Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.11.2014, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Starfsmönnum lítilla og meðal- stórra fyrirtækja fjölgaði um 1.400 (3%) milli áranna 2012 og 2013 og heildarlaunagreiðslur í atvinnulíf- inu jukust um 8% frá árinu 2012. Heildarlaunagreiðslur jukust um 9% hjá örfyrirtækjum, 10% hjá litlum fyrirtækjum, 9% hjá meðal- stórum fyrirtækjum og 6,5% hjá stórfyrirtækjum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagstofu Íslands sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins og Litla Ísland sem er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð at- vinnugreinum. Árið 2013 voru 2.400 fyrirtæki starfandi sem ekki voru til árið 2012. Langflest þeirra eru svoköll- uð örfyrirtæki en þeim fjölgaði um 17% milli ára. Árið 2013 hættu 1.900 fyrirtæki starfsemi sem voru starfandi 2012. Fjöldinn jókst því um 500 fyrirtæki. Meðaltekjur hækka með stærð Fram kemur að meðaltekjur starfsmanna fara hækkandi með stærð fyrirtækja. Meðaltekjur í litlum fyrirtækum voru 384.000 kr. á mánuði árið 2013, 434.000 í með- alstórum fyrirtækjum en 464.000 kr. í stórum fyrirtækjum. Meðal- launin voru þannig 12% hærri í stórum fyrirtækjum en í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Í fréttatilkynningu segir að ástæða þess að farið var út í þessa vinnu sé sú að hagtölur um fyrir- tæki eftir stærð séu ekki birtar hér á landi en þær liggja almennt fyrir í nágrannaríkjunum. Þá segir að upplýsingarnar gefi færi á að leggja mat á mikilvægi smárra, meðalstórra og stórra fyr- irtækja í sköpun atvinnu og verð- mæta. Jafnframt er unnt að leggja mat á þróunina, t.d. hvaða stærð- arflokkar fyrirtækja eru í örustum vexti og leggja mest til fjölgunar starfa og aukinnar verðmætasköp- unar. Góð vísbending um stöðuna Þá segir að líta verði á niðurstöð- urnar sem bráðabirgðaniðurstöður, sem þó gefa góða vísbendingu um stöðu mála. Gögnin eru þeim ann- mörkum háð að þau innihalda ekki upplýsingar um stóran hluta ein- yrkja. Ísland sker sig ekki úr hvað varð- ar hlutfallslegan fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Í ESB er hlutfall þeirra 99,8% og 99,7% í Sví- þjóð, samanborið við 99,8% á Ís- landi Morgunblaðið/Golli Atvinna Heildarlaunagreiðslur í atvinnulífinu námu 584 milljörðum 2013. Launagreiðslur jukust um 8%  2.400 ný fyrirtæki en 1.900 hættu Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Jólagjöf sem vermir Hlýr og notalegur ullarfatnaður á góðu verði Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg 400.000 KR. FERÐAFJÖR FINNDUBÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 1. nóvember 2014 til ogmeð 22. desember 2014 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2014 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf fráWOWair. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna *GJAFABRÉF FRÁWOWair NOTAÐIR BÍLAR Vertu með! Hvert myndir þú fara? Í MIKLU ÚRVALI Tilboð: 2.190.000 kr. Citroën C4 Comfort ZFK12 Skráður júní 2013, 1,6HDi dísil, beinskiptur Ekinn 69.000 km. Ásett verð: 2.390.000 kr. Verð: 1.930.000 kr. Mazda2 Go APA14 Skráður júní 2014, 1,3i bensín, beinskiptur Ekinn 23.000 km. Verð: 890.000 kr. Ford Focus C-Max Trend OI685 Skráður mars 2005, 1,6i bensín, beinskiptur Ekinn 105.000 km. „Það er bara mikil ánægja með þetta hér, krakkarnir eru alsælir,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skóla- stjóri Ingunnarskóla, um þá ákvörð- un að seinka byrjun skóladagsins fyr- ir nemendur í 6.-10. bekk. Frá því í haust hefur kennsla hafist kl. 8.30 í stað 8.10, og er það tilhögun sem hef- ur reynst vel. Guðlaug segir foreldra ungling- anna m.a. hafa talað um það að dregið hafi úr streitu á morgnana, þegar allir eru að koma sér út úr húsi á sama tíma. „Það er ekki sama spennan, fólk talar um það. Að þetta sé mýkri byrj- un á morgnunum, minni spenna, og það fara allir rólegri út. Þannig að þetta hefur áhrif á allt heimilið,“ segir hún. Hugmyndin var fyrst rædd í skóla- ráði sl. vor, en þar var m.a. velt upp þeim möguleika að seinka kennslu til kl. 9. „Það er svo flókið út af dagskrá krakkanna í sambandi við tómstunda- starfið. Það eru þessar íþróttaæfingar og annað sem tekur við þegar skólinn er búinn. Þannig að við þorðum ekki að ganga lengra, en ákváðum að byrja þarna og sjá hvernig þetta myndi ganga,“ segir Guðlaug. Hún segir að eftir breytinguna mæti krakkarnir síður seint í tíma. Í stað þess að lengja skóladaginn í hinn endann var gripið til þess ráðs að klípa mínútur af frímínútum og inn á milli tíma. Þessu fylgir að kennararn- ir taka við nýjum hóp um leið og þeir kveðja annan, og krakkarnir þurfa að vera snöggir að koma sér á milli stofa. Engu að síður segir Guðlaug kenn- arana einnig ánægða með að taka daginn örlítið seinna. „Þeim fannst þetta bara mjög já- kvætt. Þetta skiptir þá kannski ekki máli öðruvísi en að krakkarnir koma rólegri inn í daginn og eru sáttari. Og eins fyrir kennarana, þá getur þetta líka verið mjög jákvætt, þeir koma kannski upp úr átta og geta þá verið búnir að undirbúa betur.“ Guðlaug segir muna um mínúturn- ar 20 hvað morgunbirtuna varðar. „Við munum ekki snúa til baka,“ segir Guðlaug, en óskastaðan væri að klukkunni yrði almennt seinkað. holmfridur@mbl.is Krakkarnir alsælir með að vakna síðar  Ingunnarskóli byrjar kennslu kl. 8.30 Morgunblaðið/ Guðrún Vala Ánægð Guðlaug Erla Gunnars- dóttir, skólastjóri Ingunnarskóla. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.