysum. Rafbún- aður sem notaður er utandyra verð- ur að vera rakaþéttur, svo sem tengl- ar, klær, framlengingarsnúrur, spennar og auðvitað sjálf serían. Síð- an vil ég líka benda sérstaklega á að snúrutenglar sem hanga upp með vegg, geta fyllst af vatni. Það er þess vegna nauðsynlegt að verja slíka tengla sérstaklega. Það er því um að gera að gæta fyllstu varúðar, þegar jólaseríur eru annars vegar,“ segir Vignir Hjaltason hjá Norðurorku. Setur upp 120 seríur fyrir jólin „Seríurnar eru líklega um 120 talsins, þannig að á trén í garðinum hérna í Áshlíðinni fara liðlega fjög- urþúsund perur og þeim fjölgar ár frá ári,“ segir Ragnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri. „Já, já, serí- urnar eru allar komnar á sinn stað, fjölskyldan hjálpast að við verkið. Venjulega tekur þessi vinna um viku og þá tel ég með nauðsynlegan und- irbúning. Svo er sjálfsagt svipaður fjöldi pera innandyra, þannig að þetta er töluverður slatti. Trén stækka sem betur fer á hverju ári, þannig að við þurfum að bæta við seríum á hverju ári og við þurfum að fá stærsta krana bæjarins til verks- ins. En við njótum þess að skreyta húsið og garðinn og það kemur ekki til greina að hætta þessu, enda höf- um við gert þetta í um 25 ár.“ Býr jólasveinninn hér? „Já, þetta er alltaf jafn gaman, bæjarbúar fylgjast greinilega með okkur, enda eykst umferðin um Ás- hlíðina á þessum árstíma. Einu sinni sagði leikskólakennari mér að börnin hefðu haldið því fram að húsið okkar væri heimili jólasveinsins og það eru góð meðmæli. Og svo verðum við jafnvel vör við að ferðafólk komi hingað til að sjá ljósadýrðina, þannig að það eru greinilega ekki bara norð- urljósin sem heilla hérna fyrir norð- an. Nágrannar okkar eru sem betur fer þolinmóðir, enda er Áshlíðin ekki fjölfarin gata, nema þá helst á að- ventunni.“ Ánægjan verður ekki verðlögð „Ef þessar skreytingar teljast til óþarfa, þá bendi ég gjarnan á að á heimilinu sé hvorki reykt né neytt áfengis, þannig að ég get með góðri samvisku sett fjármuni í þessar skreytingar. Ég bendi líka á að við höfum sett fjármuni í seríurnar á löngum tíma. Auðvitað kostar tölu- vert að vera með kveikt á öllum þess- um perum, en ég borga reikninginn með glöðu geði, enda er ekki hægt að verðleggja ánægjuna sem fylgir þessu. Við höfum vissulega talað um að skipta yfir í LED-perur, en þá kemur á móti að við eigum allar serí- urnar, þannig að þær verða líklega notaðar áfram. Perurnar sem eru í seríunum eru líka miklu jólalegri en LED-perurnar,“ segir Ragnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri. Desember er rafmagnaðasti mánuðurinn  Jólaseríur taka til sín mismikið raf- magn  Glóperur á undanhaldi en LED-perur eru að sækja í sig veðrið Morgunblaðið/Karl Eskil Pálsson Mikil ljósadýrð „Seríurnar eru líklega um 120 talsins, þannig að á trén í garðinum hérna í Áshlíðinni fara liðlega fjögur þúsund perur og þeim fjölgar ár frá ári,“ segir Ragnar Sverrisson, kaupmaður á Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Réttur búnaður „Allar seríur þurfa að vera af viðurkenndri gerð og ekki má ofhlaða fjöltengin,“ segir Vignir Hjaltason, rafiðnfræðingur. SVIÐSLJÓS Karl Eskil Pálsson karlesp@simnet.is „Mér sýnist fólk hengja upp jólaserí- urnar frekar snemma þetta árið. Þetta á sérstaklega við um skreyt- ingar utandyra, enda hafa veðurguð- irnir leikið við hvurn sinn fingur und- anfarnar vikur. Almenningur hefur greinilega drifið upp seríurnar í blíð- unni, enda bara skynsamlegt,“ segir Vignir Hjaltason, rafiðnfræðingur hjá Norðurorku á Akureyri. Des- ember og janúar eru þeir mánuðir sem raforkunotk- unin er mest og aukin ljósanotkun skýrir þá aukn- ingu að stærstum hluta að mati Vignis. „Dagarnir eru stuttir á þessum árstíma og þá finnst fólki líklega gott að lýsa upp skammdegið með jólaljósum, þannig að með ljósunum er í raun og veru verið að slá tvær flugur í einu höggi. Akureyrarbær er auðvitað sá aðili sem skreytir mest, bærinn setur til dæmis skreytingar á fjölda ljósa- staura og á hverri skreytingu eru ansi margar ljósaperur. Síðan bætist við fjöldinn allur af trjám, sem skreytt eru með ljósum. Heimilin eru líka sum hver ansi stórtæk í þessum efnum og fyrir vikið snúast raforkumælarnir svolítið hraðar á komandi vikum og við hjá Norður- orku verðum vör við aukna notkun. Ragnar Sverrisson Þrjú fyrirtæki, Arctic Oddi ehf., Val- þjófur ehf. og Vísir hf. hafa gert með sér samkomulag sem styrkir til langframa stoðir atvinnulífsins á Flateyri og Þingeyri og eyðir um leið þeirri óvissu sem verið hefur um atvinnustarfsemi á stöðunum að undanförnu, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Arctic Oddi mun flytja starfsemi sína frá Flateyri í húsnæði sem var í eigu Vísis á Þingeyri. Þar mun fyr- irtækið sinna vinnslu og pökkun á eldisfiski og sinna frekari uppbygg- ingu fyrir fiskeldi sitt. Starfsemin á Þingeyri kallar á um 15 störf í upp- hafi en þeim mun fjölga í hlutfalli við uppbyggingu fyrirtækisins. Um 20 ársstörf skapast við vinnslu bolfisks á Flateyri þegar út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Valþjófur tekur við fasteignum og tækjum Arctic Odda á staðnum. Fyrirtækið mun einbeita sér að full- vinnslu bolfisks, bæði frá Flateyri og Þingeyri. Auk starfa hjá fyrirtækjunum tveimur má gera ráð fyrir að til verði nokkur fjöldi afleiddra starfa vegna margvíslegrar þjónustu við fyr- irtækin. Þau störf leggja grunn að frekari atvinnuuppbyggingu á Vest- fjörðum til lengri tíma litið, segir í tilkynningunni. Með þessu samkomulagi lýkur að- komu Vísis að útgerð og vinnslu á Þingeyri sem félagið hefur staðið að síðustu 15 árin. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Byggðastofnunar sem gert er ráð fyrir að liggi fyrir um miðjan desem- ber. Vinnsla tryggð á Vestfjörðum Orka og hreysti til að njóta aðventunnar Lifestream, lífræn næring, fæst í apótekum, heilsubúðum og helstu stórmörkuðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.