Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
Fóðurtunna fylgir frítt
með 15 kg pokum.
15 kg verð frá 9.985 kr.
BAKSVIÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Það er búið að sanna það fyrir okk-
ur að þessi tegund hentar afar vel við
okkar störf í sjónum hér við land.
Það má segja að Leiftur sé í senn
slöngubátur og skip. Þarna er komið
traust tæki fyrir alla okkar vinnu á
hafi úti og hraðar ferðir á milli
staða.“ Þetta segir Georg Lárusson,
forstjóri Landhelgisgæslunnar, í
samtali við Morgunblaðið í tilefni af
því að undirritaður hefur verið
samningur við skipasmíðastöðina
Rafnar í Kópavogi um kaup á harð-
botna slöngubát (e. RIB, Rigid-
Inflatable Boat) sem mun nýtast við
leit og björgun, æfingar, löggæslu og
fiskveiðieftirlit á grunnslóð.
Gæslan hefur allt frá árinu 2012
tekið þátt í nýsköpunar- og þróun-
arstarfi fyrirtækisins en Rafnar (áð-
ur OK Hull) hefur frá árinu 2005
unnið að nýju skrokklagi sem áfram
var unnið með. Skrokklagið sparar
eldsneyti, fer betur í sjó og hefur al-
mennt mýkri hreyfingar en bátar
sem áður hafa verið í notkun hjá
Landhelgisgæslunni. Um er að ræða
skrokk sem notar minni orku og nær
meiri hraða við erfiðar aðstæður en
áður hefur þekkst. Áætlað er að bát-
urinn verði afhentur í byrjun sumars
2015.
„Þetta er mjög ánægjulegur
áfangi í okkar vinnu,“ sagði Björn
Jónsson, framkvæmdastjóri Rafn-
ars, í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Þróunarsamstarfið fólst í því að
ýmsar tegundir harðbotna slöngu-
báta frá Rafnari voru prófaðar hjá
Gæslunni og notaðar við ýmsar ólík-
ar aðstæður. Hafa bátarnir nýst við
ýmsar æfingar innan LHG og með
samstarfsaðilum, við fiskveiðieftirlit
á sumrin með Fiskistofu þar sem
siglt hefur verið allt frá Reykjanesi
norður á Skjálfanda, við leit og
björgun og hafnareftirlit. Sá lær-
dómur hefur verið tekinn inn í
áframhaldandi þróunarvinnu, síðast
með bátnum Leiftri 1 sem Landhelg-
isgæslan hefur haft til afnota síðast-
liðið ár og hefur hann reynst afar vel.
Rafnar ehf. fékk á dögunum við-
urkenningu Morgunblaðsins, Vitann
2014, fyrir að vera einn af vaxt-
arsprotum atvinnulífsins á landsvísu.
Eins og fram kom í umfjöllun blaðs-
ins um starfsemi fyrirtækisins er um
að ræða 28 manna nýsköp-
unarvinnustað, þar sem fram fer
hönnun, prófun og tilraunasmíði á
skrokkmódelum og bátum í fullri
stærð. Markmiðið er að framleiða
óhefðbundinn bátsskrokk sem hefur
mikinn stöðugleika og mýkri hreyf-
ingar en hefðbundnir skrokkar. Á
þessi nýi skrokkur að gera bátunum
kleift að ráða betur við válynd veður.
Auk þess á hann að hafa góða eig-
inleika við allar aðstæður á sjó.
Rafnar er í eigu Össurar Krist-
inssonar, stofnanda Össurar hf., og
fjölskyldu hans.
Björn Jónsson framkvæmdastjóri
segir að starfsemi Rafbars sé nú
komin á það stig að verið sé að und-
irbúa sölu- og markaðsstarfsemi á
alþjóðavettvangi. Það sé Rafnari
mikill styrkur að hafa á síðasta ári
eignast systurfyrirtæki í Noregi,
skipasmíðastöðina Måløy Verft AS.
Það er rótgróið fyrirtæki, um tutt-
ugu ára gamalt, sem m.a. hefur
smíðað ferjur og sérhæfða báta fyrir
fiskeldisfyrirtæki. Stöðin er staðsett
í Nordfjord á vesturströnd Noregs.
Hefur Jón Þorvarðarson verið ráð-
inn framkvæmdastjóri, en hann
hafði áður starfað hjá fyrirtækinu..
Björn segir að margvíslegt samstarf
sé með systurfyrirtækjunum, meðal
annars geti þau flutt starfsmenn á
milli verkefna í þessum tveimur
starfsstöðvum, auk þess sem
reynsla, sambönd og orðspor Måløy
Verft nýtist Rafnari.
Fá nýja tegund af slöngubáti
Landhelgisgæslan semur við Rafnar í Kópavogi um smíði slöngubáts til leitar, björgunar og lög-
gæslueftirlits Rafnar færir út kvíarnar með kaupum á norskri skipasmíðastöð, Måløy Verft AS
Ljósmynd/Rafnar ehf.
Prófanir Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa siglt tilraunaútgáfu Leifturs 1 um þrjú þúsund sjómílur í öllum veðrum við strönd Íslands.
Frá undirritun F.h. Auðunn F. Kristinsson, Georg Lárusson, Ásgrímur L.
Ásgrímsson, Sigurður Ásgrímsson og Björn Jónsson frá Rafnari.
Ljósmynd/LHG
Nýi báturinn Teikning af Leiftri 2 sem Rafnar mun afhenda Gæslunni um
mitt næsta sumar. Nýi báturinn er byggður á reynslunni af eldri gerðinni.
Íslenska kokkalandsliðið náði 5.
sæti á heimsmeistaramótinu í
Lúxemborg og er þetta besti ár-
angur Íslands hingað til, segir í
frétt um málið á vefnum freist-
ing.is.
Það var Singapúr sem hafnaði í
fyrsta sæti, Svíþjóð varð í öðru
sæti og Bandaríkin í því þriðja.
Kokkalandslið Íslands hlaut
gullverðlaun í báðum greinunum
sem það keppti í í heimsmeistara-
keppninni í matreiðslu. Liðið
fékk þannig gullverðlaun fyrir
þriggja rétta heita máltíð og gull-
verðlaun fyrir kalda borðið sitt.
María Shramko, einn liðsmanna
kokkalandsliðsins, hlaut einnig
þrenn gullverðlaun og ein brons-
verðlaun í einstaklingskeppni í
sykurstyttum.
Liðið kom heim í gær, en
keppnin ytra stóð yfir í tæpa
viku.
Kokkalands-
liðið hafnaði
í 5. sæti