Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.11.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 25 dagar til jóla Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnar- firði verður opnað í dag klukkan 12. Í jólahúsunum í þorpinu er til sölu gjafavara, heimilisiðnaður, handverk og hönnun, ásamt veit- ingum. Klukkan 17 í dag verður kveikt á jólatrénu í miðju þorpsins en tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar, Fredriksbergi í Danmörku. Jólaþorpið er opið frá 12-18 allar helgar fram til jóla og 22. og 23. desember frá 16-21. Jólaþorpið í Hafnarfirði opnað í dag Morgunblaðið/Þorkell Jólahús Nunnurnar í karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði selja varning í jólaþorpinu. Aðventuhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum við Mývatn verður í dag kl. 13-17. Fram kemur í tilkynningu að jóla- sveinarnir í Dimmuborgum séu í fullu fjöri að undirbúa sig fyrir jólin. En þeir ætli að gefa sér tíma í dag til að taka á móti gestum, spjalla, syngja, segja sögur, fara í leiki, flokka „óþekktarkartöflur“ og fleira. Í dag er einnig markaðsdagur í Dimmuborgum þar sem seldar verða hinar ýmsu vörur sem henta vel í jóla- pakkann. Jólasveinarnir í Dimmuborgum taka á móti gestum alla daga frá kl. 13-15 til fram til áramóta. Aðventuhátíð í Dimmuborgum Jólasveinar í Dimmuborgum. Jólaljósin verða tendruð á jóla- trénu á Akra- torgi á Akranesi í dag kl. 16,. Fyrr um dag- inn, eða klukkan 14, hefst jóla- skemmtun á torginu. Þá verð- ur jólamarkaður í Landsbanka- húsinu, Suðurgötu 57, við torgið, frá klukkan 14 til 18 þar sem matur og handverk verður á boðstólum. Söfnin á Akranesi taka þátt í dagskránni og verður m.a. lesin jólasaga í bókasafninu klukkan 13. Jólaljós tendruð á jólatré á Akratorgi Jólatréð á Akra- torgi. Félagskonur KFUM og KFUK á Ís- landi standa fyrir basar KFUK í dag í félagshúsi samtakanna, Holta- vegi 28 í Reykjavík. Húsið verður opnað klukkan 14 og basarnum lýk- ur um klukkan 17. Til sölu verða handunnar vörur og heimabakaðar kökur. Öll vinna og allur efniskostnaður eru gefin af félagsfólki og rennur allur ágóði basarsins í æskulýðsstarfið. Fram kemur í tilkynningu að þessi jólabasar eigi sér rúmlega 100 ára sögu. Jólabasar KFUK haldinn í dag Jólamarkaður verður opnaður við Elliðavatn í dag og verður hann opinn allar helgar fram að jólum frá klukkan 11-16. Dagskráin í dag hefst með söng klukkan 11:30 og verða þá tendruð ljós á jólatré. Á markaðnum verður úrval af íslensku handverki. Þá eru einnig til sölu nýhöggvin íslensk jólatré. Klukkan 14 verður barnastund og þá kemur barna- bókahöfundur og les upp fyrir börnin. Jólasveinar koma í heimsókn á markaðinn og kíkja líka á börnin í rjóðrinu við Elliðavatnsbæinn eftir upplesturinn. Jólamarkaður opnaður við Elliðavatn Jólatré við Elliðavatn. Árviss Grýlugleði verður haldin í fimmtánda sinn á Skriðuklaustri á morgun, sunnudag, klukkan 14. Í tilkynningu segir að þar muni bæði sagnálfar og gaulálfar segja frá og syngja um hina hræðilegu tröllkerlingu sem kom til landsins með Ingólfi Arnarsyni og eigi sér bústaði tvo í fjöllunum við Fljótsdal. Klausturkaffi býður upp á fjöl- skyldujólahlaðborð frá kl. 12. Gleði Grýla og Leppalúði í Skriðuklaustri. Grýlugleði á Skriðu- klaustri á morgun Jólagleði mannúðarsamtakanna Handarinnar verður haldin í Ás- kirkju, miðvikudagskvöldið 3. des- ember klukkan 20:30. Ýmislegt verður til skemmtunar, m.a. munu rithöfundar lesa úr bók- um sínum og tónlistarmenn flytja lög. Þá verða veittar viðurkenn- ingar til fólks, sem hefur veitt Hendinni lið. Kristján Björn Snorrason stýrir jólagleðinni. Jólagleði Handar- innar í Áskirkju Sunnudaginn 30. nóvember, á kirkjudegi Árbæjarkirkju, verður líknarsjóður kvenfélags kirkjunnar með sitt árlega happdrætti. Verður dregið í happdrættinu eftir sunnu- dagaskólann kl. 11 og hátíðar- guðþjónustu kl. 14. Tilgangur líknarsjóðsins er að styrkja þá sem minna mega sín í Árbæjarsókn. Allur afrakstur happdrættisins rennur til góðgerð- armála í hverfinu. Jólahappdrætti í Árbæjarkirkju Jólabasar Hollvinasamtaka Grens- ásdeildar verður haldinn í Grens- áskirkju í Reykjavík í dag kl. 13. Á basarnum eru á boðstólum handunnar vörur, jólaskraut og kransar. Fram kemur í tilkynningu, að í ár setji skrautfuglar sérstakan svip á basarinn en þeir séu saum- aðir úr skrautlegustu efnum sem fundust á hverju heimili hollvina. Þá munu liðsmenn Bifhjólasamtaka lýðveldisins baka vöfflur. Jólabasar fyrir Grensásdeild „Þetta er áhugaverð viðbót í göngustígaflóruna,“ segir Davíð Örv- ar Hansson, fulltrúi Umhverfisstofn- unar í Mývatnssveit. Stofnunin er að endurnýja göngustígana við Skútu- staðagíga og notar járngrindur á hluta leiðarinnar. Seinkun á komu vetrar kemur sér vel við útiverk og ná margir að þoka áleiðis nauðsynlegum fram- kvæmdum. Davíð Örvar er í þeim hópi. Hann hefur umsjón með end- urbótum á göngustígunum við Skútustaðagíga. Vinsæl gönguleið Gígarnir við Skútustaði eru einn af vinsælustu áfangastöðum í Mývatns- sveit. Margir koma til að njóta veit- inga á Skútustöðum og litast síðan um á þessari fallegu gönguleið, með- al annars farþegar skemmti- ferðaskipa í dagsferðum frá Ak- ureyri. Umhverfisstofnun hefur fengið styrki til endurbóta á göngustíg- unum og gerðar útsýnispalla á gíg- unum. Færa þarf göngustíginn og mun hann liggja yfir tún. Þar þykja grindurnar henta vel. Þeim er krækt saman og mynda þær samhangandi einingu. Mold er sett undir og grasfræi sáð í þannig að stígurinn fellur að umhverfinu. Slíkar járn- grindur hafa verið reyndar á golf- völlum hér á landi og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og reynst vel, að sögn Davíðs. Hann segir að ekki myndist ísing eða hálka á þessum grindum og því sé minni slysahætta en með öðr- um aðferðum sem reyndar hafi verið. Verið er að hanna útsýnispall á einn gervigíginn og er stefnt að því að koma honum upp fyrir vorið. Framkvæmdir við hina tvo bíða. Snyrtingar við Hverfell Jafnframt er hafinn undirbún- ingur að byggingu húss fyrir snyrt- ingar við Hverfell. Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða eru að bora eftir köldu vatni við fjall- ið til að nota í snyrtingarnar sem reisa á með vorinu. Umhverfisstofnun fékk fjármagn til þessarra verkefna úr Fram- kvæmdasjóði ferðamannastaða og úr sérstakri fjárveitingu ríkisstjórn- arinnar í vor. Davíð segir að vel hafi gengið að koma þessum verkefnum áfram í sumar og fjármunirnir því nýst til jákvæðra verkefna. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Framkvæmdahaust Haustið hefur nýst vel við framkvæmdir á ferðamannastöðum í Mývatnssveit. Davíð Örvar Hansson, fulltrúi Umhverfisstofnunar, leggur járngrindur í nýjan göngustíg í hringnum um Skútustaðagíga. Járngrindur í göngustíg að Skútustaðagígum  Sumar og haust nýtast vel til útiverka í Mývatnssveit Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 SVEFNSÓFAR SEM BREYTAST Í RÚM Á AUGABRAGÐI NÚ Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI UNFURL DELUXE • Svefnflötur 120x200 cm Vönduð springdýna • kr. 128.900 RECAST • Svefnflötur 140x200 cm Vönduð springdýna • kr. 129.900 112.900 TILBOÐ 111.900 TILBOÐ 98.900 TILBOÐ 149.900 TILBOÐ UNFURL • Svefnflötur 120x200 cm Vönduð springdýna • kr. 109.900 UPEND • Svefnflötur 140x200 cm Vönduð springdýna • kr. 179.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.