Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is Fóðurtunna fylgir frítt með 15 kg pokum. 15 kg verð frá 9.985 kr. BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Það er búið að sanna það fyrir okk- ur að þessi tegund hentar afar vel við okkar störf í sjónum hér við land. Það má segja að Leiftur sé í senn slöngubátur og skip. Þarna er komið traust tæki fyrir alla okkar vinnu á hafi úti og hraðar ferðir á milli staða.“ Þetta segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið í tilefni af því að undirritaður hefur verið samningur við skipasmíðastöðina Rafnar í Kópavogi um kaup á harð- botna slöngubát (e. RIB, Rigid- Inflatable Boat) sem mun nýtast við leit og björgun, æfingar, löggæslu og fiskveiðieftirlit á grunnslóð. Gæslan hefur allt frá árinu 2012 tekið þátt í nýsköpunar- og þróun- arstarfi fyrirtækisins en Rafnar (áð- ur OK Hull) hefur frá árinu 2005 unnið að nýju skrokklagi sem áfram var unnið með. Skrokklagið sparar eldsneyti, fer betur í sjó og hefur al- mennt mýkri hreyfingar en bátar sem áður hafa verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni. Um er að ræða skrokk sem notar minni orku og nær meiri hraða við erfiðar aðstæður en áður hefur þekkst. Áætlað er að bát- urinn verði afhentur í byrjun sumars 2015. „Þetta er mjög ánægjulegur áfangi í okkar vinnu,“ sagði Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafn- ars, í samtali við Morgunblaðið í gær. Þróunarsamstarfið fólst í því að ýmsar tegundir harðbotna slöngu- báta frá Rafnari voru prófaðar hjá Gæslunni og notaðar við ýmsar ólík- ar aðstæður. Hafa bátarnir nýst við ýmsar æfingar innan LHG og með samstarfsaðilum, við fiskveiðieftirlit á sumrin með Fiskistofu þar sem siglt hefur verið allt frá Reykjanesi norður á Skjálfanda, við leit og björgun og hafnareftirlit. Sá lær- dómur hefur verið tekinn inn í áframhaldandi þróunarvinnu, síðast með bátnum Leiftri 1 sem Landhelg- isgæslan hefur haft til afnota síðast- liðið ár og hefur hann reynst afar vel. Rafnar ehf. fékk á dögunum við- urkenningu Morgunblaðsins, Vitann 2014, fyrir að vera einn af vaxt- arsprotum atvinnulífsins á landsvísu. Eins og fram kom í umfjöllun blaðs- ins um starfsemi fyrirtækisins er um að ræða 28 manna nýsköp- unarvinnustað, þar sem fram fer hönnun, prófun og tilraunasmíði á skrokkmódelum og bátum í fullri stærð. Markmiðið er að framleiða óhefðbundinn bátsskrokk sem hefur mikinn stöðugleika og mýkri hreyf- ingar en hefðbundnir skrokkar. Á þessi nýi skrokkur að gera bátunum kleift að ráða betur við válynd veður. Auk þess á hann að hafa góða eig- inleika við allar aðstæður á sjó. Rafnar er í eigu Össurar Krist- inssonar, stofnanda Össurar hf., og fjölskyldu hans. Björn Jónsson framkvæmdastjóri segir að starfsemi Rafbars sé nú komin á það stig að verið sé að und- irbúa sölu- og markaðsstarfsemi á alþjóðavettvangi. Það sé Rafnari mikill styrkur að hafa á síðasta ári eignast systurfyrirtæki í Noregi, skipasmíðastöðina Måløy Verft AS. Það er rótgróið fyrirtæki, um tutt- ugu ára gamalt, sem m.a. hefur smíðað ferjur og sérhæfða báta fyrir fiskeldisfyrirtæki. Stöðin er staðsett í Nordfjord á vesturströnd Noregs. Hefur Jón Þorvarðarson verið ráð- inn framkvæmdastjóri, en hann hafði áður starfað hjá fyrirtækinu.. Björn segir að margvíslegt samstarf sé með systurfyrirtækjunum, meðal annars geti þau flutt starfsmenn á milli verkefna í þessum tveimur starfsstöðvum, auk þess sem reynsla, sambönd og orðspor Måløy Verft nýtist Rafnari. Fá nýja tegund af slöngubáti  Landhelgisgæslan semur við Rafnar í Kópavogi um smíði slöngubáts til leitar, björgunar og lög- gæslueftirlits  Rafnar færir út kvíarnar með kaupum á norskri skipasmíðastöð, Måløy Verft AS Ljósmynd/Rafnar ehf. Prófanir Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa siglt tilraunaútgáfu Leifturs 1 um þrjú þúsund sjómílur í öllum veðrum við strönd Íslands. Frá undirritun F.h. Auðunn F. Kristinsson, Georg Lárusson, Ásgrímur L. Ásgrímsson, Sigurður Ásgrímsson og Björn Jónsson frá Rafnari. Ljósmynd/LHG Nýi báturinn Teikning af Leiftri 2 sem Rafnar mun afhenda Gæslunni um mitt næsta sumar. Nýi báturinn er byggður á reynslunni af eldri gerðinni. Íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg og er þetta besti ár- angur Íslands hingað til, segir í frétt um málið á vefnum freist- ing.is. Það var Singapúr sem hafnaði í fyrsta sæti, Svíþjóð varð í öðru sæti og Bandaríkin í því þriðja. Kokkalandslið Íslands hlaut gullverðlaun í báðum greinunum sem það keppti í í heimsmeistara- keppninni í matreiðslu. Liðið fékk þannig gullverðlaun fyrir þriggja rétta heita máltíð og gull- verðlaun fyrir kalda borðið sitt. María Shramko, einn liðsmanna kokkalandsliðsins, hlaut einnig þrenn gullverðlaun og ein brons- verðlaun í einstaklingskeppni í sykurstyttum. Liðið kom heim í gær, en keppnin ytra stóð yfir í tæpa viku. Kokkalands- liðið hafnaði í 5. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.