Morgunblaðið - 29.11.2014, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014
Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
25 dagar til jóla
Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnar-
firði verður opnað í dag klukkan
12. Í jólahúsunum í þorpinu er til
sölu gjafavara, heimilisiðnaður,
handverk og hönnun, ásamt veit-
ingum.
Klukkan 17 í dag verður kveikt á
jólatrénu í miðju þorpsins en tréð
er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar,
Fredriksbergi í Danmörku.
Jólaþorpið er opið frá 12-18 allar
helgar fram til jóla og 22. og 23.
desember frá 16-21.
Jólaþorpið í Hafnarfirði opnað í dag
Morgunblaðið/Þorkell
Jólahús Nunnurnar í karmelítaklaustrinu í
Hafnarfirði selja varning í jólaþorpinu.
Aðventuhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum við Mývatn
verður í dag kl. 13-17. Fram kemur í tilkynningu að jóla-
sveinarnir í Dimmuborgum séu í fullu fjöri að undirbúa
sig fyrir jólin. En þeir ætli að gefa sér tíma í dag til að
taka á móti gestum, spjalla, syngja, segja sögur, fara í
leiki, flokka „óþekktarkartöflur“ og fleira.
Í dag er einnig markaðsdagur í Dimmuborgum þar
sem seldar verða hinar ýmsu vörur sem henta vel í jóla-
pakkann.
Jólasveinarnir í Dimmuborgum taka á móti gestum
alla daga frá kl. 13-15 til fram til áramóta.
Aðventuhátíð í Dimmuborgum
Jólasveinar í
Dimmuborgum.
Jólaljósin verða
tendruð á jóla-
trénu á Akra-
torgi á Akranesi
í dag kl. 16,.
Fyrr um dag-
inn, eða klukkan
14, hefst jóla-
skemmtun á
torginu. Þá verð-
ur jólamarkaður
í Landsbanka-
húsinu, Suðurgötu 57, við torgið,
frá klukkan 14 til 18 þar sem matur
og handverk verður á boðstólum.
Söfnin á Akranesi taka þátt í
dagskránni og verður m.a. lesin
jólasaga í bókasafninu klukkan 13.
Jólaljós tendruð á
jólatré á Akratorgi
Jólatréð á Akra-
torgi.
Félagskonur KFUM og KFUK á Ís-
landi standa fyrir basar KFUK í
dag í félagshúsi samtakanna, Holta-
vegi 28 í Reykjavík. Húsið verður
opnað klukkan 14 og basarnum lýk-
ur um klukkan 17.
Til sölu verða handunnar vörur
og heimabakaðar kökur. Öll vinna
og allur efniskostnaður eru gefin af
félagsfólki og rennur allur ágóði
basarsins í æskulýðsstarfið.
Fram kemur í tilkynningu að
þessi jólabasar eigi sér rúmlega 100
ára sögu.
Jólabasar KFUK
haldinn í dag
Jólamarkaður verður opnaður við Elliðavatn í dag og
verður hann opinn allar helgar fram að jólum frá
klukkan 11-16.
Dagskráin í dag hefst með söng klukkan 11:30 og
verða þá tendruð ljós á jólatré.
Á markaðnum verður úrval af íslensku handverki.
Þá eru einnig til sölu nýhöggvin íslensk jólatré.
Klukkan 14 verður barnastund og þá kemur barna-
bókahöfundur og les upp fyrir börnin. Jólasveinar
koma í heimsókn á markaðinn og kíkja líka á börnin í
rjóðrinu við Elliðavatnsbæinn eftir upplesturinn.
Jólamarkaður opnaður við Elliðavatn
Jólatré við Elliðavatn.
Árviss Grýlugleði verður haldin í
fimmtánda sinn á Skriðuklaustri á
morgun, sunnudag, klukkan 14.
Í tilkynningu segir að þar muni
bæði sagnálfar og gaulálfar segja
frá og syngja um hina hræðilegu
tröllkerlingu sem kom til landsins
með Ingólfi Arnarsyni og eigi sér
bústaði tvo í fjöllunum við Fljótsdal.
Klausturkaffi býður upp á fjöl-
skyldujólahlaðborð frá kl. 12.
Gleði Grýla og Leppalúði í Skriðuklaustri.
Grýlugleði á Skriðu-
klaustri á morgun
Jólagleði mannúðarsamtakanna
Handarinnar verður haldin í Ás-
kirkju, miðvikudagskvöldið 3. des-
ember klukkan 20:30.
Ýmislegt verður til skemmtunar,
m.a. munu rithöfundar lesa úr bók-
um sínum og tónlistarmenn flytja
lög. Þá verða veittar viðurkenn-
ingar til fólks, sem hefur veitt
Hendinni lið. Kristján Björn
Snorrason stýrir jólagleðinni.
Jólagleði Handar-
innar í Áskirkju
Sunnudaginn 30. nóvember, á
kirkjudegi Árbæjarkirkju, verður
líknarsjóður kvenfélags kirkjunnar
með sitt árlega happdrætti. Verður
dregið í happdrættinu eftir sunnu-
dagaskólann kl. 11 og hátíðar-
guðþjónustu kl. 14.
Tilgangur líknarsjóðsins er að
styrkja þá sem minna mega sín í
Árbæjarsókn. Allur afrakstur
happdrættisins rennur til góðgerð-
armála í hverfinu.
Jólahappdrætti
í Árbæjarkirkju
Jólabasar Hollvinasamtaka Grens-
ásdeildar verður haldinn í Grens-
áskirkju í Reykjavík í dag kl. 13.
Á basarnum eru á boðstólum
handunnar vörur, jólaskraut og
kransar. Fram kemur í tilkynningu,
að í ár setji skrautfuglar sérstakan
svip á basarinn en þeir séu saum-
aðir úr skrautlegustu efnum sem
fundust á hverju heimili hollvina.
Þá munu liðsmenn Bifhjólasamtaka
lýðveldisins baka vöfflur.
Jólabasar fyrir
Grensásdeild
„Þetta er áhugaverð viðbót í
göngustígaflóruna,“ segir Davíð Örv-
ar Hansson, fulltrúi Umhverfisstofn-
unar í Mývatnssveit. Stofnunin er að
endurnýja göngustígana við Skútu-
staðagíga og notar járngrindur á
hluta leiðarinnar.
Seinkun á komu vetrar kemur sér
vel við útiverk og ná margir að þoka
áleiðis nauðsynlegum fram-
kvæmdum. Davíð Örvar er í þeim
hópi. Hann hefur umsjón með end-
urbótum á göngustígunum við
Skútustaðagíga.
Vinsæl gönguleið
Gígarnir við Skútustaði eru einn af
vinsælustu áfangastöðum í Mývatns-
sveit. Margir koma til að njóta veit-
inga á Skútustöðum og litast síðan
um á þessari fallegu gönguleið, með-
al annars farþegar skemmti-
ferðaskipa í dagsferðum frá Ak-
ureyri.
Umhverfisstofnun hefur fengið
styrki til endurbóta á göngustíg-
unum og gerðar útsýnispalla á gíg-
unum. Færa þarf göngustíginn og
mun hann liggja yfir tún. Þar þykja
grindurnar henta vel. Þeim er krækt
saman og mynda þær samhangandi
einingu. Mold er sett undir og
grasfræi sáð í þannig að stígurinn
fellur að umhverfinu. Slíkar járn-
grindur hafa verið reyndar á golf-
völlum hér á landi og í Þjóðgarðinum
Snæfellsjökli og reynst vel, að sögn
Davíðs. Hann segir að ekki myndist
ísing eða hálka á þessum grindum og
því sé minni slysahætta en með öðr-
um aðferðum sem reyndar hafi verið.
Verið er að hanna útsýnispall á
einn gervigíginn og er stefnt að því
að koma honum upp fyrir vorið.
Framkvæmdir við hina tvo bíða.
Snyrtingar við Hverfell
Jafnframt er hafinn undirbún-
ingur að byggingu húss fyrir snyrt-
ingar við Hverfell. Starfsmenn
Ræktunarsambands Flóa og Skeiða
eru að bora eftir köldu vatni við fjall-
ið til að nota í snyrtingarnar sem
reisa á með vorinu.
Umhverfisstofnun fékk fjármagn
til þessarra verkefna úr Fram-
kvæmdasjóði ferðamannastaða og úr
sérstakri fjárveitingu ríkisstjórn-
arinnar í vor. Davíð segir að vel hafi
gengið að koma þessum verkefnum
áfram í sumar og fjármunirnir því
nýst til jákvæðra verkefna.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson
Framkvæmdahaust Haustið hefur nýst vel við framkvæmdir á ferðamannastöðum í Mývatnssveit. Davíð Örvar
Hansson, fulltrúi Umhverfisstofnunar, leggur járngrindur í nýjan göngustíg í hringnum um Skútustaðagíga.
Járngrindur í göngustíg
að Skútustaðagígum
Sumar og haust nýtast vel til útiverka í Mývatnssveit
Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16
SVEFNSÓFAR
SEM BREYTAST Í RÚM Á AUGABRAGÐI
NÚ Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI
UNFURL DELUXE • Svefnflötur 120x200 cm
Vönduð springdýna • kr. 128.900
RECAST • Svefnflötur 140x200 cm
Vönduð springdýna • kr. 129.900
112.900
TILBOÐ 111.900
TILBOÐ
98.900
TILBOÐ
149.900
TILBOÐ
UNFURL • Svefnflötur 120x200 cm
Vönduð springdýna • kr. 109.900
UPEND • Svefnflötur 140x200 cm
Vönduð springdýna • kr. 179.500