Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 26

Morgunblaðið - 29.11.2014, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 2014 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra (RLS) vinnur að gerð ítarlegr- ar viðbragðsáætlunar vegna hugsan- legs jökulhlaups til suðvesturs frá eldgosi í norðvestanverðum Vatna- jökli. Færi stórt hlaup í þá átt gæti það truflað eða stöðvað virkjanir á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Þar eru sex virkjanir og er afl þeirra alls 935 MW. Rafmagnsleysi af þeirri stærðargráðu hefði gríðarleg áhrif. Færanlegar stöðvar á NA-landi RARIK á færanlegar varaafl- stöðvar sem geta framleitt um fjögur MW, að sögn Örlygs Jónassonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs RARIK. Þegar umbrotin hófust í norðvestanverðum Vatnajökli var tal- ið líklegast að hamfaraflóð gætu farið í Jökulsá á Fjöllum eða Skjálfanda- fljót. Flóð í Jökulsá mundi ógna ör- yggi flutningslínu Landsnets í Keldu- hverfi. Rofni hún missir NA-hornið rafmagn. Varaaflstöðvar eru á Rauf- arhöfn og Þórshöfn en engin á Kópa- skeri. Brýrnar yfir Jökulsá, bæði við Grímsstaði og í Kelduhverfi, voru einnig taldar geta verið í hættu. Því var ákveðið að fara með varaaflstöðv- arnar á Kópasker og Þórshöfn þar sem þær eru nú. Varaaflstöðvar eru til á nokkrum stöðum, flestar á Austurlandi. Þá eiga mörg fyrirtæki varaaflstöðvar fyrir sína starfsemi. Örlygur sagði að verk- takar eigi færanlegar rafstöðvar sem RARIK hefur stundum fengið leigð- ar. RARIK hefur ekki gert ráðstaf- anir til að fá færanlegar rafstöðvar er- lendis frá verði miklar truflanir á raforkuframleiðslu hér. Örlygur benti á að sviðsmyndir um jökulhlaup úr Vatnajökli til norðurs hefðu ekki verið afskrifaðar. Hlaup í þá áttina myndi hafa óveruleg áhrif á dreifikerfi RARIK. Hann sagði að myndi stórt hlaup í Tungnaá og Þjórsá trufla virkjanirnar þar myndu færanlegu varaaflstöðvarnar hafa lít- ið að segja til að bæta úr því. Eigum hauka í horni Rögnvaldur Ólafsson, verkefna- stjóri almannavarnadeildar RLS, sagði að komi til atburða af þessu tagi verði aðaláhersla lögð á að bjarga mannslífum. Þar á eftir komi að tryggja innviði eins og bregðast við rafmagnsleysi og fleiru. Hann kvaðst ekki vita til þess að gerðar hefðu verið ráðstafanir til þess að fá varaaflstöðvar erlendis frá, yrðu truflanir á raforkuframleiðslu. „Við eigum samstarfsaðila mjög víða og getum leitað aðstoðar hjá þeim,“ sagði Rögnvaldur. Hann nefndi samstarf almannavarna á Norðurlöndum, almannavarnasam- starf Evrópusambandsins, Atlants- hafsbandalagið og Sameinuðu þjóð- irnar í því sambandi. Lítið færanlegt varaafl til verði mikill raforkuskortur  Færanlegar rafstöðvar RARIK á NA-landi  Hægt að leita aðstoðar erlendis Ljósmynd/Landsvirkjun Hraunaeyjafossvirkjun Mögulegt jökulhlaup frá gosi í Vatnajökli gæti truflað eða stöðvað raforkuframleiðslu á Tungnaár- og Þjórsársvæðinu. Þar eru sex vatnsaflsvirkjanir og er afl þeirra samtals 935 MW. Skógrækt ríkisins og Þjórsárskóli hafa endurnýjað eldri samstarfs- samning frá 2009 um þróun skóg- arfræðslu í skólastarfi Þjórsárskóla til næstu þriggja ára eða til ársins 2017. Í fréttatilkynningu kemur fram að frá árinu 2009 hefur margt verið gert í skógartengdu útinámi í Þjórsárdalsskógi en einnig á lóð skólans og næsta nágrenni. Þróuð hafa verið verkefni sem tengjast ólíkum námsgreinum og sam- þættum viðfangsefnum. Farnar eru tíðar og reglubundnar ferðir í skóginn þar sem allir nemendur og starfsfólk fara saman og einnig ferðir þar sem foreldrum er boðið að taka þátt, s.s. á aðventunni. Í nýja samningnum er ætlunin að komast lengra í þróunarstarfinu og búa til „skógarnámskrá“ sem tengist öllum námsgreinum í sam- þættu skógarnámi og efla um leið einstaklingsmiðað nám og fjöl- breytta kennsluhætti, þróa mats- aðferðir og skógartengd viðfangs- efni sem tengjast grunnþáttum menntunar, s.s. lýðræði, sjálfbærni, sköpun, læsi, jafnrétti, heilbrigði og mannréttindum. Fljótlega verður foreldrum barna í Þjórsárskóla boðið á fjöl- breytt skógarnytjanámskeið þar sem lögð verður áhersla á tálgu- tækni, ferskviðarnytjar og skóg- arhirðu. Morgunblaðið/Frikki Skóglendi Unnið er að gerð skógarnámskrár í Þjórsárskóla. Unnið að skógarnám- skrá í Þjórsárskóla Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, hefur skipað séra Bryndísi Möllu Elídóttur í emb- ætti prests í Seljaprestakalli í Reykjavík. Emb- ættið veitist frá 1. desember næstkomandi. Frestur til að sækja um embættið rann út 7. nóvember sl. og voru um- sækjendur þrettán. Auk Bryndísar sóttu eftirtaldir um embættið: Anna Þóra Paulsdóttir guðfræðingur, séra Arndís G. Bernharðsdóttir Linn, séra Bára Friðriksdóttir, Dís Gylfadóttir guðfræðingur, séra El- ína Hrund Kristjánsdóttir, Eva Björk Valdimarsdóttir guðfræð- ingur, Fritz Már Berndsen Jörg- ensson guðfræðingur, séra Gunnar Jóhannesson, Kristinn Snævar Jónsson guðfræðingur, María Gunnarsdóttir guðfræðingur, séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Viðar Stefánsson guðfræðingur. Sóknarprestur Seljaprestakalls er séra Ólafur Jóhann Borgþórs- son. Skipuð prestur í Seljaprestakalli Bryndís Malla Elídóttir Viðbrögð við áhrifum eldgoss í Vatnajökli og stórfelldra flóða á Þjórsársvæðinu á raforkukerfið voru æfð 6. nóvember í fyrra. Neyðarstjórn Landsnets hélt æf- ingu 1311 með þátttöku Neyðar- samstarfs raforkukerfisins (NSR). Um 200 manns frá fjölda stofnana og fyrirtækja tóku þátt í æfing- unni. Auk þess var æfður flutn- ingur frétta af atburðarásinni. Gert var ráð fyrir því að öskufall ylli truflunum á flutningi og fram- leiðslu rafmagns. Auk þess yrði tjón á mannvirkjum vegna flóða. Af þessu leiddi raforkuskortur og þurfti að skerða raforku til stóriðju og almennings, að sögn Lúðvíks B. Ögmundssonar, öryggisstjóra Landsnets og formanns NSR. Nú, rúmu ári síðar, búa menn sig undir að mögulega þurfi í raun og veru að takast á við slíkan atburð. Viðbrögð við gosi og flóði æfð SVIÐSMYND HAMFARA Á ÆFINGU Í FYRRA GÆTI RÆST Lúðvík B. Ögmundsson. Ríkisstjórnin samþykkti í gær, að tillögu forsætisráð- herra, að veita samtals 8 millj- óna króna styrk af ráðstöf- unarfé sínu í tilefni jóla til tíu góðgerða- samtaka sem starfa hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneyti fá Mæðra- styrksnefnd Akureyrar, Mæðra- styrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðra- styrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands og Hjálpræðisherinn á Íslandi 700.000 krónur hver samtök. Hjálparstarf kirkjunnar, Sam- hjálp, Rauði kross Íslands og Fjöl- skylduhjálp Íslands og Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur fá 900.000 þúsund krónur hver. Ríkisstjórnin styrkir hjálparsamtök Félagar í Mæðra- styrksnefnd. Ecco Trace Lite Stærðir: 36-42 Verð kr. 26.995 Ecco Cleo Stærðir: 36-42 Verð kr. 23.995 ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 5538050 STEINAR WAAGE KRINGLAN & SMÁRALIND WWW.SKOR.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.